Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 1
24 síður incgmibfawifo 48. árgangur 24. tbl. — Þriðjudagur 31. janúar 1961. Prentsmiðja Morgunblaðsins eðlabanki Islands verði sjálfstæður Kemst loks á kaupþing á Islandi ? Jóhann Hafstein ræddi bankamálin á Varðar-fundi # gærkvöldi A VARÐARFUNDI í gær- kvöldi vék Jóhann Hafstein, bankastjóri, nokkuð að breyt ingum þeim, sem ráðgert er að gera á löggjöfinni um Seðlabanka. Þar segir m. a., að Seðlabankinn skuli hafa samvinnu við ríkisstjórnina og skýra skoðanir sínar fyrir henni, en verði um ágreining að ræða milli bankans og stjórnarinnar, sé bankanum rétt að skýra skoðanir sínar opinberlega. Þó skal hann telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því, að sú stefna, sem ríkisstjórnin kann endanlega að marka í peningamálum, nái að lokum tilgangi sínum. Slíkur ágrein ingur gæti leitt til þess, að bankastjóri yrði að víkja úr starfi, og eru sérstök ákvæði um, hvernig þá skuli með fara. Tengsl þau, sem Seðla- bankinn hefur við viðskipta- banka Landsbankans skuli rofin að fullu. Hann skal hafa með höndum seðlaút- gáfu og myntsláttu, eftirlit með bönkum og sparisjóðum, annast viðskipti við ríkis- sjóð, ákvarða vexti, hafa áhrif á peningamagn og út- lán bankakerfisins, fara með gengis- og gjaldeyrismál og annast hagskýrslugerð. Þá er gert ráð fyrir að á vegum Seðlabankans , verði stofnað kaupþing, þar sem heimilt sé að verzla með vaxtabréf og hlutabréf eftir reglum, sem bankastjórnin setur og ráðherra staðfestir, en heilbrigð verðbréfa- og Framhald á bls. 23. Tveir íslenzkir togarar seldu Faxa-síld í siðustu vikuá Bremerhaven og Cuxhaven í Þýzkalandi. Fiskikaupmönnum líkaði mjög vel við hina íslenzku síld og fékkst gott verð fyrir hana. Mynd þessi var tekin af togaranum Röðli í Cuxhaven. Fleiri mynd- ir af síldarsölunni eru á bls. 10—11. Nú munu a. m. k. fjórir togarar vera að leggja af stað til Þýzkalands með sildarfarm. Kennedy hvelur til samvinnu Gagnrynir harðlega arfleifð stjórnar Eisenhoivers Washington, 30. jan. — (NTB/Reuter) — JOHN F. Kennedy, forseti Vilja herskipavernd London, 30. }an. Einkaskeyti ttt Mbl. Stjórnmálafréttaritari stór- blaðsins Daily Telegraph í London segir í blaðinu í dag að ef ekki náist samkomu- lag milli Breta og íslendinga á næstu vikum, muni kröf- urnar fara vaxandi um her- skipavernd fyrir brezku tog- arana við veiðar innan tólf- nulnamarkanna við ísland. Blaðið segir að brezku togar- arnir hafi undanfarið aflað vel á öðrum norðlægum miðum. Nú sé vertíðin hinsvegar að hefjast á miðunum við ísland og nái hámarki í vikunni fyrir páska, einmitt þegar markaðurinn er beztur í Bretlandi. íslenzk nefnd kom til London fyrir jólin og afhenti utanríkis- ráðuneytinu tillögur sínar. Svo hélt nefndin heim með breyting artillögur Breta, en síðan hefur ekkert frá henni heyrzt Bandaríkjanna, sagði í dag, að ríkisstjórn hans mundi kanna nú þegar öll þau svið, þar sem hugsanlegt er að skapa samvinnu við Sovét- ríkin og önnur lönd, og skor- aði á allar þjóðir, þeirra á meðal Sovétríkin, að vinna að því með Bandaríkjunum að koma á fót bættu veður- eftirliti, nýrri áætlun um fjarskiptahnetti, og undir- búningi að ferðum til Mars og Venusar, ferðum, sem eiga eftir að varpa ljósi á mestu leyndardóma veraldar innar. En forsetinn Iagði einníg áherzlu á það er hann flutti þinginu fyrsta boðskap sinn um ástand og horfur í land- inu, að það væri enn höfuð- markmið Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja að ná heimsyfirráðum. — Þess vegna væri það verkefni Bandaríkjanna að sannfæra Sovétríkin og Kína um það að árásaraðgerðir og undir- róður væri ekki heppilegar starfsaðferðir. Gagnrýni Bandaríkin hafa sjaldan orðið fyrir jafn mikilli gagnrýni og fram kom í þessu ávarpi Kenne- dys. Notaði forsetinn tækifærið til að rekja fjölda mála, sem hann taldi hafa verið algjörlega vanrækt af ríkisstjórn Republik- ana. Meðal þess sem Kennedy benti á var: Borgir, sem eru að kafna í óþrifnaði og fátækt ófullnægj- andi menntunármöguleikar of lág laun vísindamanna og verkfræð- inga, ófullnægjandi tryggingar- löggjöf, afbrot unglinga, kyn- þáttaofsóknir, og illir viðskipta- siðir. Eftir að hafa bent á allt þetta, lýsti Kennedy því yfir að Frh. á bls. 23. í nánu sambandi við Islendinga LONDON, 30. jan. (NTB). — Edward Heath, innsiglisvörður konungs, skýrði frá því í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að Home lávarður, utanríkisráð- herra Breta, hefði nýlega átt vi5 ræður við utanríkisráðherra ís- lands um landhelgisdeiluna. — Við erum í nánu sambandl við íslenzku ríkisstjórnina og bíð um eftir áliti hennar, sagði Heath. Friðrik teflir fjöltefli Birkeröd, 30. jan. Einkaskeyti til Mbl. I GÆR lék Friðrik Olafsson fjöl- tefli, sem Taflfélag Kaupmanna- hafnar gekkst fyrir. Margir sterk- ir taflmenn Voru meðal hinna 44 andstæðinga hans. Tók keppnia alls fimm og hálfa klukkustund og lauk með því að Friðrik hlaut 34% vinning í 44 skákum. Frið- rik vann 29 skákir, tapaði fjórum og gerði 11 jafntefli. Vinnings- tala Friðriks var rúmlega 78%. Nýlega tefldi Friðrik Olafsson fjöltefli í Hollandi og hlaut huan þá 90% vinninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.