Morgunblaðið - 10.02.1961, Blaðsíða 8
8
MORCVNBLAfílÐ
Föstudagur 10. febrúar 1961
— Ríkisreikningar
Sjálfsagðir búskaparhættir
að afgreiða ríkisreikning
á næsta ári
En hvers vegna er æskilegt
að koma betri skipan á og af-
greiða reikningana fyrr? Til
þess liggja ýmsar ástæður. I
fyrsta lagi eru ]>að auðvitað
sjálfsagðir búskaparhættir að
liggja ekki árum saman á
reikningum, áður en þeir eru
endanlega afgreiddir. í öðru
lagi: fyrir það fólk í landinu,
sem vill fylgjast með fjármál-
um ríkisins, er nauðsynlegt að
fá að vita um tekjur og gjöld
ríkisins sem allra fyrst. í
þriðja lagi er nauðsynlegt fyr-
iré alþm. og ekki sízt fyrir
fjvn., þegar verið er að und-
irbúa og samþykkja fjárlög
fyrir næsta ár, að þá liggi fyr-
ir ríkisreikningurinn með at-
hugasemdum yfirskoðunar-
manna, svörum og tillögum
þeirra. Þannig á það auðvit-
að að vera, að ríkisrreikning-
urinn sé ekki aðeins tilbúinn,
heldur endanlega afgreiddur
frá þingi á næsta ári eftir
reikningslok.
Umbætur hafnar stray eftir
stjórnarmyndun
Þegar núv. ríki'sstj. var mynd-
uð 20. nóvember 1959, taldi ég
nauðsyníegt að hefjast handa
þegar í stað um að bæta úr þessu
ástandi. Aður en nóvembermán-
uður var á enda, hafði ég rætt
ýtarlega við þá þrjá embættis-
menn, sem aðallega fjalla um
þessi mál, en það eru ráðuneyt-
isstjóri fjármálaráðuneytisins,
ríkisendurskoðandinn og ríkis-
bókarinn, og falið þeim að gera
áætlun um ráðstafanir, til þess
að kippa þessu í lag. 1 desember-
byrjun sama ár ræddi ég við yf-
irskoðunarmenn Alþingis, til þess
að fá liðsinni þeirra til þess að
hraða afgreiðslu ríkisreikning-
anna. Þeir tóku þeirri málaleit-
un mjög vel og skiluðu athuga-
semdum og tillögum svo fljótt
sem tök voru á eftir að reikn-
ingarnir lágu fyrir.
Árangur: Þrír rikisreikningar
lagöir fyrir Alþingi á einu ári
Hver hefur orðið árangurinn
af þessari viðleitni? Hann var
í fyrsta Iagi sá, að áJ síðasta ári
var reikningtum ríkissjóðs og
ríkisstofnana lokað fyrr en
venja er til, að ríkisbókhaldið
hafi reikninga tilbúna fyrr en
áður, að prentun tók styttri
tíma, að yfirskoðunarmenn
tóku miklu fyr til starfa en
áður og luku störfum sínum
á skömmum tíma. Árangurinn
af þessari viðleitni hefur einn-
ig orðið sá, að á árinu 1960
tókst að leggja fyrir Alþingi
ríkisreikninga fyrir þrjú ár,
fyrir árin 1957, 1958 og 1959.
Tveir fyrri reikningarnir
gengu greiðlega í gegnum Al-
þingi og voru lögfestir. Sá
þriðji, fyrir árið 1959, var lagð
ur fram í nóvember, og átti
ekkert að vera því til fyrir-
stöðu, að unnt væri að af-
greiða hann fyrir áramót.
Einsdæmi Skúla og Einars
En þá gerðist það, að hv. minni
hl. fjárhn. (Skúli Guðm. og Ein-
ar Olg.) neitaði að afgreiða reikn
inginn fyrir jól, og þar sem fáir
dagar þinghalds voru þá eftir, og
miklar annir í þingi, þá frestaðist
reikningurinn af þessum sökum.
Og nú hafa þessir tveir hv. þm.
í minni hl. fjárhn. lagt til, að
reikningnum sé vísað frá, og
mun það einsdæmi. Eitt atriði er
notað sem átylla fyrir þessari
furðulegu afstöðu hv. þm.: Störf
ríkisendurskoðunarinnar.
Störf ríkisendurskoðUnar
Ríkisendurskoðunin hefur starf
að um alllangt skeið, og er end-
urskoðunin yfirleitt framkvæmd
eftir á. Ég vil biðja hv. þm. að
gera sér grein fyrir því, að end-
urskoðun getur verið með ýms-
um hætti: í fyrsta lagi fyrirfram-
endurskoðun: Reikningar endur-
skoðaðir áður en greiðsla er innt
af hendi. Þetta er sú endurskoð,
un, sem áhrifamest er, og sú, sem
þyrfti að koma á hjá ríkinu í
sem flestum greinum. í öðru lagi
endurskoðun jafnóðum eftir á,
en hún er fólgin í því, að sem,
fyrst eftir að reikningar hafa ver
ið greiddir, eru þeir endurskoð-
aðir. f þriðja lagi er sú endiur-
skoðun, sem hefst ekki fyrr en
eftir að reikningsárinu er lokið.
Þessi endurskoðun eftir á er al-
menna reglan hjá ríkisendurskoð
uninni. Fyrir einum' áratug var
svo komið, að endurskoðun
margra stofnana var mörg ár á
eftir tímanum. A síðustu árum
hefur þetta þó færzt mjög í betra
horf.
Þegar yfirskoðunarmenn fengu
reikninginn fyrir 1959 til yfir-
skoðunar, átti ríkisendurskoðunin
eins og undanfarin ár eftir að
endursksða hjá allmörgum stofn-
unum. Vegna þessa kemur nú
hv. minni hl. fjárhn. og segir:
Þar sem reikningurinn er óend-
urskoðaður, er ekki hægt að af-
greiða hann, og við leggjum til,
að honum sé vísað frá með rók-
studdri dagskrá!
Umboðslegu endurskoðiuninni
hefur aldrei verið lokið, áður
en ríkisreikningur var af-
greiddur
Nú vil ég upplýsa, að það
hefur aldrei komið fyrir.
að ríkisendurskoðunin hafi
verið búin að Ijúka
endurskoðun á reikningum
allra stofnana og sjóða áður en
frv. um ríkisreikning hefur
verið lagt fyrir Alþingi, eða
áður en Alþingi afgreiddi
reikninginn. Og því hefur
aldrei verið hreyft á Alþingi
fyrr, að þessar ástæður eigi að
valda því, að frestað sé sam-
þykkt á ríkisreikningi. Þetta
eru tylliástæður einar.
Skúli Guðm. 21 ár í fjárhags-
nefnd og aldrei fyrr hreyft
þessum athugasemdum
Ef hér væri nýliði á Alþingi á
ferð, væri skiljanlegt, að honum
fyndist þetta eitthvað einkenni-
legt. En þegar þess er gætt, að
hv. frsm. minni hl. (Skúli Guð-
mundsson) hefur lengi setið á
íbúð til sölu
á Akranesi
Tvær samliggjandi stofur,
rúmgott svefnherbergi og eld-
hús. Laus nú þegar. Lág út-
borgun. Uppl. á Suðurgötu 78,
Akranesi, frá kl. 9 e. h. eða
í síma 33319.
Félagslíl
Jósepsdalur
Farið verður í Dalinn um
helgina, nógur snjór, brekkan
upplýst. Ferðir frá B. S. R. kl. 2
og 6 á laugardag. — Stjórnin.
Alþingi, að hann hefur átt sæti í
fjárhagsnefnd þessarar deildar í
21 ár, að í þetta 21 ár hefur hann
á hverju einasta ári fjallað um
ríkisreikning, að ekki einn ein-
asti af þessum rikisreikningum
hafi þá að fullu verið endurskoð-
aður af ríkisendurskoðuninni, og
að hann hefur aldrei í þessi 21
ár hreyft athugasemd út af
þessu —■ hvernig stendur þá
á því, að þessi hv.
þm. kemur nú eins og álfur úr
hól og heimtar, að reikningnum
sé frestað, vegna þess að hinni
umboðslegu endurskoðun sé ekki
lokið? Hvað veldur því, að þessi
hv. þm. eftir sina 21 árs setu í
fjárhn. og eftir að hafa fjallað á
hverju einasta ári um ríkisreikn-
ing, finnur þetta nú allt í einu
út?
Ríkisendurskoðunin er ekki
seinna á ferð nú heldur en áður,
að sumu leyti fyrr.
Greinargerð rikisendurskoðanda
í greinargerð frá ríkisendur-
skoðanda segir hann m.a.: „Þvi
er svo farið, að yfirskoðunarmenn
geta unnið sín störf og lokið
þeim, án þess að ríkisendurskoð-
unin hafi lokið sínu. Störfin eru
ekki að neinu leyti tengd á þann
hátt, að þau bindi hvor önnur.
Allar leiðréttingar, sem gerðar
eru eftir aths. og úrskurðum rík-
isendurskoðunarinnar, fara fram,
á því ári, sem þær eru gerðar.
Þær ná ekki árinu, sem reikn-
ingurinn er yfir, meðan endur-
skoðun fer fram eftir á. Þær
koma því að jafnaði á næsta
reikningsár á eftir eða stundum
næst næsta“.
Þó að ríkisendurskoðunin
hefði verið búin með endur-
skoðun á öllum reikningum og
stofnunum áður en yfirskoð-
unarmenn luku sínni starfi, þá
hefðu þær athugasemdir eða
leiðréttingar, sem hún gerði
ekki getað komið í reikning-
inn 1959. Þar sem endurskoð-
að er eftir á, hljóta leiðrétting-
ar, sem til koma eftir athugun
ríkisendurskoðunar, að koma
inn í næsta ríkisreikning. Það
er því hrein fásinna að ætla
sér að fresta afgreiðslu ríkis-
reiknings af þessari ástæðu.
Ný skipan, fyrirframendurskoð-
un, undirbúin
Hitt er svo annað mál, að til-
högun starfa hjá ríkisendurskoð-
uninni þarf að breyta. Ég gat
þess áður, að fyrirfram-endur-
skoðun, þ. e. a. s. áður en reikn-
ingar eru greiddir eða innheimt-
ir, væri æskileg. Slík endurskoð-
un fer nú aðeins fram í einni
grein ríkisstarfseminnar. Það er
tolendurskoðunin. Áður en toll-
reikningar eru greiddir, fer ríkis-
endurskoðunin yfir þá. Endur-
skoðun jafnóðum, þ. e. strax að
loknum greiðslum, á sér stað hjá
tveimur stofnunum, Trygginga-
stofnun ríkisins og Landssíman-
um. Varðandi aðrar stofnanir og
sjóði, fer endurskoðunin ekki
fram fyrr en eftir að reiknings-
árinu er lokið. Þetta mál hef ég
margsinnis og ýtarlega rætt við
ríkisendurskoðandann, sem hefur
mikinn áhuga á því, og hefur
haft í mörg ár, að þessu verði
breytt. Hann hefur oftlega bent
á, að sú áhrifamesta endurskoðun
og sú, sem hefur verulega þýð-
ingu, er fyrirfram-endurskoðun.
En til þess að svo mætti verða,
hefur aðbúnaður að ríkisendur-
skoðuninni ekki verið nægilega
góður undanfarin ár. Nú er að
því unnið að breyta þessu. M. a.
þarf að sameina bókhald og sjóði
ýmissa stofnana, til þess að þetta
sé mögulegt. Vitanlega tekur
þetta tíma, kostar fyrirhöfn ög
ef til vill aukinn mannafla. En
quk þess má gera ráð fyrir, að
örðugt verði að koma í kring
slíkri fyrirfram endurskoðun ut-
an Reykjavíkur.
Hvað veldur framkomu
Framsóknar?
Málin liggja nú svo fyrir, sem
ég hef greint. Það hefur aldrei
verið talið neitt skilyrði fyrlr
afgreiðslu ríkisreikninga að hinni
umboðslegu endurskoðun væri
lokið. Hv. frsm. minni hl. hefur
í 2 áratugi átt sæti í fjhn. og haft
ríkisreikningana til meðferðar
þar, en hefur aldrei dottið í hug
að hreyfa þessari aths. Manni
verður því á að spyrja, hvað
veldur því, að hann leyfir sér
slíka framkomu nú? Ef það er
óhafandi og jafnvel ósæmandi að
afgreiða þennan ríkisreikning,
vegna þess að hinni umboðslegu
endurskoðun sé ekki að fullu lok-
ið, þá hafa það náttúrlega verið
hin mestu afglöp undanfarin 20
ár að gera þetta sama á hverju
reglulegu þingi, og hv. frsm.
minni hl. er þá vissulega einna
sekastur manna, enda oft frsm.
fjhn. um afgreiðslu ríkisreikn.
inga. Þess má og geta, að fjár-
aukalögin fyrir árið 1959 voru
afgreidd athugasemdalaust fyrir
jól. Ef ekki má afgreiða ríkis-
reikninginn, þá mátti ekki frem-
ur afgreiða fjáraukalögin, sem
eru algerlega byggð á ríkisreikn
ingnum. Þessi hv. þm. hreyfði
ekki einni aths. í þá átt.
Vanafesta og íhaldssemi Skúla
Það hljóta því að vera ein.
hveijar annarlegar ástæður fyrir
því, að hv. þm. tekur nú þessa
furðulegu afstöðu. Ég hef aðeins
komið auga á tvær ástæður. Eg
skil það út af fyrir sig vel, að
jafnvanafastur og íhaldssamur
maður eins og hv. þm. kunni því
illa, að nú sé verið að breyta
út af þeim gamla, góða vana, að
afgreiða ríkisreikninginn ekki
fyrr en eftir 3 eða 4 ár. Smekk
hans virðist þannig farið, að hann
hafi ekki mikla lyst á nýmeti,
heldur vilji helzt, að farið sé að
slá í reikninginn, og hann
sé vel orðinn, áður en hann er
borinn á borð.
Játning Þjóðviljans
En önnur ástæða kynni að vera
sú, að hann haldi, að ríkisstj. fái
eitthvert lof fyrir það að koma
reglu á þessi mál og að afnema
það ófremdarástand, sem í þess-
um efnum hefur ríkt. 1 rauninni
hefur einn liðsmaður hv. þm.,
þingfréttaritari Þjóðviljans,
Ijóstraði því upp, að þetta er
aðalhugsunin, því að hann talar
um það tvívegis í Þjóðviljanum
ekki alls fyrir löngu, að skraut.
fjöðrin í hatti fjármálaráðherr.
ans sé eitthvað illa farin, vegna
þess að ríkisreikningurinn hafi
ekki fengizt afgreiddur. Þarna er
þá komin játning á því, sem vænt
aniega liggur hér á bak við. Hv,
þm. virðist hræddur um að með
því að láta ríkið gera upp sín
fjármál og afgreiða sína reikn-
inga, eins og hvert heiðarlegt
fyrirtæki og stofnun á að gera,
fái stjórnin einhverja fjöður í
hattinn. Ef þessi er aðalástæð-
an fyrir tilburðum hans hér, má
vera, að það sé mannlegt, en
stórmannlegt er það ekki. Mynd-
arJegra hefði verið fyrir þennan
hv. þm. að styðja drengilega að
þeirri umbótaviðleitni, sem nú er
höfð í þessum efnum.
Órökstudd dagskrá
Þessir hv. þm. í minni hl. fjhn.
flytja hér tillögu, sem þeir kalla
„rökstudda“ dagskrá. Eg hef
varla á mínum þingferli
dagskrá, sem er jafnórökstudd og
þessi. Ef þessir hv. þm. sjá ekki
sóma sinn í því að taka þessa
órökstuddu dagskrá aftur, þá
legg ég til, að hún verði felld og
frv. samþykkt.
Fjölsóttur
skemmtifundur
SKEMMTIFUNDUR var s.l. n.A
vikudagskvöld hjá félagi Frakk-
landsvina, Alliance Francaise.
Var skemmtunin ákaflega vel
sótt og mjög ánægjuleg. Sýnd
var kvikmynd frá miðstöð atóm
rannsókna í Frakklandi. Fimm
hljóðfæraieikarar úr Musica
Nova léku „Quintette fyrir blást
ursihljóðfæri“ eftir Gh. Lefebvre.
Og dregið var í sérstöku happ-
drætti. Voru vinningar góðar bæb
ur og Napoleon-koníak. Skemmtu
menn sér hið bezta til kl. 1 um
nóttina.
—„TLNGLIÐ44
■ ★
Gömlu Dansarnir
frá kl. 9—1
★
Ó k e y p i s
aðgangur
★
Hver stjórnar?
—„TLIMGLIГ —
Pökkunarstúlkur
óskast strax.
Hraðfrystihusið Frost hf.
Hafnarfirði — Sími 50165
Vélbátur óskast
Höfum kaupanda að góðum 20—40 lesta vélbát með
díeselvél helzt nýlegri.
Mikil útborgun og fasteignaveð fyrir eftirstöðvum
af kaupverði.
Austurstræti 10, 5 hæð
Símar 13428 og 24850,
eftir kl. 7 sími 33983.