Morgunblaðið - 10.02.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. febrúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
5
MENN 06
= MALEFN/=
Á vori komanda verður haf-
izt handa um að gera minning
arlund um Bjarna Jónsson frá
Vogi, og verður hann að sjá'lf
sögðu staðsettur heima í Vogi.
Sá, sem beitt hefur sér fyrir
þessu máli, er Guðmundur
Jónsson rithöfundur á Blöndu-
ósi. Hann hefur stundað garð
yrkju um ævina og stofnað
ýmsa minningarlundi, svo sem
Hjálmarslund við Bólu, Elín-
argarð (um Elínu Briem) við
Kvennaskólann á Blöndiuósi
og um herra Jón Arason á
Mmnkaþverá. — Óþarft er
hér að rifja upp æviatriði
Bjarna Jónssonar, og allir
munu sammála um, að hans
verði minnzt með veglegu
minnismerki, en árið 1963
verða hundrað ár liðin frá
fæðingu hans. — í lundinum
miðjum á að standa mynda-
stytta af Bjarna eftir Guð-
mund Einarsson frá Miðdal.
Lundurinn verður girtur, og á
annan hliðstólpann verðhir
þessi vísa eftir Stefán frá
Hvítadal letruð:
Giftu mestur, göfgi hæstur í
goðorðsmaður dýrrar snilli, (("
Bjarni er og Bjarni verður, ‘j)
Bjarni skilar alda milli. ^
Framkvæmdir þessar munu 'h
kosta töluvert fé, og er vonazt f
eftir fjárframlögum frá áhuga 'j)
mönnum. Mynduð hefur verið (?
framkvæmdanefnd vegna c,
máls þessa. Formaður hennar J
er Guðmundiur Jónsson, rithöf SC
undur á Blönduósi, gjaldkeri *))
er Friðjón Þórðarson, sýslu- £
maður, ritari Ásgeir Bjarna- M
son alþm. í Ásgarði og með- &
stjórnendur Guðmundur Ólafs *
son oddviti í Ytra-Felli, og J'
Elibet Jónsdóttir, Fagradal. f
Hjónum hafði lent saman í
hörkurifrildi. — Ef þú hættir
ekki, sagði húsbóndinn, þá tapa
ég vitinu.
í>að væri sannarlega slæmt,
ívaraði frúin. — Það er alltaf svo
erfitt að finna smáhluti aftur.
★
— Mikið öfunda ég hann Kenn
edy af Ameríkönunum, sagði
Krúsjeff og andvarpaði. — Hann
segir þeim, að erfiðir tímar séu
framundan, og allir trúa honum,
en ég segi Rússum, að góðir tím-
ar séu á næsta leiti, og enginn
trúir mér.
Laeknar fjarveiandi
Gunnar Guðmundsson um óákv.
tíma (Magnús Þorsteinsson).
Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl
Jónasson).
Sigurður S. Magnússon óákv. tíma —
(Tryggvi Þoráteinsson).
Oddur Ólafsson óákv. tíma. (Árni Guð
mundsson).
Bréfaskipti við
útlendinga
BLAÐINU hefur borizt bréf frá
bandarískum kennara og blaða-
manni, sem tekur að sér að koma
fólki um heim allan í bréfasam-
band. Hann hóf starfsemi þessa í
dálki, sem hann skrifar fyrir blað
í Kaliforníu, í því skyni að kynná
fólk af ólíkum þjóðum, en það
telur hann eitt mesta nauðsynja-
mál nútímans, til þess að eyða
misskilningi og úlfúS þjóða á
milli. Almenningur sýndi starf-
semi hans svo mikinn áhuga, að
innan 5 mánaða hafði hann kom-
ið um 10 þús. manns í bréfasam-
band í meira en 30 löndum. Nú
segir hann, að mikill áhugi sé
hjá fólki á að skrifast á við ís-
lendinga, en því miður vanti sig
nöfn og heimilisföng hér á landi.
Hann segir áherzlu lagða á að
koma kynnum á meðal fólks, sem
hefur sömu áhugamál eða vinnur
svipaða vinnu. Vegna ýmissar
skriffinnsku í byrjun, geti fólk
þurft að bíða í nokkrar vikur,
áður en það fær svarbréf. Fólk,
sem hefur áhuga á þessu, á að
rita til: Post Office Box 508, Red-
lands, California, USA. Fólk á
öllum aldri (þó ekki undir 11 ára)
getur skrifað, en hann tekur
skýrt fram., að tilgangurinn með
þessari starfsemi sé alvarlegur,
og hann kæri sig ekki um bréf-
ritara, sem geri sér vonir um
að ná í maka með þessu móti,
eða hafi önnur eigingjörn mark-
mið. Bréfritarar verða að taka
fram aldur, kyn, hvort þeir séu
giftif, atvinnu, áhugamál, kyn
þess, sem þeir óska að skrifast á
við, og annað um hann.
Um hjarta þitt fer vorsins ungi óður,
sem enginn maður þekkir, nema hann,
er undir snjónum finnur falinn gróður
og fósturjörð, er hjartað þráði og ann.
Hér lyfti vængjum fegins hugur
hljóður
og harmsins logi í sporum þínum
hrann
Hér hneigstu oft sem barn að barmi
móður,
er biíða hvíld að loknu verki fann.
í eyðisand er sál þín jafnvel greypt,
ef sorgarbáran flæddi þar um hvarm-
inn,
og blik af gleði bar við hennar fald.
Ó, borga þú án tregðu dauðans gjald:
í landi þínu logar ævibjarminn,
og líf þitt er í stuðlabergið steypt.
Jón Magnússon: Ljóð átthagans.
Von er vakandi manns draumur.
Von er bagabót.
Vant er úr vísu von að kaupa.
Sjaldan er langvinnur laugardags
þerrir,
Þjófurinn þrífst en þjófsnauturinn eigi
Það ætlar hvinn að hver muni stela.
Við heimahvinnum er verst að sjá.
Ekki verður þjófum við myrkur meint.
Oft hengja gráþjófar bláþjófa.
Þrár er þriðjudagsvefur.
íbúð óskast
Góð 2ja til 3ja herb. íbúð
ca. 60 til 70 ferm. óskast
til kaups. Kjallari kemur
ekki til greina. Mikil útb.
Tilb. sendist Mbl. fyrir 15.
þ m. merkt: „Rólegt" 1409. ,
íbúð
Þriggja til fjögra herbergja :
íbúð óskast til leigu fyrir ,
14. maí. Uppl. í síma
23063.
F A M A prjónavél
(eldri gerð) til sölu. Uppl.
í síma 24826 kl. 1—4 dag-
lega.
Klæði og geri við
bólstruð húsgögn, úrval af
áklæðum.
Húsgagnaverzlunin
Njálsgötu 3. — Sími 13980.
Smurt brauð
Snittur, brauðtertur. Af-
greiðum með litlum fyrir-
vara.
Smurbrauðstofa
Vesturbæjar
Hjarðarhaga 47 Sími 16311
Æðardúnssængur
Vandaðar og vinsælar 1. fl.
æðardúnssængur til sölu.
Póstsendi. Vinsamlega lát-
ið þetta ekki fram hjá ykk
ur fara. Sími 17 Vogar.
íbúð til leigu
Nú þegar, 2 herb. og eld-
hús í Hlíðunum, 1. hæð,
svalir, hitaveita. Fyrir-
framgreiðsla. Tilb. sendist
Mbl. merkt. „Sólrík“ 1463.
Einbýlishús
til leigu. Uppl. gefnar í
síma 3-77-05 milli kl. 18 og
20 föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Ódýrt
Eitt kvenreiðhjól og tvö
krakkahjól til sölu. Sími
36252, Suðurlandsbraut 43.
Ný sending af mjög fallegum
BABY-DOLL
náttfötum og undirpilsum
LOIMDOIM
dömudeild — Póst'hússtræti — Sími 14260
Keflavík nágrenni
Munið Gunnarsbakarí, Hafnargötu 31.
Brauð og kökur í úrvali.
Opið til kl. 7 á föstudögum. — Sími 1695.
Keflavík nágrenni
Gunnarsbakarí opnar í dag í nýjum húsa-
kynnum að Hafnargötu 31.
Brauðbúðin verður framvegis opnuð kl. 8
f.h. — Einnig verður opið í hádeginu.
Afgrei&sl umaður
Afgreiðslumaður óskast sem fyrst í varahlutaverzl-
Meðan örlög Kongó eru rædd................ (tarantel).
un. — Tilboð um aldur og fyrri störf, sendist afgr.
Mbl. fyrir laugardagskvöld, merkt:
„Bifreiðavarahlutaverzlun — 1130“.
BoMapur líðandi stundar
nefnist erindi, sem
Júlíus Guðmundsson
flytur í Aðventkirkjunni
í kvöld kl. 8,30.
Karlakvartett syngur
Allir velkomnir