Morgunblaðið - 10.02.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. febrúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
15
— Könnunarflug
Framh. af bls. 13.
og aftur haldið út í flug-
skýli. í venjulegu könnun-
arflugi er áhöfn Neptune-
vélanna 12 manns og þar eð
ekki er rúm fyrir fleiri í
flugvélinni fá tveir úr hinni
venjulegu áhöfn að sofa í
dag. Þeir hafa rýmt fyrir ís.
könnunarsérfræðingi, því
þeir verða tveir í þessari
ferð, og fyrir féttamanni
Mbl. Ástæðan til þess að ís-
sérfræðingamir eru tveir, er
sú, að annar er nýliði, rétt
kominn fá Washington — og
þetta er hans fyrsta ferð.
Mjög strangar reglur gilda
um það hvemig menn klæð-
ast í flotavélum í slíkum
könnunarferðum yfir Norð-
ur-Atlantshafi að vetrarlagi.
Allt er vitanlega miðað við
það, að áhafnirnar hafi mögu
leika til að komast lífs af,
enda þótt eitthvert ' óhapp
verði — og menn þurfi að
yfirgefa flugvélina úti á
reginhafi.
Fyrst klæðast menn mjög
hlýjum „vatt“-búningi. Þar
utan yfir koma svo gúmmí-
hlífðarfötin með áföstum
skófatnaði — og óvönum er
enginn barnaleikur að kom-
ast í þau. Tvo fíleflda karl.
menn þurfti til að troða
fréttamanni Mbl. í þennan
búning, en allt gekk samt
slysalaust. Menn verða að
troða sér í samfe$tinginn
gegn um lítið op framan á
honum, sem síðan er vand-
lega lokað svo að vatnsþétt
er. f hálsmáli og fremsta
° hluta ermanna eru þröngir
gúmmiíhringir, sem falla
það vel að hálsi og úlnlið-
um, að vatn á ekki að geta
seitlað með.
Þessi búningur hefur oft
bjargað lífi manna. Enda
þótt þeir geti lifað í sjónum
um hríð án vatnsheldra
hlífðarfata, þá krókna þeir
fljótlega, þegar þeir kom-
ast upp í gúmmíbátinn,
gegnvotir í hörkufrosti.
Naest spenna menn á sig
•björgunarbeltið. Auk þess
sem hægt er að blása það
út með því að kippa i lítmn
spotta eru á beltinu ýmis
björgunartæki, sem furðu-
lega lítið fer fyrir. Fyrst og
fremst vasaljós, tvö blys,
sérstakt duft til þess að lita
sjóinn skærgrænan og auð-
velda leitarflugvélum á
þann hátt leitina. Þá er í
litlum pakka sérstök efna-
blanda í föstu formi, sem á
að fæla hákarla frá flug-
mönnum. Þess gerist að vísu
ekki þörf hér um slóðir, en
þetta kemur sér oft vel suð-
ur í höfum. — Commander
Hansen hefur auk þess í sínu
belti, öngla og línu, stóran
hníf, eldfæri og ýmislegt því
um líkt — auk .þess efna-
blöndu til að búa drykkjar-
vatn úr sjó.
En ekki er allt búið enn.
Bíðast spenna menn á sig
miklar ólar í bak og fyrir
með tveimur gildum járn-
hringjum — til þess að
krækja fallhlífinni í. Ekki
hafa menn hana þó á bak-
inu allan tímann. Fallhlíf-
arnar eru á vísum stað í
miðri flugvélinni þar sem
allir geta náð til þeirra á
örskammri stund. Það er
ekki beint notaleg tilfinning
að hugsa til þess að stökkva
í fallhlíf úr flugvél úti á
regin hafi að vetrarlagi.
Sjálfsagt eru allir um borð
sömu skoðunar, en Comm-
ander Hansen hlær við slík-
um bollaleggingum — og
segir: „Ef fallhlífin þín opn.
ast ekki — komdu þá og
fáðu aðra“.
Á Neptune eru engar hlið
ardyr. Áhöfnin fer upp um
göng, sem opnast rétt aftan
við nefhjól flugvélarinnar
og önnur slík eru aftan við
vængina. Neyðarútgangar
eru bæði niður úr vélinni
og upp úr henni ,en ekki til
hliðanna, því allir veggir eru
þaktir margvíslegum tækj-
um og útbúnaði, sem þjón-
ar hlutverki flugvélar og á- -
hafnar.
Það er erfitt að hreyfa sig
í þessum hálfgerða heim-
helzta tækið er aftast I
„hala“ flugvélarinnar, fram-
lengingunni aftan við stélið.
Á fyrstu gerð Neptune var
enginn „hali“. Honum var
bætt við síðar vegna nýrrar
tækni. Þar eru hlustunar-
tæki, sem finna kafbátana
undir yfirborði sjávar, en
vegna þess hve þessi tæki
eru næm fyrir öllum málm-
um er halinn ekki úr alum-
inium, eins og aðrir hlutar
flugvélarinnar, heldur úr
plasti.
En að þessu sinni erum
við að kanna ísinn við Græn
landsstrendur. Við erum að
nálgast Scorésbysund og ís-
sérfræðingarnir sitja í gler-
kúlunni frammi i nefi flug-
vélarinnar. Þeir eru með
landabréf á hnjánum og
skrifa á þau tölur og bók-
stafi, eitthvað, sem aðeins
hinir sérfróðu skilja. ísinn
við ströndina er þrenns
konar. Lagísinn, borgarís-
jakarnir, sem brotna fram-
an af skriðjöklum Græn-
skautabúningi — og ekki
batnar það, þegar komið er
upp í flugvélina — því þar
er í rauninni ekki rúm fyr-
ir meira en allan tækniút-
búnaðinn. Menn skríða eftir
gólfinu og fikra sig áfram.
Þetta er eitthvað annað en í
farþegavél, enda segir Han-
sen og brosir sínu breiðasta:
„Við vildum gjaman hafa
flúgfreyju um borð, en ég
veit bara ekki hvar við ætt.
um að hola henni niður“.
Hann sezt í flugstjórasæt-
ið og andartaki síðar ræsir
hann hreyflana. Aðrir reyna
að láta fara sem bezt um
sig. Ekki eru stólar fyrir alla
og tveir koma sér fyrir á
gólfinu í þröngum gangveg-
inum, óla sig þar niður. —
Flugvélin er komin út á
brautarenda. Enn er svarta-
myrkur og skæru lendingar-
ljósin undir vængjunum
varpa daufum bjarma inn í
flugvélina. — Benzínið „er
komið í botn“ og flugvélin
mjakast af stað. Skyndilega
tekur hún mikinn kipp og
er komin á fleygiferð. Þar
ræsti Hansen þrýstilofts-
hreyflana.
Neptune er komin á loft
og þegar við fljúgum lágt
yfir síldveiðiflotann út af
Garðskaga sést fyrsta dag-
skíman í austri. Síðan er
stefnan tekin á Scoresby-
sund og allir um borð hafa
tekið til sinna starfa.
Hann heitir Peter Arnigt-
is — sá, sem er við ratsjána.
Þetta er lágvaxinn, dökk-
hærður og breiðleitur pilt-
ur, með þunnt yfirvara-
skegg, enda ekki nema 22
ára. — Ég er griskur, segir
hann — þ. e. a. s. allt mitt
fólk hefúr flutzt inn frá
Grikklandi. Við búum í
New York.
— Stór fjölskylda?
— Allar grískar fjölskyld
ur eru stórar, svarar Arnigt-
is og hlær. Hann hefur ver-
ið tæp fjögur ár í sjóhern-
um og líkar vel. — Stundum
fæ ég samt ónot i magann,
þegar við fljúgum í vondu
veðri. En það er ekki svo
alvarlegt. Ég hugsa um rat-
sjána og ef ekkert fer íram
hjá mér er ég ánægður.
Þetta eru góð og fullkomin
tæki, mjög öflug.
Ratsjáin er aðeins eitt af
mörgum tækjum, sem notuð
eru við kafbátaleit. Eitt
í miðri vélinni, rétt aftan
við vængina, eru allmargar
„byssur" í röð — og hlaup
þeirra eru beint niður úr
flugvélinni. Þetta eru ekki
byssur í venjulegum skiln-
ingi, því þær skjóta ekki
kúlum, heldur sérstökum
hlustunartækjum niður í
sjóinn. Hér er um að ræða
sívalninga, um 15 sm í þver-
mál og tæplega metra að
lengd. Þeir fljóta við yfir-
borðið í nokkrar klukku-
stundir og senda áhöfn flug-
vélarinnar skeyti. Með öðr-
um orðum: Þessir sívalingar
geyma mjög næm hlustunar
t’æki, sem heyra í kafbátum,
jafnvel í mikilli fjarlægð, ef
hlustunarskilyrði í sjónum
eru góð. Þegar straumurinn
á rafhlöðum senditækjanna
í hylkinu þrýtur — sökkva
þau til botns, en flugmenn.
irnir hafa línurit yfir það,
sem „heyrðist".
Margt annarra leitartækja
hefur Neptune, en fróðleik-
ur um þau er ekki veittur
hverjum sem er. Staðreynd-
in er sú, að þessar vélar
my.nda öflugasta hluta við-
vörunarkerfisins gegn rúss-
nesku kafbátunum.
Merkilegt tæki er fremst í
benzíngeyminum á væng-
enda stjómborðsmegin. —
Þetta er ljóskastari og ljós-
magnið er hvorki meira né
minna en 70 milljónir kerta.
Sannprófað er, að hægt er
með góðu móti að lesa í
ljósgeislanum — í 17 milna
fjarlægð frá flugvélinni. —
Þetta sterka ljós er fyrst
og fremst ætlað til könnunar
starfa, en það hefur líka
komið sér mjög vel við neyð
arleit, bæði á sjó og landi.
Neptune-vélarnar hafa marg
sinnis tekið þátt í leit að
skipum og skipsbrotsmönn-
um á N-Atlantshafi, bæði
við fsland og annars staðar.
Það voru t.d. Neptune-vél-
ar frá stöðvum á Nýfundna.
landi, sem leituðu íslenzku
togaranna á Nýfundnalands
miðum í fyrravetur. Það var
Neptune-vél frá Keflavík,
sem fann Uranus á heim-
leið. Þessar vélar hafa mjög
oft leitað annarra íslenzkra
skipa og báta, sem saknað
hefur verið — og oft og tíð-
um hafa þær veitt Dönum
ómetanlega aðstoð við Græn
land.
lands — og ísinn frá heim-
skautinu, brot af ishellunni
miklu á pólnum. Sá ís hef-
ur allt annan lit en tvær
fyrst nefndu tegundirnar,
enda sker hann sig gréini-
lega úr. Hann er heiðblár,
skær og hreinn — og þessi
heimskautsís myndar eins
konar kekki í ísbreiðunni,
sem nú teygir sig í einni sam
fellu liðlega 50 mílur út
frá st'röndinni við Soresby-
sund. Þetta er ekki mikill ís,
ségja þeir sérfróðu. Stund-
um nær ísbreiðan allt að
200 mílur á haf út, eða
meira. Aðal-ístímabilið er
samt enn ekki komið svo að
vafalaust á ísbreiðan eftir að
vaxa.
Veðurspá Hlyns reynist
hárrétt. Við grænlenzku
ströndina er hið mesta blíð-
viðri. Strandlengjan er
hrikaleg, en tignarieg og
fögur. James, frá Florida, er
samt þeirrar skoðunar, að
betra sé að búa suður á
Florida en á þessari eyðilegu
strandlengju. Þarna er að
vísu eitt þorp, en það heill-
ar ekki Floridamanninn.
Þegar við fljúgum yfir eski
móabyggðina við mynni
tScoresbysunds standa ibú-
arnir allir utan dyra og
veifa í ákafa. Þeir hafa heyrt
til flugvélarinnar í tæka tíð.
Við fljúgum lágt. Þarna eru
bæði börn og fuliorðnir,
sennilega 40—50 manns.
Hansen segir okkur, að 10.
flugsveitin hafi komið hing-
að um áramótin. Þegar hann
tfór fyrstu ískönnunarferð-
ina flaug hann líka yfir þorp
ið og þá voru allir utandyra
og veifuðu af þvílíkum á-
kafa, að áhöfnin hélt, að
eitthvað væri að hjá fólkinu
þarna niðri: „Við athuguð-
um þetta nánar, en sáum
ekki annað en að eskimóarn
ir væru að heilsa okkur. er
við komum aftur til Kefla-
víkurvallar fengum við skýr
inguna. Flugsveitin, sem
var hér næst á undan okk-
ur, hafði varpað niður ó-
grynni af leikföngum, sæl-
gæti og öðrum gjöfum til
þorpsbúa fyrir jólin. Þeir
hafa vafalaust verið að
þakka fyrir það, þegar við
komum eftir áramótin",
sagði Hansen.
ísbreiðan mjókkar æ
meira eftir því sem sunnar
dregur. Við fljúgum í nokk-
ur hundruð fetum alla leið,
förum niður að stórum borg
arísjökum og sérfræðingarn-
ir áætla hæð þeirra og
merkja inn á kortið. Flestir
jakarnir eru -þetta 1—3
hundruð fet. Þeir fylgjast
með ferð þessara ísborga
suður með ströndinni og i
vor koma sumir þeirra e. t.
v. inn á siglingaleiðir, eða
fiskimiðin við ísland og A-
Grænland.
Við Kulusuk, beint vestur
af fslandi, er ísbeltið orðið
mjög mjótt, aðeins nokkrir
km. Angmagsalik-fjörður-
inn er auður, en fyllist e.
t. v. bráðlega. — Nú er snú-
ið við og haldið heim á leið.
Við fáum hvassan mótvind,
en Neptune heldur sínu
striki og flugleiðsögumaður
inn Russell frá Ohio dreg-
ur upp veskið og sýnir okk-
ur myndir af fjögurra ára
myndarlegum snáða, sem
hann á heima.
Við höfum nú verið niu
klst. á lofti. Allt í einu til-
kynnir Arniotis okkur, að
hann sjái Reykjanes í rat-
sjánni — og nokkra sild-
veiðibáta 1 hnapp undan
Garðskaga. Og innan
skamms erum við aftur á
Keflavíkurflugvelli. Það er
tekið að skyggja, en við hefð
um enn getað haldið áfram
í margar klukkustundir, því
Neptune á nóg eldsneyti eft-
ir. Það er víst mikið til í því,
sem einn af starfsmönnum
íslenzku flugmálastjórnarinn
ar sagði: „Það eru engin
takmörk fyrir því hve Nep-
tune getur haldið lengi úti.
Hún getur flogið frá Kefla-
vík í könnunarferð — og
haft flugvölíinn í Róm sem
varavöll.“ h.j.h.
í kjóla — kápur — dragtir og pils
Mjög fjölbreytt úrval
Aðeins í 1—3 flíkur af hvoru efni
MARKAOIIRIIV.il
Hafnarstræti 11