Morgunblaðið - 10.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1961, Blaðsíða 1
24 síður með Barnalesbók IMIttlWÍ 48. árgangur 33. tbl. — Föstudagur 10. febrúar 1961 Prentsmiðja Morguitblaðsint Árás á forseta Sovjetríkjanna Moskvu, 9. fébrúar. — (NTB/Reuter) — ANDREI Gromyko, utanríkis ráðherra Sovétríkjanna, af- henti í dag sendiherra Frakka í Moskvu harðorð mótmæli vegna þess, að því er segir í orðsendingunni, að frönsk herflugvél hafði hafði sveimað kringum rússneska farþegavél og skotið tvívegis á hana. £n í rússnesku vél- inni var Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, sem er á leið í opinbera heimsókn til Guineu. Blaðafulltrúi Frakka I Alsír, Jacques de Frejac, skýrði frá t>ví i þessu sambandi að rússnesk flugvél, sem síðar hafi komið í Jjós að var flugvél Brezhnevs, tiafi flogið inn á eftirlitssvæði Frakka, sem takmarkast af 36. m Ottast um Lumumba Brttssel 9. febr. — NTB-Reuter. OPINBERIR aðilar í Belgíu hafa hvorki viljað staðfesta né afneita þeim orðrómi sem undanfarið hefur gengið manna á meðal í Briissel, að Lumumba væri ekki leng ur ái lífi. Talsmaður Afríku- deildar utanríkisráðuneytis- ins sagði í dag að ráðuneyt- ið gæti engar upplýsingar gefið. Fulltrúi belgiska námufé- lagsins Union Miniere, sem rekur umfangsmikla starf- semi í Katangahéraði, þar sem Ltumumba hef ur undan- farið verið í fangelsi, neit- aðí algjörlega þeirri frétt að fyrirtækið hafi fengið fjar- ritaraskeyti um að Lumum- ba væri Iátinn. Hann bætti því við að hann hefði engar nýjar fréttir fengið varðandi Lumumba. Talsmaður SÞ í Leopold- ville sagði aðspurður í dag að hann vissi ekki hvort Lumumba væri lífs eða Iið- inn. „Við vitum ekki einu sinní hvar hann er", bætti hann við. breiddarbaug. Sagði hann að rússneska vélin hafi ekki veriS á venjulegri flugleið, og strax og hún sást frá frönsku radar- stöðvum hafi þrjár firanskar or- ustuflugvélar verið sendar á vettvang. Ein flugvélanna hafði svo skotið aðvörunarskotum aS flugvél forsetans, sem aldrei svar aði þótt kallað væri í hana um talstoðvair á þeirri bylgjulengd, sem henni bar að hlusta á. En eft ir aðvörunarskotin breytti flug- vélin um stefnu og flaug út fyr ir eftirlitssvæðiS. Hörmulegt slys fyrir vestan: Tveir ungirmenn f órust af báti f rá Bolungarvík Bolungarvik, 9. fébrúar. ÞAÐ hörmulega slys varð hér í morgun, að tvo unga sjómenn tók út af mb. Krist- jáni Hálfdáns, þar sem hann var að veiðum út af Kögri. Guðmundur Þórðarson Mbl. tókst ekki að fá mynd af Þórarni heitnum Sigurgeirssyni i gærkveldi. Mennirnir, sem fórust, voru báðir ókvæntir — og hétu: Guð HótelbrunÍíSviss tucerne, Sviss, 9. febrúar. ~- NTB/Reuter) — ELLEFU manns biðu bana er Grand Hotel í Rigi-Kalt- bad nálægt Lucerne brann til kaldra kola í nótt. Sex hinna látnu voru svissneskir gestir hótelsins, hinir starfs- menn þess. 120 gestir og 70 starfsmenn voru í hótelinu er eldurinn brauzt út. Hótelstjórinn, Jacob Ryser, beið bana í eldinum eftir að hafa bjargaö fjölda gesta út úr hótelinu. Eldsins varð vart um þrjú leytið um nóttina. Voru þá nokkrir síðbúnir gestir stadd ir í vínstúkunni og fundu reykjarlykt. — Aðvöruðu þeir hótelstjórann, sem strax tók að aðvara gestina. Að tuttugu mín- útum liðnum voru allir gangar fullir af reyk. Margir gestanna voru bornir út meðvitundar- lausir. 40 mínútum eftir að eldsins varð vart, stóð hótelið í logum. Þrátt fyrir það hélt Rys er hótelstjóri áfram að bjarga gestum úr bálinu. í síðustu ferðinni hrundi hótelið yfir hánn. mundur Birgir ÞórSarson, 19 ára, vélstjóri á bátnum, sonur Þórðar Hjaltasonar, símstjóra og sveitarstjóra hér og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur. Hinn vair Þórarinn Sigurgeirsson, 21 árs, sonur Sigurgeirs Sigurðsson ar, skipstjóra, og konu hans Mar grétar Guðfinnsdóttur. Hann var bróðir skipstjórans á KrLstjáni Hálfdans og fór í sjóferð þessa í forföllum annars. Báðir voru þetta hinir efni- legustu menn og ríkir almenn sorg í Bolungarvík vegna atburð ar þessa. Voru að draga línuna. Tildrög slyssins voru þau, að mb. Kristján Hálfdans, sem er 52 tonn að stærð (hét áður Einar Hálfdans) lagði af stað í róður héðan upp úr kl. 10 í gærkveldi. Brim var þá hér allmikið, en veSur ekki tiltakanlega vont. Var línan lögð út af Kögri, um tveggja tíma siglingu úr mynni Djúpsins. Upp úr kl. 4 um nóttina byrj- aði að hvessa og þá rétt á eftir var farið að draga línuna. Klukk an um 7 um morguninn varð slysið. Skipstjórinn Jón Eggert Sigurgeirsson, bróðir Þórarins heitins, var einn £ stýrishúsinu. Fyrsti vélstjóri, Hermann Jakobs son, í vélarrúminu, Hrólfur Ein- arsson, háseti við spilið, en Ingi Frh. á bls. 2 NÝLEGA kom til ðeirða og mótmæla í Róm vegna við- ræðna ftala og Austurrikis- manna um framtið Suður- Tyról. Meðfylgjandi mynd er af mótmælagöngu stúd- enta, en á skiltinu stendur Alto Adige (Suður Tyrol) er ítalía. Viðræður WASHINGTON, 9. febr. (NTB. Reuter) — Tilkynnt var í dag að Harold Macmillan forsætis- ráðherra Bretlands komi þang- að hinn 4. apríl n.k. til óform- legra viðræðna við Kennedy for- seta. Home lávarður utanríkis- ráðhaira kemur degi fyrr til Washington og mun hann eiga óformlegar viðræður við Dean Rusk utanríkis-ráðherra Banda- ríkjanna. Hafði ekkert frétt STÓRBLAÐIÐ New York Times mun hafa greint frá því, að banda ríski sendiherrann hér, Tyler Thompson, yrði bráðlega sendi- herra lands síns í Marokko. Mbl. átti tal við bandarísku upplýs- ingaiþjónustuna í gær og var tjáð, að hvorki upplýsingaþjón- ustan né sendiherrann hefðu fengið nein boð þar að lútandi. Mý stjórn í Kongó Leopoldville, Kongó, 9. fébr. — (Reuter) —• JOSEPH Kasavubu, forseti Kongó, tilkynnti í dag, að ný ríkisstjórn hefði tekið við völdum í landinu og leyst af hólmi stjórnarnefnd þá, er ríkt hefur undanfarna fimm mánuði. — Forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar er Jos- eph Ileo, sem einnig var í forsæti síðustu stjórnar, og er stjórnin skipuð fimmtán þingmönnum. — Eftir er að skipa í fimm ráðherraemb- ætti. Almennt er litið þannig á, að stjórnarskiptin séu til- raun til að styrkja aðstöðu Kasavubus gagnvart öryggis- ráði SÞ, sem ræðir Kongó- málið um þessar mundir, og sagði forsetinn að Kongóþing yrði kvatt saman að nýju „eins fljótt og mögulegt er". Joseph Ileo er 39 ára og var forseti öldungadeildar þingsins, og náinn samstarfs- maður Kasavubus. Justin Bomboko verður áfram utanríkisráðherra, en hann hef- ur gegnt því embætti í öllum rikisstjórnum landsins frá því Kongó fékk sjálfstæði hinn 30. júní sl. Meðal annarra ráðherra eru Jean Boltikango, fulltrúi frá Equator-héraði, sem verður að- stoðar-forsætisráðherra og upp- lýsingamálaráðherra. Sveik landið og þjóðina Er Kasavubu tilkynnti skipan Framih. á bls. 23 Stjórnarskipti á döfinni í Laos Viðræfhir hefjast fljótlega Vientiane, Laos, 9. febrúar. — (NTB/Reuter) — INNAN skamms mun ríkis- stjórn hægrisinna í Laos ræða möguleika á því að mynduð verði ný ríkisstjórn í landinu með þátttöku Pat- het Lao-kommúnista, til að binda endi á borgarastyrjöld- ina í Laos. Savang Vatthana konungur er væntanlegur til Vientiane á morgun og verður ríkisstjórnar- fundurinn haldinn fljótlega eft- Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.