Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 8
8 Mortcrisnr 4niÐ . Sunnudagur 26. febr. 1961' >: ÓSJALDAN gera menn sér það til dundurs að brjóta heil ann um hvaða bók þeir vildu helzt kjósa að hafa með sér, ef þeir lentu í þeirri uppá- komu að dveljast langdvölum aleinir á afskekktri eyðiey. Svörin eru vafalaust eins mörg og ólík og mennirnir, sem svara. Einn mundi sjálf- sagt kjósa biblíuna, annar Mat og drykk eftir Helgu Sig- urðardóttur, þriðji Andrés Önd o. s. frv. Ég held að það gæti líka verið dálítið gaman að hug- leiða, hvort menn kysu frem- ur að vera án: dagblaðanna eða útvarpsins. Fánýtt við- fangsefni, munu sumir sjálf- sagt segja, og kann það að vera rétt — og þó: slíkt getur komið okkur til að átta okkur betur á því, hvaða gildi þessi menningartæki nútímans haía íyrir þjóðfélagsþegnana. Nú er svo komið, að allir líta á fciöð og útvarp sem sjá'f- sagðan hlut. Við eigum senni lega ómögulegt með að skilja til fulls hlutskipti forfeðra okkar, sem hvorugt höfðu. Eitt er þó víst, að okkur mundi þykja harla dauflegt að vakna í dimmri og kaldri baðstofu, og eiga þess ekki kost að opna útvarpið til þess að hlusta á séra Bjarna eða annan vildisklerk flytja okk- ur gott orð, né taka nokkur hliðarhopp og bolbeygju undir dillandi músikk morgunleik- fiminnar. Og ofan á þetta út- varpsleysi ætti svo að bætast sú yfirþyrming að eiga þess enga von, að morgunblöðin, ilmandi af nýþorrnaðri prent- svertu, svifu inn í bæjargöng in, til þess að lyfta sálum vor- um upp á efri plön með morg unkaffinu. Já, morgunkaffinu — ef svo væri ekkert kaffi til! Nei, það fer hrollur um okkur, bara af tilhugsuninni um morgna, sem væru svo gjör- sneyddir öllum „tildragelsum“ eins og Þórbergur mundi segja. Dagblöðin eru orðin óaðskilj anlegur þáttur daglaga lífsins á heimilunum og annars stað- ar. Hér á landi eru samgöng- ur orðnar það greiðar að méiri hluti þjóðarinnar fær blöðin samdægurs. Kaupstaðir og kauptún við Faxaflóa, og lík- lega eitthvað austanfjalls fá Reykjavíkurblöðin fyrir há- degi flesta daga. Fæstir vilja án þeirra vera. Eru það ekki margir, sem kannast við kapp hlaup allrar fjölskyldunnar um blöðin á morgnana. Um leið og blaðið dettur inn úr dyrunum spretta allir upp og hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa til að verða fyrstir til að ná í blessað blaðið, hús bóndin hleypur frá rakstrin- um og krakkarnir hoppa fram á gólfið með stýrurnar í aug- unum, glaðvöknuð á samri stund. Og öll hafa þau eitt- hvað að sækja í blaðið: hús- bóndinn hvolfir sér yfir frétt irnar og leiðarann, því að hann verður að vita hvað harvn á að segja í pólitíkinni, þeg- ar hann kemur á vinnustað- inn; húsmóðirin byrjar gjarn- an á framhaldssögunni, það gerir dóttirin líka og bætir tízkusíðunni við; sonurinn gleypir í sig íþróttasíðuna; og yngstu börnin eru ekki í rónni fyrr en þau hafa kynnt sér afrek Markúsar og Eiríks víð- förla þann daginn. Blöðin eiga vissulega miklu ábyrgðarhlutverki að gegna, og það er mikill vandi að vera blaðamaður. í þá stétt verða menn seint of vel valdir. Þeir þurfa að vera fjölmenntaðir og málhagir, hafa skarpa dóm greind og góðar gáfur. Hér á fslandi eru sennilega strang- ari kröfur en annars staðar gerðar til blaðamanna um það að þeir hafi gott vald og þekk ingu á móðurmáli sínu og vandi það í skrifum sínum. Þetta er eðlilegt, undirstaða íslenzks sjálfstæðis er tungan, þjóðernið og sagan. Blöðin eru ekki einungis dægradvöl; þau móta flestum fremur skoðanir okkar og lífs- viðhorf. Þess vegna getur líka orðið hættulegt að vera of háður þeim. Sá maður er t. d. ekki vel á vegi staddur, sem les ekkert annað blað en það, sem elsku flokkurinn hans gef ur út. Það er ósköp hætt við, að hann verði líkur sporvagni á pólitískri göngu sinni. Og skelfing held ég, að okkur ís- lendingum, með alla okkar þrætugirni leiddist, ef við byggjum við skipulag, sem leyfði aðeins útkomu blaða eins flokks. , Já, blöðin eru ríkur þáttur af daglaga lífi okkar. En ég ætlaði ekki að tala meira um þau að sinni. Við ætluðum að tala um það, hvort við kysum fremur, blöðin eða útvarpið, ef við ættum aðeins kost á öðru hvoru. Útvarpið á sér skemmri sögu en blöðin. Á rúmum 30 árum hefur það rutt sér svo til rúms, að varla er nokkurt heimili á landinu útvarps- laust og á sumum eru fleiri en eitt tæki. Útvarp er á vinnustöðum og í skólum og fjölmörgum bílum, skipum o. s. frv. Tala gjaldskyldra út- varpshlustenda er komin yfir 49 þúsund. Það nær m. ö. o. eyrum nær því allra lands- manna. Fyrir furðulega lítið árgjald flytur það okkur allan ársins hring fjölbreytta dag- skrá, sem stendur mestallan daginn, innlendar og erlendar fréttir, fræðiefni, skemmti- efni tónlist cfg leiklist, að ó- gleymdum jazz danslaga,- og óskalagaþáttum, sem virð- ast 'vera sérstaklega ástfólgin eftirlætisbörn útvarpsstjórn- arinnar síðari árin. Nei, sá sem er gestur við nægtaborð útvarpsins okkar, þarf ekki vatn að drekka eða söl að tyggja. Kostafæðan þar má sannlega kallast „kláravín, feiti og merkur með“, enda þótt einstaka drykkur slæðist þar með, sem varla nær3yz% að styrkleika! Ábyrgðin, sem hvílir á þeim, sem með stjórn og fram- kvæmd útvarpsdagskrárinnar fara, er sízt minni en blaðaút- gefanda og blaðamanna. Enn strangari kröfur verður t. d. að gera til vandaðrar máls- meðferðar þar, því að á það hlustar öll þjóðin, ekki sízt yngsta kynslóðin. Og útvarp- ið verður að líta á það sem skilyrðislausa skyldu sína að standa á verði um þjóðlega menningu og menningararf, sem teljast verður þess virði, að honum sé viðhaldið, til styrktar íslenzku þjóðerni og menningarfrelsi. Það á ekki einungis að gera sér far um að flytja okkur nýjungar sam- tíðarinnar, heldur líka að tengja okkur sem innilegast við það, sem bezt er £ fortíð þjóðarinnar. Ég tel að þjóðleg menning og sögulegur arfur eigi hlutfallslega minni ítök í hinni auknu útvarpsdagskrá nú en á fyrstu áratugúm út- varpsins. Tökum t. d. eitt dæmi, kvöldvökurnar svo- nefndu, er frá upphafi voru óbifandi hæli þjóðlegrar menningar í dagskránni, og voru yfirleitt mikils verðar og mikil rækt við þær lögð. Af þeim ástæðum er þeim enn haldið við, en með mis- jöfnum árangri; sumar þeirra eru skolli kollindoðrulegar £ seinni tíð. Útvarpið verður að halda uppi stöðugri og vökulli leit að efni og góðum starfskröft- um, ekki einungis hér í höf- uðsstaðnum, heldur um allt land, í sveit og bæ. Dagskrár- undirbúningurinn verður að vera meira en emtóm skrif- stofuvinna. Skilningur frétta- þjónustu útvarpsins á þessu hefir 'farið sívaxandi, ekki sízt fyrir rösklega framgöngu Stefáns Jónssonar, hins ötula fréttamanns, sem hefir þó ekki fengið eins rúman tíma og eins góða aðstöðu til frétta- öflunar og verðugt væri. Sum- ir fjasa heil ósköp um hve miklu fé sé ausið í dagskrá útvarpsins. Þeir hinir sömu hugleiða varla nógu vel hvílík ósköp af dagskrárefni hlust- endur fá fyrir sára-lítið gjald — minna en blaðagjald. Þjóð- in hefir bókstaflega ekki efni á því að spara fé um of til góðrar og menntandi útvarps- dagskrár. Þótt útvarpið kunni að hafa ýmsa galla, eigi siður en blöð- in, þá eru kostir þess svo mikl ar. að lif nútímamanns hlyti að verða daufara og snauðara, væri hann sviptur því. Þau menningar- og uppeldisáhrif, sem ríkisútvarpið okkar hefir haft á þjóðina undanfarna þrjá áratugi verða ekki í töl- um metin. Það hefir aukið menntun .okkar, bætt málfav okkar, auk þess sem það hefir oftast verið okkur öllum skemmtileg og lyftandi dægia dvöl. Hitt er svo annað mál, að síðan veðurstofan gerði al- þýðlega veðurspá óþarfa, er minna gert að þvi að tala um veðrið, þegar menn hittasí á förnum vegi og bölva þvi, ef þeir hafa ekki um neitt skávra að ræða, og nú kemur útvarp- ið oft i þess stað. Það er bágt, ef menn hafa ekki nöiavið sitt! Ni.ðurstaðan verður því sú, að útvarpið sé orðið samgrón- ara daglegu lífi manna nú orðið en dagblöðin. Það er íé- lagi okkar, fræðari og skemmtikraftur allan dagvnn, ef við kjósum, og við gfetum afþakkað það, ef við viljum það neldur, stund og stund. Ég mundi því fremur kjósa útvarpstækið en blöðin til sálufélags á eyðieyjunni minni með fyllri virðingu þó fyrir þessu mæta blaði og öðrum dagblöðum. Mundi ykkur ekki fara svipað, lesendur góðir? RJÓH Vesturgötu 12. Nýkomið Hvítt sloppanælon, verð *kr. 97,00. Ódýr kjólaefni, verð kr. 33,00. Kápupoplin, 6 litir, br. 145 cm, verð kr. 89,70. Þykkt apaskinn, 7 litir, verð kr. 57,00. Seljum næstu daga ullargarn í mörgum litum á kr. 27,00, 100 gr. Póstsendum. INNANMAL CLUGGA -----------------------* ' —♦ EFNISBREI004-.....- VINDUTJÖI Ð Dúkur — Pappir og plast Framleidd eftir máli Margir litir og gerðir Fljót afgreiðsla Krðstján Siygeirsson Laugavegi 13 — Sími 1-3P-79 Vélsetjari og handsetjari ÖSKAST NÚ ÞEGAR TIL STARFA í PRENTSMIÐJU —Viðskipti Hefi kaupanda að góðum og vel tryggðum skulda- bréfum að upphæð 80—100 þús. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þessum viðskiptum gjöri svo vel og sendi nöfn og upplýsingar í lokuðu umslagi á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 1. marz 1961 merkt: „Öruggt — 77“. SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA fer vestur um land í hringferð 2. marz. — Tekið á móti flutn- ingi á mánudag og árdegis á þriðjudag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglu fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar. — Farseðlar seldir á miðvikudag. EGGERT CLAESíiEN og GÚSTAV A. SVElNSbON hæstar éttar lögm en.j. Þórshamrí við Templarasund. Bílskúr Upphitaður bílskúr óskast til leigu fyrir geymslu í Austur- bænum, helzt á hitaveitu- svæði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 29. þ. m., merkt: „Austurbær — 1657“. LOFTUR hf. L JÓSMYND ASTO FAN Pantið tíma í síma 1-47-72. Félagslíf . Víkingur knattspyrnudeild Æfingar verða fyrst um simv sem hér segir. : Meistara, 1. og 2. flokkur: | Miðvikudaga: Kl. 20.10 í leik- i fimisal Laugardalsvallar. j Sunnudaga: Kl. 10—12 á íþróttasvæði félagsins. 3. flokkur: Miðvikudaga: Kl. 19.20 í leik- fimisal Laugadalsvallar. Sunnudaga: Kl. 10—12 á íþóttasvæði félagsins. Æfingar 4. og 5. flokks verða óbreyttar frá því sem verið hef- ur í vetur. Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o- hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259 Málflutníngsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON h æstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934 Knattspyrnufélagið Fram Skemmtifundur verður hald- inn í félagsheimilinu þriðjud. 28. fetxr. kl. 21. Félagsmenn fjöl- mennið. — Kvennaflokkurinn. Knattspyrnufél. Fram — 4. fl. Áríðandi æfing á Framvellin- um sunnudaginn 26. febrúar kl. 9.45. Mætið hlýlega klæddir. Þjálfari. Knattspyrnufél. Fram — 3. fl. Áríðandi æfing á Framvellin- um sunnudaginn 26. febrúar kl. 10.45. Mætið hlýlega klæddir. Þjálfari. KASSAR — ÖSKJCK BÚÐIRp Laufásv 4. S 13492 PILTAP. ^ cf þíí olqlti unnustum /Jr/ p'a n éq hringana. //y /fortó/J tísmt/msso'iA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.