Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ1D Sunnudagur 26. febr. 1961 JllwgpissiMtiMfr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. Skólamál Grænlands í kaldakoli SÆTTIR VINNU OG FJARMAGNS jjættir vinnu og fjármagns,^ það er friðsamleg og árekstralaus samskipti vinnu veitenda og verkalýðs, hefur um langt skeið verið eitt mesta vandamál þjóðfélag- anna. Víðast hvar hefur þó þróunin gengið í þá átt í lýðræðislöndum að árekstr- imum hefur fækkað, verk- föll og verkbönn hafa stöð- ugt orðið fátíðari og verka- lýðurinn og vinnuveitendur hafa gert út um mál sín með frjálsum samningum. Þar sem þessi þróun er lengst á veg komin, hefur þjóðfélög- unum orðið að henni stór- kostlegur hagnaður. Aðilar semja þar yfirleitt til nokk- uð langs tíma, til dæmis 2ja til 3ja ára um kaup og kjör. Hefur það haft í för með sér stöðugra verðlag og stórminnkaða hættu á verð- bólgu og dýrtíð, sem allar stéttir hljóta jafnan að tapa á, er til lengdar lætur. Því miður erum við ís- lendingar tiltölulega skammt á veg komnir í þessum efn- um. Vinnuveitendur og verkalýður semja hér yfir- leitt til mjög skamms tíma um kaup og kjör. Verkföll hafa því verið hér tíð og verðlag mjög óstöðugt. Af því hefur aftur leitt stöðugt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags og vaxandi verð- bólgu og dýrtíð. Allir hugsandi menn á ís- landi sjá, að við svo búið má ekki standa. Það verður að sætta vinnu og fjármagn á íslandi. Leggja verður höfuðkapp á það að koma upp einhverri hagfræðilegri stofnun, sem bæði launþegar og vinnuveitendur geti treyst til þess að leggja reikningana á borðið á hverj um tíma um greiðslugetu bjargræðisveganna. Við verð- 4un að eignast einhverja ó- hlutdræga og örugga loftvog, sem óvéfengjanlega getur sýnt, hvenær er þjóðhagslega mögulegt að hækka kaup- gjald, auka hlutdeild laun- þeganna í þjóðarframleiðsl- unni, og hvenær það er ekki hægt. Það er hagsmunamál alþjóðar að slíkri hlutlausri og ábyrgri stofnun verði komið á fót. Sjálfstæðismenn hafa á undanförnum árum oftlega bent á það, að ýmsar nýjar leiðir megi fara til þess að sætta vinnu og fjármagn, draga úr tortryggni milli vinnuveitenda og verkalýðs og bæta sambúð þessara að- ila. Þeir hafa til dæmis bent á að skynsamlegt væri að koma á stofn samstarfsnefnd um launþega og vinnuveit- enda, taka upp hlutdeildar- og arðskiptifyrirkomulag atvinnurekstri eða stofna al- menningshlutafélög í ýmsum greinum atvinnulífsins. Vinnudeilurnar undanfarn- ar vikur ættu að verða ÍS' lendingum hvöt til þess að freista þessara nýju leiða, gera alvöru úr því að hefj ast handa um eitthvað nýtt og jákvætt í þessum efnum. Það er þýðingarlaust að standa stöðugt í sömu spor- um og barma sér yfir þeirri ógæfu og tjóni, sem verkföll og átök milli verkalýðs og vinnuveitenda hafa í för með sér. Við verðum að reyna að eyða orsökum þessa ófriðar. Ella endurtekur gamla sagan sig sífellt. Af því höfum við sárbitra reynslu. KRÚSJEFF OG KENNEDY F'yrstu átök þeirra Krúsjeffs *• og Kennedys eru orðin að raunveruleika. — Krúsjeff krafðist þess að Sameinuðu þjóðirnar hypjuðu sig með lið sitt burtu úr Kongó, rækju Dag Hammarskjöld frá framkvæmdastjórastörf- um og gæfu Rússum frjálsar hendur í Afríku. Svar Kennedys var hik- laust og skýrt: Bandaríkin munu styðja áframhaldandi viðleitni Sameinuðu þjóð- anna til þess að koma á friði í Kongó. Þau munu jafn- framt slá skjaldborg um Dag Hammarskjöld, sem fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í stórum dráttum það sem fór fram milli leið- toga Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna í sambandi við víg Lumumba, fyrrverandi for- sætisráðherra í Kongó. — Kennedy varð greinilega of- an á í þessum átökum. Ör- yggisráðið samþykkti þvert gegn vilja Rússa að gefa liði sínu í Kongó miklu víðtæk- ara vald til þess að sinna hlutverki sínu í landinu, og Dag Hammarskjöld situr áfram sem framkvæmda- stjóri samtakanna með ör- uggu fylgi og miklu trausti. Nikita Krúsjeff hefur þannig í fyrstu lotu orðið að láta í minni pokann fyrir John Fitzgerald Kennedy. Bandaríkin vilja standa vörð um Sameinuðu þjóðirnar, auka möguleika þeirra til DÖNSK blöð hafa allmikið [ sem að þeirra sögn eru í hin- rætt um menntamálin ' í um mesta ólestri að mörgu Grænlandi að undanförnu, I leyti. Virðist nú vera að Barnaheimili í Julianehaab, sem kennt er við Ingiríði drottn- ingu. Kaupmannahafnarblaðið Dagens Nyheder lét svo um mælt fyrir skömmu, að þetta barnaheimili væri eitt þeirra allt of fáu stofnana, er komið hefur verið upp í þágu græn- lenzks æskulýðs, sem Danir gætu verið stoltir af. þess að gegna friðar- og sáttarhlutverki í heiminum. Rússar vilja rífa Sameinuðu þjóðirnar niður,’ ef þeir fá ekki að nota þær sem skó- þurrku sína. Bilið milli þeirra Krúsjeffs og Kenne- dys virðist því vera býsna breitt, að því er snertir af- stöðuna til Sameinuðu þjóð- anna. En vonandi er það ekki óbrúanlegt. KJARVAL OG BLÖNDAL 'T'vær málverkasýningar þjóð þekktra og ágætra lista- manna standa yfir í höfuð>- borginni um þessar mundir. Hinn mikli töframaður og meistari Jóhannes Kjarval sýnir listaverk sín í Lista- mannaskálanum við hlið Al- þingishússins í Kirkjustræti. Þar inni getur þessa dagana að líta töfraheima íslenzkrar náttúru, mosa, hrauns og fjalla. Uppi í Listasafni ríkisins ríkir litadýrð Gunnlaugs Blöndals, sem málað hefur síldarstúlkuna, bátana og fjöllin fyrir norðan og sunn- an. Þessir tveir myndlistar- menn eru um fjölmargt ó- líkir. En list þeirra beggja vekur innri fögnuð, sem lif- ir í sál skoðandans löngu eftir að hann hefur kvatt sýningarsali þeirra. Daginn er að lengja, sólin færist hærra á loft með hverjum degi, sem líður. — Sýningar þeirra Kjarvals og Blöndals hafa líka komið með meiri birtu, meiri feg- urð og meiri gleði í líf fólks- ins. — ^koma nokkur skriður á at- hugun þessara mála innan dönsku ríkisstjórnarinnar — og mun hún vera að vinna að heildaráætlun um fram- kvæmdir til þess að hæta menntunarskilyrðin í Græn- landi. — Talið' er, að það sé einkum fyrir tilverknað hins nýja Grænlandsmálaráðherra Mikaels Gam (fyrrum skóla- stjóra í Grænlandi), að nú lítur út fyrir, að grænlenzk skólamál og menntunarað- staða almennt þar í landi verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og reynt að flýta sem mest framkvæmd- um til úrbóta. — Gert er ráð fyrir, að heildaráætlunin um framkvæmdir verði tilbúin innan fárra mánaða. Jí t hópi vanþróaðra landa. Dönsku blöðin hafa haft það eftir Gam Grænlandsmálaráð- herra, að þörfin á umbótum i menntamálum Grænlendinga sé mjög brýn, og margt og mikið þurfi að gera, ef þeir eigi að ná jafnri aðstöðu til menntunar og Danir — en danska stjórnin mun vera nokkurn veginn sammála um, að til þess hafi Grænlending- ar fullan rétt. Gam hefir lagt fjölda af skjölum og skýrslum um þessi efni fyrir fjármálanefnd danska þingsins — og kemur þar greinilega fram, að ráðherrann telur Grænland í hópi hinna svo nefndu vanþróuðu landa, að því- er menntunarskilyrði . snertir. Meðal umræddra skjala er áætl- un, sem var send Grænlandsmála ráðuneytinu fyrir tveim árum — af þáverandi skólastjóra í Goodt haab, Mikael Gam, sem nú skal sjálfur taka afstöðu til hennar, sem Grænlandsmálaráðherra. Þessi áætlun hefir vakið mörgum ugg um þróuina, en í henni er það rökstutt rækilega, að árið ’66 verði börn á skólaaldri orðin á- líka mörg á ýmsum stöðum í Grænlandi og áður hafði verið talið, að verða mundi árið 1984. Þar við bætist, að fólksflutning- ar til bæjanna aukast nú jafnt og þétt, þannig að alls ekki er víst, að þessi spádómur Gams standist. — Ekki er nóg með það, að skóla byggingar haldi á engan hátt í við þessa fjölgun, heldur verður kennaraskorturinn æ tilfinnan- legri. " Jr Bágborin aðstaða á öllum l sviðum — " Þá er brátt von á skýrslu frá sérstakri nefnd, sem hefir að und anförnu rannsakað þjóðlífshætti í Grænlandi á breiðum grund- velli. Einn af starfsmönnum þes3 arar nefndar er grænlenzkur kennari, að nafni Marius Abelsen í Frederikshaab, en hann hefir einkum rannsakað menntunar- skilyrði í Grænlandi. Hann hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að menntunaraðstaðan á öllum svið um, allt frá barnaskólum til fram halds- og sérskóla í verklegum og tæknilegum fræðum, séu afar bágborin. T.d. þarf, að áliti Abela ens, að þrítugfalda framhalds- skólafræðsuna, ef hún á að geta talizt standa jafnfætis því sem gerist í Danmörku. Sennilega er ástandið þó enn verra að því gr varðar fræðslu í verklegum efn- um og hvers konar tæknifræðum. Er hið síðastnefnda sérstaklega alvarlegt og krefst skjótra úrbóta, þar sem tækniþróun hefir orðið nokkur á Grænlandi að undan- förnu. — Niðurstaða Abelsens er sú, eins og Grænlandsmálaráð- herrans, að ástandið í skólamál- um landsins svari til þess, sem gerist í hinum vanþróuðu lönd- um. Jt Dönum ber að borga. Vegna fyrrnefndrar skýrslu, sem Mikael Gam sendi dönsku stjórninni meðan hann var enn skólastjóri í Goodthaab, var á sl. sumri skipuð nefnd manna til þess að semja heildaráætlun um skólabyggingar í Grænlandi, á grundvelli þeirrar reynslu, sem fengizt hefir við hina tæknilegu Mikael Gam, fyrrum skólastjórí i Godthaab í Grænlandi, sendi fyrir tveim árum skýrslu um skólamál þar í landi til Græn- landsmálaráðherra — og fjallar um þessi eigin skýrslu sína, á- samt öðrum gögnum um mennt- unarskilyrði Grænlendinga . . . , uppbyggingu á síðari árum. — Menn virðast sammála um, að byggja beri skólana með svipuð- um hætti og í Danmörku — en byggingarkostnaður verður óhjá kvæmilega 25—30% meiri, vegna flutningskostnaðar, erfiðra veður skilyrða o.s.frv. — En efnahags- nefnd þingsins, sem nú fjallar urn þessi mál, er sammála um, að Dan ir hafi ráð á að borga — og þeim beri skylda til að borga. Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.