Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 10
10
MORGI’NBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. febr. 1961
MIÐ'AFFUKU-LVOVEUIÐ
'A valdi
5.P. fri
iondum.
5vdrt»r reibr með
fivítu letri: liðísveitir
*ernver5á kallaðar
________heim._________
& NamureVitur
Vopn «ftæki fra
Egyptal. &5údan
Súdan****39A hermenn
Túnis * “-JZ.589 hermenn
Halaya * •* 6l2hermenn
&7tknU-
hf
ÞETTA kort gefur
nokkra hugmynd um hið
Kundraða, unga Kongó-
|ýðveldi og „vígstöðuna<<
þða valdahlutföllin þar,
inn í kortið eru
telldar myndir af helztu
yaldamönnunum í land-
* * *
I LEOPOLDVILLE sit-
Kasavubu forseti, en
ann ríkir, ásamt Mobutu
ierstjóra, þar og í sam-
lefndu fyiki kringum
orgina, vestast í landinu.
Fylkið næst fyrir norðan,
Equator, heyrir einnig
idir Leopoldvillestjórn-
— f suður- og vestur*
iluta Kasai ríkir Kalenji,
em stofnaði þar hið
svonefnda „Nawaríki“
skömmu eftir að Kongó
fékk sjálfstæði á sl.
sumri. Þar næst fyrir
suðaustan kemur svo hið
,sjálfstæða“ Katanga, þar
sem Moise Tshombe ræð-
ur ríkjum.
♦ * *
* ÞÓTT nefnd fjögur
fylki Kongó séu sundur-
þykk innbyrðis, er a.m.k.
eitt, sem sameinar þau að
vissu leyti: andstaðan
gegn fylgismönnum Pat-
rire Lumumba, fyrsta for-
sætisráðherra Kongó, sem
myrtur var með grimmi-
legum hætti í Katanga-
fylki á dögunum.
* *. *
» f ORIENTAL-fylki í
norðausturhorni Kongó
situr nú stjórn Lumumba
sinna, undir forsæti Anto-
ine Gizenga, sem var vara
forsætisráðherra í hinni
upphaflegu stjórn Lum-
" í Kongd
umba. Vilja nú kommún-
istaríkin og sum Afriku-
og Asíuríki telja Gizenga-
stjórnina hina einu, lög-
mætu ríkisstórn Kongó.
* * *
# AUK Oriental-fylkis,
hafa Lumumbamenn á
undanförnum vikum og
mánuðum náð á sitt vald
öllu Kivu-fylki, nær helm
ingi Kasai-fylkis (norð-
austurhlutanum) og all-
stórum hluta af norðan-
verðu Katanga-fylki, þar
sem Baluba-ættbálkurinn
hefir snúizt til liðs við
innrásarsveitir Lumumba
manna. Hersveitir Tsjom-
bes hafa að undanförnu
sótt norður á bóginn (sjá
örina á kortinu) og unnið
hin verstu hervirki á
Balubamönnum, svo sem
kunnugt er af fréttum.
♦ EINS og sjá má af kort-
inu hafa Lumumba-menn
nú á valdi sínu mikinn
hluta Kongð, eða milll %
og ]/41andsins — og búast
margir við frekari sókn
þeirra á næstunni, eink-
um gegn þeim hlutum
landsins, þar sem náttúru
auðlindir eru mestar, svo
sem Suður-Kasai og Kat-
anga. Ýmsir hafa talið að
Lumumbamönnum í Stan
leyville hafa borizt vopn
og ýmis hernaðartæki frá
Egyptalandi og Sovétríkj-
unum, um Súdan (sjá ör-
ina).
# AB öðru leyti skýrir
þetta yfirlitskort sig
sjálft, og vísast til skýr-
ingartáknanna efst í
vinstra horni þess. —
(Teikning Halldór Péturs
son).
Erlendur
Guðmundsson
Frá Vatnsdal,
Patreksfirði
Fæddur 24. febrúar 1939
Dáinn 13. júní 1960
Minningarstef
Þótt vorið andi ilmblæ þýðum
ómandi af söng um fjörð og
strönd,
og sóldís vængjum blaki blíðum
og blómin signi mjúkri hönd.
Þá leynist vá í dökku djúpi
draumblíðum undir lognsins
hjúpi.
Þeir gengu tveir með brosi björtu
braut, sem öll var geislum stráð.
Örlega slógu hin ungu hjörtu.
Allt var sem himnaletri skráð.
Töfrandi Rán þeim rétti arminn
roðnaði og sveigði hvelfdann
barminn.
Hann sem var dalsins drauma
yndi,
drengurinn prúði, fjallsins son,
Þótt við hann æskan léki í lyndi
Ijómandi af ást og gleði og von
huldist nú örmum hrannameyja.
Hneig þar í djúpið — varð að
deyja.
En alda söng við unnarsteina
um allt hans líf — þá von sem
brást
um bros hans, orð hans, hjartað
hreina
heilaga gleði, blíðu og ást.
Og lind í hlíð og blóm á bala
brosandi um vin sinn hvísla
og hjala
Og daggartár á björk og blómi
blika því grösin tárast öll.
Og yfir þungum örlög-dómi
enn drúpa hljóð hin gömlu fjöll.
Hlíðin sig vefur harmsins bjarma
hjúfrar sig þreytt í dalsins arma,
En vornótt kveður vögguljóðin
vaggar svo milt íneð hlýjum arm.
Og mamma raular unaðsóðinn
unnustan þerrar tár af hvarm,
en pabbi blessar bernsku árin —
Bros þeirra ljóma gegnum tárin.
Og hljótt þau krjúpa að helgum
beði
í hljóðri bæn og ástar þökk.
En hjörtun bærir himnesk gleði,
heilög er stundin bljúg og klökk.
Hulinn þeim veitist helgur
kraftur
hvíslandi rödd: „Við sjáumst
aftur“.
Vinir
BEZT AÐ AUGLÝSA
1 MORGUNBLAÐINU