Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 13
f Sunnudagur 26. febr. 1961 MORGIIISBLAÐIÐ 13 Nótin dregin REYKJAVÍKURBRÉF Fiskifélagið 50 ára ,' Ein af merkustu stofnunum ís- lendinga, Fiskifélag íslands, varð hálfrar aldar gömul sl. mánudag. Starf Fiskifélagsins hefur verið fjölþætt og kom ið mörgu góðu til leiðar. Fræðslu starf þess ber þó af. Það hefur aflað ómetanlegra upplýsinga um íslenzkar fiskveiðar og út- veg og raunar einnig kynnt landsmönnum mikinn fróðleik um fiskveiðar annarra, sem okk- ur hefur mátt að gagni koma. Davíð Ólafsson hefur lengi verið forseti Fiskifélagsins og unnið sér virðingu aliþjóðar með ötulu starfi öruggri dómgreind og skynsamlegum tillögum um málefni sjávarútvegsins. Er það Fiskifélaginu mikið happ, að svo fær maður skuli hafi valizt til forystu þess. ^átt reitt til köggs Víst gæti ástand í alþjóðamál- um verið verra en það er, því að enn vona flestir að komið verði í veg fyrir nýja stórstyrjöld, en Ihátt er leikið og litlu má muna að út af beri. Strax eftir morð Lumumba hóf Sovétstjórnin og jþjónar hennar víðsvegar hat- rammar árásir á Sameinuðu ! (þjóðirnar, framkvæmdastjóra ' Iþeirra Dag Hammarskjöld og i ÍBandaríkin, að ógleymdum Belg- um, sem þó var auðsætt að fyrst og fremst voru skammaðir til iþess að ná sér því betur niðri á þeim fyrrnefndu. Aðalkröfur Sovétstjórnarinn- nr voru þær, að Sameinuðu þjóð- irnar hyrfu með allt sitt lið úr Kongó og Hammarskjöld yrði ,,afhrópaður“, eins og einn um- Iboðsmaður Kremlverja hér, Þor- valdur Þórarinsson, komst að Orði, enda sagðist Sovétstjórnin Ihéðan í frá ekki viðurkenna 1 Hammarskjöld sem framkvæmda stjóra. Stevenson, sendiherra Bandarikjastjórnar hjá Samein- uðu þjóðunum, lýsti kröfum Sovétstjórnarinnar réttilega svo, að þær vseru í raun og veru „stríðsyfirlýsing gegn Samein- uðu þjóðunum og gegn alþjóða- athöfnum til verndar friði.“ Hart á móti hörðu Afstaða Sovétstjómarinnar var því ískyggilegri sem hún var tekin á fyrstu vikum forseta- öæmis Kennedys, en Sovétstjórn in hafði lagt megináherzlu á, að með tilkomu hans mundi mynd- ast nýtt og vænlegra horf í al- þjóðamálum. Hamagangur Sovét etjórnarinnar eftir dráp Lum- nmba virtist gefa til kynna, að sjálf hefði hún í engu breytzt. Eina breytingin vseri sú, að Sov- étstjórnin vonaði, að Kennedy Laugard. 25. februar [ reyndist undanlátsamari en fyr- irrennarar hans. Kennedy tók hinsvegar fljótt af skarið um það. Hann lýsti þeggr í stað yfir því, að ef Sameinuðu þjóðirnar yrðu hafðar að engu og stór- veldin hæfu í verulegum mæli einhliða íhlutun, mundi það hafa í för með sér ,,ófriðarhættu“. Kennedy sagðist að vísu eiga erfitt með að trúa, að nokkur stjórn ráðgerði í raun og veru „að taka svo hættulegt og á- byrgðarlaust skref“ eins og ein- hliða íhlutun í málefni Kongó. ,,Engu að síður tel ég mikils- vert, að ekki sé neinn misskiln- ingu um stöðu Bandaríkjanna, ef slíkt skyldi bera að höndum.“ Þá ítrekaði Kennedy það, sem hann hefur áður sagt, að Banda- ríkin ,,geta séð um sig sjálf, en Sameinuðu þjóðirnar eru til þess að allar þjóðir geti verið vissar um öryggi. Tilraun til að eyðileggja þetta kerfi er högg, sem beint er að sjálfstæði og ör- yggi allra þjóða, stórra og smárra.“ Cagnkvæm mannvíg Ekki er um að villast, að með þessum orðum hótaði forseti Bandaríkjanna Sovétstjórninni því að hart mundi verða látið mæta hörðu og Bandaríkin fara sínu fram ef Sameinuðu þjóðirn- ar væru gerðar óstarfhæfar. Enginn vafi er á því að sumar smáþjóðir, sem Sovétstjórnin hafði vonað að ná á sitt band, sáu, að í ófæru var stefnt, ef þær tækju undir stríðsyfirlýs- ingu hennar gegn Sameinuðu þjóðunum. Fylgi Sovétstjórnar- innar í öryggisráðinu varð minna en hún sýnist hafa vænzt. Svo er og að sjá sem hótanir Kennedys hafi orðið henni sjálfri til varnaðar. A. m. k. beitti hún ekki neitunarvaldi sínu til að hindra lögformlegar samþykktir öryggisráðs, þótt þær gengju ofan í hennar eigin tillögur. Að þessu leyti má segja, að mál hafi um sinn skipazt betur en á horfðist. Hitt verður að jóta, að fréttirnar, sem berast frá Kongó, verða ömurlegri með hverjum degi. Valdhafar þar hafa nú hafið dráp á forystu- mönnum úr hvers annars liði og auka þar með stöðugt á fjand- skap og sundrung landsfólksins. Þannig magnast ógæfan stöðugt, þegar andi ofbeldisins er látinn taka við áf lögum og rétti. Ekkert lært Sami hugsunarhátturinn, sem hér á landi fæðir af sér ákall til „alþingis götunnar" og hótanir um „j apanskt ástand“, hefur leitt' til ógnaratburðanna í Kongó. Hinir íslenzku orðhákar þykjast raunar vafalaust langt hafnir yfir blökkumenn suður í Afríku. Vonandi hefst hér aldrei slík ógnaröld, en einnig hér get- ur ofbeldi annars leitt til meira ofbeldis hins. Yfirgnæfandi meirihluti íslendinga fordæmir þvílíkar aðfarir og mun svara þeim svo, að engum misskiln- ingi geti valdið, ef í alvöru verð- ur reynt að taka upp þessa starfshætti hér á landi. í þeim efnum er nú þegar nóg að gert. Pólitísk verkföll hafa bakað þjóðinni ærið tjón. Vand- fundinn mun sá maður, sem nú orðið átti sig ekki á, að jafnt verkalýður sem þjóðarheild höfðu einbert tjón af verkfall- inu mikla 1955. Sjálfir upphafs- menn þess hafa goldið meira af- hroð en nokkrir aðrir. Hermann Jónasson átti drjúgan þátt í að efna til verkfallsins 1955 í því skyni að tryggja til frambúðar völd sín og sinna félaga. Áður en langt um leið varð afleið- ingin hinsvegar sú, að Framsókn einangraðist og afmáð voru for- réttindi hennar í kjördæmaskip- un. Flestum hefði nægt sú á- minning til þess að stofna ekki fljótlega til sama leiks að nýju. En svo er að sjá sem Framsókn- arbroddarnir hafi ekkert lært. Þeir keppast nú við sömu iðjuna og 1955 varð upphaf þeirra mestu ógæfu. „Á breiðari «rund- velli“? Framsóknarmenn skjóta því nú að þeim, er þeir hitta á förn- um vegi, að illa horfi í kaup- gjaldsmálum og sé það sönnun þess, að „mynda þurfi stjórn á breiðari grundvelli". Sömu menn og notuðu verkfallið 1955 til að sprengja samstarf Sjálf- stæðismanna og Framsóknar, hyggjast nú beita sama ráði til að knýja Sjálfstæðismenn til samstarfs við sig á ný! Hug- myndaauðgin er ekki mikil né velvildin til verkalýðs. Hags- munum hans er hiklaust fórnað í valdastreitu ævintýramanna. öllum þeim, sem svo hugsa, er bezt að átta sig á, að íslendingar vilja, að þeir stjórni, sem til þess fá fylgi við almennar kosn- ingar. Skemmdarverkamenn eiga ekki traust skilið og.heldur ekki þeir, sem láta leiðast til að vinna með öðrum af þvi að þeir hafi gert eða séu ella líklegir til að gera illt af sér. Einungis með því að leggja gott til mála, með því að reyna að leysa vanda en ekki magna, geta menn vænzt þess að hljóta fylgi meirihlutans eða sýna fram á, að þjóðinni sé hollt að fá þá til samstarfs við aðra, sem meira trausts njóta, um stjórn mála hennar. Sjómanna- samningar Samningar um kjör sjómanna á bátaflotanum voru fyrir löngu orðnir úreltir. Hlutaskipti voru slík, að vonlaust var, að útgerð gæti borið sig með þeim. Þess vegna var verð. á fiski til sjó- manna allt annað og miklu minna en útgerðarmönnum var raunverulega greitt. Jafnframt var fiskverð til útgerðarinnar í heild ákveðið eftir röngum regl- um. Sama verð var goldið fyrir lélegan fisk og góðan, með þeim árangri að engin hvöt var til vöruvöndunar. Öllu þessu fyrirkomulagi varð að gerbreyta. Fiskverð ber að miða við raunverulegt verð- mæti og þar með gæði aflans. Sjómenn eiga ekki síður kröfu á sannvirði en útgerðarmenn. Samningar þeir, sem nú er lokið, hafa leitt til algerrar nýskipun- ar í samræmi við þær megin- reglur, sem öllum eru hollastar. Með þessu er þvílík gerbreyting á orðin, að erfitt er að bera hin nýju kjör saman við þau, sem áður giltu. Sjálf hefur hin nýja skipan í sér fólgnar svo miklar líkur fyrir meiri vörugæðum og þar með hærra verði, að líklegt er að sjómenn fái einhverjar kjarabætur. Hversu miklar þær reynast, getur enginn sagt um fyrr en reynslan sker úr. Aukið verðmæti, aukin laun Þessar endurbætur koma ekki útgerðarmönnum og sjómönnum einum að gagni, heldur allri þjóðinni. Fiskurinn verður verð- meiri og markaðir fyrir hann ör- uggari. Þarna er vísað á leiðina, sem eins og nú háttar er ör- uggust og raunar hin eina til kjarabóta. Betri hagnýting vinnuafls og skynsamlegri með- ferð framleiðslu eru lyftisteng- ur, sem hvarvetna verður að styðjast við, ef bæta á kjör al- mennings. Pólska stjórnin hefur t. d. ný- lega tekið þá ákvörðun að fyrir- skipa einskonar ákvæðisvinnu í mun ríkara mæli en tíðkanlegt hefur verið þar í landi. Aðferðin er sú, að reiknað er út, hversu miklu sé með góðu móti hægt að afkasta í ákveðnu starfi á ákveðnum tíma. Pólska komm- únistastjórnin lætur einungis greiða full laun þeim, er afkasta því, sem samkvæmt þessu er ætlazt til. Aðferðirnar geta ver- ið ólíkar, en viðleitnin er hvar- vetna hin sama, að greiða i hlut- falli við afköst og gæði þess, sem framleitt er. Þá lagði Lúðvík annað til í löndum kommúnista eru slík ar ákvarðanir gerðar einhliða af stjórnarvöldum. Hér á landi og hjá öðrum lýðfrjálsum þjóðum verður þessu einungis komið á með frjálsu samkomulagi laun- þega og atvinnurekenda. Hjá kommúnistum hirðir ríkið sjálft þann hluta af arði vinnunnar, sem því þóknast. Hér er að því stefnt að láta alla njóta fulls arðs af vinnu sinni. En hér sem annarsstaðar gildir það óhaggan- lega lögmál, að ekki verður meira jafnað en því, sem er safn- að. Því, sem ekki er aflað, verð- ur heldur ekki skipt. Á meðan þjóðartekjur okkar eru ekki meiri en þær enn eru, skortir skilyrði til þess, að allsherjar- kauphækkun geti orðið almenn- ingi að gagni. Kauphækkanir nú mundu hafa alveg sömu áhrif og 1955. Engir hafa oftar en kommúnistar undir forystu Ein- ars Olgeirssonar sýnt fram á, að þrátt fyrir síendurteknar grunn- kaupshækkanir hafa kjör laun- þega ekki batnað undanfarinn einn og hálfan áratug. Kommún- istar eru ekki einir rnn þessa játningu.. Tíminn spyr enn sl. föstudag: „Hvað hefur breytzt síðan 1958?“, en þá taldi hann verkföll til skemmdarstarfa. ’ Hann telur enga breytingu á orðna, en hvetur þó til verkfalla nú. Með því stimplar hann sjálf- an sig og félagsbræður sína nú sem skemmdarverkamenn. Skemmdarverkamennirnir segja raunar, að úr því að sjó- menn hafi fengið hækkun, — sem þeir ýkja úr öllu hófi, — þá sé sjálfsagt, að landverka- menn fái hana einnig. Ekki fannst hinirm sömu mönnum þetta sjálfsagt, þegar Lúðvík Jósefsson hækkaði fiskverðið í ráðherratíð sinni. Þá sögðu þeir, að það væri eðlilegt og sjálfsagt að sjómenn einir launþega nytu góðs af hækkuninni ásamt út- gerðarmönnum. Aðalatriðið er það, að hækkun er eðlileg hvar- vetna, þar sem fjárhagslegur grundvöllur er fyrir henni. Grund völlinn verður fyrst að tryggja. Ef hann er ekki fyrir hendi þá er hækkunin einskis virði. Fagurt skal mæla Þó að vitnað sé til orða og at- hafna Lúðvíks Jósefssonar áður fyrri, hefur það sennilega ekki ýkja mikil áhrif. Leitun er nú orð ið á þeim manni, sem ekki veit, að Lúðvík hefur tungur tvær. Hann var fyrrum laginn við að að koma ár sinni fyrir borð, enda hefur hann lengi tíðkað að tala svo fagurlega við alla eins og hann væri hollastur þeim, er hann í það sinn átti orða- skipti við. Eftir því sem fagur- mælin hafa orðið fleiri, hafa efndirnar reynzt minni. tftgerðarmenn muna enn full- yrðingar Lúðvíks fyrir áramót um það, hversu útgerðin væri illa komin og hjálpar þurfi. Þeim virðist sá málflutningur mjög í ósamræmi við kröfugerð sálufé- laga Lúðvíks á hendur útgerð- inni nú. Eins á almenningur bágt með að átta sig á því, af hverju leggja átti á hann mikil gjöld í haust til bjargar útgerðinni, ef hún er nú svo vel stæð, að hún getur staðið undir stórfelld- urn kauphækkunum til hinna sömu manna og áttu að hjálpa henni fyrir þremur mánuðum! Lúðvíki er ætlað það hlutverk, að láta vel að útgerðarmönnum og þykjast bera þeirra hagsmimi fyrir brjósti, þar sem aðrir flokksbræður hans eiga fremur að véla launþega. Þessi verka- skipting hefur nú glögglega sann azt. G er öadómsf r um- varp Lúðvíks \ Svo er að sjá sem Lúðvík hafi viljað rétta hlut sinn í augum útgerðarmanna með flutn ingi frumvarps um gerðardóm um ákvörðun fiskverðs. Fiskverð ið er nú alger grundvöllur tekna sjómanna eftir að samið hefur verið um raunverueg hluta- skipti. Auk þess ræður það miklu um kjör mun fleiri, sök- um þeirrar grundvallarþýðingar, sem útVegurinn hefur í þjóðar- búi okkar. Um það verður ekki deilt, að ef gerðardómur á að úrskurða slíkt meginatriði, sem kaup og kjör mikils hluta lands- manna er undir komin, þá er enn ríkari ástæða til ákvörðunar gerðardóms í minniháttar kaup deilum. Nú eru kommúnistar út af fyrir sig síður en svo mót- fallnir einhliða ákvörðun stjórn- valds um kaupgjald, þar sem þeir sjálfir fara með völd. Þar er sá háttur viðtekin regla. En það er nýjung, að kommúnistar bendi á þessa leið í lýðfrjálsum löndum. Enginn vafi er þess vegna á, að Lúðvík hefur fengið bágt í flokknum fyrir þetta frumvarp sitt. Málflutningur hans á Al- þingi bar þess og ljóst vitni. Þar tók flutningsmaðurinn á því sem hann átti til. Allir vita, að Lúðvík lætur sér ekki bregða í smáskærum við sannleikann. Aldrei hefur sak- leysissvipur hans eða yfirskins- Framh. á bis. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.