Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. febr. 1961
MORGV1VBLAÐ1Ð
23
— Penisilm
Framh. af bls. 1
aðrar nýjar tegundir á sama
hátt. Þó þetta nýja penisillín strá
drepi stafylokokkono núna, þá
veit maður ekki nema þeir
kunni að brynja sig gegn því á
inokkrum árum og því er það
mikils virði að geta framleitt
nýjar tegundir. I>etta er hin ei-
lífi slagur milli lyfja og sýkla.
Eingöngu á sjúkrahúsum.
! Dr. Sigurður sagði að þetta
íiýja penisillín verkaði á færri
tegundir bakteria en venjulegt
penisillín og ætti því ekki að
nota það nema þegar sýklarann
sóknir sýna að sýking stafar ai
stafylokokkum. enda er það á-
ikaflega dýrt. Það ber því fyrst
og fremst að nota það í sjúkra-
húsum.
i Nýja penisillínið er aðeins inn
spýtingarlyf, og ekki er það gef-
ið inn, vegna þess að það eyði
leggst af magasýrunni.
i Þetta lyf hefur einnig þann
stóra kost, að þeir sjúklingar,
sem búnir eru að fá mikið af
fúkalyfjum standa alveg jafn vel
að vígi og aðrir gagnvart því.
Aukaverkanir af lyfi þessu
hafa ekki sézt, en dr. Sigurður
sagði að búast megi við að þær
verði svipaðar og af öðru pen-
isillíni, og er þá fyrst og fremst
Ibætta á ofnæmi.
Hitinn hvarf eftir sólarhring
Beeoham Research Laborator-
ies í Bretlandi undirbjuggu fram
leiðsluna á þessu nýja penisil-
líni sl. ár og í ágúst og septem-
iber í haust fóru að birtast grein
ar um það í hinum þekktu
ibrezku læknatímaritum. Voru
þá strax gerðar ráðstafanir til að
Landspítalinn fengi það og í nóv
embermánuði var það notað þar
yið fyrsta sjúklinginn.
‘I I»ar var um að ræða sjúkling
með heilahimnubólgu, sem bú-
inn var að fá öll fúkalyfin og
sulfalyf, án þess að það hefði
borið árangur. En sólarhring
eftir að hann fékk þetta nýja
penisillin datt hitinn niður og
varð eðlilegur eftir það.
1 Sami góði árangurinn virðist
hafa fengizt af þessu nýja lyfi
á Norðurlöndum og í Englandi,
þar sem það hefur verið notað,
að því er dr. Sigurður sagði.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
.V Tímabært að snúa sér að
skólamálunum.
Áætlanir um skólabyggingar í
Grænlandi og aðrar nauðsynleg-
ar framkvæmdir til þess að færa
menntunarskilyrði í Grænlandi
í eðlilegt horf eru ekki það langt
á veg komnar, að neitt heildaryf-
irlit um væntanlegan kostnað
liggi fjrrir — en ljóst er, að hann
verður mikill, ef vinna á að lausn
málanna af fullum krafti og ekki
spara í neinu.
H Útgjöld danska ríkisins til
hvers konar framkvæmda í Græn
iandi hafa undanfarin 10—12 ár
numið ca. 400 milljónum króna
árlega (þ.e. yfir 2 milljörðum ísl.
kr.) — þar við bætist svo 57
milljón króna kostnaður við iðn-
aðaráætlun þá fyrir Grænland,
sem hrint var af stokkunum á sl.
ári. Ein af afleiðingum þess er sú,
að nú eru 4—5 þúsund danskir
sérfræðingar í Grænlandi, tækni
sérfræðingar, verkfræðingar,
i handverksmenn o.s.frv. — Bæði í
Grælandsmálaráðuneytinu og
fjármálanefnd þingsins eru menn
á einu máli um það (að sögn
dönsku blaðanna), að hin tækni-
iega uppbygging hafi verið nauð
synleg, og verði það áfram, en
nú sé tími til kominn að hefja
sams konar átak á sviði skólamál
snna, ef Grænland á að geta
fylgzt með hinni almearui fram-
þróun i heiminum.
Tvö
á saltinu
UM þessar mundir er sýnt
amerískt nútímaleikrit í Þjóðleik
húsinu og er það „Tvö á saltinu"
eftir William Gibson. Leikurinn
hefur hlotið ágæta dóma og túlk-
un Jóns Sigurbjörnssonar og
Kristbjargar Kjeld er sönn og
látlaus. Leikurinn er djarfur og
lýsir höfundurinn persónum sín-
um vægðarlaust og dregur ekk-
ert undan.
Næsta sýning verður í kvölcL
Leiðrétting
í mlnningarljóði um Þorstein
Þorsteinsson, fyrrum sýslumann,
eftir Ingólf Jónsson, var meinleg
villa. Þriðja ljóðlína í síðustu vísu
átti að vera „ . . yfir hafið, sem
heimana skilur“.
- Ólga
Frh. af bls. 1
helgina leggja fyrir sambands-
þingið tillögu þess efnis, að stað
ið verði gegn því ,,með öllum til
tækum ráðum“ að stjórn Norð-
ur-Ródesíu verði hrifin úr hönd
um „ábyrgra manna", eins og
hann tók til orða í ræðu í gær.
Ýmsar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar í löndum Mið-Af-
ríkusambandsins til þess að
koma í veg fyrir óeirðir í sam-
bandi við þessa togstreitu. Þann
ig hafa öll leyfi lögreglumanna
í S.-Ródesíu verið afturkölluð,
og í N.-Ródesíu eru 5 þúsund
lögreglumenn og 2 þúsund hvít-
ir hermenn með alvæpni að æf-
ingum, viðbpnir að taka i taum
ana, ef óeirðir skyldu brjótast
út.
Sjálfstæðisflokkur Afriku-
manna í N.- Ródesíu hefir nú
snúið sér til brezka landsstjór-
ans, Sir Evelyn Hone, og farið
þess á leit, að hann geri þegar
í stað róttækar ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir kyn-
þáttaátök — en flokkurinn
kveðst óttast að hvítir hermenn
kunni að æsa Afríkumenn til
uppþota.
Sjötugur Hjálmar
Jónsson Diego
SJÖTUGUR verður í dag Hjálm
ar Jónsson Diego Steinhólum
við Kleppsveg Hjálmar er einn
elzti starfsmaður tollstjóraskrif
stofunnar hér í Reykjavík en
þar starfar hann enn og hefur
starfað óslitið síðan sú skipan
þess embættis var tekin undan
embætti lögreglustjórans. Hjálm
ar er annars bakari og gullsmið
ur að iðn. í gamla daga var
hann bakari vestur í Bolungar-
vík og ísafirði, en fluttist hing-
að til Reykjavíkur í heimstyrj-
öldinni fyrri. Gerðist hann þá
bakari í Björnsbakaríi og stund
aði jafnframt gullsmíðar hjá
Árna B. Björnssyni. Á þessum
merkisdegi verður Hjálmar með
börnum og öðrum nánum ætt-
ingjum að Brúnavegi 12.
— Krúsjeff
Framh. af bls. 1
her j arherferð Sovétstjórnarinn-
argegn Hammarskjöld og að-
gerðum SÞ í Kongó, því að ut-
anríkisráðuneytið upplýsti, að
sovétleiðtoginn hefði einnig
skrifað mörgum fleiri þjóðaleið-
togum í Asíu, Afríku, Evrópu og
Suður-Ameríku til þess að skýra
og leggja áherzlu á sjónarmið
Sovétríkjanna í Kongómálinu.
• „Svikavefur"
f bréfinu til Nehrús fer Krús-
jeff mörgum hörðum orðum um
Hammarskjöld — og leggur á
hann höfuðsök þess, hvernig
komið er í Kongó. Segir hann
m.a., að Hammarskjöld hafi frá
upphafi vitað til hvers skyldi
nota herlið SÞ í Kongó (þ.e. til
framdráttar nýlenduveldunum)
— og hann hefði notað aðstöðu
sína til þess að tefja með öllum
ráðum allar aðgerðir í þá átt að
vernda löglega stjórn Kongó og
þing landsins". Lætur hann svo
um mælt, að öll stefna Hammar
skjölds í Kongómálinu hafi ver-
ið einn svívirðilegur svikavefur.
— Kveður hann nú engan tíma
mega fara til spillis, ef tryggja
ætti sjálfstæði Kongómanna —
og skorar á stjóm Indlands að
styðja stefnu sovétstjórnarinnar
í þessum efnum.
★
Ekkert hefir verið sagt af op-
inberri hálfu í Nýju-Delhi um
orðsendingu sovétleiðtogans. ,•
íbúð
Skemmtileg íbúð, 6 herbergi, eldhús og bað til leigu
á bezta stað í miðbænum. Tilboð merkt: „Skemmtileg
— 1242“ sendist afgr. Mbl. fyrir 1. marz n.k.
JörS til sölu
Jörðin Torfastaðir V í Fljótshlíð er til sölu nú þegar,
ásamt íbúðarhúsi og peningshúsum. 12 ha. ræktað
tún, góð ræktunarskilyrði. Rafmagn og sími, gott
vegasamband. Skipti á íbúð í Reykjavík koma til
greina. Nánari upplýsingar gefur eigandi jarðarinnar
Óskar Sigurjónsson, Hvolsvelli.
Dug'eg stúlka
óskast nú þegar í eldhúsið.
Upplýsingar gefur ráðskonan.
Elli og hjúkrunarheimilið Grund.
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýnt hafa mér vin-
semd og hlýhug í veikindum mínum. Ég þakka starfs-
félögum mínum hjá Skemmtigörðum Reykjavíkur, sér-
staklega fyrir þá miklu peningagjöf er þeir færðu mér
og allan þeirra góðvilja sem þeir hafa sýnt mér og fjöi-
skyldu minni að undanförnu. — Guð blessi ykkur ölL
Marel S. V. Bjarnason,
Suðurlandsbraut 62B.
Hjartanlega þakka ég öllum vinum mlnum sem glðddu
mig á 70 ára afmæli minu, með heimsóknum, simskeyt-
um, gjöfum og hlýjum handtökum. — Lifið heil. ,
Guðmundur Markússon.
Þakka innilega hinum mörgu vinum mínum mér auð-
sýnda vináttu á sjötugsafmæli mínu 13. þ.m.
Helgi Kr. Jónsson.
Maðurinn minn,
GUÐJÓN GUNNABSSON
framfærslufulltrúi,
andaðist 24. febrúar að heimili sínu, Gunnarssundi 6,
Hafnarfirði.
Amfríður Jónsdóttlr.
Jarðarför mannsins mins
ÁSTMABS BENEDIKTSSONAB
sem andaðist 20. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjud. 28. þ.m. Athöfnin hefst kl. 10,30 f.h.
Bósamunda Guðmundsdótttr.
¥
Útför
EINABS GUÐMUNDSSONAB
klæðskerameistara frá ísafirði,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. þ.m. og
hefst kl. 10,30. Blóm og kransar afbeðið. Athöfninni
verður útvarpað.
Þuríður Vigfúsdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Yngvi Guðmundsson,
Sigríður Guðmundsdóttir, Jónas Helgason.
Jarðarför systur minnar
guðbCnab magnúsdóttub
Eyjum, Kjós,
fer fram frá Reynivallakirkju, þriðjudaginn 28. febrúar
kl. 2 e.h.
Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30.
Fyrir hönd vandamanna.
Haraldur Magnússon.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem styrktu mig
f járhagslega og sýndu mér hlýhug og vinsemd við fráfall
eiginmanns míns
JÓHANNS BJÖBGVINS EYJÓLFSSONAB
Jónína Óskarsdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu vinarhug og
hjálp í veikindum og samúð við andlát og jarðarför
SIGBlÐAB GlSLADÓTTUB
Fyrir hönd aðstandenda.
Þorlákur Kolbeinsson.
Seljum málverk — Skipið á málverkum. Hringið sem fyrst, varðandi mál-
verk sem þér ætlið að selja á næsta málverkauppboði.
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715