Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 1
24 síður 18. árgan^ur 47. tbl. — Sunnudagur 26. febrúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Krúsjeff rœðst á Hammarskjöld Biður nú Nehrú um stuðning til að tá honum vikið úr embœtti framkvœmda- stjóra 5.Þ, Moskvu, 25. fébr. (Reuter) ERLENDUM blaðamönnum í Moskvu var í dag afhent afrit af bréfi, sem Nikita Krúsjeff, f orsætisráðherra Sovétríkjanna, sendi Nehrú, forsætisráðherra Indlands, IVIqk- veiði við Nýfundnaland ST. JOHNS, Nýfundna- landi, 25. febr. (Reuter) — Fiskimálaráðherra Ný- fundnalands hefur lýst því yfir, að það megi teljast alvarlegt vandamál, hve mikill f jöldi erlendra tog- ara hafi flykkzt á mið- in undan suðvesturströnd landsins að undanförnu. — Þarna er nú geysimikil veiði, og sagði ráðherrann til marks um það, að skip- in yrðu nú að fleygja miklu magni af fyrsta flokks fiski, svo að hvar- vetna mætti nú sjá dauð- an fisk velkjast í sjónum — í þúsundatali. — • — Fiskimenn á Nýfundna- landi hafa kvartað undan því, að margir hinna er- lendu togara hafi að und- anförnu sótt um 1 mílu inn fyrir 3ja milna land- helgislínuna. Lumumbamenn taka Luluborg LEOPOLDVILLE, 25. febrúar. '(Reuter) — Upplýsingamálaráð- herrann í stjórn Josephs Ileos í LeopoldvíUe tjáði Dayal aðal- fulltrúa SÞ þar í dag, að ef SÞ hefðu ekki afvopnað um það bil 300 hermenn Lumumba-sinna og rekið þá burt úr Luluaborg, höf- uðborg Kasai-fylkis, innan sex klst. mundi ríkisstjórnin grípa til sinna ráða — og yrðu þá SÞ að taka afleiðingunum. I * ¦' Hinir 300 Lumumbahermenn náðu Luluaborg á sitt vald í gær, átakalaust, enda þó þar væru íyrir um 2.000 hermenn Leopold- villestjórnarinnar, sem hún taldi sér trúa. — Talsmaður SÞ sagði, að lið þeirra hefði ekki getað aðhafzt neitt í þessu sambandi, þar sem allt hefði farið fram jneð friðsemd — hlutverk þess væri aðeins það að hindra árekstra og blóðsúthellingar. i * /' Um 1000 Ghana-hermenn úr liði SÞ voru í gær sendir inn í Kasai til þess að hindra átök inilli Lumumbasinna og andstæð- inga þeírra. — Óttast nú margir, að Lumumba-menn hyggist sækja til vesturs frá LuJuaborg — til Leopoldville. fyrir þrem dögum, þar sem hann fer fram á samstöðu Indlands um það að fá Dag Hammarskjöld vikið úr emb- ætti framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. Endurtek- ur Krúsjeff í bréfinu fyrri ásakanir sovétstjórnarinnar á hendur Hammarskjöld um að hann beri að nokkru ábyrgð á morði Patrice Lum- umba og hafi rekið erindi nýlenduaflanna í Kongó. • Ný herf erð. 1 bréfinu er og borin frani til- laga um stofnun nefndar full- trúa frá ýmsum Afríkurikjum til þess að vinna með ,,lögmætri" stjórn Kongó (Iþ.e. Gizenga- stjórninni í Stanleyville) að því að reka „erindreka nýlenduveld anna" burt úr landinu, losa það undan hvers konar erlendri í- hlutun og „endurreisa" sjálf- stæði þess. — Jafnframt telur Krúsjeff nauðsynlegt að hætta aðgerðum SÞ í Kongó, a.m.k. í núverandi mynd — enda hafi þær ekki aðeins misheppnast al- gerlega, miðað við hinn yfirlýsta tilgang, heldur beinlínis orðið til þess að gera ástandið í land- inu enn verra en telja megi, að það hefði ella orðið. Þetta bréf Krúsjeffs virðist að eins einn þátturinn í nýrri alls- Frarmh. á bls. 23 IMýja penisillínið tekið í notkun hér VisiBMir á stafylokokkum sjúkrahúsanna í HAUST kom á markaðinn í Bretlandi ný tegund af penisilíni, sem vinnur á hinum illræmdu stafylok- okkum, en þeir sýkl- ar hafa verið mikið vanda- mál á spítölum, hér og er- lendis, og engin örugg lyf unnið á þeim. í viðtali frétta manna Mbl. við lækna um hálsbólgusýkla fyrir skömmu kom það fram að þetta nýja lyf hefði verið notað á Landspítalanum. Blaðið hef- ur nú leitað upplýsinga hjá dr. Sigurði Samúelssyni, yfir lækni lyflæknisdeildar. Sagði hann að Landspítalinn hefði undir eins gert ráðstafanir til að fá hið nýja penisillín og hefði það þegar verið notað við einn sjúkling með mjög góðum árangri. -— Nú hefur þannig í fyrsta skipti fengizt penisillínteg- und, sem ekki eyðileggst af efnum þeim, er sýklarnir stafylokokkar framleiða sér til varnar. Við þá hafa sjúkrahúslæknar verið að berjast síðustu 10 árin, þar eð kokkarnir hafa gert sig ónæma fyrir hinum eldri penisillíntegundum, sagði dr. Sigurður. Möguleikar á fleíri tegundum. En sigurinn liggur ekki síður í því, að með því að breyta for- múlunni og fá þessa nýju teg- und af penisillíni, er komið inn á nýjar brautir sem veita mögu- leika til að halda áfram að finna Frh. á bls. 23 Það er sagt að sá sim finn- ur f jögra blaða smára, finni hamingjuna, en það er víst sjaldgæft. Ljósmyndari Mbl Ól. K. M. og blaðamaður fundu þessar fjórar stúlkur í Sundlaugunum á dögun- um. Einhverjir fjórir ung- ir menn munu vonandi ein- hvern tíma finna hamingj- una með þeim. Æska feg- urð og hreysti einkennir þær allar — og svo það fjórða en það er aðeins þeirra, sem finna fjögra blaða smárann. Hvorki blaðamaðurinrn eða Ijós- myndarinn treysta sér tll að þekkja stúlkurnar með nöfnum, þær eru allar jafn fallegar, en það er meira um þær á þriðju síðu blaðs ins í dag. -<» Ólga í Mið-Afríkusambandinu — vegna uppkasts oð stjórnarskrá fyrir Norður-Ródeslu Lusáka, Norður-Ródesíu, 25. febrúar. (Reuter) MIKIL ÓLGA ríkir nú í þessu brezka verndargæzlu- svæði, svo og í Njassalandi og sjálfstjórnarnýlendunni Suður-Ródesíu, en þessi lönd mynda Mið Afríkuríkjasam- bandið svonefnda, eins og kunnugt er. — Virðist svo, sem hvenær sem er geti dregið til átaka með hvítum mönnum og svörtum í lönd- um þessum, en orsakirnar er að rekja til uppkasts brezku stjórnarinnar að nýrri stjórn arskrá fyrir Norður-Ródesíu, sem miðar að því, að blökku- menn fái fleiri fulltrúa en áður á löggjafarsamkund- unni. — Afríkumenn þ. e. blökkumenn) skipa þar nú aðeins 8 þingsæti af 22. Þeim þykja tillögur brezku stjórn- arinnar ganga of skammt, en hvítum — með Sir Roy Welensky, hinn harðovíraða forsætisráðherra ríkjasam- bandsins, í broddi fylkingar — finnst þær hins vegar ganga alltof langt til móts við óskir Afríkumanna. • Welensky hefir algerlega for- dæmt stjórnarskráruppkastið og lýst því yfir, að hann muni eftir Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.