Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. febr. 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 3 ....vy,... + IPIiiiiiii i í ' *' ' * . Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Pílatus ['Um Ieið og Kristrún Gestsdóttir stakk höfðinu upp úr vatninu með myndavélinni. Það er varla hægt að lá honum það. I Sporðadans i Sundlaugunum — SJÁÐU, hvað þessar eru fallegar, sagði ljósmyndarinn og brá myndavélinni á loft. — Þær eiga eftir að verða enn fallegri, sagði blaðamað- urinn. Þetta voru þrjár fjórtán ára gamlar stúlkur í Sund- laugunum. Þær voru eins og vatnablóm, þar sem þær möruðu, og sólin helti geisl- um sínum yfir höfuð þeirra og reyndi að umvefja þær allar, en geislarnir hrukku jafnóðum af þeim, því þær voru enn of ungar til að springa út — og blómstra. — Hvað heitið þið? kallaði blaðamaðurinn. — Ég heiti Rakel Egils- dóttir, kallaði ein. — Hún er dóttir Egils Skallagrímssonar, bætti önn- ur við. — En þú, hvað heitir þú? — Jóna Lára. — Dóttir hvers? — Ekki Egils Skallagríms- sonar. — En þú, kallaði blaðamað urinn til þeirrar þriðju, þú hlýtur að vera dóttir föður þíns. — Já, og móður minnar, sagði hún og brosti fallega, en ég heiti, Kristrún Gests- dóttir. — Er gaman að synda? — Þú ættir bara að vita hvað það er gott, sagði Krist rún. Lenti í myrkri í Onundarfirði Djarflegf sjúkraflug Björns Pálssonar BJÖRN PÁLSSON fór í erfitt og djarflegt sjúkraiiug í fyrrakvöld. Lenti hann í myrkri á leirum við Holt í Önundarfirði og sótti þangað sólarhrings gamalt barn, eem vart var hugað líf. Ekki voru leirurnar upplýstar Og því ekki liciglum hent að lenda þar, jafnvel í sæmilcgu veðri. „Ég hefði ekki gert þetta nema vegna þess að ég er kunnugur þarna, hef oft lent í Holti, og 6vo vegna hins, að læknirinn á Flateyri sagði það skipta öllu, að barnið kæmist suður um kvöld- ið“, sagði Björn í viðtali við Mbl. i gær, * * * ' „Leirurnar eru ekki miklar að flatarmáli, rúmlega nógu stórar fyrir mig. Þegar ég kom á stað- inn kveikti ég á lendingarljósun- «m og gerði aðflug til að reyna að átta mig — og lenti svo í öðru kyssti Ijósmyndarinn hana. — Það er varla gott í föt- um. — Jú, í suHdfötum. — Hvernig gott? — Alla vega. — Og alls staðar, bætti Rakel við. — Langar ykkur til að vera hafmeyjar? — Já, ó hvað það væri gaman, sögðu þær. — Þá gætuð þið ekki dans- að. — Af hverju ekki? sagði Jóna Lára. — Það er ekki hægt að dansa með sporð. — Jú, góði minn, rokk og roll, sagði Rakel. — Nei, sporðadansinn, sagði Kristrún. HVER var Pílatus, landstjórinn sem dóminn felldi yfir Kristi og oft er nefndur í textum föstunn- ar? Hann er ungur maður, á svip- uðum aldri og Jesús, og þegar hér er komið sögu, hefir hann verið landstjóri Rómverja þar eystra í þrjú ár. Sjálfur var hann af fremur lágum stigum og átti embættisframann að þakka konu sinni Kládíu, sem var af tign- ustu ættum Rómverja, dóttur- dóttir Ágústusar keisara og stjúp dóttir Kládíusar keisara. í þrjú ár hefir hann setið að völdum í Gyðingalandi og hvert axarskapt ið af öðru hefir hann gert. Hið fyrsta var það, að láta með ofbeldi setja upp mynd keis- arans í Jerúsalem, Þetta stríddi gegn lögmáli, sem Gyðingum vsr heilagfc. Þúsundum saman umkringdu þeir höll Pílatusar og báðu hann að fjarlægja mynd ina. í sex daga og sex nætur biðu þeir fyrir utan höllina. Þá brast hinn fljótráða og grtmnhyggna landstjóra þolinmæði. Hann stefndi þeim til markaðstorgsins og þar hótaði hann þeim fjölda- morðum. Gyðingar sýndu aðdá- unarvert þrek. Orðalaust gerðu þeir hálsa sína bera, svo að höggva mætti þá viðstöðulaust. Fyrir þessari óvæntu festu guggnaði landstjórinn og hætti við áform sín. Gyðingar unnu málið og landstjórinn sætti þung um ákúrum frá keisaranum sjálf um. . Eftir þetta hataði Pílatus Gyð- inga. Næsta það, að glappaskot hann tók í hans var heimildar- Síðan fóru þær að dansa sporðadansinn í lauginni og sólargeislarnir dönsuðu með þeim. i.e.s. ! aðflugi. Lendingarljósin hafa I svipaðan styrkleika og meðal bíl- ljós, en það var einhver móða I yfir leirunum — og gerði hún mér lendinguna erfiðari en ella“. * * * „Faðirinn kom á báti með barn ið yfir fjörðinn og gekk allt vel. Hann heimsótti mig í dag og sagði mér að útlitið væri nú miklu betra með barnið — og það var fyrir öllu“. Ekki vissi Björn hvort þetta er stúlka eða piltur, „en faðirinn er ungur maður, Jón Trausti Sig- urjónsson". í fyrrinótt fór Björn svo til Hólmavíkur og sótti konu í barns rvauð. Hún er frá Broddadalsá. Á Hólmavík er stutt flugbraut og var hún merkt með olíuljós- um. — í gær fór Björn svo að Hellissandi og sótti ungan mann, sem hafði meiðzt á böfði af völd um felgujárns. leysi fjársjóð musterisins, til a® greiða nýjar vatnsleiðslur í Jerú salem. Þetta var skýlaust bro* á lögmáli Gyðinga og helgi- spjöll. Enn unnu þeir málið. Píla tus varð aftur fyrir þeirri smán, að yfirboðarar hans í Rómaborg veittu honum átölur. Eftir nýjan ósigur óx hatur Pílatusar á Gyðingum. í þriðja sinn kom fljótræði Píiatusar honum í koll, er hana tók sér bólfestu í höllinni miklu fyrir utan Jerúsalem. Höllin var ævintýralega fögur, umkringd gosbrunnum, blómabreiðum og fögrum skógi. Pílatus flutti meí sér í höllina, fjölda af skjöldum, sem báru merki heiðinna guða. Þetta var freklegt brot á löguna Gyðinga, og þeir kærðu verkn- aðinn óðara vestur til Róma- borgar. Enn knésetti keisarinn landsstjórann og skipaði honum að fjarlægja tafarlaust hina hneykslanlegu skildi. Enn óx hatur Pílatusar á hinni þrályndu þjóð, sem hann var ekki maður til sfð stjórna. Fram fyrir þennan mann er Jesús leiddur í böndum snemma að morgni langafrjádags. Píla- tus vill fyrst ekki láta að ósk- um Gyðinga, að dæma bandingj ann. Að neita þeim um þann dóm, gat orðið honum nokkur sárabót fyrir hrakfarir hans þar eystra. En Kaifas æðsti prestur er ofjarl rómverska landstjór- ans og hefir hvorttveggja fram yfir hann, valdið og vitið. Hann hefir vald yfir Pílatusi, sem skuldar honum stórfé. Og hann hefir vit til að ógna honum með nýrri reiði keisarans vestur í Róm. Enn lætur Pílatus undan síga. Hann kveður upp dóminn, inn- siglar örlög bandingjans, sem stendur frammi fyrir honum þessa drungalegu morgunstund. Björn R. Einarsson hljómsveitarstjóri og Vilhjálmur skáld frá Skáholti eru meðal þeirra mörgu, sem tíðum hressa sál og líkama í Sundlaugunum. Pílatus gengur til veizlugleð- innar í glæstri höll. Við glaum- inn hyggst hann gleyma þessum ömurlega morgni. Það var fánýt von. Enginn, sem staðið hefir andspænis Kristi, getur nokkuru sinni gleymt. Enginn fær máð mynd hans úr sál sinni, hafi hann einu sinni séð hana. Hún fylgir manninum eftir það, því að óumflýjanleg örlög manns- sálarinnar eru þau, að þá mynd á hún síðar sjálf að bera. Hve- nær? Það veit Guð og hann einn. Sé arfsögnin sönn, að þrem árum eftir þessa atburði hafi Pílatus hrökklast frá völdum og lokið lífi sínu í niðurlægingu, er þá ekki trúlegt, að í sorg- inni hafi minningin um dóminn og morgunstundina í Jerúsalem vitjað hans, og myndin, sem hann sá þann morgun, vitjað hans, þegar sál hans varð döp- ur, hrygg og sjúk? í musteri sorgarinnar vitja mannssálar- innar margar myndir, sem hún sér ekki á dögum veraldargeng- is og gleði. Fávís sál landstjór- ans afklæddist á sínum tíma sínu breyzka holdi. Dómur henn- ar, eins og allra annarra, var hið eilífa áframhald. Þá hefir vitjað hans enn sú mynd, sem enginn fær gleymt, sú mynd, sem batt honum örlög langrar iðrunar- og yfirbótargöngu. Sú mynd, sem hann sá á drunga- legum morgni í dómssalnum í Jerúsalem, fól í sér örlög Píla- tusar og eilíf markmið Um stund getur þú, eins og Pílatus, haldið með ofbeldi frá þér mynd Krists. En hún geym- ist í djúpum veru þinnar, hún hverfur þaðan aldrei, gleymist þér aldrei. Sú mynd er dómur Guðs yfir mér og þér, og fel- ur í sér örlög mín og þín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.