Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. febr. 1961 MOK crnvnv 4 fí I Ð 3 4. Enn um Ellisif drottn- ingu Haralds harðráða Sú sem talin hefiur verið Ellisif eftir Henrik; Haugstol PAÐ er til mynd af norskri drottningu, sem lifði fyrir 900 árum. — Ellisif — eða Elisabetu, eiginkonu Haralds harðráða. Þessi staðreynd er í sjálfu sér svo athyglisverð, að smáatvik J>ar að lútandi hljóta að vera einhvers virði. Hinn ungi listfræðingur, Knut Berg, hefur í fyrirlestri í félagi listfræðinga bent á þessa upp- ■götvun, sem hann gerði fýrir ekömmu. Til þessa hefur myndin ekki verið þekkt í norskum rit- um. Eftir fyrirlestur magisters Berg, gaf sig enginn fram, sem taldi sig vita um tilveru mynd- arinnar, sem hann skýrði frá. En síðan Aftenposten skýrði frá fundi þessum, hefur komið í ljós, að Norðmaður einn, Ivar Digr- ens, hafði komizt að þessu, þeg- ar hann var á ferð í Rússlandi fyrir þrem árum. Knut Berg ekýrði frá því nú í erindi sínu, að myndin væri vel þekkt í Rússlandi. Digrens hafði látið Dagbladet fá mynd, sem tekin var af Elisabetu. Þetta virðist hafa farið framhjá árvökulli at- hygli norskra listfræðinga. Há segja, að litlu máli skipti hvort menn uppgötvi slíkt í dag eða á morgun. Því má þó skjóta hér inn að magister Berg var ekki í Noregi, þegar Digrens lét Dag- bladet fá upplýsingar sínar. Hvað sem öllu líður, hefur á- hugi almennings og listfræðinga vaknað. Trúir erfðavenjum sín. um eru listfræðingar ósammála um það hver hinna fjögurra kvenna á myndinni sé Elisabet. Knut Berg telur augljóst, að (það sé konan lengst til hægri. Hann fullyrðir ekki, að myndin, sem hann bendir á, sé af Elisa- betu, en reiknar þó með því, og vonar að úr þvi fáist skorið með fullri vissu, þegar hann hefur lokið rannsóknum sínum. Þá hlýtur jafnframt að verða tímabært að taka til athugunar, hvort fengið skuli eintak af myndinni af Elisabetu til þess að hengja upp í ráðhúsi Osló- borgar, en vesturhlið hússins er prýdd riddaralágmynd af Har- aldi harðráða. Er sú mynd eftir Önnu Grimdalen. Boris Kleiber, lektor í rúss- nesku við háskólann í Osló, tel- ur víst, að konan nr. 2 frá vinstri sé Elisabet. Að minnsta kosti segir hann hvergi hafa komið fram vafa um það í rússnaskum fræðiritum: Jafnframt segir Kleiber, að enginn vafi leiki á því, hverjar hinar séu. Taldar frá hægri séu þær: Irina — eða Ingegard, eins og hún var kölluð í Svíþjóð — dóttir Óiafs Skautkonungs, þá Anna, sem gift var Henrik 1. í Frakklandi, Elisabet og loks Anastasia, sem gift var ungversk um konungi. Og vér spyrjum Kleiber. — Hvaðan eru þær upplýsing- ar fengnar, sem menn telja sig geta byggt á svo örugglega nöfn kvennanna? — Það veit ég ekki, en get hugsað mér, að áður hafi verið inöfn á myndinni, sem hafi með tímanum máðst burt. Öruggt er að minnsta kosti, að ég hef aldr- ei heyxt eða séð látinn í ijós nokkurn efa um hverjar séu hin- «r fjórar konur á myndinni í Sofíukirkj unni. í því sambandi ég geta þess. að eftirmynd af þeirri konunni, sem ég tel vera Elisabetu, hangir í Sögu- safninu í Moskvu, og þar er þess Svo sem frá var skýrt í Morgunblaðinu sl. sunnudag, kom það fram í greinr eftir Henrik Haugstol í Attenpost- en fyrir skömmu, að norskir fræðimenn liafa til þess ekki vitað af myndinni af EUisif, drottningu Haralds rarðráða í Sofíukirkjunni. Grein þessi birtist nú hér í heild í laus- legri þýðingu. I greinilega getið, að myndin sé af Elisabetu. Jafnframt tel ég það sönnun, að sú konan, sem venjulega er talin vera Elisabet á myndinni, ber dýrmætan skart grip ,,Grievna“ úr gulli. Harald- ur Sigurðsson, sem síðar var nefndur Haraldur harðráði, minnist einmitt á þennan skart- grip í kvæði sínu til Elisabetar. Að öðru leyti, segir lektorinn, álít ég, að myndin í Soffíukirkj- unni sé athyglisverð fyrir það, að hún sýnir, hvernig klæðnaður kvenna hefur verið á þessum tíma. Um það efni vitum við annars lítið. ★ ★ ★ .— Það sem ég hef um þetta að segja, er í aðalatriðum, það sem ég sagði á fundinum hjá fé lagi listfræðinga, segir Knut Berg. í konungamyndasafninu í Soffíukirkjunni í Kiev, voru þrír veggir prýddir myndum af Jaroslav prinsi og fjölskyldu hans. Nú eru aðeins varðveitt- ar, svo að gagni komi, myndirn ar á suðurveggnum. Af myndun um á norðurveggnum eru að- eins eftir brot. Vestur veggur- inn hefur verið rifinn, svo að þar er ekkert að sjá. Hin upprunalega veggskreyt ing, sem hreinsuð hefur verið undan öðrum helgimyndum er þekkt af teikningu Hollendings ins van Westervelt frá 1651. Eftir því, sem næst verður kom izt af þeirri teikningu, hefur hin upphaflega skreyting sýnt Krist á milli Jaroslavs prins og drottningar hans, Irinu, sem reyndar var systir Astridar, drottningar Ólafs helga. — en synir þeirra og dætur voru sýnd á suður. og norðurveggnum. Hvergi eru skrifuð nöfn per- sónanna. Elisabet hefur að öllum lík- indum verið elzta dóttir Jaro- slavs, þar sem hún var fyrst gift og því ætti hún að vera fremst í röð dætranna. En menn geta ekki með vissu sagt um hver sé Elisabet, svo bezt er að spurningarmerki fylgi tilgátum um það. Elisabet giftist Haraldi harð- ráða um það bil 1045, meðan hann dvaldist í Garðaríki. Hve- nær hún kom til Noregs vitum við ekki. Haraldur varð kon- ungur Noregs árið 1047. Þar sem engin kvennanna á myndinni ber kórónu, hljótum við að geta gengið út . frá því, að myndin sé máluð áður en brúðkaupið fór fram. Sofíu- dómkirkjan var reist á árunum 1037—1046. Það er ekki úr vegi að gera ráð fyrir því, að mynd- irnar hafi verið fullgerðar skömmu áður en vígsla kirkj- unnar fór fram, 11. maí 1046. Þarna er því að öllum líkind- um mynd, sem sýnir Elisabet einmitt eins og hún var, þegar hún giftist Haraldi og rétt áður en hún kom til Noregs. Þótt ég þekki myndir þessar aðeins af tiltölulega slæmum eft. irlíkingum hefur það nægt til þess að sýna gerð myndanna. Ekki getur nokkur vafi leikið á því, að þær sé byzantiskar. Þær munu vera eftir ágætan lista- mann — þó líklega ekki frá Konstantinopel. Móðir Jaroslavs var byzantisk prinsessa, dóttir Rómanusar II. í Noregi var listin vart lengra á veg komin en til hinnar svo- nefndu „barbaralistar" víkinga- tímans. ,,Barbarískur“ er hér ekki notað í niðrandi merkingu. Myndir þessar eru ljóst vitni þeirrar menningar, sem ríkt hefur í Kiev á þessum tíma og það er freistandi að velta því fyrir sér, hvernig rússnesku prinsessunni hefur þótt að flytj- ast í hið tiltölulega frumstæða og sveitalega umhverfi. Einnig er freistandi að hugsa um, hvort hún muni hafa komið á nokkru sambandi milli þessara tveggja staða, sem ef til vill kunni að hafa sett svip á norska list. Samband hennar við fjölskyldu hennar var ek& bundið við Kiev eingöngu — ein systra hennar, Anastasía, giftist um 1046 Andreas I. Ung- verjalandskonungi og Anna, systir hennar, giftist árið 1051 Henrik I. Frakklandskonungi. Enda þótt Sofíukirkjan sé í hópi rússneskra bygginga, sem eru vel þekktar utan Rússlands hefur ekki verið tekin mynd af eða fjallað um þessar lágmyndir nema rétt lauslega í bókmennt- um vestrænna þjóða. Hins vegar eru þær vel þekktar í Rússlandi og þar víða kynntar. Þeim, sem áhuga hafa á þessu er bent á M. K. Kragher, „Myndirnar af Jaroslav hinum vitra og fjöl- skyldu hans í Sofíukirkjunni í Kiev“ (á rússnesku í ritum há- skólans í Leningrad frá 1954 með ítarlegri skrá um fornbók- menntir. Norsk útgáfa er því miður ekki til). Eftir því, sem ég fæ bezt séð bendir allt til þess að Elisabet hafi verið elzt dætra Jaroslavs, en þar sem það hefur ekki komið beinlínis fram í neinni skriflegri heimild, geta menn ekki verið vissir um það. Að þessari sömu niðurstöðu hafa rússneskir list- fræðingar komizt eftir síðustu rannsóknir þeirra. Þessarar skoðunar er til dæmis Lazarev, einn fremsti kunnáttu- maður 'Rússlands um byzantíska list, en hann hafði umsjón með síðustu endurbyggingu Sofíu- kirkjunnar. Sú persóna, sem áður hefur verið talin Elisabet þykir of ungleg að sjá, til þess að hafa getað gifzt Haraldi um þær mundir. Menn kunna ef til vill, að öðlazt fulla vitneskju með nákvæmari rannsóknum. Öruggt er alla vega að Elisabet er ein hinna fjögurra kvenna á myndinni og að hér er um að ræða elzta málverk af söguper- sónu sem fyrir kemur í sögu Noregs. Svo segir magister Knut Berg. Einstöku sagnfræðingar hafa viljað halda því fram, að Harald ur harðráði hafi verið tvíkvænis maður og að hin kona hans hafi verið Þóra • Þorbergsdóttir frá Gizka. Pi'ófessor Gustaf Storm er þeirrar skoðunar, að Haraldur hafi fyrst kvænst Ellisif og síðan Þóru en Halvdan Koht, prófessor, telur að hin síðarnefnda hafi einungis verið ástkona hans. Hvergi er skýrt frá því, er Ellisif kom til Noregs, en hxin giftist Haraldi um 1045. Hún kann því að hafa dvalizt í Noregi í tuttugu ár — og ef til vill leng- ur. En hún fór úr landi ásamt konunginum árið 1066, þegar hann lagði í hina örlagariku her ferð til Englands. Þá fóru einnig dætur þeirra María og Ingigerð í LEIT sinni að orsökum lungnakrabba hafa vísinda- menn rannsakað áhrif vírus- sjúkdóma, reykinga, og ým- iss konar óhreininda í and- rúmsloftinu. — Nú nýlega beindist athygli þeirra að enn einum möguleika — berklaveikinni. í tímariti bandaríska lænka- félagsins hefur birzt grein eft- ir dr. Broda O. Barnes frá Denver, Colorado og Max Ratz- enhofer frá Graz. Segja þeir þar, að miklar líkur séu til þess að þeir sem hafi fengið berklaveiki á unga aldri, en náð sér, fái síðar á ævinni lungnakrabba. Þessir tveir lungnasérfræðing- ar byggja niðurstöður sínar á 26 þús. líkskoðunum, sem gerð- ar voru á vegum háskólans í Graz. ur, að því er Koht telur. Er Har- aldur var fallinn dvöldust þær á Orkneyjum þar til Ólafur kyrri — sonur Haralds og Þóru — sótti þær og flutti þær til Noregs ári síðar. Nú getur hver Sem er reynt að ráða í eyður þess, sem þegar er vitað um Harald og hina rúss- nesku brúði hans. Var hún ef til vill með honum, þegar hann byrjaði að leggja drög að stofn- un þess bæjar, er síðar varð höfuðborg Noregs? Hafi svo verið, skulum við hugsa okkur, að hún hafi komið til Noregs einn sumardag, þegar sólin skein á fjallstindana við Oslófjörð og hið gullna men um háls hennar. Og þá hljótum við að telja að viðkvæðið í Rússlands kvæði Haralds. „Þá lætur Gerður í Görðum — gollhrings við mér skolla“ — hafi ekki átt sér mikla stoð. Niðurstöður þeirra eru stað- festar í skýi’slu sænsks vísinda- manns, dr. Alf Westergren, sem rannsakaði lík 100 manna er látizt höfðu af krabbameini. — Fann Westergren ör eftir lungnaberkla hjá þriðjungi þeirra. Tímarit Krabbameinsfélags Bandaríkjanna dregur þá álykt- un af skrifum umræddra vís- indamanna og niðurstöðum rannsókna í Evrópu og Amer- íku, að ör eftir lungnaberkla kunni síðar meir að verða skot- spónn orsaka krabbameinsins. Til þess að forðast lungna- krabba sé því brýn nauðsyn, að þeir sem fengið hafa lungna bei'kla einhvern tíma á ævinni en læknazt, gangist reglulega undir rannsókn og röntgenlýs- ingar. Lungnaberkiar og krabbamein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.