Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 13
Þriðjuctagur 28. febr. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Barnauppeldissióður Thorvaldsenfél. 85 ára FYRIR 55 árum var stofnaður innan Thorvaldsensféiagsins barnauppeldissjóður. Fyrir hug- skotssjónum félagskvenna sveif þá mynd af fullkomnu barna- iheimili, sem reist skyidi hér í Reykjavík fyrir atbeina sjóðsins. Strax haustið 1907 var hafizt handa um að safna í sjóðinn, svo íþestsi draumm' .gaeti orðið að veruleika. Og alltaf síðan hefur verið haldið áfram að safna til hins væntanlega barnaheimilis, í kappi við minnkandi verðgildi peninga. Alls konar skemmtanir og bazarar hafa verið haldnir, gefin út kort, seld merki sjóðs- ins, gefnar út barnabækur o. s. frv. Árið 1925 var sjóðurinn orð- inn 59 þús. kr. og 1929 lögðu kon- urnar 50 þús. krónur til bæjar ins, í þeim tilgangi að uppphæð- in yrði notuð til byggingar barna hælis. Alltaf hefur þó eitthvað tafið framkvæmdir. Nú í haust var verkið loks hafið og ef 600 ferm. ibygging að rísa við Sunnutorg. Þar verður fullkomin vöggustofa fyrir 32 börn innan við 18 mán. aldur og íbúðir fyrir starfsfólk. Óskadraumur félagskvenna Thorvaldsensfélagsins er sem sagt að rætast, en dýr er hann. Áætlaður kostnaður vöggustof- unnar er á 5. milljón. Þó þessar 60—70 félagskonur hafi ekki látið sitt eftir liggja að efla sióð inn öll þessi ár, vantar enn tals- vert fé, og því fara þær nú af stað með happdrætti. Vinningur er Volkswagenbifreið og er ætl- unin að draga 19. júní í sumar. — Vöggustofan er okkar stolt. Nú ríður á að bæjarbúar hjálpi okk Sur og kaupi happdrættismiða af okkur, sagði Svanfríður Hjart ardóttir, formaður Thorvaldsens- félagsins við fréttamann biaðs- ins. Fyrir 85 árum En hverjar voru þær konur, isem fyrir svo mörgum árum. þegar ekkert barnaheimili var til hér, settu sér það Inarkmið að koma því upp? Og hvernig stend ur á því að þær kenna sig við Thorvaldsen. Eldri Reykvíking- ar kunna vafalaust allir svarið við þeim spurningum. En félags- konur hafa unnið heldur hljóð- lega og með stækkandi bæ horf- ið nokkuð í fjöldann, þó ivert harn í bænum þekkti Thorvaid- sensbazarinn þeirra við Austur- stræti, þar sem hægt er að fá handprjónaða, hlýja vettlinga og annan íslenzkan handunninn varning. Unphaf félagsins er að rekja 85 ár aftur í tímann. Þann 19. nóv. 1875 var afhjúpað á Aust- urvelli koparlíkneski af Albert Thorvaldsen, sem Kaupmanna- höfn gaf fslendingum. Þá var mikið um að vera í Reykjavík, 24 ungar konur bundust samtök- umum að skreyta Austurvöllmeð llyngfléttum, skrauteveigum og marglitum pappír. Upp úr því j varð til þetta fvrsta félag kvenna , í Reykjavík. Fyrstu árin gekk j félagið þó ekki undir nafninu • Thorvaldsensfélag. f auglýsing- J um frá því og blaðauinmælum um það, er talað um .,ekki fáar heldri yngisstúlkur í bænum“ eða eitthvað þessháttar. Enda dylst ekki, þegar lesin eru nöfn stofnendanna 24, að það eru dætur háttsettra embættismanna eða kaupmanna, enda tíðarand- inn þannig að þær hafa varalaust þekkzt bezt innbyrðis og efna- hagur þeirra og heimilisástæður gert þeim kleift fremur en flest- um öðrum ungum konum í bæn- um að fórna tíma og fjármunum í mannúðarskyni. Og þá erum við komin að því sem ávallt hefur sett svip sinn á félagið. Það hefur verið lítill | hópur kvenna, sem hefur fórnað | kröftum sínum endurgjaldslaust í i þágu þeirra málefna, sem það' hefur barizt fyrir. Og frá upp- hafi hefur það beitt sér fyrir ýms um mannúðar og menningarmái- efnum. Störfin unnin endurgjaldslaust Fyrstu starfsár Thoi valdsens- félagsins voru hvert öðru meiri vandræða- og bágindaár, einkum við sjávarsíðuna, þar eð fiskafii brást að mestu tvö ár í röð. Fyrsta verkefnið sem konurnar í Thorvaldsensfélaginu tóku fyrir, var því að sauma fatnað handa fátækum heimilum fyrir jólin. Síðan tók hvað við af öðru, jólaskemmtanir fyrir fátæklinga á hverju ári, ókeypis kennsla í hannyrðum fyrir stúlkubörn, sunnudagaskóli fyrir kvenfóiik, þar sem bæði voru kenndar bók. legar og verklegar greinar, 1888 reisti félagið skýli við Þvotta- laugarnar, svo að þvottakonurn- ar þyrftu ekki að standa við þvottana í hvaða veðri sem var, gengizt var fyrir alþýðlegum fræðsluerindum um menningar- og réttindamál kvenþjóðarinnar, 1896—’97 var á annað hundrað fátækum börnum og gamal- mennum veittur ókeypis matur í Frönsku húsunum á kostnað félagsins, þegar fiskleysi og önn ur vandræði höfðu leitt bjargar- skort yfir marga bæjarbúa og íleira mætti telja. Að öllu þessu unnu konurnar í sjálfboðaliðs- vinnu. Þær öfluðu fjár með hluta veltum, skemmtunum og bözur- um, þar sem þær gáfu sína eig- in handavinnu og kenndu sjálf- ar í skólunum % mánu.ð hver, og drógu ekki af sér. Eftir að Thorvaldsensbazarn- um, þessari sölustöð íslenzks heimilisiðnaðar, var komið upp aldamótaárið í Austurstræti 6, á 25 ára afmæli félagsins, var sami háttur á hafður. Konurnar skipt- ust á um að vinna störfin og vera í búðinni. Og enn þann dag 1 dag leggur hver félagskona fram eitt dagsverk í mánuði. — Þetta hefur orðið erfiðara á seinni árum, síðan enga húshjálp var að fá, sagði frú Svanfríður, er við spurðum hana um þetta. En samt afgreiðir hver einasta félagskona hér endurgjaldslaust og tekur sína skyldudaga, hversu fullorðin sem hún er og hvermg sem á stendur. Bazaíinn var hugsaður sem stuðningur við þann fjölda fátækra kvenna í bænum og ut- an hans, sem gat komið vel að koma ýmiss konar heimaunnum munum í verð. Jafnframt gafst félaginu þá kostur á að verja sölulaununum, fyrst 10% og síð- ar 15%, til hjálpar bágstöddum. Lokaspretturinn Bazarinn hefur einkum verið Barnauppeldissjóðnum dropa- drjúgur. En jafnframt nefur fé- lagið verið ósínkt á gjafir og styrki til annarra mannúðarfé- laga og einstaklinga. T. d. studdu félagskonur Landspítalanri með ráðum og dáð og segja má að varla hafi félagskonur mátt vita af neinu aumu, svo þær hafi ekki látið eitthvað af hendi rakna. En hið langþráða markmið, sem ávallt hefur verið stefnt að, er vöggustofan, sem er a‘ð rísa við Sunnutorg. Þess vegna herða Thorvaldsensfélagskonur nú sóknina á •lokasprettinum og heita á Reykvíkinga að duga vel og kaupa af þeim happdrætt- ismiða. Dráftur hefur farið fram í happdrætti U.M.F. Biskupstungna, og komu þessi nr. upp. Nr. 3686 góðhestur — 5729 flugferð til London — 3231 hrærivél — 6338 ryksuga — 3810 veiðistöng — 3398 kuldaúlpa — 2676 — kaffistell — 5768 folald. Upplýsingar gefur EIRlKUR SNÆLAND Espiflöt Biskupstungum. Hefi opnað læknángastofu að Háteigsvegi 1 (Austurbæjar Apótek). Viðtalstími mánud., þriðjud. og fimmtud. kl. 2,30—3,30, föstud. kl. 4i—5 og laugard. kl. 1—2. Símar á stofu 10380 og 19907. — Heimasími 36554. JÓN HANNESSON, læknir Sérgrein: Skurðlækningar. Við Sunnutorg er að rísa vöggustofa Thorvaldsensfélagsins. Þar verður hægt að taka 32 börn innan við 18 mánaða. Stærðir 5—12 ára Stærðir 1—4 ára VafWl Austurstræti 12. IMáttúrulækriingafélag Rvík Aðalfundur félagsins verður haldinn í Guðspekifé- lagshúsinu við Ingólfsstræti þriðjudaginn 7. marz nk. og hefst kl. 20,30. Fundarefni: Lagabreytingar — Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. STJÓRNIN. HALLÓ ! HALLÓ - Kjarakaup á Langholtsvegi Kvenpeysur, Drengjapeysur, Barnapeysur, Golf- treyjur, Sloppar, Kvennærfatnaður, Barnabolir, Bleyjubuxur, Sokkabuxur, Undirkjólar, Náttkjólar, Herrasokkar, Kvensundbolir, Kvenblússur, Allskonar metravara og ótal m. fl. AÐEINS ÞESSA VIKU. ' * titsalan á Langholtsvegi 19 Kostakjör Við bjóðum yður hér með Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sens, 4 bindi, með mjög hagkvæmum afborgunarkjörum. Þér fáið öll bindin með aðeins kr. 182.90 útborgun. Eftir- stöðvarnar greiðist á sex mánuðum. Þeir sem greiða öll bindin í einu kr. 914.65, geta fengið Jarðfræðikort Þor- valdar Thoroddsens (kr. 150.00) ókeypis meðan birgðir endast. Það er rétt að benda á, að fyrsta bindi Ferðabókarinnar er senn þrotið. Á hitt þarf ekki að benda, að Ferðabókin er prýði í hverju bókasafni. Kynnist landinu. Lesið Ferðabók Þoraldar Thoroddsens. Hafnarstræti 9 áímar 11936 — 10103.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.