Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. febr. 1961 MORGZJNBLAÐ1Ð 15 H/ skrifar um: KVIKMYNDIR Tvær skíðakonur á Akureyri. — Akureyrarbréf Framhald af bls 9. uði, getu til að fullnægja hörf- inni. Það sýnir m. a. uppsetning 2000 kílóvatta díselstöðvar, sem nú er unnið að hér á Akureyri, og á að vera einskonar topp- stöð. Ef hennar er full þörf, sem enginn efast um, þá er eins víst að full þörf er á því fyrir ráðamenn að hugsa nú þegar fyrir verulegri stækkun á Laxár virkjuninni til að mæta hinni ört vaxandi rafmagnsnotkun, og til að gera mögulegt að tengja lítt rafvædd héruð inn á orku- svæðið. Aukning rafmagnsnotk- unar er svo mikil að veruleg stækkun orkuvera er þegar brýn þörf. Ekki er ólíklegt að raf- magnsnotkunin tvöfaldist á næstu 10 árum. íþróttastarfsemin Akureyringar hafa lengst af verið framarlega í margskonar íþróttum og hafa oft átt frammá menn í ýmsum greinum, m. a. Um árabil í sumum greinum skíðaíþróttar. Tvennt er það þó, sem þeir hafa verið methafar í, en það er kappróður og skauta- hlaup. Tími róðraæfinga er enn á þessu ári ekki hafinn, en með vordögunum, sem bráðum fara í hönd, setja kapparnir bátana fram, og þá má sjá margt fag- urt fley þjóta undir vöðvaafli einu, um hinn lygna Akureyrar- poll. Þeir, sem hafa séð dreng- jna æfa sig hér á pollinum\á vorin, sannfærast um að þar eru hraustir drengir með þor og þrek, líkt og vermennirnir gerðu forðum, fyrir sjálfa sig og heimasveitina. Loftleiðum bætasi póstflutningar LOFTLEIÐIR eru nú byrjaðir að flytja póst milli Bandaríkjanna og Keflavíkurflugvallar að því er , Hvíti fálkinn, blað varnarliðsins, greinir frá. Hingað til hafa flutn ingadeild hersins (MATS) og Fan American annazt þessa flutninga, en Loftleiðir munu væntanlega sjá um póstinn fjóra daga vikunnar héðan í frá. Þegar hafa fjórar póstsendingar komið með Loftleiðavélum til varnar- liðsins, samtals liðlega 700 kg. — og var það bæði bréfa- og böggla- póstur. — Þess ber að geta, að Loftleiðir flytja almennan póst imilli Reykjavíkur og New York — og hafa gert það um árabil. Skautamót íslands var hér ný- lega háð. Þátttakendur voru að- eins frá Akureyri. Fyrr á öld- um var það talið til manngildis að vera snjall skautamaður, og ætti svo að vera enn, en leitt er til þess að vita að aðeins Akur- eyringar skuli treystast til að halda íslandsmót, og er það tæpast vansalaust fyrir önnur héruð að vera a. m. k. ekki þátt takendur. Ættu því íþróttafélög annars staðar á landinu að hefja skautaæfingar, og gera’ skautamót íslands að lands- keppni, því enginn veit hvar meistarinn kann að leynast. — St. E. Sig. Austurbæjarbíó: Syngdu fyrir mig Caterina Caterine Valente hefur um langt skeið verið ein af eftir- sóttustu og vinsælustu kvik- myndastjörnum Evrópu. Hún er fjörmikil og fjölhæf leikkona, syngur og dansar ágætlega, enda er hún af listamönnum komin í báðar ættir. Móðir hennar var heimsfrægur trúð- ur en faðirinn spánsk-ítalskur harmóníkusnillingur. — Myndir þær, sem hér hafa verið sýnd- ar með Valente í aðalhlutverk- inu hafa notið hér mikilla vin- sælda og svo mun einnig verða um þessa mynd, því að hún er bráðfjörug og skemmtileg. Segir þar frá ungri og óþekktri söng- konu, Caterine Duval, sem kem- ur fram í litlu leikhúsi í Berlín. Það atvikaðist svo, af ástæðuni, sem hér verða ekki greindar, að Caterine tekur að sér að syngja undir nafni frægrar söngkonu, Cloriu del Castro, í „Scala“ í Berlín, sem er þekktasta söng- leikahús borgarinnar. Del Castro er gift frönskum ráðherra og því hefur hún aðeins sungið inn á plötur og þá jafnvel verið dul- búin til þess að hljómsveitar- mennirnir sæu ekki hver hún í raun og veru var, enda þótti það ekki hæfa að ráðherrafrú gæfi sig opinberlega að dægur- lagasöng. Caterine verður í fyrstu allshugar fegin að fá tækifæri til að syngja í „Scala“, en þegar hún kemst að því hversu allt er í pottinn búið, þverneitar hún að taka þátt í þessu gabbi. Spadolini, umboðs- maður de Castro, getur þó talið hana af því að hverfa á brott. Og svo kemúr auðvitað ástin til sögunnar. Caterine og hinn ungi látið lífið með dularfullum hætti. Gengu ýmsar sagnir um það meðal starfsfólksins á Hellu stað og í umhverfinu. Konan hafði verið ásótt af einhverri dularfullri veru, sem annað hvort var lífs eða liðin og lauk ævi hennar með því að henni var hrundið fram af háum kletti og út í vatn. Þegar Mar- grét heitmey Karls, kemur til Hellustaðar er henni fagnað og glæsilegi leikstjóri fella hugi saman, en vegna þess að Cater- ine gengur ekki undir réttu nafni rís upp margskonar mis- skilningur milli þeirra, svo að við liggur að vegir þeirra skilj- ist. En þannig eru yfirleitt ekki leikslok í léttum dans- og söngvamyndum, enda sættast þau heilum sáttum og Caterine vinnur glæsilegan sigur að lok- um á sviðinu undir réttu nafni. Mynd þessi er, sem áður seg- ir, bráðskemmtileg. Leikur og söngur Caterine Valente er með ágætum og Hubert von Meye- linck, sem leikur Spadolini, er óborganlegur að vanda. Þess skal getið að Caterine hermir þarna af mikilli snilld eftir Chaplin, Chevalier og Presley. Stjörnubíó: Þoka yfir Hellubæ Þessi sænska sakamálamynd gerðist á herragarðinum Hellu- stað í Svíþjóð. Ung stúlka, Margrét að nafni, sem býr í fjölbýlishúsi í borginni, er heit- bundin hinum unga herragarðs- eiganda, Karli. Hann hefur ver- ið kvæntur áður, en kona hans Sýningar Þýá&eikhússins Sýningar Þjáðleikshússins 33 Um þessar mundir eiga leik- húsgestir kost á að sjá fjórar sýningar í Þjóðleikhúsinu og er myndin af aðalhlutverkum í öllum þessum leikritum. ,.Tvö á saltinu" nútímaleik ur, leikendur Jón Sigurbjörns son og Kristbjörg Kjeld. 2. Ævar, Bessi og Baldvin í sinum frægu hlutverkum í Kardemommubænum, sem var sýndur í 61 sinn sl. sunnudag og hafa um 39 þús. leikhúsgest ir séð sýninguna. 3. „Engill horfðu heim“ sem verður sýnt í 29. sinn á morg- un. Gunnar og Guðbjörg í að- alhlutverkum. 4. „Þjónar drottins“ verður sýnt í 10. sinn í þessari viku myndir af Val í hlutverki hins umdeilda biskups. Þetta leik- mjög af heimilisfólkinu, móður Karls, frænku hans og Evu systur hans. En brátt fer hún að verða fyrir sömu dularfullu ásóknunum og fyrri kona Karls. Hún fyllist ótta og skelfingu en lætur þó ekki á neinu bera, en er vel á verði. Og svo einn góð- an veðurdag, er hún stendur á klettinum við vatnið, þar sem fyrri konu Karls hafði verið hrundið fram af, verður hún fyrir samskonar árás, sem þó mistekst, og þá sér hún hver það er sem sækist eftir lífi hennar. . . . Mynd þessi er efnismikil og vel gerð. Spenna hennar og óhugnanleikinn, sem yfir öllu hvílir, tekur áhorfandann föst- um tökum og leikurinn er prýðisgóður, enda fara þarna margir ágætir leikarar með veigamikil hlutverk. Sæluvikan hefst 12. marz rlt hefur vakið mikla athygli fyrir ágæta Ieikmeðferð og góða leikstjórn. SAUÐÁRKRÓKI, 27. febr. — Sæluvika Skagfirðinga hefst væntanlega að þessu sinni sunnu daginn 12. marz n.k. Þá mun verða * boðið upp á margt til skemmtunar og fróðleiks að vanda, svo sem að Leikfélag Sauð árkróks sýnir gamanleikinn „Er á meðan er“ eftir Moss Hart og Georg F.S. Kaufman í þýðingu Sverris Thoroddsen. Leikstjóri er Kári Jónsson Þetta er fyrsta leik ritið sem hann setur á svið. Þá býður Verkamannafélagið Fram upp á fjölbreyttan kabarett og Karlakór Akureyrar syngur. Sveinn Ásgeirsson, hagfræðingur, verður með einn af hinum vel þekktu spurningaþáttum, Sauð- árkróksbíó sýnir úrvals kvik- myndir alla daga vikunnar og síð an auðvitað dansinn seinni kvöld vikunnar. — Jón. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON b æstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934, BEZT AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU Sendisveinn óskast strax, hálfan eða allan daginn. FÖNIX, Suðurgötu 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.