Morgunblaðið - 05.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1961, Blaðsíða 12
12 M O R CV N B L A Ð 1Ð Sunnudagur 5. marz 1961 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. KOSNINGIN I IÐJU ¥Tm þessa helgi kýs Iðja, fé- ^ lag verksmiðjufólks í Reykjavík, sér stjórn. Árið 1957 steypti verksmiðjufólk í Reykjavík stjórn kommún- ista í félagi sínu frá völdum. Við tók stjórn lýðræðissinna, sem síðan hefur farið með völd í félaginu. Á þessum stutta tíma hefur stjóm lýð- ræðissinna í Iðju, undir for- ystu Guðjóns Sv. Sigurðsson- ar, komið fram margvísleg- um hagsbótum í þágu verk- smiðjufólksins. Það hefur fengið verulegar lagfæring- ar á kaupi sínu, stofnað líf- eyrissjóð og bætt aðstöðu sína á annan hátt. Allar hags bætur sínar hefur verk- smiðjufólkið fengið á þessu tímabili án verkfalla. Meðan kommúnistar fóru með for- ystu í Iðju var þessu allt öðruvísi háttað. Þá var fé- lagið misnotað í þágu komm- únistaflokksins á hinn herfi- legasta hátt. Björn Bjarna- son, einn af harðsoðnustu Moskvukommúnistum hér á landi, fór árlega utan á kostn að félagsins, sótti meira að segja kommúnistaþing suður á Ítalíu á þess kostnað. Fjár- hagur Iðju var einnig ger- samlega í rústum, þegar kommúnistar voru hraktir þar frá völdum og lýðræðis- sinnar tóku við. Nú leggja kommúnistar höfuðáherzlu á að ná stjórn Iöjju í sínar hendur. Enn vak ir það fyrir þeim að nota þetta félag sem verkfæri í pólitísku glæfraspili sínu. — Allir þekkja sögu hinna pólitísku verkfalla, sem ný- lokið er í Vestmannaeyjum. Það hefur bakað verkalýðn- um í Eyjum stórfellt tjón. Nú er röðin komin að verksmiðjufólkinu í Reykja- vík. Nú hyggjast kommún- istar beita því fyrir stríðs- vagn sinn, ekki til þess að skapa því hagsbætur, heldur til þess að hrinda af stað nýrri dýrtíðar- og verðbólgu- öldu, sem auðvitað bitnar harðast á verksmiðjufólkinu sjálfu. Lýðræðissinnar munu halda áfram að berjast fyrir hags- bótum Iðjufólksins án þess að steypa því út í dýr og langvarandi verkföll, sem h1 að valda því tilfinnan- legu tjóni. Þess vegna verð- ur að vænta þess, að Iðju- ^ félagar leggist á eitt um að hindra valdatöku kommún- ista, en efla athafnasama, ábyrga og dugandi stjóm í félagi sínu, sem fyrst og fremst hefur hagsmuni verkafólksins sjálfs fyrir augum. STARFSFRÆÐSLA SJÁVARÚT- VEGSINS Tslenzkur sjávarútvegur hef- ur um þessar mundir efnt í fyrsta skipti til starfs- fræðslu, þar sem kynntar verða hinar ýmsu greinar út- vegsins og margskonar starf- semi á hans vegum. Þá tvo daga, sem starfsfræðslan stendur, er veitt fræðsla um allt sem varðar sjávarútveg, allt frá gerð veiðarfæra til vísindarannsókna. Þar koma fram fulltrúar frá öllum starfsgreinum útvegsins og margskonar iðnaður í þágu sjávarútvegsins verður þar kynntur. Starfsfræðslan á íslandi er ung. Ólafur Gunnarsson, sál- fræðingur, á miklar þakkir skildar fyrir brautryðjenda- starf sitt á því sviði. í öllum nágrannalöndum okkar hef- ur starfsfræðsla um langt skeið verið sérstök náms- grein í skólum. Þar er lögð áherzla á það að fræða æsk- una um atvinnulíf og bjarg- ræðisvegi þjóðfélaga hennar og hjálpa sérhverjum æsku- manni til þess að velja sér lífsstarf við sitt hæfi. Við íslendingar höfum vanrækt að gera starfsfræðsl unni þau skil, sem skyldi í okkar þjóðfélagi. Hér hafa að vísu verið haldnir starfs- fræðsludagar í einstökum bæjarfélögum. Er það út af fyrir sig góðra gjalda vert. En einstakir dagar í slíku skyni ná alltof skammt. Við þurfum að sérmennta kenn- ara til þess að veita starfs- fræðslu í skólum landsins og síðan að gera hana að fastri námsgrein. Á sl. Alþingi var sam- þykkt áskorun til ríkisstjórn- arinnar um það að taka upp starfsfræðslu í skólum. Blað- inu er kunnugt um, að fræðslumálastjórnin hefur hug á því að framkvæma þessa tillögu, og verður að vænta þess, að ekki líði á fldtli nröulegur FRÁ því Fidel Castro fór hafa 45.000 Kúbubúar flú- sigurgöngu inn í Havana, ið til Bandaríkjanna. Þar af hafa 2.300 flóttamenn löngu áður en starfsfræðsla hefur verið tekin upp í skól- um landsins. Hér er um mik- ið og hagnýtt hagsmunamál alþjóðar að ræða. Reykvík- ingar ættu ekki að láta starfs fræðsludaga sjávarútvegsins, sem nú standa yfir, fara fram hjá sér. INDLAND STYÐ- UR HAMMAR- SKJÖLD C*ú ákvörðun Nehrus, for- sætisráðherra Indlands, að senda 3000 manna indverskt herlið til þess að taka þátt í málamiðlunarstarfi Samein- uðu þjóðanna í Kongó, hlýtur að hafa mikil áhrif, Samein- uðu þjóðunum og framkv- stjóra þeirra, Dag Hammar- skjöld, í hag. Þessi ákvörðun indversku stjórnarinnar er þeim mun áthyglisverðari sem vitað er að Sovétríkin hafa lagt hart að henni að snúa baki við Hammarskjöld og neita allri þátttöku í sátta starfinu í Kongó. Þá mun þessi ákvörðun Nehrus einnig hafa mikil áhrif gagnvart hinum svo- kölluðu hlutlausu þjóðum. — Sjálfur hefur Nehru jafnan vilja láta telja þjóð sína í þeirra hópi. En hann hefur nú greinilega gert upp hug sinn um það, hvoru megin honum beri að standa í Kongómálinu. Indland hefur lagt lóð sitt á vogarskálina með Hammarskjöld og Sam- einuðu þjóðunum. Þeir hafa tekið hreina og einarða af- stöðu gegn niðurrifsstarfi Rússa og lýst því hiklaust yfií frammi fyrir öllum heim inum, að þeir treysti Dag Hammarskjöld og setji von sína um frið og öryggi fyrst og fremst á styrkleika Sam- einuðu þjóðanna og mögu- leika þeirra til að gegna sátta- og löggæzlustarfi í heiminum. Hammarskjöld fær nú það aukna lið til Kongó, sem hann hafði beðið um. En tal- ið var að hann þyrfti um 23 þús. manna til þess að geta framkvæmt þær fyrirskipan- ir, sem Öryggisráðið hefur gefið honum í þeim tilgangi að koma á friði í Kongó. komið með, eins og bandaríska innflytjenda- þjónustan nefnir það, „ó- venjulegum flutningatækj- um“ — stolnum skemmti- bátum, flugvélum, sem þeir hafa hertekið á miðri flugleið, eða þá að menn- irnir hafa synt í land úr kúbönskum skipum á leið um Panamaskurð. — En starfsmenn innflytjenda- þjónustunnar verða, þótt þeir séu ýmsu vanir, að viðurkenna að orðin „ó- venjuleg fluiiningatæki“ eru varla fullnægjandi, þegar talað er um flótta Jesus Rafael Saavedra. A FLUGVELLINUM í rúmt ár eftir að hann fékk lausn úr herþjónustu í liði Battista einræðisherra ár ið 1959, vann Saavedra fyrir sér með blaða- og ávaxtasölu á götum Santa Clara. í júlí 1960 tókst honum loks að fá fasta vinnu við að hreinsa og afgreiða benzín á flugvél- stýri. Stefndi vélin gegn hvössum mótvindi í áttina til Florida. Rafael stóð hálfur út úr þröngu stýrishúsi vél- arinnar og spyrnti öðrum fæti í vængstoð. — Eftir tveggja tíma barning varð Felix, sem aldrei hafði flogið fyrr í slæmu veðri, að nauð- lenda nokkur hundruðum metrum frá Damas Cays, sem er röð af eyðiskerjum um 100 mílum fyrir norðaustan Santa Clara. Þegar þeir fé- lagar voru að synda til lands, tók Felix sér smáhvíld en sagði vini sínum að halda áfram. Það var það síðasta sem Rafael sá til vinar síns. SJÓSKRÍMSLIÐ Þegar Rafael skreið á land á Damas Cays kom hann auga á ryðgaðan, hrörlegan útvarpsturn, sennilega leyfar frá heimsstyrjöldinni síðustu. Hann sofnaði um stund, en tók svo að smíða sér fleka úr rekaviðardrumbum, sem hann fann, og batt hann þá saman með ryðguðum raf- magnsvír sem þarna var. Á þriðja degi hans á skerinu, rak á land tóma 200 lítra olíutunnu. Rafael tók tunn- una og setti 'hana í gat á miðjum flekanum og batt hana þar með vír. Svo sett- ist hann á bak tunnunni og ýtti úr vör í brakandi sól- ar, sem notaðar voru til skini. Til að svala vaxandi áburðardreifingar. í vinnunni þorsta tók hann einstaka eignaðist hann nýjan vin, sinnum smásopa af sjó, og Felix Montano Echevarria, þegar hann gat ekki varizt sem einnig vann við flugvél- svefni, hallaði hann sér fram arnar. Báða dreymdi þá um á tunnuna. Smátt og smátt að flýja til Bandaríkjanna og runnu saman dagur og Felix, sem var að læra flug, nótt og eitt sinn er hann hélt að hann vissi hvernig var nærri óráði fannst hon- ætti að fara að því. um sem gríðarstórt sjó- skrímsli með tvö horn væri NAUÐLENDING að horfa á sig. Dag nokkum snemma í febrúar kl. 6.20 að morgni BJÖRGUN - hóf lítil Piper P-18 vél sig Að morgni sjöunda dagsins til flugs frá flugvellinum í á sjónum, sá Rafael allt 1 Santa Clara, og var Felix við Framh. á bls. 23 Þessi mynd var tekin í Lundúnum s.l. mánudag, 27. febr, af Christopher Soames, landbúnaðar- og fiskimálaráðherra Bretlands, er hann ræddi við blaðamenn og skýrði þeim frá samkomulagi því, sem ríkisstjórnir Bretlands og ís- lands hefðu gert með sér til lausnar fiskveiðideilunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.