Morgunblaðið - 05.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 5. marz 1961 — Ræða Bjarna Benediktssonar • Framh. af bls. 8 þótt Norðmenn legðu ágreining *inn og Breta undir Alþjóðadóm stólinn, því að þeir hafi átt svo lítið í húfi. Allt öðru máli sé að gegna um okkur vegna þess, að um lífið sjálft sé að tefla. En hvað hefur Hermann Jónasson sjálfur gert, þegar hann réði hvað gert var? Og hvað hefur hann sagt allt fram á síðustu daga? Þegar deilt var við Breta um reglugerðina frá 19. marz 1952, þar sem nýjar grunnlínur voru aðalatriðið, lagði þáverandi ríkis stjórn, sem skipuð var Stein- grími Steinþórssyni, Hermanni Jónassyni, Eysteini Jónssyni, Ólafi Thors, Birni Ólafssyni og mér, til að þeim ágreiningi yrði skotið til alþjóðadómstólsins. t>á voru það Bretar, sem ekki vildu fallast á þá málsmeðferð, heldur téftu upp löndunarbann á ís_ lenzkum ísvörðum fiski I þess stað. Á Genfarráðstefnunni fyrri 1958, þegar vinstri stjórnin und_ ir forystu Hermanns Jónasson- ar sat við völd á íslandi, og Lúð vík Jósefsson réði meðferð land helgismálanna, lét hún leggja fram tillögu um rétt strandríkis til ráðstafanna utan við sjálfa fiskveiðilögsöguna. í þeirri til- lögu var eitt meginatriðið, að ef ágreiningur yrði, skyldi gerðar- dómur skera úr. Sú tillaga náði þá ekki samþykki en var á ný flutt á ráðstefnunni 1960, þá að tilhlutan núverandi stjórnar en með samþykki allra íslenzku fulltrúanna á Genfarráðstefn- unni, þar á meðal Hermanns Jónassonar og Lúðvíks Jósefs- sonar. Þannig var það tvívegis berum orðum gert að beinni til- lögu af íslands hálfu á alþjóða- vettvangi, að ráðstafanir utan 12 mílna fiskveiðilögsögu yrðu ekki gerðar nema ágreiningur út af þeim væri borinn undir dóm. Þess vegna er ekki um það að villast, að Alþingi íslendinga hef ur talið þörf á viðurkenningu annarra á ráðstöfunum utan 12 mílna fiskveiðilögsögu og is- lenzkrar ríkisstjórnir hafa fyrr og síðar boðið fram, að þann á- greining sem af slíkum ráðstöf- unum stafaði, skyldi útkljá með dómi, ýmist sjálfum alþjóðadóms stólnum, eða af gerðardómi. Ef um gerðardóm eða alþjóðadóms stólinn er að velja, er augljóst, að okkur er meiri trygging í á- kvörðunum hins síðarnefnda. „Yrðum eingöngu að fara eftir alþjóðalögum“ Hann er hæfasta stofnunin, sem til er til þess að skera úr því, hver séu gildandi alþjóða- lög. Hingað til hefur enginn haldið því fram, að við gætum eða ættum að gera frekari ráð- stafanir til stækkunar landhelg- innar nema í samræmi við al- þjóðalög. í umræðunum um land helgismálið á fyrri híuta þessa þings lýsti Hermann Jónasson t. d. hvað eftir annað yfir því, að' þær ráðstafanir ættu að vera „í samræmi við alþjóðalög“ og „þar yrðum við eingöngu að fara eftir alþjóðalögum", eins og hann komst að orði í háttvirtri efri deild hinn 7. nóv. sl. Nú minnist Hermann Jónasson ekki á „al- þjóðalög" og félagi hans, hátt- virtur þingmaður Lúðvík Jósefs- son segir, að um þetta séu engin „alþjóðalög“ til, sú heimild, sem Hermann Jónasson sagði hvað eftir annað í vetur, að yrði að vera grundvöllur allra aðgerða okkar, en hann virðist nú telja landráð, ef við fylgjum. Háttvirtur þingmaður, Her- mann Jónasson, spurði í vetur, hvernig mönnum gæti dottið í hug, ef samið yrði við Breta, „að þegar á að fara að færa út fyrir 12 mílur út á landgrunnið, þar sem allt er vafasamara út frá al- þjóðarétti, að við gætum gert það, nema þeir heimti, að við semjum um það við stærri ríkin og beiti ofbeldi að öðrurn kosti“. Með tillögu ríkisstjórnarinnar er þessari hættu bægt frá. Bretar skuldbinda sig til að krefjast hvorki samninga né grípa til of- beldis, heldur sætta sig við úr- skurð Alþjóðadómstólsins. „Ekki annarstaðar frekar skjóls að vænta“ En eru það þá ekki samningar, segja þeir, sem halda því fram, að samningar séu svik? Hvað sagði Eysteinn Jónsson um það í útvarpsumræðunum 25. nóvem- ber sl.? „Hæstvirtur utanríkisráðherra, sýnishorn af hans málflutningi áðan, hann segir, að það hafi ver- ið samið um landhelgismálið áð- ur. Dæmi: Það var samið um land helgismálið 1952. Með hverju? Með því að gera boð um að skjóta því til Haag-dómstólsins. Það voru samningar um landhelgis- málið, að dómi hæstvirts utanrík- isráðherra. Það hlýtur að vera meira en lítið bogið við þann málstað, sem þarf svona málflutn ing ,eða nefna þvílíkan útúrsnún ing svo virðulegu nafni“. Og hverju orði er sannara það, sem háttvirtur þingmaður, Ól- afur Jóhaiínesson sagði í umræð- um á Alþingi hinn 14. nóv. sl.: .......vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn al- þjóðadómsstóls, því að sannleik- urinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasam tökum og alþjóðastofnunum, af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin. Og þess vegna hefði, að mínu viti, hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig undirbúið að við hefðum verið við því búnir að leggja það undir úrlausn alþjóðadómsstóls". Háttvirtur þingmaður reyndi nú að hlaupast frá þessum um- mælum, en viðurkenndi þó enn í öðru orðinu, að Alþjóðadóm- stóllinn væri helzta skjól smá- þjóða. Næst kom svo flokksbróð- ir hans, Þórarinn Þórarinsson, og sagði dómstólinn sérstaklega hættulegan þessum þjóðum. Ól- afur Jóhannesson sagði, að ekki munaði nema herzlumun, að Bret ar hefðu verið búnir að tapa deil Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. ÁSGEIR SIGUR»SSON HF. Hafnarstræti. Hverfigluggar með OPNUNARÖRYGGI — NÆTUROPNUN — FÚAVARNAREFNI Trésmiðja GISSURAR SÍMONARSONAR við Miklatorg — Sími 14380 © LJÓSMYN D ASÝN I NGI N BOGASALNUM OPIN KL. 2-10 KAUPSTEFINIAN í HAIMIVOVER fer fram 30. apríl til 9. maí Á 506 þúsund fermetra sýningarsvæði sýna fimm þúsund fyrirtæki framleiðslu hins háþróaða tækniiðnaðar Vestur-Þýzkalands. Mörg önnur lönd taka þátt í kaupstefnunni. Vér gefum allar upplýsingar og seljum aðgangskort Farin verður hópferð á kaupstefnuna. Ferðaskrifstofa Ríkisins Lækjargötu 3 — Sími 1-15-40 FRYSTIHÍJSEIGENDUR FISADCO ROÐFLETTINGARVÉUN með föstum hníf Roðflettir: Þorsk, — Vsu, — Ufsa, — Karfa, — Kola og Steinbít Afkastar allt að 96 flökum á mínútu. Skilar 1—3% meiri nýtingu. Stærð á flökum allt að 23 cm. breið Sjálfvirkur öryggisrofi Bygging öll úr aluminium og ryðfríu stáli Vélin er á hjólum og tilfærsla auðveld einum manni Vinnur hljóðlega. Færibandið frá hníf úr ryðfríu stálneti Enginn varahlutakostnaður G. Helgason & Melsted hf. Síimi 11644 — Reykjavík m unni. Þórarinn Þórarinsson hélt því aftur á móti fram, að við værum þegar búnir að vinna sig- ur. Ósamræmið er í einu og öllu hjá þeim félögum. Hið eina sera þeim kemur saman um er, aS þegar aðrir gera hið sama, eða svipað, — þótt það sé betra — og Framsókn gerði meðan hún var við völd, þá sé það ekki sam- bærilegt. Það er kjörorð gömlu forréttindamannanna: Það er ekki sambærilegt. Alþingi mun ekki víkjast undan skyldu sinni i Sannleikurinn er sá, að við er- um búnir að vinna sigur í deil- unni við Breta. Samkomulagið, sem nú hefur verið gert, er stað- festing á þeim sigri, eins og við- urkennt er jafnt innanlands og utan. Spurningin er: Hvort viljum við íslendingar heldur, að ágrein ingur um ákvarðanir okkar um enn meiri stækkun fiskveiðiland- helginnar, jafnskjótt og við telj- um tímabært, verði leiddur til lykta með nýjum löndunarbönn- um eða herskipasendingu á ís- landsmið eða með úrskurði Al- þjóðadómstólsins, um það, hvort við styðjumst við lög og rétt?i Þeir, sem síðari kostinum hafna, vilja þar með skipa íslandi í floklc ofbeldisþjóða. Heimskulegra til- tæki væri trauðla hugsanlegt fyrir þjóð, sem sjálf býr yfir engn afli öðru en því ,sem lög og rétt- ur, hófsemi og sanngirni veita henni. Landhelgismálið sjálft er þýð- ingarmikið og verður seint orð- um aukið hver nauðsyn okkur er á að tryggja rétt okkar í því sem allra bezt. Enn þýðingarmeira er þó, að ísland haldi áfram að vera réttarríki. Undir því er gæfa þjóðarinnar komin og á því get- ur sjálfstæði hennar oltið. > Með samþýkkt þeirrar tillögu, sem nú liggur fyrir, er allt þetta tryggt. Slegin er skjaldborg um lífshagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar og fáni laga og réttar, frelsia og fullveldis hennar dreginn að hún. Alþingi fslendinga má allra sízt hverfa af verðinum eins og hv. sumir þingmenn leggja nú tib þegar svo mikið er í húfi. Þess- vegna kemur ekki til mála, að það samþykki að víkjast undan þeirri ábyrgð, sem stjórnarskrá fslands leggur því á herðar. Þa5 mun ekki skjóta þessu máli frá sér, heldur afgreiða það lögum samkvæmt og með samþykkt sinni afla sér virðingar og þakk- lætis þjóðarinnar í bráð og lengd. — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13. j embættismenn ómissandi. Þeir | undirbúa málin og sundurgreina [ svo, að allt liggi ljóst fyrir. Víð- tæk þekking Davíðs Óiafssonar, forseta Fiskifélags íslands, á gildi allra fiskimiða við landið hefur t, d. reynzt hin styrkasta stoð íslendinga í viðræðunum undanfarna mánuði .Áður hafði Hans G. Andersen sendiherra unnið undirbúningsstarf, sem seint mun gleymast og margföld reynsla hans og örugg lagaþekk- ing kom einnig að góðu gagni nú. Svipað má einnig segja um hina samninganefndarmennina, Gunnlaug Briem, ráðuneytis- stjóra, Hinrik Sv. Björnsson, sendiherra og Jón Jónsson fiski. fræðing. En að lokum eru það stjórn- málamennirnir sem taka á- kvörðun og bera ábyrgðina. Aí mörgum skyssum sem V-stjórn- in gerði í landhelgismálinu 1958, var sú einna verst, þegar Her- mann Jónasson hafnaði tiliögu Sjálfstæðismanna um að heimta Atlantshafsráðsfund og fara þangað sjálfur til að standa fyr- ir máli íslands. Hamagangur hans og ofsi nú spretta ekki sízt af því, að hann gerir sér þetta ljóst. Gremja hans og reiði verða því meiri, þegar hann sér, að öðrum tekst að leysa þanri hnút, sem hann sjálfur varð valdandi, að hnýttur var 1958. , i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.