Morgunblaðið - 10.03.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 10.03.1961, Síða 8
8 MORGVNBLAfítÐ Föstudagur 10. marz 1961 — Ræða Bjarna Benediktssonar Framh. af bls. X þessarar tegundar, sem lagt hef- ur verið undir hann, vann hann brautryðjendastarf og okk- ur íslendingum alveg sérstaklega ómetanlegt brautryðjendastarf. Mesti sigur í land- helgismálinu Ég játa, að það kann að verða löng bið, þangað til við fáum al- þjóðasamþykkt eða viðurkenn- ingu einstakra ríkja fyrir rétti okkar yfir landgrunninu að öllu eða einhverju leyti. Alþingi ís- lendinga gerði sér -hins vegar grein fyrir því 5 maí 1959, að þennan rétt gætum við ekki tek- ið okkur, nema að fá á honum viðurkenningu annarra. Nú höf- um við, í stað þess að afsala rétti til Breta, fengið þá til þess fyrir- fram að skuldbinda sig til þess, að sú stofnun, sem þarna hefur verið brautryðjandinn og hefur sett fram réttarreglurnar, sem okkur mega bezt að haldi koma, ekki aðeins varðandi það, sem orðið er, heldur einnig í framtíð- inni, við höfum fengið Breta til iþess að beygja sig fyrir úr- skurði þessa aðila, hvað sem alþjóðasamþykktum, sem erfitt verður að ná, eða viðurkenningu einstakra ríkja líður. Ég segi hiklaust, að þetta er mesti sigur, sem við höfum unnið í landhelgismálinu fyrr og síðar, að fá Breta til þess að viðurkenna, að það sé þessi forystuaðili um réttarsköpun í þessum efnum, sem þarna eigi að veita viður- kenninguna og við þurfum ekki að bíða eftir viðurkenningu ein- stakra ríkja né alþjóðasamþykkt- um, sem við höfum séð hversu erfiðlega gengur að ná. Studdumst við ekki við alþjóðalög 1958? Jafnframt vil ég mótmæla því sem algerlega tilhæfulausu og ó- sæmilegu, þegar því er haldið fram á Alþingi fslendinga, að við höfum ekki stuðst við alþjóðalög við útfærsluna 1958. Og ég segi, að það er harðasti fordæmingar- dómurinn, sem þessir menn kveða yfir athæfi sínu, mennirn- ir, sem alltaf hingað til hafa sagt að þeir hafi einungis farið eftir alþjóðalögum, þegar þeir nú koma og segja: Nei, við megum ekki bera það undir dóm af því að það voru engin alþjóðalög. Ég segi: Það er betra, að við vorum búnir að fá viðurkenningu Breta fyrir tólf mílunum áður en þessir herrar opnuðu sinn munn á þenn an veg. Allt þangað til að þessi tillaga kom fram hélt jafnvel annar þingm. Vestfirðinga, hv. þingm. Hermann Jónasson, því fram, að þetta hefði verið í sam- ræmi við alþjóðalög. Það er svo eftir öðru, þegar þeir nú leggja sig alla fram til þess að túlka allt í því samkomu- lagi, sem hér er ráðgert að gera, íslandi til óhags. Sem betur fer geri ég ráð fyrir, að aiþjóðastofn- un eins og alþjóðadómstóllinn taki ekki meira mark á þessum herrum heldur en almenningur á íslandi, Ómerk þyki ómaga- orðin þar jafnt og hér. Skinhelgi stjórnarandstæðinga Enn er svo sá hugsunarháttur, sem birtist þegar þessir menn leyfa sér að^egja: Við berum það undir alþjóðadómstól, sem við vitum sjálfir fyrirfram að er rétt, , en við neitum að lúta alþjóða-' dómstóli, ef við sjálfir trúum ekki á okkar málstað. Er það ekki einmitt þessi hugsunarháttur, þessi skinhelgi, þessi ofbeldis- andi, sem er nærri búinn að tortíma öllu mannkyninu Það er hart, að jafnvel á því friðsama íslandi skuli menn hver eftir annan koma til þess að predika þennan hugsunarhátt á Alþingi íslendinga, einni elztu réttarstofnun veraldar, sem hefur getið okkur frægðar fyrir Þingmenn ganga úr þingsal eftir hina sögulegu atkvæðagreiðslu. — Á myndinni má þekkja Daníel Ágústínusson, Sigurð Ágústsson, Jón Kjartansson, Hermann Jónasson, Hannibal Valdi- marsson, Einar Olgeirsson, Pál Metúsalemsson, Guðmund í. Guðmundsson, Þórarinn Þórarins- son, Ingólf Jónsson, Sigurð Ó. Ólafsson, Gylfa Þ. Gíslason og Matthías Á. Mathiesen. það að vera eldra tákn laga og réttar heldur en nokkur önnur hliðstæð stofnun í heiminum. Svo leyfa menn sér í þessari stofnun að tala á þann veg: Jú, vitanlega beygjum við okkur und ir lög og rétt, undir dómstóla, bara ef við erurri sjálAr sann- færðir um, að við höfum gagn af því. En ef við höfum ekki gagn af því? Nei, þá er eitthvað annað. Þá á að beita öðrum aðferðum. Ætla að etja stórveld- unum saman! Þá halda þessir herrar senni- lega, að þeir geti att stórveldum saman okkur til bjargar. Hv. 2. þm. Vestfirðinga, Hermann Jón- asson, sem nú talar um það, að við höfum verið búnir að sigra í deilunni við Breta og engin hætta hafi verið á ferðum, hann hreyfði því í utanríkismálanefnd í sumar, að málið væri svo al- varlegt og ástandið svo ískyggi- legt, að við yrðum að fá banda- rísku ríkisstj. til þess að skerast í leikinn gagnvart Bretum með sínum herstyrk, þannig að hann beinlinis lagði til, að það yrði komið af stað stórstyrjöld á fs- landsmiðum okkur til verndar! Það er gott, að hann þykist hafa ameríska sjóliðið í sínum vasa. En hann kom ekki með það með- an hann var forsætisráðherra, svo mikið er víst. Það getur vel verið, að hann treysti nú á aðstoð Rússa okkur til bjargar. En skyldi það ekki geta farið svo héðan í frá, eins og svo oft hingað til, að sá, sem ekkert á undir sér, er máttlaus sjálfur, nema að því leyti sem hann hef- ur styrk og skjól í lögum og rétti, hann verði fyrsta fórn- arlambið á altari hinna stóru, ef hann ætlar að gera sér leik að því að etja þeim saman? Það er ekki nema vika síðan, ef það er svo langt, að Stevenson fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hélt ræðu þar sem hann beindi þeirri aðvörun, ekki til íslendinga, heldur til annarra þjóða, sem eru kallaðar smáþjóð- ir, en telja þó tugi milljóna, að þær skyldu fara varlega í því að etja stórveldunum saman, vegna þess að yfirleitt hafi sá leikur endað í því, að þau smáríki, sem þannig færu að misstu sjálfstæði sitt og hættu tilveru sem sjálf- stæð ríki. Nei, hér er vissulega miklu meira á ferðum heldur en jafn- vel sjálft landhelgismálið. Ef ís- land ætlar að hætta að vera rétt- arríki, ef það ætlar að taka upp þann hátt að vilja einungis lúta lögum og rétti, þegar því hentar, en að öðru leyti að taka sér það, sem því sýnist sjálfu, þá er sjálf- stæði og tilveru íslenzku þjóðar- innar stefnt í vísan voða. Hermann og Lúðvík lögðu til að lúta gerðardómi um alla framtíð Hitt er svo enn annað, að það er einkennilegt að heyra hv. 2. þm. Vestfirðinga, Hermann Jón- asson, tala nú svo, sem um sé að ræða ógurlegt réttindaafsal með því að vilja lúta dómi Alþjóða- dómstólsins um aðgerðir utan hinnar eiginlegu fiskveiðilögsögu. ísland hefur ekki borið fram á alþjóðavettvangi eða stutt aðrar till. um hana heldur en að hin al- menna fiskveiðilögsaga skyldi vera 12 mílur. En ríkisstjórn 2. þm. Vestfirðinga hv. Hermanns Jónassonar, hin svokallaða vinstri stjórn, bar á Genfarráðstefnunni 1958 fram tillögu um, að aðgerðir strandríkis utan hinnar eiginlegu fiskveiðilögsögu skyldu háðar úr skurði gerðardóms. Þá var ekki svo vandlega umbúið, að þetta væri lagt undir sjálfan alþjóða- dómstólinn, sem hefur vald og aðstöðu til þess að skapa réttinn, heldur var það einfaldur gerðar- dómstóll, sem átti þar með að fá aðstöðu til allrar ákvörðunar um allar okkar aðgerðir utan hinnar eiginlegu 12 mílna fiskveiðilög- sögu. Þessi till., sem eftir atvik- um var æskileg, miðað við nú- verandi réttarástand, var að efni til tekin upp af núverandi ríkis- stjórn á Genfarráðstefnunni síð- ari ,með samþykki hv. 2. þm. Vestfirðinga, Hermanns Jónasson ar, og hv. 4. þm. Austfirðinga, Lúðvíks Jósepssonar. Þar með var enn tekið upp 1960, að að- gerðir strandríkis utan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar skyldu háð- ar úrskurði gerðardóms. í hvorugt skiptið var þarna, og ég legg áherzlu á það, í hvorugt skiptið var um að ræða tíma- bundna skuldbindingu eða tilboð af hálfu íslendinga um að lúta úrskurði gerðardóms. Nei, það var um það að ræða að fella þess? íslenzku till. inn í samning, se’" ’ að gilda um aldur og ævi o d hafði ekki einhliða rétt t ð segja sig frá. Svo leyfa þe enn sér að koma hing að og tala um það sem einstakt réttindaafsal, að okkur tekst í stað tillagna, sem eru ekki líkt því eins heppilegar frá íslenzku sjónarmiði — og ekki náðu fram að ganga og voru við reglugerð sem í náinni framtíð því miður eru litlar líkur til að ná sam- þykki — í stað þessara tillagna fá um við Breta til þess að fallast á það í eitt skipti fyrir öll að lúta úrskurði forustustofnunar í heim inum um réttarsköpun í þessum efnum. Stofnun, sem þegar hefur sýnt, að hún hefur meira víðsýni og meira vald til þess að komast að okkur hagkvæmari niðurstöðu í þessum efnum heldur en nokk ur önnur stofnun, sem til er. Vilja fá Breta í landhelgina Það tekur svo út yfir, þegar þessir menn, eftir allt, sem þeir eru búnir að segja um framferði Breta hér að undanförnu og m.a. ráðagerðir hv. 2. þm. Vestf. Her manns Jónasonar um að hleypa af stað nýrri heimsstyrjöld milli Breta og Bandaríkjamanna — svo trúleg sem sú ráðagerð nú var — okkur til bjargar í land- helgismálinu, þegar þeir segja nú: Bara að við fáum nú brezku herskipin aftur til þess að passa Breta innan landhelgi okkar og þá ekki með þeim hætti, sem hér um ræðir. Nei, á svæðinu milli 4 og 6 mílna umhverfis allt land hvenær og hvar sem Bretar teldu sér bezt henta og bezt við eiga. Ef maður hlustaði ekki á aðrar eins fjarstæður með eigin eyrum, þá héldi hann, að það væri grínsögumaður eins og vin ur minn sá, sem síðast talaði, Björn Pálsson, sem hefði samið allar ræðurnar handa öllum þess um herrum. En því miður. Þó að hann tali í gamni, þá tala allir hinir í blárri alvöru. Við vitum, að Björn Pálsson talar í gamni og við fyrirgefum það og skilj um og þekkjum það, sem rétt er, að hann er sannfærður um það, að hann segi eina orðið af viti í málinu og það er hans trú, bless aðs mannsins. En yfirgengiíegt er að menn eins og hv. 4. þm. Austl. Lúðvík Jósepsson sk;uli leyfa sér að koma á Alþingi íslendinga og vilja gera Bretum tilboð um það, að í næstu fjögur ár skuli þeir fiska innan íslenzku fiskveiði-- lögsögunnar milli 4 og 12 mílna, eins og þeir hafa gert, sem sagt, hvar og hvenær, sem þeim sýn ist. Hann telur ósköp hörmulegt, að það skuli nú vera tryggt, að þessi „dæilegheit" eins og hann kallaði, skuli ekki halda áfram! (Lúðvík Jósefsson grípur fram í: Hvað fiskuðu þeir mikið?) Hvað fiskuðu þeir mikið? Hv. þingmaður getur gert okkur nánari grein fyrir því í næstu ræðu. Við vitum það að hann hefur verið í nánu samninga- makki við brezka fiskkaupmenn eins og myndir hafa verið birtar af. Það getur vel verið, að þeir hafi trúað honum fyrir því, þó að þeir hafi ekki trúað mér fyrir því. Skuldbinding Þá vil ég einnig minna á það, að það er engin ný skuldbinding að efni til, sem hér er verið að taka á sig. Ég vil t.d. benda á 33. gr. stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, þar -sem segir: ,,Aðilar að sérhverju deilumáli, sem með áframhaldi gæti stofn- að í hættu heimsfriði og öryggi, skulu fyrst leita lausnar á deilu málinu með samningaumleitun- um, rannsókn, miðlun, sættar- gerð, gerðardómi, dómsúrskurði, afnotum svæðisstofnana, eða samninga eða með öðrum frið- samlegum aðferðum samkv. eig in vali“. Þarna eru talin upp öll þau úr ræði, sesm andstæðingar þessa máls mega ekki heyra nefnd. Það er einmitt vegna þess að ríkisstj. íslands hefur varðandi þetta deilumál fylgt þessu á- kvæði stofnskrár Sameinuðu þjóðanna, sem árásirnar á stjórn ina út úr þessu máli hafa stað ið með hörku í allan vetur. Þessi skuldbinding, sem á okkur hvíl ir eins og óteljandi margar aðr ar skuldbindingar í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna hefir verið samþykkt af Alþingi íslendinga og við höfum ekki einhliða rétt til þess að skjóta okkur undan þessum skuldbindingum. ísland getur ekki einhliða neit að að fylgja þeim skuldbinding um, sem það hefur tekið á sig í Sameinuðu þjóðunum og það get ur jafnvel ekki gert það með því að segja sig úr Sameinuðu þjóð unum vegna þess að ísland hef ur m.a. tekið þá skuldgindingu á sig, þegar það gekk í Samein uðu þjóðirnar að segja sig ekki úr þeim nema einhver sæmileg ástæða, eins og prófessor Ólafur Jóhannesson orðar það í fræði bók um þessi efni, væri fyrir hendi, brostnar forsendur eða eitthvað annað slíkt, sem mundi leiða til þess að venjulegir milli ríkjasamningar féllu úr gildi og skuldbindingin samkvæmt þeim. Bezta viðurkenning Við höfum tekið á okkur marg faldar skuldbindingar samkv. stofnskrá Sam. þjóðanna, sem við getum ekki einhliða losnað undan nema eftir samskonar reglum eins og við getum losnað undan þeirri skuldbindingu, sem felst í því að bera ágreining út úr nýrri landhelgisdeilu við Breta- undir alþjóðadómstólinn. Brostnar forsendur mundu gera það að ver-kum, að sá samning ur félli úr gildi alveg eins og brostnar forsendur geta leitt til þess, að við losnum undan skuld bindingum okkar samkv. stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna og gætum gengið úr þeim. Þarna er dæmi um það, að Alþingi, án þess að bera það undir þjóðar atkv. tekur á sig ævarandi skuld bindingu í miklu ríkara mæli heldur en sú skuldbinding er, sem við höfum gengizt undir með þessu samkomulagi, ef samþykkt ] verður. Það er svo enn annað, að með | þeirri skuld-bindingu frá okkar hálfu og skuldbindingu af hálfu j Breta, að þetta mál skuli borið undir Alþjóðadómstólinn, þá er, eins og margoft hefur verið sýnt fram á, verið að framkvæma á- lyktun Alþingis frá 5. maí 1959 á íslandi hagkvæm-asta hátt, Það er ekki hægt með nokkru móti að afla viðurkenningar á rétti okkar til landgrunnsins ör uggar eða betur heldur en með því að fá skuldbindingu frá Bretum um það, að þeir lútl úrskurði Alþjóðadómstóls uru það og þar með skuldbindi sig fyr ir fram um að hverfa frá þeim að ferðum, sem þeir hafa hingað tiX beitt okkur í þessu máli. Valdasti dómstóllinn Það er rétt, sem sagt hefur verið, að það eru ekki nema menn, sem í Alþjóðadómstóln. um eru. Þeir eru sjálfsagt mis. jafnir, misvitrir og annað slíkt, eins og við ailir hinir, en það eru þó þrátt fyrir allt fremstu lögfræðingar í heimi í sinni grein. Ég get m. a. sagt frá því, að sá fulltrúi, sem Banda- ríkin nú nýlega hafa valið i alþjóðadómstólinn, prófessor Jessup, var okkur íslending- um til ómetanlegrar stoðar i landhelgisdeilunni eftir 1952 og sýndi þá, að hann hafði mikinn og ríkan skilning á okkar þörf fyrir stækkaða landhelgi. Sl’k- ur maður og hans félagar lúta ekki fyrirmælum sinnar stjórn. ar. Þeirra lögfræðiæra og dóm. araæra er þeim miklu meira virði heldur en svo, að þeir láti einn eða annan segja sér fyrir verkum. Þarna eru yfir. leitt samankohmir fremstu menn í sinni grein, afburða- menn, sem setja stolt sitt I það að vera skjól hins smáa ekki síður en hins sterka og stóra. Þetta sannaði dómurinn, ein* og ég sagði, í málaferlunuru milli Norðmanna og Breta, þeg. ar hann kvað upp sinn braut- ryðjandi og söguríka dóm I þeirra deilumáli. Þeir, sem trúa minna á fulltrúa stórveldanna heldur en smáveldanna, vita það, að smáveldin eru þó nú orðið miklu voldugri varðandi skipun alþjóðadómstólsins en áður var. Við vitum það nú, að það er ekkert stórveldi, sem einhliða ræður meiri hluta á þingi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekkert stóirveldi og enginn hópur stórvelda heldur, sem ræður þar úrslitum nú. Það eru miðlungsríkin og máttarminni ríkin, sem þar eru í algerum meiri hluta. Þau eru það ekki einungis á sjálfu þingi Samein- uðu þjóðanna, heldur einnig 1 öryggsráðnui ,þar sem stórveld- in get-a ekki beitt sínu neitun- arvaldi varðandi val dómara, Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.