Morgunblaðið - 10.03.1961, Page 11

Morgunblaðið - 10.03.1961, Page 11
Föstudagur 10. marz lt 1 MORCTJTSBLAÐIÐ 11 UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: JAKOB MÖLLER Er þörf breytinga á fræöslukerfinu? írá fundi Heimdaliar sunnudaginn 26. feb. SUNNUDAGINN 26. marz hélt Heimdallur, FUS, fund um fræðslumálin í Sjálfstæðishúsinu. Frummælendur voru þrír þekktir skólamenn, þeir síra Bragi Friðriksson, Jóhann Hannesson, skólameistari á Laugarvatni, og Þór Sandholt. skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. Formaður félagsins, Birgir ísl. Gunnarsson, setti fund- inn og bauð fundarmenn velkomna, en þeir voru eitthvað á annað hundrað. Síðan gaf hann frummælendum orðið, og verður hér freistað að rekja að nokkru efni ræðna þeirra, sem voru hinar merkustu. Rœba sr. Braga FriÖriks- sonar Séra Bragi Friðáiksson tók til imáls fyrstur frummælenda. Hann rakti skipan fræðslumála frá fornu fari, er heimili og pvastar sáu algjörlega um upp- fræðslu barna. „Árið 1880 eru þó loks sett lög um uppfræðslu toarna í skrift og reikningi. Prest ar skyldu enn sjá um fram. Jtvæmd þessa, en engu fé var varið til þess. Árið 1907 er svo stigið lang- líiesta sporið af hálfu stjórna- valda í fræðslumálum þjóðarinn ar. í>á var skólaskylda ákveðin frá 10—14 ára aldurs og heimil- ium jafnframt gert að skyldu að sjá um, að börnin væru læs og skrifandi 10 ára gömul. Menntun kennara var og undirbúin með þessari lagasetningu. Tvívegis Ihafa þessi fræðslulög verið end- urskoðuð. Það er árið 1926 og 1936. Voru breytingar þær helzt- ar, að skólaskylda var færð nið- ur til 7 ára aldurs og styrkur til skólabygginga ákveðin. Náms eftirlit hófst árið 1941. Með þess- um nýmælum gerðist það og, að nú var ákveðið, að farkennsla legðist niður að mestu eða öllu leyti og heimavistarskólar yrðu reistir til sveita þar sem því yrði við komið“. Séra Bragí rakti síð- an þær breytingar, sem urðu við setningu fræðslulaganna árið 1946. En þau lög taldi hann lang merkasta sporið sem enn hefur verið stigið í þessum málum hér á landi. Þá urðu þær breytingar, að skólakerfið var samræmt, skólaskyldan lengd um eitt ár, skipt í bóknáms og verknáms- deildir og auknar kröfur gerðar til menntunar kennara. Hann taldi, að samræming skólakerfisins hafi verið eitt merkasta atriðið í þessum nýju lögum. Áður hafi skólarnir ver- ið £ ýmsu sundurleitir og aðstaða unglinga í hinum ýmsu landshlut um mjög misjöfn til mennta. Aldrei megi þó steypa þá í eitt mót. Ræðumaður ræddi því næst nokkuð um lengingu skólaskyld- unnar, sem hann taldi hafa verið gagnlega, en framkvæmda á rangan hátt. Betra hefði verið eð lengja barnaskólana um eitt ár. Eins og málum er nú háttað Ikomist börnin of fljótt í gagn- fræðaskóla, en það leiði aftur til þess, að börnunum finnist þau vera orðin fullorðin löngu éður en þau séu það í raun og veru. Skólaskyldan leggi einnig þjóðfélaginu þá skyldu á 'herðar, að allir nái því marki, sem fræðslulöggjfin geri ráð fyrir, en á þetta hafi nokkuð vilja bresta. Úrvals og miðlungsnemendum séu allir vegir færir innan fræðslukerfisins, en slökum nem- endum sé of lítið sinnt. Of mikið sé byggt á þeirri stefnu að allir haldi áfram námi, gerist lang- skólagengnir. Þó að allt það, sem hér hefur á undan verið rakið sé mjög mikilvægt, taldi þó ræðumaður ákvæðin um verknámið lang mikilvægust í nýju fræðslulögun um. Enda hafi þróunin orðið sú hér í bæ, að æ fleiri nemendur sæki um inngöngu í verknáms- deildirnar, eða um 40—50% nem enda. Síðan sagði síra Bragi „Verknám hefur þann mikla kost, að hér er höndin til vinnu jafnt og hugurinn. í nánu sam- bandi við aukið verknám ber svo að efla starfskynningu og fræðslu um stöðuval.. Vaxandi skilningur er pú á þessu. f auknu þéttbýli leynist sú hætta, að æskufólkið losni úr tengslum við atvinnulífið og er bá illa farið vorri fámennu þjóð. Samhliða verknáminu ber svo að auka alls konar kynningu á heilbrigðum viðfangsefnum og félagslegum framfaramálum‘“. ......Fræðslulögiir hafa miklu mörgu góðu til leiðar komið, en þau geta og mega samt aldrei slíta sundur þau meginbönd, sem frá upphafi hafi treyst sterkasta þráðinn í menningu þjóðarinn- ar, en það eru kærleikur foreldr anna, kristin trú og farsæl fræðsla. Greinilega hafa skólarn ir tekið að sér i æ ríkara mæli umsjá og eftirlit með uppeldi og mótuir skaphafnar og lífsskoð- unar. En á sama tíma hefur verið dregið úr kristilegri uppfræðslu og stór er sá hópur kennara, sem lætur sig litlu skipta eða bein- línis vinnur gegn kristlegum áhrifum meðal nemenda sinna. Það er ekki á þekkingu þjóð- anna, sem framtíð þeirra hvílir á, þótt afkoma í efnislegum skiln ingi, sé henni óneitanlega háð. Frelsj og framtíð íslendinga og andleg reisn og menning er und- ir því komiir, hvern siðferðistyrk og á.byrgðartilfinningu þjóðin á, þegar út í lífsbaráttuna er kom- ið. Það er engin goðgá að halda því fram, að hinar fornu en sí nýju kristnu dyggðir, trú- mennska, drenglyndi, frónfýsi, kærleikur eru þar styrkustu undirstöðurnar". Ræðu sína endaði síra Bragi Friðrrksson með því að svara spurningunni um hvort þörf sé breytinga á fræðslukerfinu þannig: „Lögin stefna í rétta átt sem heild, en stöðugt þarf end- urskoðunar við með breyttum þörfum og aðstæðum. En um- fram allt. Það má aldrei gleym- ast, að hér er um maimssálir að tefla. Þroskj þeirra og heilbrigði er viðfangsefni vort. Engin lög, þekking eða skipulag er einhlítt. Skilningur, samúð og kærleik- ur til nemenda og samstarf heimila, kirkju og skóla mun tryggja beztu og farsælustu framkvæmd þessara mestu fræðslulaga, sem löggjafarþing vort enn hefur samþykkt“. Rœða Jóhanns Hannessonar skóla- . meistara Næstur tók til mál annar frum mælandi, Jóhann Hannesson, skólameistari á Laugarvatni. í upphafi máls síns ræddi hann um það, að eins og alla aðra stranga skipulagningu á mannlegri starfsemi, hætti fræðslulögum til að hnigna, staðna og steingerfast. Engan þyrfti að undra, að endurskoða þyrfti fræðslulögin, þar sem svo miklar breytingar hefðu orðið á öllum þjóðfélagsháttum á þeim stutta tíma, sem liðinn væri síð- an þau voru sett. Vandamálið væri fólgið í því, hvað það væri í lögunum, sem þyrfti endur- skoðunar við. Þyrfti að fjölga skólunum eða að breyta þeim skólum, sem fyrir eru. Eða þarf ef til vill algjörlega ný viðhorf í skólamálum. Hann taldi, að svo mörgum vandamálum væri ósvarað, að endurskoðun væri ekki tímabær. Spurningin væri ekki fyrst og fremst um skóla- kerfið, heldur um þjóðfélagið, sem það ætti að þjóna. Ef við vissum, hver þróun þjóðfélagsins yrði á næstu árum, þá gætum við einnig gert okkur grein fyrir, hvernig skólakerfið ætti að vera. Hann taldi að gera mætti ráð fyrir þrennu í þróun þjóðfélags. ins á næstu árum. „í fyrsta lagi, að almenn velmegun haldi áfram að aukast og að henni verði sam fara aukin fjölbreytni í þjóðlíf- inu öllu. í öðru lagi, að verkefni skól- anna sé að sjá starfhæfu fólki til æ fjölbreyttari starfa og að aukin fjlbreytni í menntun sé óhjákvæmileg. í þriðja lagi, — að almenn menntun — ekki sérmenntun eða tæknimenntun — sé það, sem mest ríður á, vegna þess að al- menn menntun er grundvöllur allar annarrar menntunar — einnig starsmenntunar og tækni menntunar“. Það sem fyrst og fremst skorti í skólakerfi okkar væru skólar, sem veittu almenna menntun. Segja mætti, að næstum allir framhaldsskólar væru að ein- hverju eða öllu leyti sérskólar. Jafnvel menntaskólarnir, sem upphaflega voru ætlaðir til að veita almenna menntun hafa að miklu leyti orðið að sérskólum til undirbúnings til háskólanáms. „Ég ætla ekki hér að reyna að bera fram neinar ákveðnar tillögur um nýja skóla. Eins og ég sagði í uppliafi máls míns, er ég ekki einu sinni viss um, að við, séum búnir undir breyt- ingar á fræðslukerfinu einmitt nú. Err ef til þess kæmi, að við snerum okkur að þvi, að sinna, hraðvaxandi þörf okkar á al- mennri menntun, er eitt eða tvennt sem mér virðist hlyti að verða gert, og á þessi atriði lang ar mig til að drepa. f fyrsta Iagi þarf að lengja skólagönguna eða að minnsta kosti þarf að auka tækifæri til lengri skólagöngu, allt til 18 eða 20 ára aldurs. Mér er að vísu ljóst, að mörgum þyk- ir nóg um það, að krafizt skuli vera skólagöngu til 15 ára aldurs af islenzkum unglingum. En burt sé frá fjárhagshliðinni, sem ég ætla ekki að ræða hér, held ég að mótbárurnar gegn langri skólagöngu sé á afar veikum rök um reistar. Skólameistari lagði áherzlu á það, að hinir nýju skólar yrðu fyrst og fremst að vera uppeld- isstofnanir frekar en mennta- stofnanir. íslenzkir skólar væru yfirleitt of akademiskir. Ungl- ingaskólarnir væru allir undir- búningur undir aðra skóla og nemandi sem hætti eftir gagn- Ifræðaskóla fyndist hann hafa hætt á miðri leið . . Síðan sag,i ræðumaður orðrétt: En skóli, sem á að veita almenna mennt- uir má ekki vera undirbúningur undir neitt nema líf nemandans sem fullorðins þjóðfélagsþegns. Auðvitað er fræðsla þáttur í slík um undirbúningi, og það stærsti þátturinn, en fræðsla er af mörgu tagi. Við vitum hvað menntamaður þarf að kuima, við vitum hvað sérfræðingur er. En við höfum bæði lágar og óljósar hugmyndir um það, sem starfandi þjóðfélagsþegn þarf að kunna“. Ræðumaður sagði síðan, að hann teldi, að nú þegar væru innan skólakerfisins skólar, sem hentuðu vel þeim breytingum, sem hann álíti, að á þyrftu að komast, þ. e. a. s. hinir almennu gagnfræðaskólar. Með nokkrum breytingum mætti gera úr þeim skóla, sem vel hentuðu hinu nýja fræðslukerfi. Nauðsynlegasta breytingin væri aukning verk- námsins, ekki aðeins vegna verk- námsins heldur og vegna þess, að það væri haldtoezta leiðin til að draga úr hinu of akademíska skipulagi skólanna. Ekki mætti heldur gera of skörp mörk milli bóknáms- og verknámsdeilda. í öðru lagi þyrfti að gera gagnfræðaskólanna að því, sem þeir ættu að vera samkvæmt nú- gildandi lögum, þannig að þeir verði markvisst áframhald af gagnfræðaskólunum og markmið í sjálfum sér, en ekki undirbún. ingur undir einhvern æðri skóla. Að síðustu sagði Sveinn skólameistari: Nýju skólarnir verða fyrst og fremst a® vera uppeldisstofnanir. En til þess að það megi verða, þarf meira en endurskoðun fræðslulaganna. Við skulum nýta út í æsar fræðslukerfið, sem við höfum. Við skulum stöðugt hugleiða um bætur og vænlegar breytingar á því. En við skulum ekki gleyma þvi, að vairdamál skólanna eru á hverjum tíma aðeins Iítill þá.tt ur af siðferðilegum og vitsmuna legum vandamálum bjóðfélags ins í heild“. Rœða Þórs Sandholts skóla- stjóra Síðastur frummælenda tók til máls Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík. í upphafi sváraði hann spurn- ingunni stuttlega á þessa leið: „Áir breytinga getur engin fram þróun átt sér stað. — Ef við viljum framþróun þarf því breyt ingar, og þar sem óhætt er að slá því föstu, að við viljum framþróun — þá viljum við líka breytingar. — Þess ber þó að gæta, að ekki eru allar breyt- ingar til batnaðar og því ber að athuga málin vel, gefa gaum að góðum hugmyndum, ræða mál- in og reyna að velja hinn rétta veg — veginn fram á við“. Síðan rakti skólastjórinn til- högun iðnfræðslunnar, eins og hún er nú hér á landi. Við búum við hið svokallaða „meistara kerfi“ eða „lærlinga" fyrirkomu lag, en það er hið upprunalega fræðslukerfi iðnaðarmanna. Samkvæmt þeim lögum, sem nú gilda eru 64 löggiltar iðn- greinar í landinu og iðnnemar 1610. Námstími þeirra er 3—5 ár, bæði í iðnskóla og hjá meist- ara. Til þess að öðlast nafnbót- ina iðnsveinn, þarf að ljúka námi í iðnskóla og síðan sveinsprófi. Iðnsveinar geta síðan orðið meistarar eftir 3 ár og með sam. þykki iðnfræðsluráðs öðlazt rétt indi til taka lærlinga. Kröfur þær, sem gerðar eru til inntöku í iðnskóla er, að viðkomandi hafi lokið skyldunámi og einnig 3. bekk í gagnfræðaskóla, en þó getur nemi, sem aðeins hefur lokið skyldunámi þreytt inn- göngupróf í iðnskólann. Á hverju námsári gengur lærlingurinn í skóla í um það bil 10 vikur, að jafnaði 38—46 stundir á viku. Skólastjórinn gat síðan um aðra skóla hér á landi en iðn- skóla, sem veittu tæknimenntun, en það eru fyrst og fremst Há- skólinn og Vélskólinn og auk þess ýmsir aðrir, sem frekar féllu undir hið almenna fræðslu- kerfi. Síðan vék ræðumaður að þeim breytingum, sem hann taldi, að gera þyrfti á iðnfræðslu og tæknimenntun hér á landi. Hann ræddi í því sambandi um þær miklu umræður, sem hér hefðu fram farið um nauðsyn á iðnfræðingaskóla, verkstjóra- skóla, meistaraskóla og ýmis- legt fleira. Þetta væru allt æski- legir hlutir, ef við hefðum efni á því að veita okkur þá, en í raun inni mætti frekar spyrja, hvort við hefðum efni á bví að veita okkur þá ekki? Framvinda í tæknilegum efnum væri undir því komin, að þessi fræðsla væri aukin sem mest og framfarirnar væru nauðsynlegar undirstöður undir almennri velmegun í þjóð félaginu. Starfsfræðsla væri einnig mjög nauðsynleg, því að hún sýndi að hverju hugir ungling- anna beindust og kynnti þeim einnig lífsbaráttu, sem allsstaðar væri háð. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.