Morgunblaðið - 10.03.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 10.03.1961, Síða 12
12 MORGUNV LAÐ1Ð Föstudagur 10. marz 1961 JRfofjgptystiiiitMfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sígurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuðj innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VILL SEMJA UM ÁFRAMHALD■ ANDI STRÍÐ! Söngvarinn þarf að vera „sterkur44 k öllum alþjóðasamkomum, ** sem haldnar eru um þessar mundir, er afvopnun aðalumræðuefnið. Allar þjóð- ir þrá frið og öryggi, ekki að- eins sér sjálfum til handa, heldur og öllu mannkyni. Til eru þó menn, og það meðal smáþjóða, sem ekki virðast hafa býsna mikinn áhuga á afvopnunar- eða friðarmálum. Sá einstæði at- burðar hefur til dæmis gerzt á Alþingi íslendinga, að einn af þingmönnum kommúnista, Lúðvík Jósefsson, fyrrver- andi sjávarútvegsmálaráð- herra, hefur beinlínis lýst því yfir, að hann vilji áfram- haldandi vopnað ofbeldi Breta á íslandsmiðum. Um þetta hefur þingmaðurinn m. a. komizt að orði á þessa leið: , „Ég hef nú sagt það áður, að mig hefð>i langað mjög til þess, miðað við afstöðuna til friðunar á íslandsmiðum, að semja beinlínis við Breta um það að þeir héldu áfram í eitt, tvö eða þrjú ár eða fjögur ár“!! Hafa menn nú heyrt annan eins endemis hugsunarhátt. íslenzkur þingmað-ur lýsir því hreinlega yfir á þingi, að hann hefði viljað „semja beinlínis við Breta um það, að þeir héldu áfram í eitt, tvö eða þrjú ár, eð>a fjögur ár“ að láta togara sína fiska, undir vernd fallbyssukjafta á Islandsmiðum!! Lúðvík Jósefsson og koram únistaflokkurinn heimtar áframhaldandi stríð. Það er hans stefna í landhelgismál- inu. Og ekki verðar annað séð, en að allur þingflokkur Framsóknarmanna hafi tekið undir þessa kröfu hans. HÆTTAN, SEM VOFÐI YFIR SJÓMÖNNUM 17' ommúnista og Framsókn- armenn varðar ekkert um þá miklu hættu, sem vofði yfir lífi og limum ís- lenzkra sjómanna, ekki að- eins varðskipsmanna, heldur sjómannanna á bátaflotanum, meðan hernaðarátökin stóðu yfir á íslandsmiðum. Þeir láta sér í léttu rúmi liggja þótt ný hætta kynni að skap- <s------------------------- ast á því, að hin litlu ís- lenzku varðskip og varðbátar yrðu sigldir niður af vopnuð- um bryndrekum við strend- ur landsins. Lúðvík Jósefs- son beinlínis krafðist þess að þetta hættuástand yrði end- urnýjað og „héldi áfram í eitt, tvö eða þrjú ár, eða f jög ur ár“. Afstaða sjómanna er allt önnur til þessa máls en kommúnista og Framsóknar- manna. Þeir telja það stór- kostlegan sigur fyrir hinn ís- lenzka málstað að fá grunn- línubreytingar, sem hafa í för með sér rúmlega 5000 ferkílómetra aukningu fisk- veiðilandhelginnar og viður- kenningu 12 mílna fiskveiði- takmarkanna nú þegar, enda þótt brezkir togarar megi á nokkrum stöð'um og um tak- markaðan tíma á ári næstu 3 ár fiska innan fiskveiðitak- markanna. íslenzkir sjómenn gera sér ljóst, að með slíku samkomulagi er sigur þeirra tryggður. En kommúnistar og Framsóknarmenn heimta stríð, og áframhaldandi hættu yfir líf íslenzkra sjó- manna. Það er þeirra stefna og þeirra krafa. „MUN NOTA FYRSTA TÆKI- FÆRIÐ" C[ú yfirlýsing Framsóknar- ^ manna og kommúnista á Alþingi, að flokkar þeirra muni „nota fyrsta tækifæri, sem gefast kann“ til þess að ógilda samkomulagið um lausn fiskveiðideilunnar, er vissulega athyglisverð. Yitað er að meirihluti Alþingis nú er samþykkur þessari lausn hinnar viðkvæmu milliríkja- deilu. Það er jafnframt vitað að fjöldi Framsóknarmanna um land allt, og jafnvel nokkrir kommúnistar meðal sjómanna, eru þessari lausn fylgjandi og telja hana hag- kvæma og mikinn sigur fyr- ir hinn íslenzka málstað. En leiðtogar kommúnista og Framsóknarmanna á Alþingi lýsa því yfir, að þeir muni „nota fyrsta tækifæri“ sem þeim kynni að gefast, það er ef þeir fengju meirihluta á Alþingi, og mynduðu stjórn ÁSTRALSKUR söngkenn- ari að nafni Arnold Rose er mjög umtalaður í Lund únum um þessar mundir. Hefur Rose þessi tekið upp aðferð’ir við söngkennsl- f + Astralskur songkennari vekur athygli fyrir sérstæoar þjálfunar- aðferðir en nú má segja, að „reynslutíma“ hans sé að ljúka, og árangurinn þyk- ir bara ágætur. ★ „Harðneskjulegar" aðferðir Ein aðferðin er sú, að Rose lætur nemandann blása lofti inn í þar til gerðan þrýstimæli og lætur ekki laust né fast fyrr en söngv- araefnið getur komið mælin- um upp í visst mark. — Rose lætur nemandann leggjast á bakið á gólfið, spennir sérstaklega gerð, þung „lóð“ við fætur hans, sem hann skal síðan hreyfa upp og niður — fyrst að- eins nokkrum sinnum í einu, en síðan smám saman oftar og hraðar. Þetta kveð- ur hann sérlega góða og sinna. Það er gott, að Framsókn- armenn og kommúnistar hafa sagt þetta skýrt og skorin- ort. Enginn þarf því að vera í vafa um hvað muni gerast, ef bandalag þeirra kæmist til j valda. Söngkonan þarf að bafa sterka þind. saman, til þess að ógilda samkomulagið. Þá veit þjóðin það, að það verður m. a. þetta, sem kosið verður um við næstu Alþing iskosningar, sem fram eiga að fara á árinu 1963. Þá verða liðin rúm tvö ár af þeim þremur, sem samkomu- lagið um lausn fiskveiðideil- unnar gerir ráð fyrir að Bretar megi fiska á milli 6 og 12 mílna takmarkanna á íslandsmiðum. Eitt ár verður eftir. En kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafa lýst því yf- ir, að ef þeir komist í ríkis- stjórn, þá munu þeir láta sitt fyrsta verk verða að ógilda samkomulagið, • og láta ís- lenzku þjóðina svíkja þann samning, sem gerður hofur verið og tryggir henni mik- inn sigur og mikla framtíðar- möguleika, til þess að koma fram aukinni vernd fiskimiða Reyndar eru þetta engin ný fræði. Ýmsir söngkennar- ar og söngvarar hafa lagt mjög mikla rækt við þjálfun inn- og útöndunarvöðva, svo að þind þeirra hefur orðið sterk sem stál. Það er sem sé engin ný uppgötvun, að söngv ari endist ekki til þess að syngja stórt hlutverk í erf- iðri óperu, ef háls-, brjóst- og þindarvöðvar eru ekki þrautþjálfaðir. Það eru að- ferðir Rose við að þjálfa við- komandi vöðva, og þá fyrst og síðast þindina, sem eru nýstárlegar og vekja athygli og umtal. öndunaræfingar. fljótvirka æfingu til þess að styrkja magavöðvana. Ýms- ar fleiri æfingar lætur hann nemendurnar gera — æfing- ar, sem í fljótu bragði virð- ast ekkert eiga skylt við söng, heldur vera hreinar leikfimiæfingar. Allar miða Framh. á bls. 23 Leikfimi í söngtímunum. una, sem ekki hafa áður þekkzt á þessum breidd- árgráðum. Hafa mörgum þótt aðferðir hans æði rót- tækar og raunar eiga lítið skylt við söngkennslu, — ★ Engin ný sannindi Slagorð Rose er: — Við syngjum með þindinni. Það er að segja, hann vill leggja áherzlu á, að raddgæði séu ekki nóg til þess að viðkom- andi geti orðið góður söngv- ari — til þess þurfi einnig vissa líkamsburði. Jafnframt því sem lögð sé rækt við röddina sjálfa, sé engu síður mikilvægt að þjálfa vöðvana — a. m. k. vissa vöðva.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.