Morgunblaðið - 10.03.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.1961, Qupperneq 20
20 MORGUIVBLAÐIÐ Föstudagur 10. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR ! SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN Margot brosti. — Mér þætti gaman að vita, Janet mín, hversu oft þú átt eftir að segja okkur þetta, næstu árin. Janet flýtti sér að svara: — Ég ætla aldrei að segja ykkur það oftar. Að minnsta kosti ekki í sambandi við neinn nýjan, ef það er það, sem þú átt við. Hann heitir Nigel Derry og við ætlum að gifta okkur bráðum. Kétt sem snöggvast varð dauða þögn í fallegu dagstofunni. En Philip varð fljótari að átta sig en Margot. — Jæja, Poppa mín, þetta er svei mér spennandi. — Spennandi? át Margot eftir. — Þetta er klára vitleysa! Janet sneri sér að móður sinni með furðusvip á andlitinu. — Hvernig geturðu sagt það, mamma? Það er svo indælt og dásamlegt og mér hefði aldrei dottið í hug, að ég gæti orðið svona yndislega hamingjusöm. Nigel bað mín í gærkvöldi, og við viljum gifta okkur eins fljótt og nokkur tök eru á. Margot setti frá sér glasið með skjálfandi hendi. Hún hafði vit- að, að einhverntíma í framtíð- inni myndi Janet segja eitthvað þessu líkt við hana. En ekki fyrr en einhverntíma. Langt frammi í framtíðinni. Janet gat ekki bú- izt við, að þau Philip mundu samþykkja, að hún trúlofaði sig, auk heldur giftist, svona strax. — Og hver er svo Nigel, væna mín? spurði Philip. — Og hvað er hann? — Hann er í utanríkisþjónust- unni. Sem stendur er hann við sendiráðið í París, en bráðlega verður hann fluttur til Washing- ton. Það er þessvegna, að við viljum giftast strax svo að ég geti farið með honum. Hann flýg ur til London núna um helgina, pabbi. Hann langar að hitta ykk- ur mömmu og biðja ykkur form- lega um hönd mína, svo að við getum opinberað. Margot svaraði hvasst: — Þú ert alltof ung til þess að trúlof- ast opinberlega eða giftast. — Ég er átján ára. — Já, átján, en hvaða aldur er það? Þetta er hlægilegt. Ég gef aldrei samþykki mitt til þess arna. Janet hvessti augun. — Það er samþykki pabba, sem hann ætl- ar að biðja um. — Við eruwi nú tvö, foreldrar þínir. Janet sneri sér að móður sinni og fann til sárra vonbrigða. Svona datt henni ekki í hug, að yrði snúizt við þessu. Hún hafði vonazt eftir, að þessari fregn yrði tekið með gleði, og svo kæmu hamingjuóskirnar og loks ráðagerðir fyrir framtíðina, allt kvöldið. — Þér getur ekki verið alvara, mamma. Þú hefur ekki einu sinni séð Nigel, en ég er viss um, að þér lízt vel á hann undir eins og þú sérð hann. Hann er æski- legasti tengdasonur, sem hægt er að husgsa sér, og hver móðir yrði hrifin af að eignast hann fyir tengdason. — Já, en mig langar bara ekk- ert í tengdason. Ekki ennþá, að minnsta kosti. Og ég hef sagt þér ástæðuna: Þú ert of ung. — Finnst þér það lika, pabbi? Philip hikaði með svarið. Þetta fannst honum einmitt líka. Átján ára stúlka var of ung til að gift- ast — hættulega ung. Og þessi óþekkti Nigel var fyrsti maður- inn, sem Janet leit á. Og eins og Margot var nýbúin að segja, þá kæmu margir fleiri á eftir. Það sjaldgæfa skeði, að hann var sam mála konu sinni. Ekki mundi hann, hvenær það hafði síðast komið fyrir. — Það er ekki auðvelt að svara þessu, elskan. Það er svo margt, sem verður að athuga. Við skulum bíða með það, þang- að til þessi ungi maður þinn kemur hingað um helgina. Janet svaraði með nokkurri gremju: — Mamma er á móti honum áður en hún sér hann. En nú var Margot að taka sig saman. Það væri heimskulegt að vera manninum of augljóslega mótfallin fyrirfram. Það gæti beinlínis flýtt fyrir þessu, sem hún óttaðist mest af öllu. Janet var kenjótt og þver. Það væri skynsamlegra að fara vel að henni en illa. — Hvað er hann gamall, Jan- et? spurði hún. — Tuttugu og sex. Alveg mátulega gamall handa mér. Ert þú ekki átta árum eldri en mamma, pabbi? — Það er nú lítið að fara eftir því, sagði Margot þurrlega. — Hvar er fjölskylda hans? spurði Philip og lét sem hann heyrði ekki þessa hnútu. — Hann á föður og móður, eina systur og einn bróður. Hann ætlar að skrifa heim til sín um okkur. Þau eiga heima í Surrey, og hann langar til að fara þang- að með mig á sunnudaginn. Og svo bætti hún við, rétt eins og í löngunarfullum tón: — Það sýn- ist vera afskaplega samhent fjöl- skylda. Þar fór hún eftir því, sem Nigel hafði sagt henni að fjöl- skyldu sinni. Af því var sýni- Iegt, að þeim kæmi öllum mjög vel saman, og treystu hvert öðru og héldu saman, en umfram allt þótti þeim öllum vænt hverju um annað. Hús Nigels var ekki sjálfu sér sundurþykkt .... hvað sem um hennar mætti segja .... Philip fékk sér aftur í glasið. — Ertu búin að þekkja hann lengi, elskan? — Sex vikur. þrjá daga og .... hún leit á klukkuna .... tuttugu og eina klukkustund. Faðir hennar brosti eins og vonsvikinn miðaldra maður brosir við æskunni. — Já, er það þá svona? — Já, það er dásamlegt, svar- aði Janet blátt áfram. Margot fann til öfundar og ó- þolinmæði í senn. Hún rétti glas- ið að manni sínum. — Ég held ég held ég fái mér í glasið aftur. Þú hefðir nú náttúrlega getað boðið mér það. Mér veitir ekkert af því. Og við dóttur sína sagði hún: —• Hefurðu umgengizt þennan unga mann mikið? — Auðvitað. Við höfum verið saman, hvenær sem við höfum getað. — Þú varst nú varla send til Parísar til þess arna. Þekkir frú Bayonne hann? — Vitanlega. Ég hitti hann elnmitt þar heima. Það var boð þar eitt kvöldið, og ungfrú Langland, sem er vinkona frú Bayonne kom með hann þangað. Philip sneri sér frá glasabakk anum. — Ungfrú .... hvað? — Langland. Cynthia Lang- land. — Hversvegna spyrðu að því, Philip? spurði Margot. — Ég þekkti einu sinni fólk með því nafni. Endur fyrir fyrir löngu. Þó enga Cynthiu. Þetta var nú vísvitandi lygi, en hann kærði sig ekki um spurn- ingar frá Margot: ,,Fyrir hvað löngu?“, „Hvernig leit hún út?“, „Varstu skotinn í henni?“ og fleira í þeim dúr. — Cynthia er yndisleg, sagði Janet, — og mig langar til að þið hittið hana. Hún kemur bráð lega til London. Við urðum miklar vinkonur. Hún er miklu eldri en ég, en hún hefur verið mér afskaplega góð. • Philip varð því feginn, að nú var kallað til borðs. Hafði Cyn- thia vitað, að Janet var dóttir hans? Hann langaði að vita, hvernig liðnu árin höfðu farið með hana. Líklega vel, eftir lýs- ingunni hjá Janet að dæma. Já, heimurinn var lítill! Hann hafði oft verið forvitinn að vita, hvern ig það mundi orka á hann, ef hann heyrði eitthvað af henni. En var það heppilegt, að þau hittust? Það var óvíst. Mikið vatn var til sjávar runnið síðan þau voru ung og ástfangin hvort af öðru. Nú var hann miðaldra og vonsvikinn. Og hvernig var hún? Hún færi nú að verða miðaldra líka, en var hún vonsvikin? Ekki virtist hún hafa gifzt. Nú jæja, þar hafði hún að minnsta kosti verið hygg- in. Ekki var hann neitt hlynntur hjónabandinu. Og þó hafði hann haft Janet upp úr því. — Við skulum fara að borða, sagðí Margot og stóð upp. Hún leit á Janet. — Þú ættir að minnsta kosti að taka þér það til inntekta, að hann pabbi þinn ætlar að borða heima. Það skeð- ur ekki svo oft í seinni tíð. Janet leið hálfilla. Hvernig voru foreldrar hennar orðin? Hún hafði verið svo mikið að Skáldið og niamma litla | 1) Hver á þessa? 2) Mamma! 3) Hún vigtar síg við og við — og svo fáum við.... 4) .... alltaf svo vondan mat næstu dagana á eftir. — Sumt af þessu er ólæsilegt, en ég held ég skilji það! — Hvað er það HHunt?,, . . drenginn? ' ur nú: Ég hef drenginn — Hittið Hvað er það? Þegar Úlfur synti yfir sundið mig . á heimleiðinni, hefur skriftin reglu , Er það um i máðst. En á vasaklútnum stend- Greni Tvöþúsund klettanöf . Haf-ið . lög- .Greni! inn! . . » 1 dollara! — Þetta er orðsending frá manninum, sem tók dreng- . Hann vill tvö þúsund heiman undanfarið, og frídagam ir heima svo stuttir, að hún var einhvernveginn komin úr öllu sambandi við þau. Henni þótti leitt, að þetta skyldi vera orðið svona. Hún hafði allan daginn verið að draga upp fyrir sér mynd af heimkomunni, og þá séð sjálfa sig vera að segja þeim þessar dásamlegu fréttir, hafði hugsað sér hrifningu þeirra yfir því, að dóttir þeirra væri ást- fangin og í þann veginn að ganga í hamingjusamt hjónaband. Hún stóð upp til að fylgja móður sinni inn í borðstofuna, en vonbrigðin yfir því, hvernig þetta ætlaði allt að fara, fylltu huga hennar. Hún spurði sjálfa sig, hvort ósamkomulagið milli foreldra hennar gæti valdið þessum undirtektum móður hennar. Bersýnilegt var það, að trúlofun hennar og Nigels orkaði ekki á þau eins og æskilegt hefði verið. En hvort þeirra loit á hana frá sínu sjónarmiði. — Þið eruð hvorugt farin að óska mér til hamingju, sagði hún, ásakandi. Philip leit til hennar, bros- andi, en fann með sjálfum sér, að nú var hann að bregðast henni, einmitt þegar hún hafði mesta þörfina fyrir samúð hans, og óskaði sér þess heitast, að þetta væri allt öðruvísi. Þetta átti að vera gleðifundur, fyrsa kvöldið hjá Janet heima hjá sér, nú þegar skólagöngu hennar væri lokið að fullu. Og hún orð- in uppkomin og ástfangin og óskaði þess heitast að foreldr- arnir gætu tekið þátt í gleði hennar. En fékk svo í staðinn óvi&su og vonbrigði. Hann lang- SHUtvarpiö Föstudagur 10. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- usfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18,00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson seg ir frá sægörpum á steinaldarstigi. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Efst á þaugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Einleikur á fiðlu: Björn Ölafsson leikur sólósónötu í g-moll eftir Bach. 20.55 „Skynjun tíma og rúms og lausn lífsgátunnar“, fyrirlestur eftir Martinus (Baldur Pálmason les). 21.10 Tónleikar: „Le Cid“, balletmúsík eftir Massenet (Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur; Kobert Irving stj.). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; IX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (34). 22#20 Erindi: Sumardvalarheimili og barnavernd. (Magnús Sigurðsson skólastjóri). 22,45 A léttum strengjum: Frankie Yankovic og hljómsveit hans leika. 23.15 Dagskrárlok. Laugardagur 11. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —. 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Lagður hornsteinn að hinni nýju búnaðarbyggingu í Reykjavík. 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möller) 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Skemmti legur dagur“ eftir Evi Bögenæg III. (Sigurður Gunnarsson kenn- ari) 18.25 Veðurfregnir. 18#30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Kvöld í Vínarborg": Robert Stolz og hljómsveit hans leika létt lög. 20.30 Leikrit: „Vöf“ eftir Guðmund Kamban. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir# 22.10 Passíusálmur (35). 22.20 IJr skemmtanalífinu (Jónas Jónag son). 22.55 Danslög. 24 00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.