Morgunblaðið - 26.03.1961, Qupperneq 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 26. marz 1961
SKAK
EFTIRFARANDI skák var tefld
í 6. umferð á Skákþingi Reykja-
víkur, sem er nýlokið:
Hvítt. Ingi R. Jóhannsson.
Svart: Jófaann Sigurjónsson.
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rc3 Bb4
4. Rg2
Skákmeistarar beita þessum
leik mjög sparlega, því reynslan
hefur sýnt að svartur er fljótari
að jafna taflið í þessu afbrigði,
en í flestum öðrum afbrigðum
af Franskri vörn. Aftur á móti
er leikurinn skemmtileg til-
breyting frá þeim afbrigðum,
sem mest eru notuð í dag.
4. — dxe4
5. a3 Bxc3t
6. Rxc3 f5
Það er mjög vafasamt fyrir
svart að reyna að halda í e4-
peðið. Betra er 6. Rc6.
7. f3! exf3
8. Dxf3 Dxd4
Ef 8. — Dh4f. 9. g3, Dxd4. 10.
Rb5!, De5. 11. Be2 og síðan Bf4.
9. Dg3f
Þannig lék Aljiohin gegn Nimzo-
wich 1931. Þetta er mjög öflugur
leikur, sem gerir svarti erfitt
fyrir.
9. — cGf?)
Full hægfara leikur. öllu betra
var 9. — Rf6. T. d. 10. Dxg7,
Hg8. 11. Dxc7, Ro6. 12. Bf4 með
góðum sóknarmöguleikum.
10. Bf4
Það er erfitt að koma auga á
betri leik fyrir hvítt.
10. — Rd7
11. Hdl Df6
ABCDEFGH
'mr
22. Kfl Df5
23. Bh6! b6!
Jóhann verst af stakxi rósemi.
Hótunin er dálítið óþægileg, sem
sé Ba6f.
24. Hxg7 Kh8
Hefði svartur freistazt til að
leika 23. — Dc2 í stað 23. — b6,
þá vinnur hvítur auðveldlega
með 25. Hg3 og mátar.
ABCDEFGH
ABCDEFGH
V Staðan eftir 11. — Df6.
12. Hd6
Hér yfirsézt hvítum tveggja
leikja flétta, sem vinnur mann,
en sá mannsvinningur er ekki
með öliu hættulaus hvíti. T. d.
12. Hxd7!, Bxd7. 13. Be5, Dh6!
(13. — Dg6 14. Bxg7) 14. Bxg7,
Dclf. 15. Rdl 0-0-0. 16. Bxh8,
Rh6. Að vísu á hvítur manni
meira, en hann þarf að tefla
mjög vandvirknislega. Eigi að
síður er fléttan bezti möguleiki
hvíts.
12. — Re7
13. Bc4 Rb6
14. Bb5
Hér strandar 14. Bg5 á f4!
14. — 0-0
15. Bg5 Df7
16. 0-0 Red5
Þrátt fyrir að svartur hafi unnið
tvö peð, þá er olnbogarúm hans
mjög takmarkað, á meðan hvítur
hefur möguleika á virkri sókn.
17. Rxd5 Rxd5
Eftir 18. — cxd5. 19. De5, hefur
hvítur áframhaldandi sóknar-
möguleika með Hf3—g3 ásamt
h4—h5.
19. Hel
Hvítur hefur nú alla menn sína
í sóknaraðstöðu en svartur býr
yfir hættulegu vopni.
19. — f4/
Eini möguleikinn.
20. Dh4
Ef 20. Dc3 þá 20. — Dh5 og
svartur kemur við vörnum.
20. — f3/
21. He7
Hrökkva eða stökkva.
21. — f2t ,
ABCDEFGH
Stað'an eftir 24. — Kh8.
25. Hb7!/
Furðuleg björgun, og óþægileg
hótun.
25. — c5?
Jöhann átti nauman tíma, og
yfirsást eina vörnin.
26. De7 gefið.
í 25. leik átti svartur að leika
Bxb7. 20. Dd4f, Hf6. 27. Dxf6f,
Dxf6. 28. Hxf6. Að vísu hefur
hvítur vinningsvonina vegna
mótstöðu svarta kóngsins, og
tímaeklu andstæðingsins. Óneit-
anlega skemmtileg skák, þrátt
fyrir ýmsa afleiki af beggja
hálfu.
Hrasaði í hálku
Á TÍUNDA tímanum á fimmtu-
dagskvöld hrasaði maður í hálk-
unni á Háteigsvegi. Hann kvart-
aði nm eymsli í fæti eftir fallið
og var fluttur í Slysavarðstofuna.
Spilið, sem hér fer á eftir
var spilað á Heimsmeistara-
keppninni í Como á Ítalíu. Spil
þetta er gott dæmi um góða
vöm enda var hinn kunni spil-
ari. Forquet, sem stjórnaði
henni.
Sagnir gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
1 Hjarta 1 Spaði Dobl. 2 Hjörtu
DobL Pass Pass Pass
Konunglegur
knattborðsleikari
„BILLIARD" eða knattborðs-
leikur mun ekki vera sérlega
mikið iðkaður hér á landi og
nýtur víst lítillar virðingar
sem íþrótt. Þetta þykir þó hin
bezta frístundaskemmtun víða
um lönd — og háir sem lágir
leika „billiard" til þess að
drepa tímann, þegar þeir hafa
ekkert þarfara að gera.
—o—
Hérna á myndinni sjáum við
t.d. konunglega persónu við
knattborðið, Elísabetu, móður
Englandsdrottningar, en hún
er sögð hafa glöggt knattauga,
sem kallað er, og hefir „marga
hildi háð“ með knattprikinu
— og oft farið með frægan sig-
ur af hólmi.
—o—
Myndin var tekin í „Pressu-
klúbbnum" í Fleet Street í
Lundúnum — en þangað bauð
fyrrverandi forseti klúbbsins,
Thomas McArthur, drottning-
armóðurinni fyrir skemmstu
— og notaði tækifærið til þess
að skora á hana í einleik við
knattborðið. Hún tók áskorun-
inni, allra náðarsamlegast —
en ekki fylgir sögunni hvort
þeirra bar sigur úr býtum . ..
Sænshur
námsstyrkur
SAMKVÆMT tilkynningu frá
sænska sendiráðinu í Reykjavík
hafa sænsk stjórnarvöld ákveðið
að veita fslendingi styrk, að fjár
hæð 4300 sænskar krónur, til há-
skólanáms í Svíþjóð skólaárið
1961—1962. Styrkurinn veitist til
átta mánaða nóms og greiðist
styrkþega með jöfnum mánaðar-
legum greiðslum, 500 sænskum
krónum á mánuði, en styrkþegi
hlýtur 300 sænskar krónur vegna
ferðakostnaðar.
Vera má, að styrknum verði
skipt milli tveggja umsækjenda
eða fleiri, ef henta þykir.
Umsóknir sendist menntamála-
ráðuneytinu fyrir 20. apríl n.k.
ásamt afritum prófskírteina og
meðmælum, ef til eru, og grein-
argerð um, hvers konar nám um-
sækjandi hyggst stunda og við
hvaða skóla. Umsóknareyðublöð
fást í ráðuneytinu og hjá sendi-
ráðum íslands erlendis.
Enginn hafragrautur
STARFSEMI Loftleiða eflist
stöðugt. Flugvélakosturinn |H
vex, farþegum fjölgar ogf||
starfsmönnum að sama skapi.fÍ:
Birgir Karlsson er einn hinnaí
nýju starfsmanna félagsins —
og starf hans er líka alveg
nýtt. Hérlendis á hann engan
starfsbróður og þess vegna
verður senniiega bið á því að
stofnað verði séi-stakt stéttar-
félag í hans grein.
* * * *
Það er sem sé verkefni
Birgis að sjá um að farþegar
Loftleiða fái sem bezta þjón-
ustu, bæði í mat og drykk.
„Ég er að útbúa matseðlana
fyrir sumarið", sagði Birgir,
þegar fréttamaður Mbl. hitti
hann að máli á dögunum. „Það
er mikið verk og vandasamt,
því við reynum auðvitað að
gera það þannig," að öllum líki.
Fyrsta boðorðið er, að allir far
þegar séu ánægðir, þeim líði
vel — og þeir séu mátulega
mettir frá því að þeir eru
komnir um borð í flugvélina
þar til þeir stíga út á ákvörð-
unarstað".
* * *
Birgir hefur svo- sem þjálf-
unina. Hann lærði veitinga- og
gistihúsarekstur í Tallahasee á
Florida á árunum 1952—57 og
vann auk þess á hótelum og
veitingastöðum hin margvís-
legustu störf, því að það var
Birgir Karlsson
hluti af náminu. Eftir að hann
kom heim starfaði hann um
langt skeið fyrir Offisera-
klúbbinn á Keflavíkurflug-
velli, en í haust réðist hann
til Loftleiða. Hann hefur
„flogið" með flugfreyjunum í
nokkra mánuði — og nú er
hann seztur við að sjóða sam-
an matseðlana.
* * *
„Við getum tekið til dæmis
farþega, sem fljúga frá
Amsterd. til N.Y. Hann fær
veitingar milli Amsterdam og
Glasgow, síðan aftur milli
Glasgow og Reykjavíkur. f
Reykjavík snæðir hann á flug
vellinum, fær svo veitingar á
milli Reykjavíkur og Gander
og aftur á síðasta áfanganum,
milH Gander og New York. Á
öllum áföngunum verður far
þeginn að fá hæfilega mikið,
góðan mat og vel framreiddan,
en aldrei það sama“.
„í Amsterdam er maturinn
látinn í flugvélina fyrir tvo
fyrstu áfangana, en í Reykja-
vík fyrir tvo þá síðustu. Allur
matur er settur á bakkana
áður en hann er fluttur út í
flugvélina — og því verður að
bera íarþegunum þetta og
V K-D-G-7-6-5-4
♦ D-9-8
* 9-6-2
* Á-K-G
6-3
V
♦6-4-3-2
* D-10-8-3
A 10-5-2
N v Á-9-8
V A 3-2
s ♦ 5
* Á-K-G-5
A D-98-7-4
V 10
♦Á-K-G-10-7
* 7-4
Austur lét úr laufa kðng og
fékk þann slag, en því næst lét
hann út Tígul 5, sem drepið var
í borði með ÁS. Nú var hjarta
10 látin úr borði og allir gáfu
þann slag. Sagnhafi lét nú út
lauf úr borði og Vestur var vel
vakandi og drap með 10 og fékk
þann slag. Nú lét Vestur út
Tígul, sem Austur trompaði og
því næst lét Austur út laufa
gosa, sem Vestur drap með
drottningu. Enn var tígU spilað
og enn trompaði Austur. Að lok
um fékk svo Austur á Tromp
Ás og spilið tapaðist. Augljóst
er að það sem gerir það að
verkum að spilið tapast er að
Vestur er vel á verði og lætur
laufa 10 á þegar laufi er spilað
úr borði ef hann gerir það þá
ekki þá eru ekki mikil líkindi
tilað A-V setji spilið niður. *
ekkert annað. Við getum ekki
matbúið í vélunum, eins og
þú skilur. — Og til þess að
engin hætta sé á því að við
hér í Reykjavík matbúum fyr-
ir farþegana það sama og gert
er í Amsterdam verður allt
auðvitað að ganga eftir sett-
um reglum.
Þeir, sem annast þssa þjón-
ustu fyrir Loftleiðir á enda-
stöðvunum: London, Amster-
dam, Luxemburg, Hamborg,
Kaupmannahöfn, Helsingfors,
Osló, Stafangri og New York
verða því að hafa matseðliinn
fyrir hvern dag. Allt verður að
haldast í hendur — og veitinga
hús Loftleiða hér á flugvell-
inum er auðvitað hlekkur í
keðjunni.
☆
Þú kærðir þig ekkert um að
fá nautasteik á leiðinni milli
Amsterdam og Glasgow, aftur
nautasteik á Reykjavíkurflug-
velli — og enn nautasteik á
milli Reykjavíkur og Gander.
Það er mitt starf að samræma
allt þetta og sjá um að mat-
urinn sé alltaf fyrsta flokks.
Ha? Nei, enginn hafragraut-
ur á matseðlinum hjá mér“.
á matseðlinum hjá mér
Jbj—.rul Lr r*»i-* ■ - ^ .