Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 14
Sunnuda^ur 26. marz 1961
listasögunni og kasta honurn fyr-
ir borð?
— Picasso. Hann er skynsamur
og sér hvert stefnir. Picasso er
andlegur. Hann segir, að þegar
hann heyrði fyrst nafn Kokos-
chkas hélt hann það væri ein-
hver tegund af tékknesku kók-
aíni. En Picasso líður of vel, hann
nennir ekki eða þorir ekki aö
ráðast á heilögu kýrnar. Hann er
teiknari og svartlistarmaður, get
ur sagt allt með svörtu og hvítu
eða með einum eða tveimur lit
um. Þar hefur hann skotið sinni
ör og sagt allt. Ástæðan til að
hann málar myndir er sú, að þær
seljast vel. Picasso elskar óhóf
eins og flestir broddar kommún-
ista. Hvað hefur hann að gera
með allar þessar hallir í Suður-
Frakklandi? Þær eru kannski ó-
dýrari en nýtízku íbúð, hann er
mikill kaupsýslumaður. Það
segi ég ekki honum til lasts,
Tizian var það líka. Jafnaldrar
Picassos eru bara sinnulausir.
Þeir sjá þetta allt saman, en gætu
alveg eins vel starað á steinvegg.
Við skulum ekki lá ungurn mönn-
unum þó þeir færi sér í nyt óvið-
jafnanlegt tækifæri til að græða
stórar fúlgur með auðveldum
hætti.
— Ég held alls ekki að það sé
hreyfiaflið í framleiðslu ungu
mannanna. Ætli málaralistin
breytist ekki í samræmi við tím-
ann. Heimsmyndin hefur breytzt.
Einstein, Bohr og Rutherford. Við
eigum spútníka og tunglflaugar,
kjarnorkuna, hinar miklu upp-
finningar, tæknina. t
— Menn fundu líka einu sinni
upp á því að kveikja eld. Og
hvað um hjólið. Fyrir einum 125
árum var eimreiðin fundin upp.
Frá dögum faraóanna höfðu menn
ekki þekkt annað en hesta, múl-
dýr og þræla til flutninga og
ferðalaga. Hvílík stórkostleg
bylting hlýtur ekki einmreiðin
að hafa verið! En Corot og Cour-
bet gáfu sér ekki tíma til að mála
illa af þeim sökum. Málaralistin
verður að gefa auganu eitthvað,
hún verður að vera sjónræn. Það
sem ekki sést er listinni framandi
það heyrir undir trúarbrögð,
vísindi og heimspeki.
— Þeir sem mála mannamynd-
ir vilja nú samt helzt festa það
innra á léreftið líka.
— Það er sennilega vegna þess
hve erfitt þeir eiga með að máia
það ytra.
— Er það múgsefjun sem veld-
ur ástandinu í listum'í dag? Er
það auglýsingatækninni að
kenna? Eins og t. d. þegar kvik-
myndastjórnur eru skrumaug-
lýstar.
— Það er heimtað eitthvað af
kvikmyndastjörnum. Þsér verða
að geta leikið í grínleikjum, eða
að minnsta kosti verða þær að
vera ungar og fallegar. Ekki gaml
ar, skorpnar og ljótar. Því Ijót-
ara sem málverk er, þeim mun
meiri hylli nýtur það. Á okkar
dögum er klaufaháttur og af-
skræming vísasti vegurinn til
frægðar. Landi yðar Thorvald-
sen í Via Sistina var ný-klass-
ískur, kunni sitt fag. Hvar ættu
ungu mennirnir að læra sitt fag
nú á dögum? Ekki á listaskólun-
um, því þá yrðu prófessorarnir
fyrst að læra eitthvað sjálfir.
Til að gefa eitthvað verða menn
að hafa fengið eitthvað.
MORCVNV1. AÐIÐ
þurrt
loft
EINANGRUNARGLER
Þverskurður af THERMOPANE rúðu
Símar 1-14-00.
tvær rúður
ffotié?
Upphitun íbúða kostar í dag svo mikla peninga, að enginn ætti að nota ein.
faldar rúður í glugga. Lausnin er að nota THERMOPANE tvöfalt einangr-
unargler, þá sparið þér peninga daglega.
Getum nú útvegað THERMOPANE með stuttum fyrirvara.
Tvöfalt eða margfalt í öllum stærðum.
20 ára notkun THERMOPANE hérlendist sannar góða
endingu og gæði.
Allar upplýsingar hjá umboðsmönnum verksmiðjunnar.
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
Málmrammi
— Listir
Framhald af bls. 13.
Kannski er ég einn á báti. En
einhver verður þó að vera það.
— Segonzac og ýmsir af meist-
urum nútímans hafa líka áhyggj-
ur af þróuninni.
— Já. En gera þeir nokkuð?
Auk þess dáir Segonzac Cézanne.
Nú á dögum er auðveldara að hall
mæla Tizian, Tintoretto og Mic-
helangelo en Cézanne.
— Cézanne hefur þó flutt mál-
aralistina fram um eitt skref,
hann er faðir nútímamálaralist-
ar!
— Það er nú einmitt ógæfan.
Flutt listina fram! Já, þakka yð-
ur fyrir, en hvert? Hann hefur
verið tekin í dýrlingatölu ásamt
van Gogh og Gauguin, þeir eru
orðnir heilagar kýr. Menn eiga að
dá þá og tilbiðja eða bara halda
kjafti. Ég deildi ekki á van Gogh.
Vesalingur. Spítalamatur. Þeir
menn eru nú ekki á hverju strái
sem skera af sér eyrun og leggja
þau í umslag til að koma sinni
útvöldu í hórukassanum á óvart
með lítilli gjöf. Geislabaugar
þessara dýrlinga stafa af sög-
unum um einkalíf þeirra. Róman
tík, kænska listaverkaprangara
og nokkrir skriffinnar í henni
sem eru gagnsýrðir af prangara-
sjónarmiðum. Menn tala ekki um
málverk þeirra, heldur segja
skrýtlur um líf þeirra. Gauguin
hefur skrifað ljóð, „Nóa-Nóa“ er
ekki sem verst, en hvað kemur
það málaralist við? Hann stakk af
frá bankastarfinu, dönsku kon-
unni sinni og börnum til að finna
sér nokkrar húðdökkar hnátur
á Tahiti og útbreiða sýfilis. Er
það ekki hrífandi! Hann hlýtur
að vera mikill málari! Og Céz-
anne, sonur hans ríka pabba síns.
Dálítill hrærigrautur á efsta
lofti, skapillur og visinn sér-
vitringur sem götustrákarnir í
Aix-en-Provence hlupu á eftir,
þegar hann kom höktandi með
léreftin sín, sem áttu eftir að
verða kavíar fyrir uppboðshald-
ara. Hann gat látið út úr sér af-
káralegar athugasemdir, sem
oft voru fyndnar, en maður verð-
ur tæplega Goya eða Velazques
af því!
Það þarf eitthvað til að vera
miðlungsmaður
Á sínum betri stundum vissi
Cézanne að hann var óhæfur. Og
hver hefði átt að vita það betur
en hann sjálfur? Það er erfitt að
mála tré, sýna hvernig greinarn-
ar hríslast frá stofninum, hvernig
tréð er vaxið o. s. frv. Hann gat
það ekki og málaði því greinarn-
ar eins og niðurrennur með
sprungum og þykka bolina eins
og skólprör sem standa upp á
endann. Hann málaði keilur og
kubba, eins og börn gera, það eru
hin upprunalegu form sem allir
byrja á. Eftir Cézanne kom fram
taksöm kynslóð sem upphóf allt
skólpræsakerfið og gaf því nafn
ið KÚBISMI. Eins og það væri
ný og merkileg uppgötvun! Öll
myndgerð byggir á rúmtækum
lögmálum. Það er ekki hægt að
segja að Cézanne hafi verið miðl-
ungsmaður. Maður verður þó að
segja að Gézanne hafi verið miðl-
ungsmaður. Það gerði hann ekki.
Úrkynjunin byrjaði með im-
press j ónistunum.
—Það er eins gott að ég sit,
því annars væri ég löngu dottinn
um koll. Ætli það séu fleiri en
þér, sem skera svo stóran bita úr
Verzlunar- og
skrifstofuhúsnœði
er til leigu í Miðbænum, að stærð allt að 300 ferm.,
sem leigist með hagkvæmum kjörum í einu lagi eða
í hlutum. Þeir sem áhuga kunna að hafa á slíku
húsnæði, vinsamlega tilkynni það til blaðsins fyrir
30. þ.m. merkt: „Fyrsta flokks viðskiptahúsnæði —
1603“.