Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 15

Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 15
Sunnudagur 26. marz 19Cl MORGl' NBLAÐ1Ð lb HINN 17. marz árið 1861, eða fyrir rétt rúmlega 100 árum, var lýst yfir kon- ungsríki á ítalíu. Yfirlýs- ingin var gefin út í Tor- ino, sem jafnframt varð fyrsta höfuðborg landsins, þar sem Róm var þá enn í höndum páfastólsins. Áð- ur hafði ítalía verið marg- klofin í smáríki og lotið yfirstjórn Frakka, Austur- ríkismanna og Spánverja. En fljótlcga eftir fall Napóleons og Vínarfund- inn árið 1815 fór að bera á kröfunni ingu landsins. um samein- var ekki fyrr en að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni að ftal- ir fengu Suður-Tyrol, eða Alto Adige frá Austurríki. Þessir þrír menn, Mazzini, Garibaldi og Victor Emanuel ■Á Mazzini Frelsishugsjóninni óx fiskur um hrygg. í fyrstu var bar- áttan aðallega í höndum lýð- veldissinnaðra byltingar- manna, sem tókst á árunum 1848 og 1849 að reka Austur- ríkismenn burt úr Milano og Feneyjum og páfann frá Róm. En lýðveldissinnar biðu ósigur 1849 og foringi þeirra, Giu- seppe Mazzini, varð að flýja j land. Jr Sameining Einn af herforingjum Mazz- inis var Giuseppe Garibaldi. Honum tókst árið 1860 að her- taka Sikiley og Suður-Ítalíu eftir harða bardaga við heri Frakka. En nú var Victor Em- anuel II konungur í Piedmont kominn í leikinn og tekinn að berjast fyrir sameiningu Ítalíu sem konungsríkis. Varð það úr að Garibaldi gekk í lið með konungi og lauk fyrsta þætti sameiningarbaráttunar í Tor- ino fyrir 100 árum. Enn voru þó stór landsvæði í höndum Austurríkismanna og Páfa- stólsins. Árið 1866 náðu ítalir Feneyjum frá Austurríkis- mönnum og 1870 Róm úr hönd um páfa. Hefur Róm síðan verið höfuðborg Ítalíu. En það borg í landinu sem ekki hefur reist þeim minnisvarða eða nefnt götur og torg eftir þeim. Jc Á bökkum Póf1jótsins f ár verður aldarafmæli sam einingarinnar hátíðlegt haldið á Ítalíu. Aðalhátíðahöldin fura fram í Torino, fyrstu höfuð- borginni, hefjast þau 1. maí og standa til 31. október. Hefur hátíðin verið nefnd Ítalía ’61 og er forseti ■ lýðveldisins verndari hennar. Þarna verða sýningar, íþróttakeppnir, leik sýningar, hljómleikar o. fl. Sýningarsvæðið er á bi' " um Pófljótsins. Verður áin upp- lýst með flóðljósum og á bökk unum haldnir dansleikir, lista- og menningarsamkomur og þaðan skipulagðar ferðir til sögufrægra kastala í Pied- mont. ■Á Maður að vinnu Aðalsýningin verður „Al- II, sem mestan þátt áttu að frelsisbaráttu ítala eru allir þjóðhetjur. Varla er' til sú Garibaldi og Victor Emanuel hittast við Napoli í nóvember 1860. Málverk eftir P. Aldi. del Lavoro. Þessi sýningarhöll er nýstárleg, teiknuð af verk- fræðingunum Pier Luigi Nervi og Antonio Nervi. Höllin er ferningur, 160 metrar á hlið og 25 metra hár. Gólfflötur er rúmir 25.000 fermetrar og rúmmál 500.000 rúmmetrar. Sýningarhöllin í smíðum þjóða verkamálasýning“ sem komið hefur verið fyrir í nýrri byggingu, er nefnist Palazzo málasýningiri er byggð á hug- takinu „Maður að vinnu“ eða „tæknilegar og þjóðfélagsleg- ar framfarir í eitt hundrað ár“. Mörg ríki taka þátt í þessari sýningu, svo sem Dan- mörk, Finnland, Bretland, Júgóslavía, Vestur-Þýzkaland, Rúmenía, Sovjetríkin og Bandaríkin og auk þess ýms alþj óðasamtök? ■Á Margvíslegar sýningar '■•■■ Auk verkamálasýningar- innar verða þarna sögulegar sýningar og sérsýningar frá öllum héruðum Ítalíu. Sögu- legu sýningunni verður komið fyrir í Palazzo Carignano, þar sem fyrsta þing Ítalíu kom saman eftir sameininguna. En þinghöllin hefur verið varð- veitt í óbreyttu ástandi undan- farin 100 ár. Héruð Ítalíu eru 19 og hefur hvert um sig eig- in sýningarhöll. Alþjóðleg blómasýning verður haldin á sýningarsvæðinu 27. apríl til 7. maí og samkeppni verður háð á 458 sviðum þar sem verðlaun verða veitt fyrir framleiðsluvörur bæði að því er varðar tækni og smekkvísi. Nema verðlaunin 38 milljón- um líra. Höllin mun standa áfram að sýningu lokinni og verða minn isvarði hátíðarinnar. Verka- í Torino verða fjölmargar ráðstefnur haldnar meðan há- tíðahöldin standa yfir. Um átta þúsund læknar allsstaðar að úr heiminum halda þarna ráðstefnu sína og rúmlega fjörutíu önnur ítölsk og al- þjóðasamtök hafa boðað til funda 1 borginni. Palazzo del Lavoro Styrktarsjóði stúkunnar Fróns berst 20 þús. kr. LUDVIG C. Magnússon skrif- Btofustjóri afhenti hinn 2. þ.m. 6tjórn Styrktarsjóðs stúkunnar Fróns nr. 227 tuttugu þúsund 110:0113 gjöf frá nökkrum mönn- um utan og innan stúkunnar, og leggst fjárhæðin við höfuðstól sjóðsins. Gjöfinni fylgdi listi með tiöfnum gefendanna og eru þau, ásamt framlagi hvers þeirra, rit uð í gerðabók sjóðsstjórnarinn- »r svo sem gert hefur verið frá upphafi, er sjóðnum bárust gjaf ir eða áheit. Að sjálfsögðu verð wr gerðabókin geymd, og mun hún lengi vitna um fórnarlund þeirra, er sjóðinn hafa eflt með fjárframlögum, og skiining á til gangi hans til góðra verka. Ennfremur hefur gjaldkeri sjóðsins, Sveinn Sæmundsson yfirlögregluþjónn rannsóknar- lögreglunnar, veitt móttöku á þessu ári fimm þúsund krónum, sem félagar stúkunnar hafa lagt af mörkum. Eru það gjafir og áheit, ennfremur andvirði seldra böggla á systrafundi, en til slíks fundar efna konurnar í stúkunni á hverju ári sjóðnum’ til efl- ingar. Á árinu hafa og sjóðnum borizt dánarminningargjafir eins og fyrri ár. Undirritaðar stjórnar- konur sjóðsins, ásamt Guðmundi Illugasyni sakaskrárritara hjá sakadómara, veita þeim móttöku og annast sendingu dánarminn- ingarspjalda sjóðsins, sem allir geta fengið. Minningargjafirnar eru skráðar í sérstaka vandaða bók, sem geymd verður. Geta má þess, að samkvæmt lögum stúkunnar Fróns nr. 227 rennur viss hluti af félagagjöld- um hennar til Styrktarsjóðsins, og með það fyrir augum hafa árgjöldin verið ákveðin. Sjóður- inn nýtur og viðurkenningar og velvildar þess opinbera með nokkrum fjárstyrk til starfsem- innar. Síðustu árin hefur talsvert gætt vaxtatekna sjóðsins. En framvegis munu þær verða einn helzti og árivissasti tekjustofn hans, bæði að því er tekur til aukningar höfuðstólsins og út- hlutunar styrkja. Eftir leiðum þeim, er nú var lýst, hef-ur Styrktarsjóðnum bor- izt fé. Verður hér á eftir sagt nokkuð frá hinu fagra og marg- þætta mannúðar og menningar- hlutverki hans, sem vissulega krefst mikils fjár, ef fullnægja á að nokkru ráði tilgangi þeim, er honum er ætlað að sinna. Megintilgangur Styrktarsjóðs- ins er að styrkja menn og gleðja með fjárframlögum, einkurn sjúka eða fátæka, ennfremur að styrikja þá, eir þess þuxft, til dvalar í hvíldar- eða hressingar- heimili. Eirinig getur sjóðsstjóm- in, er hún telur sjóðinn þess megnugan, veitt ungum og efni- legum mönnum, þeim, er þess kunna að þurfa og bindindis- samir eru, styrki til ýmisskonar náms, svo að þeir verði hæfari til þess að viðhalda og auka menntandi félagslíf og efla bind- indisstarfsemi í landinu. Sjóðsstjórnina skipa þrjár konur x stúkunni Fróni nr. 227. Starfar stjórnin samkvæmt skipulagsskrá, er sjóðnum var sett 30. marz 1949, og er það stofndagur hans. Undanfarin ár hefur verið veitt allríflega úr sjóðnum. En þrátt fyrir það hefur hann vaxið og er höfuðstóll hans nú rúm- lega tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur, sem eru á vöxt- um og tryggilega geymdar. Vöxtur sjóðsins og viðgangur á fyrst og fremst rætur í traust- um félagsanda og sönnum hug, sem er aðalsmerki stúkunnar Fróns, enda hinn bezti orkugjafi til sameiginlegra átaka. Sjóður- inn er óskabarn félaga stúkunn- ar og nokkuð einstætt fyrirbæri. Margir utan Reglunnar hafa og af góðum vilja og r.úkilli fórnar- lund styrkt sjóðinn með fjár- framlögum. Öllum þeim, er styrkt hafa sjóðinn á þessu ári og frá upp- hafi, færir sjóðsstjórnin beztu þakkir. Ágústa Pá.lsdóttir. Sigríður Jóns- dóttir. Arnbjörg Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.