Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 18

Morgunblaðið - 26.03.1961, Side 18
18 MORCVISfíLAÐIÐ Sunnudagur 26. marz 1961 Þorkell Sigurðsson ve!stjóri: Lausn fiskveiftidei unnar vift Breta SMu eru endurfieímt Bandsrettiiidi, * sem frá Islandi voru tekin ÉG TEL að sá ávinningur, sem nú er fenginn í fiskveiðideilunni, við Stóra-Bretland, með l>ví jam- komulagi, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, til samþykktar, sé svo mikilsverður, að síðan sam- bandslagasamningurinn var gerð- ur við Dani, árið 1918, hafi ekki verið stigið jafnstórt skref, og nú er gert, til að endurheimta þau landsréttindi, sem frá ís- lenzku þjóðinni voru tekin, á tímabili hinnar erlendu áþjánar, og arðráns. Með þessu samkomulagi fáum við fulla viðurkenningu Stóra- Bretlands, á 12 mílna fiskveiði- lögsögunni. En Stóra-Bretland hefur allt til þessa tíma haldið því fram, að hin gömlu fallbyssu: lög, það er 3. mílna takmörk stór- veldanna, væri sú eina fiskveiði- lögsaga, sem alþjóðalög heim- iluðu. Nú þegar Stóra-Bretland viður- kennir 12 mílna fiskveiðitakmörk in við Ísland', og að auki fellst á stórvægilegar grunnlínubreyting ar, sem stækka fiskveiðilögsögu- svæðin, um 5065 ferkílómetra, ætti öllum að vera ljóst hve ótrúlega hagkvæmur, árangur hefur náðst, með þessu sam- komulagi, fyrir íslenzku þjóðina. Þá fellst Stóra-Bretland einnig á hugsanlega útfærslu síðar, gegn 6 mánaða fyrirvara, svo framar- lega að útfærslan brjóti ekki í bága við reglur alþjóðalaga, og lofar að hlíta úrskurði Alþjóða- dómsins, ef ágreiningur verður. Ég tel að með þessu ákvæði, hafi svo tryggilega verið gengið frá því atriði, að möguleikar til raun hæfrar útfærslu, séu fyrir hendi síðar, þegar ástæður leyfa það. Auk þess er einnig séð fyrir því, að við höldurn okkur innan þeirra takmarka, sem alþjóðareglur banna ekki, og því heimilt sam- kvæmt alþjóðalögum hverju sinni. Enda mundi annað árang- urslítið fyrir vopnlausa smáþjóð. Við erum því tryggðir gegn þVí, að gripið verði til hervalds, til að hindra ísland í meiri útfærslu síðar, en fallist á að úrskurður Alþjóðadómsins skuli tekinn gild ur, til að skera úr um réttmæti útfærslunnar ef þess er óskað, í sambandi við hugsanlegan á- greining. f framhalfli af því sem hér er sagt, vil ég taka það fram, að ég lít svo á að framtíðin feli í sér mikla möguleika til meiri út- færslu síðar, ef allir aðilar eru vel á verði og fylgjast með fram- vindu tímans. Þar koma til greina þær alþjóðlegu samþykktir. sem þegar eru fyrir hendi, bæði frá árinu 1958 og öðrum tímum og þær samþykktir sem gerðar kunna að verða, þótt ekki verði það frekar rakið hér. Einnig kem ur til greina hin landfræðilega lega landsins, og hin jarðfræði- lega lögun landgrunnsstöpulsins. Og síðast en ekki sízt hin sögu- lega arfleifð landsmanna, til að nytja auðlindirnar sem föðurland þeirra býður þeim upp á. Og hin efnahagslega nauðsyn lands- manna til forgangsréttar að þeim auðlindum. En slík rök voru mjög þung á vogaskálunum, þegar úr- skurðurinn féll fyrir Alþjóðadóm inum í Haag í deilu Norðmanna og Englendinga og virtust þá, vera þau, sem úrslitum réðu, um niðurstöðu. Það er hins vegar eðlilegt að ekki væri nú rétti tím inn til rneiri útfærslu, en náðist með grunnlínubreytingunum. Nú varð að leggja höfuðáherzluna á, að fá viðurkenningu fyrir 12 mílunum og leysa hið viðkvæma milliríkjavandamál, og skapa þannig möguleika til framhalds- aðgerða síðar, þegar réttur tími er kominn ti'l þess. UTGERÐARIVf EIMINI nú er tíminn til að tryggja sér vél í bátinn fyrir haustið. eru byggðar sérstaklega fyrir fiskibáta og smærri flutningaskip. Þær eru: GANGVISSAR SPARNEYTNAR AUÐVELDAR í MEÐFÖRUM Lögð er sérstök áherzla á einfalda og trausta byggingu véla. Eru byggðar með eða án vökvaskiptingar. Afgreiðslutími mjög stuttur. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum Alpha Diesel A.s. Frederikshavn. H. Benediktsson hf. Sími 38300 — Tryggvagötu 8 — Reykjavík. Þorkell Sigurðsson Það verður því að álítast að sá fyrirvari sem settur er, um fram haldsaðgerðir, sé að öllu leyti eðlilegur, og gefi góð fyrirheit um góðan árangúr í framtíðinni, ef rétt er á haldið. Þegar þetta er allt athugað með rólegri yfirvegun, liggur það í augum uppi að allir þeir, sem lagt hafa hönd að lausn þessa stórhættulega og viðkvæma milli ríkja vandamáls, eigi skilið þökk og heiður allrar íslenzku þjóðar- innar. Þeir hafa hér unnið svo mifiilsvert hagsmunamál, fyrir velferð framtíðar hennar og með svo ágætum árangri, að slíkt hefur aðeins einu sinni áður ver- ið unnið í sjálfstæðisbaráttu hennar, eins og ég gat um í byrj- un, það er árið 1918. Þeir hafa hér leyst þetta þannig af hendi að virðing íslands hlýtur mjög að vaxa, frá því sem orðið var, enda var ekki vanþörf á því. Þeir hafa einnig tryggt möguleika til meiri útfærslu síðar, þegar réttur tími er kominn, þannig að sú útfærsla verði meira en nafnið tómt. Það er einnig skylt að geta þess, að með samkomulagi hefur rikis- stjórn Stóra-Bretlands sýnt þann þroska, að viðurkenna í verki þá staðreynd, að það gat ekki sam- rýmzt þj óðarheiðri þeirra, að beita lengur minnstu bandalags- þjóð þeirra hernaðarlegu ofbeldi, til að arðræna hana og brjóta þannig freklega stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna, sem þeir voru þó sjálfir feður að. Ég vil því leggja áherzlu á það, að enska ríkisstj órnin hefur með þessu sam komulagi mjög bætt fyrir það, sem Bretar hafa brotið af sér gegn íslendingum, og fara nú að nálgast það, að verða sjálfum sér semkvæmir í þeim fyrirheit- um, sem þeir gáfu í stofnskránni. Þar sem ég hef allmjög látið til mín' taka bæði fiskveiðilög- söguna og réttindi þau, sem ég tel Islendinga eiga til landgrunns- ins alls, og stöðugt hamrað á þeim rétti, og þá stundum deilt allmjög á Englendinga, vegna þverúðar þeirra og ágengni bæði fyrr og síðar, í sambandi við fiskveiðarn- ar við ísland og jafnframt bent á nauðsyn meiri útfærslu, þá taldi ég rétt og nauðsynlegt að mín sjónarmið kæmu fram í sam- bandi við lausn fiskveiðideilunn ar. Ég tel að mín sjónarmið hafi komið hér fram, svo ekki verður um þau efazt. Að lokum vil ég bæta því við, að vopnlaus smá- þjóð á enga aðra von til að ná rétti sínum, en þá, að bæði hún sjálf og aðrar þjóðir virði al- þjóðalög og rétt. Einnig að Al- þjóðadómstóll Sameinuðu þjóð- anna í Haág er sú stofnun sem á að standa vörð um þann rétt. Hann er því sá rétti vettvangur, sem okkur ber að leita til. Reykjavík, 15. marz 1961. Þorkell Sigurðsson vélstjór: HRINC.UNUM. fór/'iakrlfla&íý

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.