Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. marz 1961 Sjálfvirkt símakerfi um allt land Heildaráætlun um símafram- kvæmdir á næstu árum Á FUNDI sameinaðs þings í gær var sainþykkt tillaga til þingsályktunar um sjálfvirkt símakerfi um land allt. Til- lagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að vinna eins •g unnt er að framkvæmd áætlunar póst- og símamála- stjórnarinnar um sjálfvirkt símakerfi fyrir allt landið, m.a. með fjárhagslegri fyrirgreiðslu, svo sem möguleikar leyfa á hverjum tíma“. Er tillagan flutt af allsherjarnefnd sþ. og mælti fram- sögumaður hennar, Benedikt Gröndal, fyrir henni. Fyrir árslok 1968 Benedikt gat þess í upphafi, að fyrir Alþingi lægju nú 4 til- lögur varðandi sjálfvirkan síma fyrir einstaka landshluta, Aust- urland, Borgarnes, Siglufjörð og Suðurland. Hin nýja þingsálykt- unartiliaga, sem allsherjamefnd flytti væri hugsuð sem af- greiðsla Alþingis á þessum fjór- um tillögum, með tilliti til þeirra upplýsinga, sem fram hefðu komið í málinu, en sam- kvæmt ósk nefndarinnar hefði Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, sent nefndinni heildaráætlanir stofnunarinnar um símaframkvæmdir á næstu árum. Birtist svar póst- og símamálastjóra sem fylgiskjal með tillögunni. í áætlun póst- og símamála- stjórnarinnar er yfirlit yfir röð framkvæmdanna í tveggja ára áföngum. Sagði Benedikt Gröndal, að samkvæmt áætluninni væri tal- ið kleift að gera síma sjálfvirk- an um land allt á tiltölulega stuttum tíma, þannig að allir kaupstaðir, kauptún, þorp og margir sveitasimar þar í nánd fái sjálfvirkan síma fyrir árs- lok 1966 ásamt sjálfvirku sam- bandi sín á milli, en nærri all- ir sveitabæir verði tengdir við kerfið fyrir árslok 1968. 500 millj. króna Gert væri ráð fyrir, að fram- kvæmdir þessar mundu kosta um 500 millj. króna, en ef ekki væri ráðizt í að gera síma sjálf virkan um landið, heldur haldið áfram á sömu braut og áður, mundu þær framkvæmdir kosta um 300,millj. króna. Ekki væri reiknað með nein- um framlögum úr ríkissjóði til þessara framkvæmda, sagði Benedikt, en sennilega þyrfti að fá stutt lán fyrstu 2—3 árin, og auk þess væri reiknað með greoiðslufresti þeim, sem sím- inn nýtur hjá erlendum fram- leiðendum. Hvað vinnst? Loks vék Benedikt Gröndal nokkuð að því, hvað vinnst við þessa nýju skipan. Símaþjónust- an mundi batna stórlega, sagði hann, langlínusamtöl ættu að geta orðið ódýrari, hægt væri að fækka starfsliði um 5—600 og launasparnaður yrði þannig um 24 millj. krðna árlega, og tekjur símans mundu stórauk- ast. — Leiðinlegt Skúli Guðmundsson harm- aði það, að nú ætti að taka af sér talsímakonurnar auk þess, sem kaupakonur þekktust nú vart lengur. Nú fengju menn úti í sveitum ekki framar að tala við þessar ágætu konur, þegar þeir þyrftu að hringja, aldrei framar mundi heyrast fögur kvenrödd, sem væri fús að greiða fyrir mönn- um. Ekki sagðist Skúli þó ætla að mæla á móti þessari breyt- ingu, þetta væri nýi tíminn með sínum kostum og göllum. Loks sagðist Skúli ekki vita, hvort símaþjónustan batnaði með þessu véladóti, en ósköp yrði þetta þurrt og leiðinlegt. Benedikt Gröndal mælti nokk ur huggunarorð til Skúla. Benti hann á, að nú yrði hægt að hlýða á „ungfrú klukku“ úr öll- um landshlutum, auk þess yrði tekin upp sú nýbreytni að gefa mönnum kost á að hlýða á fagra konurödd segja helztu tíð indi utan úr heimi, ef hringt væri í ákveðið númer, konu- rödd mundi væntanlega segja mönnum veðurútlitið í síma o. s. frv. — Halldór E. Sigurðsson þakk- aði nefndinni afgreiðslu máls- ins og lýsti því yfir, að hann teldi það vel á veg komið, þessi háttur á afgreiðslu þess mundi sjálfsagt verða til þess að flýta því verulega. Ákvæðisvinna Nýtt albingishús eða viðbygging Fram- fœrslu- kostnaður námsfólks Á FUNDI sameinaðs þings í fyrradag var samþykkt þings- ályktunartillaga þeirra Bene dikts Gröndal og Eggerts G. Þorsteinssonar um tillit til framfærslukostnaðar náms- fólks í sköttum og trygging- um. Alsherjarnefnd, sem hafði tillöguna tii meðferðar, leitaði álits Tryggingarstofnunar rík isins og skattsjórans í Reykja- vík, og voru báðir aðilar hlynntir þeirri athugun, sem um er rætt í tillögunni. Tillag- an hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að rannsaka, hvernig hægt sé að taka rétt- látt tillit til kostnaðar af fram færslu námsfólks yfir 16 ára að aldri í trygginga- og skatta löggjöf landsins". SAMEINAÐ þing samþykkti á fundi sínum í gær tillögu til þingsályktunar um al- þingishús. Ályktun þingsins hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela forsetum þingsins í sam- vinnu við fulltrúa frá þing- flokkunum að gera tillögur um framtíðarhúsnæði Al- þingis“. - ★ - Fyrr í vetur báru þeir Þórar- inn Þórarinsson og Halldór E. Sigurðsson fram tillögu til þings ályktunar um alþingishús, sem var á þá leið, að kosin skyldi 5 manna nefnd, er ynni að því í samræmi við ríkisstjómina að gera tillögur um stækkun al- þingishússins eða byggingu nýs þinghúss eftir því, hvort betur þætti leysa þörf Alþingis fyrir viðunandi húsnæði. Þegar málið var til umræðu í sameinuðu þingi fyrir skömmu benti Gísli Jónsson svo á, að eðlilegast væri, að forsetar þingsins hefðu framkvæmd þessa máls með höndum, og er hin nýja tillaga eins konar samræming á þessum tveim sjónarmiðum. Söguleg helgi þinghússins Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs við umræðuna í gær. — Benti hann á, að allt frá því þetta mál kom fyrst til um- ræðu hefði verið ágreiningur um það, hvort leysa ætti hús- næðissþörf Alþingis með því að reisa nýtt þinghús eða byggja við núverandi Alþingishús eða jafnvel heyja Alþingi að nýju á Þingvelli. Sagði Einar, að enda þótt núverandi þinghús væri kannski ekki veglegt í saman- burði við þinghús í nágranna- löndum okkar, hefði það fengið sögulega helgi í hugum íslend- inga, og alþingishús framtíðar- innar ætti tvímælalaust að vera tengt þessu gamla húsi. Alþingi ætti lóðir bæði vestan og sunn- an þesca húss, þar sem Góð- templarahúsið og Listamanna- skálinn standa nú, og á þessum lóðum mætti reisa álmur út frá gamla þinghúsinu. Síðasti fundur efri deildar Síðasti fundur erdri deild 222 Forseti efri deildar, Sigiurð- ur Ó. Ólafsson kvaddi þing- menn efri deildar á fundi deildarinnar í gær. Þakkaði hann þingmönnum deildarinn ar fyrif samstarfið á þinginu. Þá þakkaði hann skrifstofu- stjóra Alþingis, fulltrúum og öðrum starfsmönnum Alþing- is fyrir ágætlega unnin störf. Loks óskaði hann þingmönn- um gleðilegrar páskahátíðar og gleðilegs sumars, sem í hönd færi. Karl Kristjáusson þakkaði forseta fyrir vinsamleg orð og góðar óskir fyrir hönd þing- manna. Þá færði hann forseta þakkir fyrir vel unnin og rétt- lát forsetastörf. Síðan óskaði hann forseta góðrar heim- komu og góðs sumars og hað þingmenn taka undir óskir sín ar með því að rísa úr sætum. SAMEINAÐ þing samþykkti á fundi sínum í fyrradag þingsálykt unartillögu Eggerts G. Þorsteins- sonar um rannsókn á hagkvæmni aukinnar ákvæðisvinnu. Hafði allsherjarnefnd haft tillöguna tii meðferðar og leitað um hana um- sagnar A.S.Í., og Vinnuveitenda- Sambands íslands, og mæltu bæði samhöndin með samþykkt henn- ar. Gerði nefndin nokkra hreyt- ingu á tillögunni, og hljóðar hún svo eftir breytinguna: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta í sam- ráði og samvinnu við samtök launþega og vinnuveitenda fara fram rannsókn á, hvort ekki sé hagkvæmt að koma á aukinni ákvæðisvinnu í hin- um ýmsu starfsgreinum í þjóð félaginu, m.a. með hliðsjón af aukinni reynslu nágranna- þjóða okkar í þeim efnum. Leiði rannsóknin í ljós, að aukin ákvæðisvinna sé þjóð- hagslega æskileg, heimilar Alþingi ríkisstjórninni að veita nauðsynlega aðstoð og fyrirgreiðslu í samráði og sam starfi við fyrrgreinda aðila“. Bridge ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ <$♦ ♦$► ♦$► ♦$► ♦*♦ ÚRSLIT í þriðju umferð sveita- keppni fslandsmótsins urðu þessi: Sveit Einars Þorfinnss. vann sveit Ragnars Þorsteinssonar 57: 36 4—0. Sveit Stefáns J. Guðjohnsen vann sveit Einars Bjarnasonar 71:26 4—0. Sveit Sigurhjartar Péturssonar vann sveit Jóns Magnússonar 75: 35 4—0. Sveit Jakobs Bjarnasonar vann sveit Halldórs Helgasonar 63:28 4—0. Sveit Halls Símonarsonar vann Fræðsíumynda- safn ríkisins FRUMVARP ríkisstjórnarinn- ar um fræðslumyndasafn ríkis ins var afgreitt sem lög frá Al- þingi nú fyrir skömmu. Ákvæði um hlutverk safns- ins eru í 2. gr. laganna. Þar segir m. a„ að hlutverk þess sé að festa kaup á erlendum og innlendum kvikmyndum og kyrrmyndum að eignast tæki til fræðslumyndagerðar, að lána skólum og öðrum fræðslu stofnunum myndir og tæki til notkunar við kennslu, að láta þýða eða gera íslenzkar skýr- ingar við erlendar fræðslu- myndir o. s. frv. Þá er gert ráð fyrir, að Al- þingi veiti í fjárlögum ár hvert fé til rekstrar safninu, og skal sú f járveiting eigi vera lægri en 300000 kr. á ári. sveit Guðriðar Guðmundsdóttur 81:21 4—0. Sveit Bernhards Guðmundsson ar vann sveit Ólafs Guðmunds- sonar 60:37 4—0. Að þrem umferðum loknum er sveit Sigurhjartar efst með 12 stig, en næst koma sveitir Einars, Guðríðar, Halls og Jóns allar með 8 stig. Fjórða umferð var spiluð í gærkvöldi, en sú fimmta fer fram í kvöld, og hefst kl. 8 og er spilað í Tjarnarcafé. Mikla athygli hefir vakið nýtt sýningartæki, sem er nú notað í fyrsta sinn á þessu íslandsmóti. Geta áhorfendur fylgzt mun bet- ur með en áður, bæði með sögn um og úrspilí, og eru spilin skýrð jafnóðum. Hefir mikill fjöldi á- horfenda fylgzt með spilum þeim sem sýnd hafa verið ,og er óhætt að hvetja alla bridge-unnendur að gera sér ferð og sjá þetta skemmtilega tæki, og þar að auki fylgjast með keppni beztu bridge spilara landsins. T Aðalfundur Félags matreiðlumanna FÉLAG matreiðslumanna héU -ð alfund sin miðvikudaginn 22. marz. F Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrir félagið og er h„n þannig skipuð: Formaður Árni Jónsson, vara- formaður Tryggvi Jónsson,, riiari Ib. Wessman, gjaldkeri Svai.ur Ágústsson og Herbert Petersen. Varastjórn: Geir Þórðar Hannes Jónsson og Bragi Ings Fulltrúi í stjórn SMF. var inn Hallbjörn Þórarinsson. ig var kosið í trúnaðarmaru. o. fL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.