Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 29. marz 1961' .Eftirfermingarveizlur' óæskilegar Millilandatlug FSug téiags ísiands SAMEIGINLEGUR fundur sókn arpresta bæjarins og skóla- stjóra gagnfræðastigs í Reykja- vik, haldinn að tilhlutan fræðslu stjóra Reykjavíkur og náms- stjóra gagnfræðastigsins s.I. mið vikudag, samþykkti að beina því til heimilanma, að þau leitist við að hafa um það samtök, að dregið verði úr gagnkvæmum kvöldboðum unglinga að lok- inni fermingu. Jónas B. Jónsson, fræðslu- Stjóri, aJhenti blaðamönnum í gær eintak af bréfi um þetta mál, sem sent verður foreldrum allra Fjölgaðí um 80 millj. á 10 árum NÝJU DELHI, 27. marz. (Reuter). — STARFANDI innanríkisráð- herra Indlands, Lal Bahadur Shastri, tjáði þinginu í dag, að íbúum Indlands hefði fjölg- að um rúmlega 80 milljónir á síðustu tíu árum — og væri mannfjöldinn í landinu nú um það bil 438 milljónir, miðað við manntal 1. marz sl. Við síðasta manntal, árið 1951, reyndust Indverjar vera 357 milljónir. ★ Ráðherrann sagði, að hér væri um að ræða meiri fjölgun en nokkrum hefði komið til hugar fyrir tíu árum — og rík- isstjórnin gerði sér fulla grein fyrir þeim auknu erfiðleikum, sem svo hraðstíg mannfjölgun gæti valdið. — Við fyrrgreint manntal kom í ljós, að 23,7% Indverja teljast nú læsir og skrifandi, á móti 16,6% fyrir tíu árum. Appelsínur vaxa á Akranesi AKRANESI, 27. marz. — Inni í stofu í Skipholti 4 hjá hjónunum Kristófer Ásgrímssyni, múrara og Hennie Þórðardóttur stendur nú appelsínutré alþakið appels- ínum. Það er eins og maður væri kominn suður að Miðjarðarhafi eða vestur til Kaliforníu. Fyrir 11 árum setti Kristófer niður appelsínukjarna í pott hjá stofublómi. Smáanga skaut upp fyrsta árið, og síðan smástækkaði hann þangað til nú að tréð 2ja metra hátt stendur alþakið ávöxt um. Frú Hennie kom með tvær appelsínur og sýndi mér og vógu báðar 250 gr. — Mér er svo sem ekkert vel við þetta, sagði frú Hennie, en Kristófer má ekki fá annað heyra en að tréð fái að vaxa og nú hefur það borið ávöxt. — Oddur. Góð þorskveiði við Eyjafjörð AKUREYRI,"24. marz. — Undan- farið hefir þorskveiði við Eyja- fjörð verið fremur góð. Bátarnir allt frá Ólafsfirði og til Húsa- víkur hafa fengið góðan afla, en gæftir hafa verið fremur tregar. Flestir stærri bátarnir róa með net og um aflamagnið má geta þess að Hauganesbátar fengu í gær sem hér segir: Gunnar Nielsson 19 skippund og Sævald- ur 15 og aðrir nokkuð minna. Allur aflinn var fenginn í net og fer ýmist í salt eða skreiðarfram- leiðslu. — Stefán. fermingarbarna. f bréfinu segir, að skiptiboð meðal unglinga að lokinni fermingu hafi farið stór lega í vöxt síðustu árin. Væru dæmi þess, að einstök böm sætu fullar 20 slíkar veizlur á ein- um mánuði. Þá segir orðrétt: Trufla nám unglinganna „Þessi fjölmörgu boð ungling- anna standa langt fram yfir eðli legan háttatíma þeirra, og er augljóst að þau trufla nám unglinganna, t. d. heimavinnu og draga verulega úr þreki þeirra fyrir skólastarfið, einmitt í lok skólaársins, þegar undir- búningur fyrir próf stendur sem hæst. Reynslan hefur sýnt, að nemendur eiga erfitt með að beita sér að náminu þegar hug- urinn er vikum saman bundinn þessum kveldboðum, sem kölluð hafa verið „eftirfermingarveizl- ur‘“ Þá mætti vekja athygli á misræmi og leiðindum, sem þetta vekur oft milli jafnaldra, bekkjarsysktina og kunningja“. Amast við óhófinu en ekki gleðinni f bréfinu er skýrt tekið fram, að ekki væri amast við gleði unglinganna, heldur við óhófi, sem getur kastað skugga á ferm inguna sjálfa, valdið heimilunum erfiðleikum og skaðað námsorku unglinganna einmitt á þeim tíma, þegar þau eru að búa sig undir próf. Eðlilegt væri, að að- standendur fermingarbarna efni til fermingarveizlu með ættingj- um og vinum í sambandi við ferminguna. Hiiis vegar væri hætt við, að hátíðarblær og áhrif þeirra trúarathafnar, sem ferm- ingin á að vera, missi að verulegu leyti marks, e<f fermingarbömin hafa fjölmörg gagnkvæm boð jafnvel vi'kum saman eftir ferm ingu. Blaðinu hefir borist ný skáld- saga frá Helgafelli, eftir Theo- dór sál. Friðriksson er fjallar um efnj í Landnámu. Eins og lesa má um í Landnámu og fleiri fornum bókum, dvaldist Svíinn Garðar Svavarsson einn vetur í skála sínum í Húsavík í Skjálf- anda ásamt skipshöfn sinni, en hann hrakti hingað norður í höf á leið til Suðureyja. Sagt er líka frá því að þrír af skipshöfn hans, maður að nafni Náttfari og þræll og ambátt úr Suðureyjum, hafi orðið viðskila við skip Garð- ars, slitnað frá því í óveðri og hafróti. Náttfari reisti sér skála þar sem heitir í Náttfaravík fyrir utan Skuggabjörg, skammt frá Húsavík. Hið fáorða en dramatíska SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugfélags íslands hf. gengur í gildi 1. apríl nk. Samkvæmt henni fara flug- vélar félagsins tíu ferðir frá Reykjavík til útlanda yfir mesta annatímann, enda eiga margir farþegar pantað far á hinum ýmsu flugleiðum. Samkvæmt sumaráætlun milli landaflugs Flugfélags íslands, verður ferðum fjölgað í áföng- um til 17. júní og verða sem fyrr segir tíu ferðir til Reykja- víkur og frá þegar flestar eru. Þar af eru níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar, átta ferð- ir til Bretlands, tvær ferðir til Ósló og tvær til Hamborgar. Ennþá liggja ekki fyrir nauð- efni Landnámu hefir orðið uppi staða í sögulega skáldsögu og er hörfundurinin Theódór Frið- riksson, sem kunnastur er fyrir sjálfsævisögu sína ,,í verum“. Efnið hefir orðið honum uppörf un að skrifa skáldverk. Sagan hefst á því að Náttfari, þræll- inn Krumur og ambáttinn Yrsa, reisa skála og hefja mannlíf við ystu höf, án nokkurs samfélags við annað fólk, án nokkurra þæginda af einu eða öðru tagi, berjast við kulda, myrkur og hungur, en við þessi ömurlegu skilyrði fæðir Yrsa sifct fyrsta barn, raunar barn Garðlars Svavarssonar en ekki húsbónda síns Náttfara. 1 einverunni gera mannleg vandamál fljótt vart við sig, einkum verður afbrýðis- semin orsök margra erfiðleika í sambúð þeirra þriggja. Er árin líða birtir þó upp. Skip koma frá Noregi, nýir hóp ar flóttafólks í leit að nýju landi með gnægðir vista og fén- aðar, og upp rís smám saman nýtt fjölskrúðu„t þjóðfélag, á margan hátt með glæsibrag, og tengir hina fyrstu landnema nýju fersku blóði og fólki, sem flytur með sér margskonar menn ingu og þægindi. í Náttfara 'er brugðið upp al- gerlega nýrri mynd af landnámi fslands fyrir meira en þúsund árum. Á undan sögunnj ritar Arnor Sigurjónsson stutt æviágrip Theodórs. synleg leyfi til Parísarflugs, og er því ekki víst að það geti haf- izt í sumar, eins og ráð var fyrir gert. Breyttur burtfarartími Með sumaráætlun millilanda- flugs breytast brottfarar- og komutímar flugvélanna. Brott- farartímar frá Reykjavík til út- landa verða kl. 8.00, 8.30 og 10.00 árdegis, og komutímar frá kl. 22.30 til 23.55, nema sunnu- dagsferðir frá Hamborg, Kaup- mannahöfn og Ósló, sem koma til Reykjavíkur kl. 16.40. Flugfélag íslands hefur nú á leigu Cloudmasterflugvél af fullkomnustu gerð til millilanda flugs, og mun svo verða um nokkum tíma, þar sem önnur Viscountflugvélin er bundin við störf í Grænlandi en hin er í skoðun ytra. Á sumri komandi munu Vis- countflugvélarnar hinsvegar ann ast millilandaflugið að mestum hluta, en að nokkru mun verða notuð DC-6B (Cloudmasterflug- vél), sem Flugfélag íslands hyggst kaupa. Sú flugvél, er hinn glæsilegasti farkostur og búin fullkomnustu tækjuro w* a. ratsjá. Flugmenn að ljúka námi Um þessar mundir eru nokkr- ir flugmenn Flugfélags Islands að Ijúka bóklegu námi í með- ferð DC-6B flugvéla og eftir heimkomuna munu þeir hefja flug sem aðstoðarflugmenn á þeirri flugvélategund, unz þeir eftir tilskilinn tíma öðlast flug- stjórnarréttindi. Þangað til MOSKVU og Genf, 24. marz. (Reuter) — Blaðið Izvestia í Moskvu, málgagn sovétstjórnar- innar, sagði í dag, að hinar nýju tillögur Bandaríkjanna á Genfar ráðstefnunni um bann við kjarna vopnatilraunum legðu engan „viðhlítandi grundvöll að þvi, að viðræðunum gæti lokið með góð- um árangri“. Fréttaritari blaðs- ins í Genf sagði, að þegar tillögur Bandaríkjanna væru athugaðar nákvæmiega, virtust þær aðeins vera endurtekning fyrri tillagna þeirra, sem Sovétríkán hefðu áður tekið ótvíræða afstöðu til og dæmt óaðgengilegar. Cloudmasterflugvélin, seml Flugfélag íslands hefir um 1 þessar mundir til millilanda-í flugs er frá SAS flugfélaginu. £ Hún hefur nú þegar farið J nokkrar ferðir, og þar til Flug-1 félagsmenn fá réttindi til flugi stjórnar á henni, munu flug-í stjórar frá SAS annast flug-7 ið. Nokkrir flugmenn F.í. eru l nú um það bil að ljúka flug-V prófum í Svíþjóð og munu aðí loknum tilskildum flugtimum j fá stjórnarréttindi. Cloudmast-1 erflugvéljn er hinn glæstastii farkostur, svo sem sjá má á k meðfylgjandi mynd, sem tek-í in var í gær á Reykjavíkurflug / velli. — Ljósm. Sv. Sæm. I munu flugstjórar frá SAS stjórna flugvélinni. Nú eins og nokkur undanfarin ár, hefir Flugfélag Islands vand- að mjög til útgáfu sumaráætlun- ar sinnar, og er hún jafnframfc hin ágætasta kynning. I sumar- áætluninni, sem prentuð er á mjög góðan pappír eru margar litmyndir frá fögrum stöðum hér á landi auk teikninga og annarra mynda. Á tímabilinu frá 1. apríl til 31, maí og frá 1. október til 31. mara 1962 munu verða á gildi sérlega lág fargjöld frá Reykjaví'k til nokkurra staða í Suður-Evrópu, Hér er um að ræða 25% afslátt frá gildandi ferðamanna-fargjöld um á þessum leiðum, en skilyrðl er, að farþegar ljúki ferðinni á einum mánuði. Samkvæmt hin- um lágu fargjöldum kostar flug. far frá Reykjavík til Barcelona og heim aftur kr. 7820.00. Frá Reykjavík til Nizza og heim aft- ur kr. 7468.00. Frá Reykjavík til Palma (Mallorca) og heim 8188.- 00 kr. og frá Reykjavík til Róma borgar fram og aftur kr. 8354,00 krónur. A 55 mínútna fundi, sem hald- inn var á ráðstefnunni í Genf I dag, sagði Tsarapkin fulltrúi Rússa m. a., að ekki virtist unnt að taka neina afstöðu . til ein- stakra atriða tillagnanna, og yrði hann því að bíða með athuga. semdir sínar, þar til tillögurnar hefðu verið skýrðar í heild. — Veldur þvermóðskufull fram. koma rússneska fulltrúans hinum vestrænu fulltrúum miklum von. brigðum, þar sem þeir höfðu tai. ið bandarísku tillögurnar ganga langt til móts við fyrri afstöðu Rússa í þessum málum — og þvl vænzt nokkurs árangurs. —. Næsti fundur á ráðstefnunni verð 1 ur á mánudaginn. JVý sleáldsaga trá lan dn ámsöld eftir Theodór Friðriksson Izvestia dæmir: Bandarísku tillög- urnar óhæfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.