Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 11
Miðvikudagur 29. marz 1961 M OR &U N B L A Ð1Ð 11 Svo fór um sjóferð þá FYRIR nokkru síðan, sendi ég Búnaðarþingi erindi og óskaði að það vildi mæla með því við Alþingi, að lögum Nr. 44 frá 9. maí 1947, yrði breytt þannig, að tekið yrði upp í lögin ákvæði, er tryggðu sauðfjáreigendum meira öryggi en nú er, með til- kvaðningu nokkurra dýralækna Ihverju sinni er sérfræðinigur Eauðfjársjúkdómanefndar teldi niðurskurð sauðfjár, vegna meintrar mæðiveiki, nauðsyn- legan. Erindið var, að þessu sinni, afhent svonefndri Búfjárræktar nefnd þingsins til umsagnar. Nefndin lagði til að erindinu yrði vísað frá og getur að líta for- sendurnar eða greinargerð nefnd arinnar fyrir frávísuninni í Morgunblaðinu 9. þ. m. Þessi greinargerð er þannig orðuð, að maður gæti freistazt til að ætla, að uppkast að henni væri fengið að láni hjá sjálfum 6érfræðingi Sauðfjársjúkdóma- mefndar og með því að nota ,,rök“ þess embættismanns, þegar hann hefir engar aðrar sannanir fram að bera, mæfcti orða það svo. „að enginn vafi“ léki á því að þaðan væri öll greinargerðin runnin,“ svo rækilega er hún í Ihans anda og honum einum til þurftar. En í henni stendur m. a. þetta: „að ekki sé æskilegt að breyta lögum um sauðfjárveiki- varnir, eins og stendur." (allar leturbr. mínar. S.) Hversvegna það? Er tíminn óheppilega val- inn hjá mér, t. d. svo nýlega lokið deilum okkar G. G. um ■þessi mál, að meðmæli með auknu öryggi gætu talist jafn- gilda vantrausti á sérfræðing- inn? Ekki ætlaðist ég til þess. En þetta vill nefndin taka fram í þrem liðum: 1: „Sérfræðingurinn hefir ekki kveðið upp dóm, þegar vafi hefir verið á sjúkdómsgreimngu, nema í ful'lu samráði við samstarfs- *nenn sína á Keldum“. Ætli að sérfræðingurinn hafi ekki æði sjáldan þurft að leita til samstarfsmanna sinna vegna vafa um eigin sjúkdómsgrein- ingu? Og í öðru lagi, ef vafinn Ihefir fyrst orðið til úti á landi, tijá sauðfjáreigendum, væri þá nlveg vist að viðkomandi lungu væru ermþá tiltæk samstarfs- mönnum til skoðunar hverju sinni“? 2. Ef leikmenn og sérfræðing- ar verða ekki sammála um sjúk- dómsgreiningu, þá er auðvitáð mál að það er sérfræðingsins eð skera úr um það hverju einni“. (Hér er nú eintalan látin duga) I>að skiptir ef til vill engu, þótt þessir leikmenn verði í flestum tilfellum 5 landskunnir heiðursmenn í Sauðfjársjúk- dómanefnd, þaulkunnugir öllum eðstæðum, mennirnir sem einir geta löglega lerafizt niðurskurð- er og eru vel færir um að leggja til í vafasömum tilfellum, hvort beita skuli algerri útrýmingu eða tímabundinni einangrun, sem gæti skipt miklu máli í einstök- tim tilfellum. En mér finnst eitfchvað bogið við ,,logik“ þeirra manna, er elíka tröllatrú hafa á sérfræð- ingum, að berjast gegn því eftir mætti að fleiri sérfræðinga mætti lögum samkvæmt kveðja til élita og úrskurðar, ekki aðeins þegar vafi er á sjúkdómsgrein- ingu, heldur hverju sinni er lungu finnast er gæfu grun um mæðiveiki. Þetta mundi og al- gerlega losa sérfræðing þann er nú fer með þess rannsóknir, við grun um afglöp og auka mjög traust á vörnunum. 3. „Vegna þess að reynslan hefir sýnt, að jafnran hefir verið farið frekar of stutt en of langt í niðurskurði sauðfjár, þegar étt hefir að uppræta mæðiveiki þar sem húin hefir komið fram á lítt sýktum svæðum, þá lítur Búfjárræktarnefnd þannig á, að ekki sé ámælisvert þó niður- skurði sé beitt nokkuð út fyrir mörk hinna sýktu hjarða". Fullfcrúar á Búnaðarþingi verða að skoðast tala fyrir alla bændastétt landsins og rödd bændanna almennt. Það er því ófær leið hverjúm manni að koma fram máli er þá varðar, á Alþingi, gegn svo eindregn- um yfirlýsingum sem hér eru á ferð, enda mun ég ekki reyna það framar en orðið er, sé þetta raunverulega skoðun mikils meiri hluta bændastéttarinnar, þá er allt gott um það að segja, þeir hafa þá fengið nú það sem þeir vilja. En ég viá óska sérfræðingi sauðfjársjúkdómanefndar til ham ingju með þessi málalok. Með þessari afgreiðslu Búnaðarþings er vald hans takmarkalaust. Það er margsannað að við niðurskurð hér í Djúpinu, fann hann ekki ein einustu sjúk lungu, þótt sjálf ur leitaði þeirra vendilega, hafði ekkert að halda sér í, annað en órökstuddar fullyrðingar einar, „það er enginn vafi“ o. s. frv. Það er því algerlega ósannað mál, að hér hafi verið svo mikið sem afsakanlegur grunur um mæðiveiki, eftir að niðurskurður í Múla reyndist negatívur, enda virðist sem ráðamenn í Reykja- vík séu ekki sanntrúaðir á sýk- ingu hér, þar sem olckur er bent á að kaupa fé til lífs fyrir það sem skorið var, á allra næstu bæjum í hreppnum og er þá farið iað „beita niðurskurði nokkuð (langt) út fyrir mörk hinna sýktu hjarða", sem þá hafa verið suður á Reykjánesi við Breiðafjörð, eri þessi ágæta nefnd lítur svo á að ekki sé ámælis- vert. Sérfræðingurinn fær jafnvel bendingu, ef ekki hreinar ákúrur fyrir slóðaskap, hann hefir jafn- an verið of smátækur, ekki látið drepa nóg þar sem líkt sfcendur á og hér. Hann æfcti framvegis að geta bætt úr því og rekið af sér slyðruorðið, eginlega væri hann þá aðeins áð afgreiða pant anir. — 17. marz 1961. Sigurður á L,augabóli. Kirkjutónleikar í Keflavík Á 2. PÁSKADAG verða Kirkju- hljómleikar í Keflavík, sem flutt Dregið úr kosinaði við vorierðalög skólanema LENGI hefur sú venja verið ríkjandi, að efnt hefur verið til vorferðalaga fyrir nemendur í barna- og gagnfræðaskólum bæj- arins að loknum prófum. Venju- lega hafa nemendur efstu bekkja barnaskólanna (12 ára börn), nemendur annarsbekkjar gagn- fræðastigs, landsprófsdeilda og þeir nemendur, sem ljúka gagn- Kristinn Magnússon rum hakarameist fyr KRISTINN Magnússon var fædd- ur 28. nóvember 1894 að Bakka í Ölvesi, sonur hjónanna Guð- laugar Hannesdóttur og Eyjólfs Gíslasonar, sem lengst af bjuggu að Þurá í Ölvesi. Kristnn lézt að heimili sínu Þingholtsstr. 23, hér í bænum, aðfaranótt 24. þ.m. og varð því liðlega 66 ára gamall. Kristinn var eitt hinna svo- nefndu, „Jarðskjálftabarna“ og hefur því verið tæpra tveggja ára, er hann fluttist til Reykja- víkur í september 1896. Jarð- skjálftinn varð hvergi eins mikill og í Ölvesinu, þar sem 24 bæir íéllu til grunna og 20 bæir urðu fyrir stórskemmdum. Víðtækt hjálparstarf var hafið og mörg heimili í Reykjavík buð ust til að taka börn til vetrar- dvalar. Flest þessara barna munu hafa ílengzt á heimilunum, sem tóku þau, og meðal þeirra var Kristinn Magnússon, sem átti því láni\ að fagna að verða hjá heið- urshjónunum frú Sigríði Einars- dóttur og Magnúsi Benjamíns- syni úrsmíðameistara sem ólu hann upp og ættleiddu. Kristinn lærði bakaraiðn hjá Birni Símonarsyni og vann síðar sjálfstætt., þar til hann vegna veik inda varð að hætta því starfi. Árið 1935 hóf hann störf við verzl un Magnúsar Benjamínssonar & Co. og gjörðist síðar meðeig- andi og starfaði þar meðan kraft- ar entust. Meðal annars gætti hann Dómkirkjuklukkunnar af mikilli trúmennsku um margra ára skeið. Kristinn Magnússon var við- feldinn enda vinsæll maður og vinmargur, jafn við hvern sem var og fann til með þeim, er bágt áttu. Hann átti gott heimili og var mesti höfðingi heim að sækja, enda ætíð gestkvæmt á heimili þeirra hjóna. Vandur var hann að virðingu sinni og áreið- anlegur svo af bar og ötull starfs maður. Krstinn gat verið nokkuð þétt- ur fyrir en jafnframt viðkvæmur í lund og ljúfmenni hið mesta, sem gott eitt vildi alla við menn eiga, enda mun hann enga hafa átt óvildarmenn. Árið 1920 gekk Kristinn að eiga eftirlifandi konu sína Guðrúnu Einarsdóttur Guðmundssonar frá Hólmakoti á Mýrum, og eignuð- ust þau í farsælu hjónabandi tvær dætur Sigríði gifta Þorsteini Ólafssyni og Margréti gifta í Ameríku. Eftr að Kristinn varð algjör sjúklingur, naut hann slíkrar hjúkrunar hjá konu sinni, síðast- liðinn fjögur ár, að fátítt mun vera nú orðið. Vissa er fyrir því, að betri aðhlynningar hefði hann ekki getað notið annars staðar en hjá h-enni, sem ávallt gætti hans af einlægri alúð og kostgæfni. Mætti þar einnig nefna tengda- soninn, sem búsettur er hér, og reynzt hefur þeim hjónum af- burða vel og gjört allt, er haim mátti til að rétta þeim hjálpar- hönd í langvarandi veikindum Kristins. Kristinn Magnússon verður minnsstæður öllum þeim, sem kynntust honum, vegna ljúf- mennsku sinnar og fyrir órofa tryggð við þá, er hann var vináttu við. í hugum samferðamannanna mun ávalt hvíla birta yfir minn- ingu þessa góða drengs. Sverrir Sigurðsson. fræðaprófi, farið í slíkar ferðir. Ferðalög þessi hafa oft verið 2ja til 4ra daga ferðir og reynzt allkostnaðarsöm. Raddir hafa heyrzt um það, að þetta sé oft og tíðum verulegur fjárhagslegur •baggi fyrir heimilin, þótt einstak- ar deildir eða skólar hafi safn- að allmiklum fjárhæðum til ferða laganna með blaðaútgáfu, happ- drætti og skemmtunum. Því var samþykkt nýlega á fundi skólastjóra toarna- og gagn- fræðastigsskólanna, að þessi vor- ferðalög 12 ára barna og annars- bekkjar deilda gagnfræðastigs- ins, verði sem svarar eins dags ferðalag eða e. t. v. tveggja daga ferð með gistingu í skálum í ná- grenni Reykjavíkur. Vorferðalög landsprófsdeilda og fjórðubekk- inga væru ráðgerðar tveggja daga ferðir. Forráðamenn skólanna vænta þess, að þessar breytingar á vor- ferðalögum nemenda, sem stefna að því að draga úr kostnaði, séu í samræmi við óskir heimilanna og hljóti því góðan stuðning þeirra. * + * Fræðslustjóri lét þess getið við blaðamenn í gær, að í ár yrðu skólaferðalögin með sama hætti og verið hefði undanfarin ár, þar sem þegar væri lokið við að und- irbúa ferðirnar, en að þeim lokn um mundu þeir innleiða stuttu ferðalögin í lok skólaársins. Aðalfundur fél. ísl. dráttar- brautareigenda AÐALFUNDUR Félags ísl. drátt arbrautaeigenda var haldinn laugardaginn 18. marz sl. Formaður félagsins Bjami Ein arsson skýrði frá störfum félags stjórnar sl. starfsár. Gat hann þess m.a., að nú væru bátar byggðir innanlands samkeppnis- hæfir hvað verð snertir á við báta smíðaða erlendis, og því væri mikið nauðsynjamál, að lán fengjust til skipasmíða. Á fundinum var mikið rætt um þörf dráttarbrautanna á stofnlánum til aukningar og endurbóta á skipabrautum og húsnæði, enda eru flestar drátt- arbrautir yfir 10 ára, en á þeim tíma hefur skipastóll lands- manna stóraukizt. Stjórn Félags ísl. dráttarbraut areigenda var endurkjörin, en hana skipa: Bjami Einarsson, formaður; Marsellíus Bemharðs- son, ritari, og Sigurjón Einars- son, gjaldkeri. ir eru í tilefni þess að Lúðrasvelt Keflavíkur er fimm ára um þetta leyti. Hljómleikar þessir eru mjög fjölbreyttir að efni, verða flutt þar verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Auk Lúðrasveitarinnar mynda samkór Karlakór Keflavíkur og kirkjukórinn. Einsöngvarar með kórnum verða Böðvar Pálsson og Sverrir Ólsen. Stjómandi Lúðra-. sveitar Keflavíkur og Karlakórs Keflavíkur er Herbert Hribersc- hek, hann stjónar einnig sam- kórnum, sem þarna kemur fram í fyrsta sinni. Árni Arinbjarnar- son leikur einleik á kirkjuorgel- ið og einnig undirleik með kóm- um. Helgi S. Jónsson flytur kafla úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson. f formála efnisskrár segir svo meðal annars: „Kirkjuhljómleik- ar þeir ,sem hér fara fram, eru af tilefni þess að Lúðrasveit Keflavíkur hefur nú starfað í 5 ár. Á þeim stutta tíma hefur Lúðrasveit Keflavíkur sett svip á tónlistarlífið, blásið í það nýjum þrótti, sett mark sitt hátt og ekki sakazt um þó oft hafi verið örð- ug för. Góður árangur er gleði starfsins og viljinn til að auðga líf fólksins af fegurð og tilbreytni er markmið, sem stöðugt heimtar meira starf — lengri för inn á hið litríka undraland hljómlist- arinnar". Kirkjuhljómleikar þessir eru þeir stærstu og fjölmennustu, sem fluttir hafa verið af Keflvík ingum einum saman, því allt eru heimamenn, nema hinn snjalli og dugmikli stjórnandi, en hann á sinn ríka þátt í því að unnt var að koma þessum hljómleikum upp. Það eina sem kvíða má í sam- bandi við þessa hljómleika, er að nú verði kirkjan alltof lítil, því vafalaust vill engin missa af þess um sérstæðu kirkj uhljómleikum á annan Páskadag. r Island - Færeyjar stofnfundur í kvöld í KVÖLD er í ráði að stofna hér í bænum til félagsskapar er vinni að nánari tengslum við ná- granna vora og frændur Fær- eyinga. Hefur þetta mál verið 1 undirbúningi nokkuð undanfarið. Þetta félag mun starfa á sama grundvelli og þau félög sem stofnuð hafa verið í sama til- gangi, til að efla menningar- tengsl milli annarra Norður- landa og íslands. Stofnfundur þessa Færeyja- vinafélags verður haldinn í fé- lagsheimili prentara að hverfis- götu 21 í kvöld klukkan 8.30. Á fundinum mun ungur færeysk ur menntamaður, Johan Hendrik Poulsen, flytja erindi um fær- eysk danskvæði og sýndar verða færeyskar bækur sem jafnframt verða þar til sölu. Allir þeir, sem áhuga hafa á stofnun slíks félags, en þeir munu vera marg- ir, eru boðnir og velkomnir á stofnfundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.