Morgunblaðið - 29.03.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. marz 1961
MORCU1SBLAÐ19
13
Kæða Bjarna Benedi ktssonar:
Á leiðínní til bættra iiískjnra
Vandinn ekki leysfur með því að
þykjast ekki sjá hann
SUMIR hafa haft orð á því, að
ýmsum hlustendum mundi ofboð-
ið með því að útvarpa umræðum
frá Alþingi í fimm kvöld á ör-
fárra vikna bili. Um það skal ég
ekki dæma, heldur leggja áherzlu
á hitt, að í lýðræðisþjóðfélagi er
á fáu meiri þörf en því, að kynna
ikjósendum störf þjóðþings
þeirra. En mjög er vafasamt, að
reglur þingskapa okkar um út-
varpsumræður hhfi nokkru sinni
verið heppilegar og raunar aug-
ljóst, að þær eru nú orðnar úr-
eltar, enda mun leitun á slíkum
utan íslands.
Tveim mánuðum
skemmra þing
Ef þingflokkar hefðu ekki kom-
ið sér saman um styttingu ræðu-
tíma frá ráðagerð þinkskapa,
xnundu umræður um vantraust
og nú í eldhúsi ekki hafa staðið
tvö kvöld hvorar um sig, eða
fjögur samanlagt, heldur fjögur
kvöld hvorar, eða átta samtals.
Yænti ég að flestum hefði þá ver
ið nóg boðið, en þetta sýnir
Ihversu fráleitar reglurnar eru og
hversu brýn þörf er á að endur-
skoða þær ásamt ýmsu öðru í
þingsköpum okkar. Enda fer því
fjarri, að útvarpsumræður gefi
rétta mynd af störfum og ræðu-
höldum á Alþingi. Til þess að svo
verði, væri miklu nær, nú þegar
ræður þingmanna eru hvort sem
er allar hljóðritaðar jafnóðum,
að útvarpa eftir á ræðum, sem
haldnar hafa verið við raimveru-
legar umræður, og haga þá svo
til, að mismunandi skoðunum
yrði gert jafnhátt undir höfði.
Auðvitað þarf slík breyting ræki-
legrar íhugunar við og er ekki
gerleg nema um hana sé víðtækt
samkomulag. En allir unnendur
Alþingis hljóta að verða sam-
xnála um, að því er lítill greiði
gerður með þeirri mjög villandi
hugmynd, sem útvarpsumræður
í núverandi formi skapa hjá
þeim, er endast til að hlusta á
þær.
Æskilegt er, að störfum Al-
þingis sé hagað svo, að þar verði
sem mestu afkastað á sem styst-
um tíma og kostnaður af þing-
haldi þar með ekki meiri en brýn
þörf er á. Þess vegna er það
fagnaðarefni, að nú skuli allar
horfur á, að unnt verði að slíta
þingi n.k. miðvikudag, hinn 29.
marz. Þetta eru mikil viðbrigði
frá því, er hin hásæla vinstri
stjórn var við völd. Þau tvö
heilu þing, sem hún stjórnaði,
var þingsetningardagur hinn
sami og nú. En 1957 var þingi
slitið 31. maí og 1958 4. júní.
Hér munar því rúmlega tveimur
mánuðum í hvort sinn.
Viðurkenning
vandamálanna
Aðalorsök þessa mikla munar
var hið stöðuga ósamlyndi, er
hrjáði þá stjórn, jafnt ráðherrana
sjálfa sem fylgismenn þeirra.
Þingheimi var þá haldið starfs-
lausum mánuðum saman þangað
til sættir komust á milli stjórn-
arherranna. Verst var þó, að all-
ar sættir reyndust svikasættir,
aldrei var unnið af heilindum,
svo að allur vandi var jafn óleyst
ur eftir sem áður.
Skiljanlegt er, að mðnnum með
ólíkar skoðanir komi illa saman
um leiðir til að leysa aðsteðjandi
vandamál. Frumskilyrði lausnar
hlýtur að minnsta kosti ætíð að
vera, að allir viðurkenni, að við
einhvern vanda sé að etja. Því
að ekki er von, að þeir, sem ekki
viðurkenna, að þeim sé vandi á
höndum, leiti ráða til úrlausnar
honum.
Ef litið er til þeirra vandamála
sem undanfarið hefur borið hæst
í þjóðfélagi okkar, sést, að það
ber strax á. milli stjórnarliða og
stjórnarandstæðinga, að hinar síð
artöldu segja að þarna hafi eng-
inn vandi verið á ferðum.
Var fiskveiðideilan
blessun?
í landhelgismálinu gera hátt-
virtir stjórnarandstæðingar nú
sem allra minnst úr deilunni við
Breta. Á sumum þeirra er meira
að segja helzt að skilja, að hún
hafi verið okkur til góðs. Játa
verður, að ef einhver hefur í
alvöru trúað þessu, þá sé hon-
um vorkunn, þótt hann vildi ekki
svifta þjóðina þeirri blessun.
En er það þá rétt, að nokkur
ábyrgur maður hafi í alvöru trú-
að þessu?
Trauðla þeir, sem mest hafa
fjölyrt um níðingsskap Breta í
okkar garð og þær margvíslegu
hættur, sem athæfi þeirra færði
yfir öryggi þjóðarinnar í heild
og sérstaklega líf sjómanna á mið
unum. Allir svokallaðir hernáms
andstæðingar hafa til skamms
tímá sagt þessar hættur svo alvar
legar, að við ættum þeirra vegna
að segja okkur úr varnarsamfé-
lagi frjálsra þjóða. Sumir Fram-
sóknarmenn, svo sem formaður
þeirra, háttvirtur þingmaður
Hermann Jónasson, hafa aftur á
móti haldið því fram, að ástand-
ið væri svo geigvænlegt, að við
ættum í skjóli varnarsamnings-
ins við Bandaríkin að kveðja
flota þeirra, hinn öflugasta í
heimi, okkur til varnar.
Þeir, sem á þessu hafa hamrað,
árum saman sumir, gera sig seka
um afkáralegan tvískinnungs-
hátt, þegar þeir halda því nú
fram af engu minni ákafa en
hinu öfuga áður, að hér hafi
ekki verið um neinn vanda að
ræða. „
Það er ekki sízt vegna þess, að
allur almenningur vissi, að þarna
var alvarlegur vandi og beinn
voði á ferðum, að hann veitti
lausn fiskveiðideilunnar allt aðr-
ar viðtökur en stjórnarandstæð-
ingar höfðu búist við. Menn
skildu, að einhver endir verður
að vera allrar þrætu — þessarar
ekki síður en annarra.
Afsakanir Soames
Hinu bjuggust fæstir við, að
lausnin yrði okkur jafn hagkvæm
og raun ber vitni. Þess vegna
hafa stjórnarandstæðingar reynt
að ófrægja hana á alla vegu og
þar með snúa okkur til óhags
ákvæðum, sem allir skyni bornir
menn sjá, að ýmist eru okkur ein-
hliða til hags eða okkur ekki
síður en gagnaðila.
Stjórnarandstæðingar bæta
síst sinn hlut með því að vitna
í orð brezks ráðherra sér til
stuðnings. Auðvitað reynir hann
að fegra ósigur Breta. Og hinar
ótrúlegu yfirlýsingar, sem heyrð-
ust hér á Alþingi á dögunum um,
að aðgerðir okkar 1958 hafi ekki
stuðzt við alþjóðalög, hafa gef-
ið málsvörum brezku stjórnarinn
ar ástæðu til að láta svo sem
það sé fórn eða undansláttur af
okkar hálfu að fara héðan af að
alþjóðalögum, sem er einmitt
það, sem við höfum alltaf gert.
Einstök atriði landhelgismáls-
ins skulu ekki rakin nú, þau hafa
verið fullskýrð áður, svo að ekki
er þörf endurtekningar. Einróma
dómur hlutlausra manna hvar-
vetna, sem til spyrst, og gremja
ofstækismanna í Grimsby og
Hull segja sína sögu um hver
ofan á hafi orðið.
Orsakir sigursins
En hvernig stendur þá á hin-
um mikla sigri okkar?
E. t. v. sannfærðust Bretar um,
að kommúnistar ginntu þá eins
og þursa, þegar þeir létu ögra
sér til herhlaupsins að íslands
ströndum. Þeir sáu sennilega
Bjarni Benediktsson
dómamálaráðherra
að engu stórveldi er til sæmdar
að takast svo bersýnilega á hend-
ur hlutverk Goliats gegn hinum
islenzka Davíð.
En úrslitum réði örugglega, að
íslenzka stjórnin ákvað nú, að
nota til hins ítrasta það vinsam-
lega samband, sem vist beggja
ríkja í Atlantshafsbandalaginu, á
að hnýta og hlýtur að hnýta, ef
rétt er á haldið. Með veru okkar
þar opna æðstu valdamenn ís-
lands sér beinan aðgang til æðstu
valdamanna bandalagsþjóða okk-
ar. Það hefur ætíð verið sann-
færing min, að hinir ómetanlegu
möguleikar til að gera landi okk-
ar' gagn, sem með þessu eru fyr-
ir hendi, hafi engan veginn ver-
ið nýttir til fulls 1958. Þess
vegna fór þá eins og fór. Nú voru
þessir möguleikar hagnýttir. Það
réði úrslitum um sigur okkar.
Sömu reglur
um allt sparifé
Einstök atriði efnahagsmála
eru ekki síður þaulrædd en land-
helgismálið. Ómögulegt er þó að
neita sér um að benda á ósam-
kvæmina í málflutningi stjórn-
arandstæðinga um nokkur þeirra.
Tökum t. d. tal Framsóknar-
manna um bindingu fjár, sem lagt
er í innlánsdeildir kaupfélaga.
Látið er svo sem við landauðn
liggi af því að Seðlabankinn á
að halda valdi til að setja sams-
konar reglur um þetta fé og ann-
að sparifé. Engu að síður er við-
urkennt, að á síðasta ári var nær
ekkert fé innlánsdeilda bundið
með þessum hætti, vegna þess að
kaupfélög og innlánaeigendur
hafa í hendi sér, hvort fé skuli
talið sem innistæða í innláns-
deild eða á viðskiptamannareikn-
ngi. Ef það er talið á síðarnefnda
veginn tekur kvöðin ekki til þess
fremur en til innistæðna hjá
kaupmönnum. En þá nýtur féið
hvorki hjá kaupfélögunum né
kaupmönnum skattfrelsishlunn-
inda sparifjár. Framsóknarmenn
beittu sér hinsvegar á sínum
tíma fyrir því, að innlánsdeildir
kaupfélaga skyldu njóta þeirra
hlunninda. Hér sem ella hljóta
skyldur að fylgja hlunnindum.
Ef menn afnema skattfrelsi inn-
lánsdeilda er sjálfsagt að afnema
kvaðirnar, sem því fylgja, en
verða að leggjast jafnt á allt
sparifé, er skattfrelsis nýtur. Það
mega Framsóknarmenn ekki
heyra nefnt. Þeir vilja halda for-
réttindupi en neita að taka á sig
kvaðir, sem aðrir, er forréttinda
njóta, verða að bera.
Dreifðustu lífsgæðin
Svipað er þegar Famsóknar-
menn fjölyrða um það, að gert
sé upp á milli manna með við-
reisnarráðstöfunum. Þó segja þeir
í öðru orðinu, að jafnt sjávarút-
vegur, landbúnaður, iðnaður og
verzlun séu á heljarþröm eða
eigi um sárt að binda. En hverjir
eru þá eftir, sem ívilnað hefur
verið? Jú, því er haldið fram, að
það séu sparifjáreigendur, þeir,
sem njóti góðs af hinum háu
vöxtum. En allir vita, að af lífs-
ins gæðum hér á landi, eru senni-
lega engin dreifðari en spari-
fjáreign. Fæstir eiga þar hins-
vegar stórar fjárhæðir. Skatt-
frelsi sparifjár var lögboðið í
fjármálaráðherratíð Eysteins
Jónssonar til að örfa myndun
þess, enda vita allir, að á síð-
ustu tveim áratugum hafa menn
ekki auðgast á sparifjáreign á ís-
landi. Verðbólgan hefur séð fyr-
ir því, þar sem enginn kemst
hinsvegar hjá því að játa, að
sparifjársöfnun og innlend fjár-
magnsmyndun er undirstaða
framkvæmda og þar með fram-
fara hjá okkur eins og öllum öðr-
um.
Aukning þjóðarfram-
leiðslu
Enn gegnir sama máli, þegar
um launakjör er rætt. Spurt er,
hvernig unnt sé fyrir fjölskyldu-
mann að lifa á daglaunum sam-
kvæmt lægsta Dagsbrúnartaxta.
Óvéfengjanlegt er, að þröngt er
í búi hjá hinum launalægstu.
Rætur þess er m. a. að rekja
til viðskilnaðar vinstri stjórnar-
innar, eins og fyrri ræðumenn í
kvöld minntu á með afsökunum
sínum. En þegar hagur fjölskyldu
fólks er metinn má ekki gleyma
því, að fjölskyldubætur, sem ég
tel eina mestu félagslega umbót
á okkar dögum, bæta hag allra
barnafjölskyldna. Auk þess sem
flestir í öllum launaflokkum létta
a. m. k. á einhvern hátt undir
með sér á tímanum, sem afgangs
verður frá átta stunda vinnudegi.
En heilindi þeirra, sem um þetta
spyrja, má marka af því, að í
hinu orðinu segja þeir alla at-
vinnuvegi landsmanna gjald-
þrota. Ef svo er, leiðir af því,
að þeir geta ekki borgað hærra
kaup. Og ekki koma erfiðleikar
þeirra af því, að hér sé of mikill
launamunur, því að sömu menn
fjargviðrast yfir því, að hinir
launahæstu hafi allt of lág laun,
svo að þeir, eins og læknar og
verkfræðingar, flýi land af þeim
sökum. Enda er sannleikurinn
sá, að launamunur er miklu
minni hér en annarsstaðar, þar
sem til hefur spurzt.
Jöfnuður hér er svo mikill, a#
að raunverulegum kjarabótum
fyrir allan almenning verður ekki
komið við nema með aukningu
þjóðarframleiðslu. En þá hælast
stjórnarandstæðingar um yfir
því, að á sl. ár hafi úr henni
dregið, þar sem aukning hafi
verið mikil á vinstri stjórnarár-
unum. Hið rétta er, að 1957 varð
hún 3,5% og 1958 4% en á stjórn-
arárum Ólafs Thors 1953—1956
9,7% að meðaltali.
Undirstaða
bættra lífskjara
Allar þessar tölur verður að
skoða í ljósi þeirra aðstæðna,
sem þá giltu og m. a. urðu til
þess, að verðbólgan eyddi nær
jafnóðum þeim kjarabótum, sem
menn ella hefðu getað hlotið. 1960
var hinsvegar stungið við fótum
og reynt að koma jafnvægi á,
svo að verðmætin eyddust ekki
jafnóðum í höndum manna. En
einnig ber að hafa í huga, að þá
voru flutt inn skip og flugvélar
fyrir hærri upphæð en nokkru
sinni áður, er nú og síðar eiga
að geta orðið undirstaða bættra
lífskjara, ef afli fæst, verðlag
reynist ekki óhagstætt og við
kunnum sjálfir með að fara.
Afkoma almennings er að
sjálfsögðu háð framkvæmdum í
landinu, þ.á.m. fjárfestingu al-
mannavaldsins og einstaklinga,
aflabrögðum og verðlagi. Þeir,
sem býsnast yfir, að fram-
kvæmdum innanlands hafi ver-
ið haldið í hófi á árinu 1960,
ættu að hugleiða, hvernig farið
hefði, ef ekki hefði verið dreg-
ið úr þenslunni, sem áður var,
því að þrátt fyrir allar hrak-
spár varð ekki vart annars at-
vinnuleysis á síðastliðnu ári en
óhjákvæmilegt var vegna ófyr-
irsjáanlegrar aflatregðu á síld-
veiðum og hjá togurum.
Að aflabrestur og verðfall
hafi orðið vilja stjórnarandstæð-
ingar öðru hvoru neita, almenn-
ingi til mikiilar imdrunar, því
að eins og ég sagði áðan, er sök
sér, þótt menn komi sér ekki
saman um úrræði. Hitt er
miklu alvarlegra, þegar þeir
þykjast ekki sjá staðreyndir né
viðurkenna að til séu hin helztu
vandamál, sem leysa verður.
Hermann sá ekki
ofsjónir 1958
I efnahagsmálum jafnt og
landhelgismálinu skilur það
milU feigs og ófeigs, milli
stjórnarandstæðinga og stjórnar
liða, að hinir fyrmefndu segja,
að enginn eða lítill vandi sé
á höndum þar sem ríkis-
stjórnin og fylgismenn hennar
gera sér grein fyrir vandanum
og leita ótrauðir ráða til lausn-
ar honum.
Stjómarandstæðingar segja
nú, að efnahagsmálin hafi
aldrei verið betur komin og auð
veldari úrlausnar en í árslok
1958 og þess vegna hafi flest
í viðreisnarráðstöfununum verið
til ills eða að minnsta kosti
óþarft. En hvernig stenzt sú full-
yrðing, að vandinn hafi enginn
verið 1958?
Hver einasti íslendingur veit,
að þetta er fjarri sanni. Það er
þessvegna lítilsvirðing við dóm-
greind almennings að halda
sUkri fjarstæðu fram. Sá mál-
flutningur verður því furðu-
legri, þegar menn minnast
þess, að vinstri stjórnin flúði af
hólmi 4. desember 1958 af því,
að háttvirtur þingmaður Her-
mann Jónasson taldi nýja verð-
bólguöldu risna og stjórn sína
gkki koma sér saman um nein
Framhald á bls. 17.