Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 29. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 19 — Ég skil- En bara að þetta sé nú rétt athugað hjá yður. —bað er ég viss um, að það er, og þessvegna neita ég að gefa samþykki mitt til þessarar trúlofunar. Eða að minnsta kosti til hjónabands. Ég get vitanlega ekkert við því sagt, þó að hún trúlofi sig, en ég get ekki og vil ekki, að hún giftist ennþá sem komið er. En ef þér getið ein- hvernveginn hjálpað mér.. og ef samkomulagið batnar hjá okkur Philip eftir að hún er gift.. Nú bilaði röddin, og tárin náðu valdi yfir henni. Hún greip höndum um andlitið. — Afsakið þér. . ég gat bara ekki að því gert. Mér líður svo illa. —Það er allt í lagi, frú Wells.. ég er svo alvanur þvi, að kven- sjúklingar mínir fari að gráta Vitanlega get ég hjálpað yður, en það tekur bara dálítinn tíma. Margot hágrét nú. — Það er víst alltsaman mér að kenna. Eða að mestu leyti, að minnsta kosti, sagði hún milli gráthvið- anna. — Ég veit, að ég er erfið í umgengni, en það kemur svo mikil beizkja ujSp í mér, þegar ég er með Philip. Síðustu mán- uðina hefur það farið hríðversn- andi. Því afskiptalausari sem hann hefur orðið um mig, því verr hefur mér liðið, og af því að mér líður illa, verð ég svo skapill og andstyggileg. Ég heyri sjálfa mig hreyta í hann verstu ónotum. Ég veit vel, að ég ætti ekki að gera það, en það er eitt- hvað, sem rekur mig áfram.... Hún leit upp og á vingjarnlega andlitið á manninum, sem sat and spænis henni. — Þér haldið ekki að ég sé að missa vitið, er það? Stundum finnst mér það sjálfri. Ég veit ekki hvernig ég er.... — O, þér eruð ekkert í þann veginn að missa vitið, frú Wells. — Líklega er ég alt of full af sjálfsmeðaumkun? — Já, dálítið, kannske. — Mér finnst alltaf, að ég hafi borið svo skarðan hlut frá borði í lífinu. — Ef þér heyrðuð sumar aðr- McClune er illa við afskipti lögreglunnar og hægfara réttlæti hennar. Hann hefur ætíð sjálfur ar sjúkrasögur mínar, myndi yð- ur ekki finnast það. Hún andvarpaði skjálfandi. — Líklega ekki. Að mörgu leyti hef ég víst ekki yfir neinu að kvarta. Eg á indælis hús. Eg hef nóga peninga, sem mundi víst þykja bærilegt nú á dögum. Eg á indæla dóttur og góðan eigin- mann. Ef bara maðurinn minn elskaði mig ennþá . . . — Það er nú einmitt það, sem að yður gengur — þessi hræðsla um að hann geri það ekki. — Nei, vissan um það. Læknirinn færði til blekbyttu, sem stóð á borðinu. — Mér skilst, að hjá horugu ykkar sé um neina ást á öðrum að ræða . . . ? — Ekki hjá mér, að minnsta kosti. Stundum hefur mér dottið í hug, að væri svo, gæti það ef til vill verið lausn á málinu. — Ekki vil ég nú segja það. En hvað um manninn yðar? Margot hristi höfuðið. — Eg býst ekki við, að hann sé heldur með hugann neitt annarsstaðar. Eftir því, sem ég bezt get séð, hefur hann engan áhuga á öðrum konum. Læknirinn brosti. —- Jæja, þá þurfið þér að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því! — Þótt undarlegt sé, finnst mér það bara engin huggun. En líklega ætti það að vera. Ofurlítið bros færðist um varir hennar. En svo hvarf það og áhyggjusvipur- inn breiddist yfir andlitið. — Ef ég kæmist að því, að önnur kona væri í spilinu, held ég að ég yrði alveg vitskert. Slæmt er það núna, en þá yrði það þúsund sinn- um verra. Eg gæti bókstaflega ekki afborið það. Eg . . . ég . . . Hún hækkaði röddina í miklum taugaæsingi . . . ég mundi fremja sjálfsmorð, ef það yrði. — O, sesei nei, það munduð þér aldrei gera, frú Wells. Bein- línis af því, að ég ætla að koma yður á aðrá skoðun á þessu öllu. Auk þess . . . já, auk þess verður þetta bara aldrei. — Guð minn góður, það vona tekið að sér að refsa mönnum á sinn frumlega hátt. — Eg er reiðubúinn Guli Björn . . . Náðu í Markús! ég heldur ekki. Stundum, þegar allra verst liggur á mér, er ég hrædd um það. Að enda þótt Phil ip sé svona áhugalaus um konur eins og hann er, þá geti einhver komið, einn góðan veðurdag, sem gerir hann vitlausan í sér . . . sem getur veitt honum allt, sem ég hef ekki getað veitt honum. — Það er engin hætta á því, ef samkomulagið batnar hjá ykk- ur. Hún leit á hann og nú togaðist á um hana annars vegar sú vissa að ef hún fæli lækninum allar sínar áhyggjur, gæti hann látið kraftaverkið gerast, og hins veg- ar sú næstum eins sterka vissa, að þetta kæmi ekki til nokkurra mála. Þetta ófriðarástand milli þeirra hjónanna var orðið allt of langvinnt til þess. Hún hafði far- ið of sent til læknisins. En var það nú víst? Hafði hún ennþá einhvern vonarneista? •— Hvernig get ég stillt mig um að segja hitt og þetta, sem ég veit að æsir ófriðarbálið milli okkar? — Með því að losa yður við löngunina til þess að segja það. Það verður ekki nema með hugar farsbreytingu. Og þar hef ég ein- mitt von um að geta hjálpað yð- ur. — Eg skyldi verða yður þakk- lát til eilífðar ef þér gætuð það. — Eg ætla að reyna það. Hann dró til sín viðtalstímabókina. — Á morgun ætla ég í sumarleyfi svo að við getum því miður ekki byrjað á þessu strax. En eftir hálfan mánuð . . . gætuð þér komið til mín þann 28. n.k., á sama tíma dags? — Já, það skal ég gera. Hann stóð upp og rétti henni höndina. — Verið þér nú sælar, frú Wells og reynið að gera yður ekki ofmiklar áhyggjur út af þessu. — Það er nú hægar sagt en gert. En mér líður strax betur eftir þetta samtal okkar, þó að ég viti, að jafnskjótt sem ég er komin út úr stofunni yðar . . . — Jæja, Markús . . . Eg vona að ekkert sé að og þú tilbúinn að berjast! — Það er allt í lagi með mig ja, það er nú gallinn á þessu. Skapið hjá mér getur breytzt á einni svipstundu. Eftir stutta stund get ég verið búin að missa allt traustið, sem ég hef nú á yður. -— Þér eruð að minnsta kosti hreinskilin. Allt, sem ég bið yð- ur um, er að reyna að missa það ekki, heldur telja sjálfri yður trú um, að ég geti komið öllu í lag fyrir yður. VI. — Ó, Cynthia, hvað það var gaman að sjá þig! Cynthia brosti. — Komdu bless uð! Eg er búin að hlakka svo til að hitta þig, og heyra allar frétt- irnar af þér. — Þær eru nú ekki sem beztar. — Þetta var. Nigel að segja mér. En þú verður að segja mér, hvernig þetta hefur gengið. En fyrst verðum við að fá okkúr te. Hún benti þjóninum og gaf hon- um pöntunina. Svo hallaði hún sér aftur í þægilega hæginda- stólinn og leit á ungu stúlkuna, og fór að hugsa um, hve lík hún væri pabba sínum — þessum manni, sem hún sjálf hafði elsk- að svo heitt, endur fyrir löngu, þegar hún var hér um bil á sama aldri og Janet nú. Hvers vegna hafði hún aldrei sagt Janet, að þau hefðu þekkzt? Einhver eðlis- ávísun, líklega — einhvern sjálfs varnarhvöt — hræðslan við, að slíkt tal gæti blásið upp í gömlum glæðum. Og í kvöld átti hún að hitta hann. Hafði hún verið heimsk, þegar hún þá boðið hjá Janet að koma og heilsa upp á foreldra hennar? En það hafði verið ákveðið svo undirbúningslaust og lítt hugsað, fannst henni. Hún skildi, að Philip hafði verið staddur inni í stofunni, þegar Janet talaði við hana í símann, og hafði látið skila, að það væri honum ánægja að hitta hana. Hefði hann eitt- hvað hikað og farið að hugsa sig um, hefði hún sjálf fundið ein- hverja afsökun, þegar Janet hefði McClune . . . En það er aðeins eitt, sem mig langar til að minn- ast á áður! endurtekið heimboðið. En það var greinilegt, að hann kveinkaði sér ekkert við að hitta hana. Og hvað ætti hún þá að vera að hika? Sflíltvarpiö Miðvikudagur 29. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimj — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónl.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir — 12.35 Tilkynningar — Tónleikar). 12.55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir — 15.05 Tónleikar — 16.00 Fréttir, veður- fregnir og tilk. — 16.05 Tónl.). 18.00 TJtvarpssaga barnanna: „Petra litla“ eftir Gunvor Fossum; III. (Sigurður Gunnarsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og skíðarabb. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,Ur sðgu For- syteættarinnar" eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; sjöundl kafli þriðju bókar: „Til leigu'*. í>ýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: Þorsteinn Ö. Stephensen. Margrét Guðmundsdóttir, Helgi Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir. Hóbert Arnfinnsson, Hildur Kal- man, Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir og Jónas Jónasson. 20.30 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson syngur; Fritz Weisshappel við píanóið. a) ,,Þó þú langförull legðir" eftir Sigvalda Kaldalóns. b) ,,Bikarinn“ eftir Markús Krist jánsson. c) Tvö lög eftir Schumann: „Wan derlied'* og „Die belden Grena diere“. d) „Söngur ferjumannanna á Volgu“; rússn. þjóðlag. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir enn starfsemi fiskideildar At- vinnudeildar Háskólans. 21.30 „Saga mín“, æviminningar Pader- ewskys; VIII. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (46). 22.20 Spjall um veðrið og fleira (Páll Bergþórsson veðurfræðingur). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son og Henry J. Eyland). 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. mar? (Skírdagur) 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morguntónleikar: a) Frá Casals-hátíðinni í Porto Rico 1959: 1. Concerto grosso f g-moll op. 6 eftir Handel (Hátíðarhljóm sveitin leikur; Pablo Casals stjórnar). 2. Aríur og dúett úr kantötum eftir Bach (Eileen Farrell og Norman Farrow syngja). b) Píanósónata í Es-dúr op. 31 nr. 3 eftir Beethoven (Wilhelm Bachaus leikur). c) Sinfónía nr. 97 í C-dúr eftir Haydn (Hljómsveit Ríkisóper- unnar í Vín leikur; Hans Swar- owsky stjómar). 11.00 Messa í Fríkirkjunni (Presturt Séra Þorsteinn Björnsson. Organ leikari: Sigurður ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 12.45 „Á frívaktinni“, sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.00 Miðdegistónleikar: a) Jean Doyen leikur á pfanó sónötu í As-dúr op. 39 eftir Weber, þrjár kaprísur op. 76 eftir Brahms og ballötu í F-dúr op. 38 eftir Chopin (Hljóðritað á tónlistarhátíðinni í Chartres sl. sumar). b) Sönglög eftir Schubert (Adele Stolte syngur). c) Kvintett í Es-dúr op. 44 eftir Schumann — (Jan Hoffmann píanóleikari og Erben-kvart- ettinn flytja). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.L a) Georg Kulp harmonikuleikari og félagar hans leika. b) Lulu Ziegler og Gustav Winkl er og kór syngja. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Thor Vil- hjálmsson velur sér hljómplötur. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og skíðarabb. 20.00 „Morgunverður í grængresinu": Um sænska skáldið Carl Michael Bellman (Sveinn Einarsson íil. kand. tekur saman dagskrána* sem er hljóðrituð í Stokkhólmi). 20.30 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 21.00 Nútímatónlist: Pétur Þorvalds- son sellóleikari og Gísli Magnús- son píanóleikari flytja sónötu op. 40 eftir Sjostakovitsj. 21.30 Erindi: Örlagaspá Einars Bene- diktssonar (Séra Sigurður Einars son). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (47). 22.20 Kvöldtónleikar: Birgit Nilsson syngur óperuaríur eftir Beethov- en og Weber; hljómsveitin FíN harmonía í Lundúnum leikur und ir. — Stjórnandi: Heinz Wall- berg. 23.00 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Mikið ert þú dugleg stúlka að ijálpa mömmu þinni að leggja á iorð. 2) Ég hjálpa ekki mömmu að 3) leggja á borð.... , ..ég hjálpa pabba! a r k ú á Hating the POLICE FOR INTERFEPENCE AND SLOW JUSTICE, HUNT AACCLUNE HAS ALWAYS TAKEN PUNISHMENT INTO HIS OWN HANDS, AND METED OUT JUSTICE »N HlS PECULIAR WAY I'M READY, YELLOW BEAR...BRING TRAIL OUT/ I'M OKAY, MR. McCLUNE... BUT THERE'S ONE THING \ l'D LIKE TO SAY I TO YOU FIRST/ J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.