Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 26. apríl 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 Handritin Framh. af bls. 3. v þetta mál hefir gengið vel og rauhar miklu betur, en maður þorði að vona. Finnbogi Gíslason stýrimaður — Ég veit ekki almennilega Ihverju ég á að svara þessari spurningu. Ég held að réttast væri að Háskólinn fengi handritin til varðveizlu og fyndi þeim stað. En ég vil taka það fram að skoðun mín er sú að þeim verði komið fyrir þar sem minnstur kostnaður er við húsrýmið yfir þau. íþróftir Framh. af bls. 22 Aðalleiiur kvöldsins verður Bíðan úrslitaleikurinn í meistara flokki karla, en þar maetast lið ÍR og KFR. >ar verður tvísýn barátta. Hvorugt liðið hefir tap- að leik í mótinu og liðin eru það jöfn að engu skal spáð um úrslit- in. Súndknattleikur Sundknattleiksmeistaramót Keykjavíkur fer fram í Sundhöll Keykjavíkur þann 17. maí 1961, með Sundmeistaramóti Reýkja- yíkur. Þátttökutilkynningar skulu berast Pétri Kristjánssyni, Meðalholti 5, síma 35735, fyrir þann 9. maí. — Tónleikar Framh. af bls. 14 nærgsetni og maður fann ilminn af þeim leika um salinn. Rachmaninov rak lestina: Saknaðarljóð, Gosi, Polki og tvær etydur. Hann er ævinlega t etór í brotunum og heljar mikill karl, og hann var einn hinna „stóru“ píanóleikara. Hann verð ur vart betur túlkaður en hjá Serebrjakov. Ég saknaði þess mest að heyra Serebrjakov ekki leika Beethoven — einhverja af síðustu sónötunum. En ef til yill á maður það eftir. Áheyrendur fögnuðu meistar- anum ákaft, og lék hann mörg aukalög að lokum af hinni mestu snilld. P. L Umf erð þungra bif reiða takmörkuð Akurí 'ri, 25. apríl SNJÓA 1 'sir nú óðum hér nyrðra í sumarblíðunni og má segja, að a r vegir séu nú fær- ir, a. m. k. byggð. Talsvert ber þó á bleytu vegum Og má bú- ast við, að mferð þungra bif- reiða verði e.:thvað takmörkuð, t. d. var í dag takmörkun þungra bifreiða yfir Vaðlaheiði, en hún var opnuð í gær. Öxnadalsheiði var einnig opnuð í gær, og fóru þá héðan suður um 11 bílar Og von er á áætlunarbíl Norður- leiða frá Reykjavík hingað í kvöld. — í dag er hér milt og gott veður, en svarta þoka. St. E. St. — Einn bezti-vefur FFramh. af bls. 10. legt að stofna einhvers konar hjálparsveitir í hverri sveit eða héraði til þess að veita þeim heimilum aðstoð er þess þurfa með vegna heilsuleysis og veik- inda og jafnvel leysa af vinnu- lúið fólk er vill taka sér hvíld, eða gera sér dagamun. En eins og kunnugt er eru engir eins síbundnir við störf sín alla daga ársins — jafnt helga daga sem virloa — og sveitafólkið. Hér eru þó margs konar félög starf- andi, sum halda uppi félagslegu menningarstarfi, t- d. kvenfelög, búnaðarfélög, söngfélög og ung- mennafélög — svo eitthvað sé nefnt. Æskulýðsfélag hefur einnig starfað hér um nokkur ár fyrir framgöngu hins áhuga sama sóknarprests og æskulýðs- leiðtoga Sigurðar Guðmundsson- ar á Grenjaðarstað. Ungmennafélögin Gaman og Alvara í Kína og Ungmenna- félagið Geisli 1 Aðaldal hafa sýnt hér nokkrum sinnum tvo gam- anleiki við ágætar undirtektir í vetur. Virkjun Dettifoss mörgum áhugamál — Almennt eru menn ánægðir með tillögu þá er þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra fluttu á síðasta alþingi og þar var samþykkt, sem áskorun til ríkisstjórnarinnar að hraða sem mest nauðsynlegum undirbún- ingi og athugun í sambandi við virkjun Dettifoss með tillití til stóriðju. Er hér tvímælalaust á. ferðinni eitt mesta og stærsta velferðarmál nærliggjandi hér- aða og raunar alls lándsins, þar sem iðnvæðing þjóðarinnar hlýt- ur að verða eitt meginviðfangs- efni ríkisvaldsins á næstu árum. Er þess vænzt, að núverandi ríkisstjórn leggi á það mikla áherslu, að þetta mál nái fram að ganga og verði einn þáttur- inn í því jafnvægis- og við- reysnarstarfi er hún beitir sér nú fyrir. Hernámsandstæðingar safnra undirskriftum. Hinir svokölluðu hemámsand- stæðingar ganga hér nú um í hverri sveit — bæ frá bæ — með undirskriftalista ~ sinn, þar sem þess er krafist að ameríski her- inn verði rekinn úr landinu taf- arlaust. Það vekur mikla athygli í sambandi við þessa miklu und- irskriftarherferð, að fólki er talið trú um, að íslendingar geti eftir sem áður verið í Atlants- hafsbandalaginu, þótt herinn sé látinn hverfa af landi burt. Þess vegna sé óhætt fyrir þá, sem styðja vilja og stutt hafa Atlants hafsbandalagið og vestræna samvinnu, að styðja undirskrifta söfnunina. Furðu margir virðast gína við þessari tálbeitu og telja íslend- ingum það til vegsauka, að þiggja annara stuðning í gegnum At- lantshafsbandalagið, án þess að vilja nokkru fórna í staðinn. H. G. Páll Eiríksson vctnn í iiokki itallorðinna Mikil þátitaka í Víðavangshlaupinu í Hafnarfirði gróska HAFNARFIRÐI — Hér fara á eftir úrslit í víðavangshlaupinu á sumardaginn fyrsta, en þátt- taka var mjög mikil og ber þess Gleðitíðindi fyrir Arneshreppsbúa GJÖGRI, Ströndum, 25. apríl. — Séra Andrés Ólafsson, prófastur á Hólmavík tilkynnti hreppsbú- um í morgun, að prests væri von hingað í byggðarlagið um mán- aðamótin maí og júní. Er það séra Rögnvaldur Finnbogason, prestur á Mosfelli í Grímsnesi. Árneshreppsbúar hafa of-t ver- ið prestlaiisir síðan árið 1943. Byggt var stórt -hús. (hann mætti vera barnmargur) fyfir prest í Árnesi árið 1953, fyrir hálfa milljóin króna. Síðan hefur enginn prestur verið hér. Veit ég, að allir Árneshreppsbú- ar fagna hinum unga presti og fjölskyldu hans vel, sérstaklega eldra fólkið, sem hefur saknað þess mjög að hafa ekki prest og finnst byggðin höfuðlaus her, þegar prestlaust er. — Regína. Meiddist á fæti LAUST fyrir kl. 7 í gær var 9 ára gömul stúlka, Þórunn Ásrún Sigurðardóttir flutt á Slysavarð- stofuna frá Austurstræti 12. Hún hafði dottið í stiga og meiðzt lít- ils háttar á fæti. — Skák Framh af bls. 6. svartur fær ekki uppskipti. 23. Hxc8 24. f5! De7 25. fxe6 fxe6 26. Khl Hc7 Það er ekki ýkja erfitt að sjá, að svarta staðan er töpuð, ef ekki er gripið til aðgerða sem á einhvern hátt geta villt um fyrir hvítum, og komið honum úr jafn- vægi. Hér hefði Freysteinn átt að reyna 26. — Rd7 og reyna eftir mætti að skipta um stað- setningar á léttu mönnunum, en slíkt hefur ávallt erfiðleika í för með sér fyrir sækjandann, sem þá þarf að bæta nýjum möguleikum víð útreikninga sína. 27. Bcl Hc3 28. Bb2 Hc7 29. h3 Tryggir heimavígstöðvar áður en lengra er haldið. 29. Hc8 30. d5! Nú þykist Ingvar vera tilbú- inn til framkvæmda. Athugið að þetta var ekki mögulegt ef Rf6 var á d7. 30. exd5 31. b5 Re4? 32. Rxe4 dxe4 33. Bc4f Kh8 34. Hf7 Dc5 35. Hxb7 Eftir 35. Bd4, Dxa3 36. Db2! féll drotfningin kalla. 35. 36. Dxe4 37 Bd3 bótalaust að h6 ' Df2 Gefið. IngiRJóh. SKIPAUTGCRB RIKISINS Herðubreið austur um land í hringferð, 2. maí. Tekið á móti flutningi í dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar,, Þórshafnar, Raufarhafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir ár- degis á laugardag. augljós merki að mikil er í íþróttalífinu hér. 1 elzta flokknum — 17 ára Og eldri — voru 4 keppendur,. og bar þar Páll Eiríksson sigur úr bítum, en hann er efnilegur íþróttamaður. Hljóp hann vega- lengdina á 5.20,3. Annar varð Steinar Erlendsson á 5.26,4. Páll vann hlaupið einnig í fyrra. 1 14—16 ára fl. vann Þórar- inn Ragnarsson þriðja árið I röð og bikar til eignar. Hann hljóp á 5.27,4. Annar Rögnvald- ur Hjörleifsson á 5.53,0. I þess- um flokki voru 6 keppendur. Og í 13 ára fl. og yngri, en þar voru yfir 60 keppendur, vann Kristinn Benediktsson á 4.27,1 og Hjálmar Sigurðsson varð annar á 4.28,1. Þessi flokkur hljóp skemmri leið en hinir tveir fyrri. Keppt var um bikara í öllum flokkum. — Laos Framhald af bls. 1 um vel kunn og að Andrei Gom- yko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna hefði fullvissað sig um að Rússar væru því eindregið fylgj- andi að bardögum yxði hætt taf- arlaust í Laos. Sendiherra Breta í Vientiane sagði í dag að búast mætti við átökum smáflokka eft- ir að vopnahlé hefur verið sam- þykkt af báðum aðilum. Sagði sendiherrann að víða væru her- flokkar sambandslausir við her- stjórnina og tæki nokkurn tírna að koma fréttum um vopnahlé til allra. Stöðug sókn Chao Sopsaisana, utanríkisráð- herra hægristjómarinnar, sagði í gærkvöldi að sveitir vinstri- sinna hafi haldið uppi stöðugri sókn á öllum vígstöðvum undan- fama tvo sólarhringa og væri tilgangurinn bersýnilega sá að ná sem mestu landsvæðði áður en vopnahlé gangi í gildi. Hann sagði að þetta hafi komið her- sveitum stjómarinnar að óvör- um. Ríkisstjómin hafi skipað hernum að taka sér varnarstöðu, en ekki sóknar, vegna umræðna um vopnahlé. Rétt við miðbæinn er til leigu 100 ferm. hœð nú þegar fyrir léttan iðnað eða sem skrifstofuhús- næði. — Upplýsingar í síma 17246. Til sölu Motuð vörubifreið Bifreiðin er 2ja tonna; tilvalin fyrir mann, sem stæði í byggingu. Upplýsingar í síma 1-13-90. Systir okkar, SIGRlÐUR GREIPSDÓTTIR frá Haukadal Biskupstungum verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. apríl kl. 1,30. Blóm og kransar afbeðin. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Katrín Greipsdóttir, Guðbjörg Greipsdóttir Sigurður Greipsson Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma GUÐRlÐUR STEFANÍA ÞÓRÐARDÓTTIR frá Rauðkollsstöðum verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28. apríl, kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. — Blóm afbeðin. Ágúst Hólm Ágústsson Guðmnndur HóIm Ágústsson, Elinborg Guðmundsdóttir Magnús Masson, Theódóra Guðlaugsdóttir, Óskav Kristjánsson og barnabörn Faðir okkar og tengdafaðir 1ÓN ÞORSTEINSSON söð\ 'miður, Bergþórugötu 35, verður jarðsunginn !rá Fossvogskirkju föstudaginn 28. april n.k. — Athöfnin hefst kl. 13,30. Haraldur Jónsson, Þorsteinn L. Jónsson, Júlia Matthíasdóttir, Við þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð við and- lát og jarðarför GUÐBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR fr,á Merki í Reyðarfirði Guð blessi ykkur öll. Ingibergur Stefánsson og böm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.