Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 12
12 JHofgttstHafr Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason fx'á Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Leshók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EITT MESTA ATHAFNAARIÐ ^ MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 26. apríl 1961 UTAN ÚR HEIMI -------- -----* Bandarískir fiski- menn í kröggum Þeir hata orðið undir í samkeppninni við erlenda aðila — þar á meðal íslendinga í GÆR birtist hér í blaðinu samtal við Ásgrím Hart- mannsson, bæjarstjóra í Ölafsfjarðarkaupstað. Grein- ir bæjarstjórinn þar frá því, að árið 1960 hafi verið eitt mesta athafnaár í sögu Ólafsfjarðar. Kemst hann m. a. að orði um þetta á þessa leið: „S.l. ár er eitt það bezta sem komið hefur yfir Ólafs- fjörð. Atvinna var með ein dæmum og stórhugur ein- staklinga aldrei meiri til ýmissa framkvæmda. Skipa- stóll byggðalagsins var mjög endurnýjaður á árinu, keypt- ir voru þrír stórir fiskibátar 100—150 tonná, og 5 minni dekkbátar. Samtals voru skip keypt fyrir 20 millj. kr.“ Bæjarstjórinn skýrir enn- fremur frá því, að hafin hafi verið á árinu smíði fjögurra allstórra fiskiðjuvera og 2 fullgerð á árinu. Ennfremur hafi verið imnið að hafnar- gerð, byggingu félagsheimil- is og nýlega hafi verið tekið í notkun nýtt póst- og síma- hús, sem verið hefur í bygg- ingu á undanförnum árum. Á þessu ári hafi þegar verið sótt um lóðir fyrir 10 íbúð<a- hús. Ennfremur sé unnið að byggingu stórs verzlunar- húss, bílaverkstæðis, véla- verkstæðis og tveggja 3ja hæða trésmíðaverkstæða. ★ Af þessari frásögn verður það auðsætt, að í þessu þrótt mikla norðlenzka framleiðslu byggðalagi, standa yfir stór- feldar framkvæmdir og upp- bygging. Þar starfar svo að segja hver vinnfær hönd, beint eða ó^beint að ýtflutn- ingsframleiðslu. Ólafsfirðing- ar eru harðfengir og dug- andi sjómenn. Þeir hafa á liðnum áratugum dregið mikla björg í hið íslenzka þjóðarbú um leið og þeir hafa byggt upp myndarleg- an kaupstað, sem veitir íbúum sínum góð afkomuskil yrði. En hið þróttmikla athafna- líf á Ólafsfirði er sem betur fer ekkert einsdæmi. Svipuð saga er að gerast í fjölmörg- um byggðarlögum í öllum landshlutum. Fólkið vinnur af því af dugnaði og bjart- sýni að byggja v bjarg- ræðisvegi sína skapa sjálfu sér á annan hátt bætta aðstöðu í lífsbarátt- unni. Því fer svo víðs fjarri, að sú efnahagslega viðreisn, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, hafi haft í för með sér kyrrstöðu eða stöðnun, eins og flokkar stjórnarandstöðunnar hafa haldið fram af mikilli þrá- kelkni en minni fyrirhyggju og rökvísi. Sem betur fer er haldið áfram uppbyggingu og margskonar umbótum um land allt í skjóli viðreisnar- innar. Og engum er það ljós ara en Sjálfstæðismönnum að þessi þróun verður að halda áfram. Það sem er að gerast á Ólafsfirði er gleði- legt tímanna tákn. NYIR SKÓLAR IIÉR í Reykjavík eru nú 11 6 nýir skólar í byggingu. Á s.l. vetri voru rúmlega 12 þús. nemendur í skólum bæj- arins og kennarar og skóla- stjórar hátt á 5. hundrað. Það getur vissulega verið höfuðborgarbúum mikið fagn aðarefni, hve vel hefur ver- ið vandað til skólabygginga þeirra á undanfömum áratug um. Forráðamenn bæjarins hafa lagt áherzlu á það að búa eins vel að æsku hans og frekast hefur verið kost- ur. Hinn öri vöxtur bæjar- ins hefur að sjálfsögðu skap- að ýmisleg vandamál. Til dæmis hefur oft orðið að tví- og þrísetja í kennslu- stofur einstakra skóla. En með hinum nýju skólabygg- ingum, sem nú eru að rísa- standa vonir til að þess muni ekki þörf á næstu árum. Æskan er dýrasta verð- mæti hverrar kynslóðar. Líf hennar og heilbrigði er fjör- egg framtíðarinnar. Þess vegna má einskis láta ófreist að til þess að búa vel í haginn fyrir hana og gera hana sem færasta um að gegna hlutverki sínu. For- ráðamenn Reykjavíkurbæj- ar starfa að skólamálunum í bænum af framsýni og dugnaði. Fyrir það eiga þeir skildar þakkir allra bæjar- búa. GREITT FYRIR UMFERÐINNI M þessar mundir er verið að taka í notkun um- ferðavita á nokkrum nýjum FYRIR skömmu birti stór- blaðið New York Herald Tri- bune greinaflokk um fisk- veiðar frá Nýja-Englandi í Bandaríkjunum, og hafði greinarhöfundur einkum gatnamótum í Reykjavík. Er þeim stjórnað af klukku, en ekki jafnframt með tal- ingu bílanna, sem um við- komandi götur fara, eins og gert var við hin eldri um- ferðarljós. Nýju ljósin eru því einfaldari í uppsetningu, en koma að fullum notkum, þar sem umferðin er mikil og tiltölulega jöfn. Og þannig er það orðið við mörg gatna mót í bænum. Umferðarljósin veita mik- ið öryggi og hagræði í um- ferðinni. En þau munu mjög dýr í stofnkostnaði og við- haldi. Umferðavitarnir hafa þó að mestu sloppið við skemmdarfýsnina, sem svo lengi virðist ætla að loða við nokkurn hluta þjóðarinn- ar.‘ Umferðin er mikil og stöðugt vaxandi í Reykja- vík og nágrenni. Margt er réttilega gagnrýnt í sam- bandi við umferðarmálin. Allir sanngjarnir menn munu þó viðurkenna, að stórt átak hefur verið gert af hálfu bæjarfélagsins til að greiða fyrir umferðinni og auka öryggið. Skortur á bílastæðum er jafnan mikið vandamál. Þó hefur þeim fjölgað mjög að undanförnu í og við Miðbæ- inn. Stöðumælarnir voru mikil og góð nýjung á sínum tíma, sem sumir litu horn- auga, enda var Reykjavík ein fyrsta borg í Evrópu, þar sem stöðumælar voru settir upp. Nú amast enginn við þeim lengur og hafa jafnvel mörg verzlunarfyrirtæki farið fram á, að stöðumælar yrðu sett- ir upp fyrir framan hús þeirra, þar sem slíkt þykir greiða fyrir viðskiptum. Stöðumælarnir eru einnig drjúg tekjulind og er öllum hagnaðinum af rekstri þeirra varið til að koma upp nýj- um bílastæðum og greiða á anna hátt úr vandamálum umferðarinnar. Gegna stöðu- mælarnir því tvíþættu hlut- verki, sem hvorttveggja er hið mikilvægasta. kynnt sér þessi mál í borg- inni Gloucester, sem verið hefir helzta miðstöð fisk- veiða á þessum slóðum um meira en þriggja alda skeið. í greinunum kemur ljóslega fram, að þessi atvinnuveg- ur á nú við mikla erfið- leika að stríða, er raunar á fallanda fæti, og virðist vart eiga sér viðreisnar von, nema til komi víðtæk aðstoð hins opinbera á einhvern hátt — og það fyrr en seinna. Verður nú endursagt lítið eitt af efni þessara greina í Herald Tribune, en segja má, að þær komi okkur íslendingum nokkuð við, því að niðurstaðan þar er sú, að samkeppni erlendra aðila — þar á meðal íslendinga — sé meginorsök þess, að fisk- veiðar manna í Nýja-Eng- landi og víðár í Bandaríkjun um virðast nú vera að kom- ast á kaldan klaka. •k Hraðminnkandi floti Fiskveiðar hafa verið stund- aðar frá Gloucester í Massa- chusetts allt frá stofnun borg- arinnar, árið 1632, segir í upp- hafi. — Fyrir einum 15 árum var mikið um að vera í Glouc- esterhöfn, því að þá kepptu 411 fiskiskip um bryggjuplássið þar að sumrinu. í>rír fjórðu hlutar þessa myndarlega flota eru nú horfnir. Af þeim ca. 100 skipum, sem enn sækja veiðar frá Gloucester, eru 30 stórir togarar, er leita einkum á mið- in á norðanverðu Atlantshafi, en hin stunda aðallega dragnóta- veiðar undan ströndinni. Eitt helzta útgerðarfélagið í Glouc- ester á 42 slíka báta. Forstjóri félagsins tjáði greinarhöfundin- um, að einungis fimm bátar í þessum flota hefðu borið sig að undanförnu — hinir séu á kafi í skuldum. Þannig bendi allt til þess, að fiskiskipunum í Glouc- ester fari enn hraðfækkandi á næstu árum. Margir sjómenn séu m/ög svartsýnir og telji all- ar líkur til þess, að þessi gamal Þessi stytta af fiskimanni stendur við höfnina í Glouc- ester. Mörgum sjómönnum í borginni finnst vera kominn áhyggjusvipur á hann í seinní tíð — vafalaust af því, að þeir sjálfir bera kvíðboga fyrir framtíðinni. gróna fiskimiðstöð eigi ekki lengur eitt einasta fiskiskip eft- ir nokkur ár. J^ótt ástandið sé líklega allra verst í Gfoucester, er svipaða sögu að segja frá Nýja-EnglandL Þannig er nú t.d. fiskiskipafloti Boston helmingi minni en hann var fyrir 15 árum. Það versta er, að fiskimennirnir eru að hverfa úr sögunni einmitt þegar allt virðist benda til þess, að þjóðin muni í framtíðinni fyrst og fremst þurfa að leita til sjáv arins til þess að afla aukinnar fæðu. — Aðalorsök þessarar ugg vænlegu þróunar er samkeppni erlendra aðila, segir greinarhöf- undur. Vegna nútímatækni við hraðfrystingu fisks eiga nú fiskimenn annarra þjóða, allt frá Islandi til Japans, auðvelt með ‘að koma afla sínum á markað í Bandaríkjunum, en vegna ýmissa orsaka hafa heimamenn ekki spjarað sig í hinni hörðu samkeppni. ÍC Njóta lítillar aðstoðar Þrátt fyrir fækkunina í fiski- skipaflota Gloucester, er það þó fiskvinna í einhverri mynd, sem enn brauðfæðir flesta íbúa borg- arinnar. Þar *ru 25 fiskvinnslu- stöðvar, en gallinn er bara sá, að Framh. á bJs. 16. Bátur frá Gloucester kemur nær tómur heim til hafnar eftir misheppnaða veiðiferð. Margir bátanna sökkva dýpra og dýpra í skuldafenið, svo að eigendumir sjá þann kost vænst- an að selja þá — ef einhver vill kaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.