Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. apríl 1961 MORGUNBLAÐIb 13 Úr Neskirkju. He'gitóníeihai í Neskirkjn 70 þús. eintök af landkYnningarriti Menningarsjóðs UPPLÝSINGARITIÐ „ F a c t s about Iceland" er nú (komið út í 9. útgáfu. Höfundur l-itsins er Ólafur Hansson, mennta skólakennari. Peter G. Foote, há- skólakennari þýddi á ensku. Út- gefandi er Menningarsjóður. Ritið er 72 bls. að stærð, sett með mjög drjúgu letri, prýtt tfjölda mynda, ásamt uppdrætti af fslandi. Efnið skiptist í 17 kafla, er fjalla um land og þjóð, ibyggð og bæi, merkisár íslands- sögu, stjórnarhætti, utanríkis- mál, félagsmál, íþróttir, sam- igöngur og ferðalög, sögustaði, menningu, þjóðarbúskap og at- vinnuvegi. Loks eru stutt ævi- égrip nokkurra þjóðkunna fslend inga og skrá um forstöðumenn og stjórendur ýmissa stofnana Og tfélaga. Aftast í bókinni er þjóð- söngurinn, bæði texti og nótur. Eyrsta útgáfa af „Facts about lceland“ kom út árið 1951. Síðan iiefur rit þetta verið gefið út itvívegis á dönsku og þýzku og einu sinni á spænsku. Útgáfa þess NÝLEGA HEFUR verið prentuð tfullkomin „Atvinnus- og verzl- anaskrá" yfir alla þá aðila, sem tengdir eru verzlun og þjónustu við almenning. Félag ísl. stór kaupmanna hefur séð um útgáíh Skrárinnar og verður hún send öllum meölimum félagsina, en, auk þess verður hægt að fá hana keypta á skrifstofu F.I.S., Hafnar stræti 8. í formála skrárinnar, sem Kristján G. Gíslason, formaður F.Í.S. ritar segir svo: „Á síðasta starfsári lét stjórn Félags ísl. stórkaupmanna semja íyrir félaga sína skrá yfir starf andi verzlanir i landinu. Skrá þessi náði hylli félags- mann, þótt hún væri aðeins fjöl- NÝLEGA eru komin út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka (Skóla- vörubúðarinnar) Myndablöð frá Reykjavík, alls um 100 myndir. Þatna er brugðið upp gömlum myndum og nýjum, nokkrar eru tfrá öldinni sem leið, en flestar sýna borgina eins og hún er nú. Að sjálfsögðu er stiklað á stóru í þessu myndasafni, en það gefur þó góða hugmynd um svip borg- arinnar og yfirbragð, byggingar og ýmis mannvirki. Verulegur hluti myndanna er helgaður daglegu lífi og störfum tfólksins, atvinnuháttum, sam- tgöngum, íþróttum, skólum og tfræðslu, listum, söfnum o.s. frv. Tilgangurinn með útgáfu þess- ara mynda er, að börn og ung- lingar noti þær við gerð vinnu- 'bókar um Reykjavík. Myndirnar eru valdar með tilliti til þess, að auðvelt sé að skrifa um þær á þann hátt, að margvíslegur fróð- leikur sé dreginn saman um höf- uðborgina. Myndirnar eru á 16 lausum blöðum og er ætlazt til, að þær eéu klipptar út og límdar inn í vinnubók. Má þá skrifa sérstak- an og sjálfstæðan texta með hverri mynd. — Hitt er þó skemmtilegra að nota myndirnar sem, uppjstöðu í ritgerð um Reykjavík. Væri myndunum þá raðað í samræmi við þá flokkun efnisins, sem nemandinn hyggst hafa við uppbyggingu ritgerðar- innar. Á þann hátt myndi fást meiri fjölbreytni við úrlausn verkefnisins innan hvers bekkj- ar og vinnubrögð nemenda yrðu persónulegri. Ríkisútgáfan heíur hér viljað gera tilraun um, hvort heppi- legt sé að taka saman mynda- tflokka um ákveðin efni til not- kunar við vinnubókagerð. Reynsl *m verður að skera úr um, hvort á esperanto er nú í prentun. Með þessari síðustu útgáfu á ensku og esperantobókinni er heildar- upplag ritsins komið upp í 70 þúsund eintök. Sýnir það að bók- in hefur komið í góðar þarfir og orðið vinsælt kynningarrit um land og þjóð. Bæklingur þessi er einkum við það miðaður, að erlendir menn geti fengið í hendur hóflega lang an og ódýran en efnismikinn leið arvísi um íslenzk málefni og ís- lenzka menn. Sú hefur orðið reynslan, að jafnt innlendir menn sem erlendir hafa keypt hann mikið, því bæklingurinn er ekki aðeins hentugur fyrir gesti, sem ber að garði, heldur einnig fyrir íslendinga, sem reka er- lend viðskipti eða ferðast út fyr- ir landsteinana. Geta þeir, með því að gefa viðskiptavinum sin- um og kunningjum þetta ódýra rit, gert þeim kleift að öðlast margvíslegan fróðleik um ís- lenzku þjóðina, land hennar, lífs- kjör og sögu. rituð og að ýmsu leyti ófullkom in. Á starfsári því, sem nú er að líða, hefur stjórnin ráðizt í að gefa út þessa skrá prentaða, end urbætta og aukna. Nær nú skráin til allra þeirra aðila, sem tengd ir eru verzlun og þjónustu við almenning í landinu. Ljóst er. að slík skrá gengur fljótt úr sér. Nýir aðilar bætast við og aðrir falla úr. Gert er ráð fyrir að gefa skrána út ár- lega, þannig að hún megi sem réttust vera á hverjum tíma“. Atvinnu- og verzlanaskrá F.Í.S. er 187 bls. að stærð. Hún er prent uð í ísafoldarprentsmiðju h.f., og er frágangur hennar til fyrir- myndar. áfram verður haldið útgáfu á slíkum myndaflokkum. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hefur styrkt útgáfu þessara mynda nokkuð. Val þeirra og út- vegun hefur aðallega annazt Þor valdur Óskarsson kemnari. Prent un annaðist Alþýðuprentsmiðjan h.f. í „túngarðsgrein'* í Morgun- blaðinu 23. marz er viðtal við bændur í Miklaholtshelli, Einar og Bjarna. Þar segir svo: „Það liggur algert bann við eldi holdanauta á íslandi, líka þeirra blendinga, sem til eru í landinu". Er þetta rétt athugað — fær þetta staðizt? Ég held ekki, ég held að þetta sé misskilningur á ákvæðum laga um búfjárrækt. Ekki virðast þingmenn á hinu háa Alþingi leggja þann skUn- ing í ákvæði gildandi laga. Sönn un þess er sú staðreynd, að í fjárlögum hafa þingmenn árum saman, um nokkurt skeið og ár eftir ár, veitt fé „Til hreinrækt- unar holdanautagripa" í Gunn- arsholti. Vel hafa þeir vitað að þar er um það eitt að ræða að „rækta“ og halda við þeim kyn- blendingsstofni af Galloway- gripum, sem Runólfur heitinn sandgræðslustjóri tók sér fyrir hendur að safna saman og bjarga frá frekari útþynningar-blöndun BRÆÐRAFÉLAG Nessóknar hef ur efnt til nokkurra kirkju- kvölda síðastliðna tvo vetur og nú hefur félagið fengið Martin Gúnther Förstemann, hinn fræga, blinda snilling, til að halda .helgitónleika í Neskirkju fimmtudagskvöldið kl. 8.30. Er Neskirkja var í byggingu gaf kvenfélagið, sem starfað hefur allt frá því sóknin var stofnuð, mjög vandað pípuorgel í kirkjuna og á það mun Förste- mann leika verk eftir sjálfan sig, Pachelbel, Buxtehude, Lú- beck, Bach og Reger. — Verða þetta síðustu tónleikar Förste- manns í þessari annarri heim- sókn hans til íslands. — Hann varð blindur tveggja ára að aldri og þegar hann var fjög- urra ára byrjaði hann að leika á hljóðfæri. Hann fór mennta- veginn og gerðist síðan orgel- leikari og prófessor við tónlist- arháskólann í Hamborg. Bræðrafélagi Nessóknar hafa verið falin ýms störf innan safnaðarins og hyggur nú á aukna æskulýðsstarfsemi og við hinn íslenzka nautgripastofn, en orðið var, við eftirlitsleysi og vöntun allrar sæmilegrar forsjár á því sviði. — Framdi Runólfur lagabrot er hann vann þetta þarfa verk? Og er ræktun holdanaut- anna í Gunnarsholti lögleysa, þrátt fyrir fjárveitingar-sam þykki Alþingis? Ég fæ ekki skil ið að svo sé. Hitt er annað mál að skilja verður búfjárræktar- lögin á þann veg, að sérstakt leyfi þurfi til þess frá hendi Búnaðarfélags íslands að gera tilraunir með að kyublanda hihn íslenzka nautgripastofn og Galloway-blendingana sem til eru í Gunnarsholti, og ef til vill víðar. Er það sennilega vel farið. Sé svo að skilningur minn á þessu sé misskilningur einn mun þess sannarlega þörf að ráða- menn þessara mála skýri og skilgreini opinberlega fyrir bænd um hvað þeir telja gildandi að lögum um þessa hluti. Ekki kan,n ég við það að segja að í Gunnarsholti sé „að finna vonast til að geta bætt og fegr- að umhverfi Neskirkju. Það viU með tónleikum þessum kynna starfsemi sína og gefa safnaðar- fólki og öðrum Reykvikingum, sem ekki eru í Tónlistarfélag- inu, kost á að heyra Förste- mann leika áður en hann hverf- ur af landi brott. HÚSAVÍK, 24. apríl — Sjúkra- húsbygging í Húsavík (viðbót við eldra húsið) er mjög mikið rædd hér og undirbúin, og í dag hefur viðkomandi fulltrúaráð set ið á fundi á Húsavík um málið. Tillöguuppdrættir af fyrirhug- aðri stsekkun hafa verið gerðir hjá Húsameistara ríkisins. Stjórn Lifrarsamlags Húsavík- ur bauð í dag þessu fulltrúaráði til kaffidrykkju á hótel Húsavík og tilkynnti þar formaður stjórn- arinnar, Jóhann Hermannsson, leifamar af holdanautastofni þeim, er fluttur var hingað til lands fyrir nokkrum áratugum, skozkum að uppruna og nefnist Galloway". Galloway holdanauta-„stofin inn“ sem inn var fluttur 1933 var aðeins einn tarfur og ein kýr. Eins og kunnugt er voru hinir innfluttu gripir allir slegnir af áður en sóttkvíun lauk, en Gallo- way bolakálfur sem var í heim- inn borinn rétt áður en aftakan fór fram bjargaðist einn. Óþarfi er að rekja hrakningasögu hans, hana má lesa að nokkru í bók- inni þættir um innflutning búfjár og Karakúlsjúkdóma — 1947. All ir Galloway-blendingar sem til eru á íslandi eiga auðvitað ætt sína að rekja til bolakálfssins, sem komst lífs af við aftökurnar í Þerney í ársbyrjun 1934, — eru það miklar „leifar" af litlum stofni, ef þannig skal að orði komast. 1. apríl 1961 Á. G. E. Kulusuk- flugvöllur stœkkaður Kaupmannahöfn, 24. april (Frá Páli Jónssyni) BL.AÐI© Information skýrir frá því að Bandaríkjamenn hafi fallizt á að stækka mjög Kulusuk-flugvöllinn á Austur Grænlandi og gera úr honum fullkominn flugvöll, sem hægt verði að nota til farþegaflugs. Með þessu móti er þess vænzt að samgöngur við Austur-Grænland verði ör- uggari en nú er. fslenzkar flugvélar hafa notað Kulusuk flugvöllinn mikið við birgða- flutninga til Grænlands, þótt hann sé ekki fullkominn. Aldrei hefur neitt slys orðið við lendingar á honum. Er það álit danskra flugyfirvalda að eins og flugvöllurinn er nú þurfi mjög færa flugmenn til að lenda á honum. Heildarafli Olafsvíkurbáta 6714 tonn ÓLAFSVÍK 19. apríl. — Heildar afli 14 Ólafsvíkurbáta var 16. apríl sl. 6714 torrn í 856 róðrum. Á sama tíma í fyrra var heildar- aflinn 8342 tonn. Eftirfarandi bát ar eru aflahæstir: Valafell með 625 ton í 72 róðrum, Baldvin Þor valdsson 604 tonn í 67 róðrum, Jón Jónsson 590 tonn í 70 róðr- um, Steinunn 570 tonn í 70 róðr- um, Bjarni Ólafsson 576 tonn i 71 róðri. — Afli hefur verið treg ur síðan um helgi. — Fréttaritari að eigendur Litfrarsamlagslns, sem nú nýlega hafa selt Lifrar- bræðsluna, hafi ákveðið að gefa Sjúkrahúsinu í Húsavik allt sölu andvirðið, 250 þús. kr. til vænt- anlegrar viðbyggingar við sjúkra húsið. Formaður Sjúkrahússstjórnar- innar, Friðrik A. Friðriksson þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Lifrarbræðslan var eign sjó- manna á Húsavík og núverandi stjórn skipa: Jóhann Hermanns- son, Ásgeir Kristjánsson, og Sig- mundur Halldórsson. — Fréttaritari. — Krúsjeff Framh. af bls. 8. í flokknum, sem Boris Nicola- evsky kallar „meðalbændur“ ger- ir Krúsjeff hins vegar erfitt um vik. Eftir því, sem bændum f jölg- ar í flokknum og dreifing valds ins veldur með þeim hreppapóli tík og endurskoðunarsinnun, verður krafan um frið og umbæt ur æ háværari, bæði innan og ut an flokksins. Krúsjeff og fylgis menn hans virðast ákafir að koma til móts við þessar kröfur, með því að gera djarfar breyting ar á grundvallarhugmyndum eins og „óhjákvæmileik styrjalda" — þeir segja nú að stríð sé ekki nauðsynlegt, jafnvel þótt kapital isminn sé ennþá við líði, og þeir segjast vilja aukin viðskipti við vestræn ríki. Eins og.Krúsjeff hefur bent á, geta verkamenn ekki unnið, þeg ar stríð er talið óumflýjanlegt. Áætlun eins Og sú sem fyrir dyrum er, mun því ekki fá mik ið fylgi flokksmanna eða ann- arra íbúa Sovétríkjanna nema takmark hennar sé friðsamleg uppbygging. Fél. ísl. stórkoupmonna gefur út „Atvinnu- og verziunuskrú". Myndablöð frá Reykjavík Árni C. Eylands skrifar • Hugsað til holdanaufa Höfðingíeg gjöf húsvískra sjómanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.