Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmfudagur 27. apríl 1961 Vöruhúsið 50 ára JÞÓ TÍMABILHD síðan verzlun á íslanái var gefin frjáls, sé ekki langt og margt hafi síðan hrjáð viðskiptalíf þjóðarinnar, eru til hér í bænum verzlanir, sem stað- ið hafa af sér veðrabrigðin hálfa öid. Ein þessara verzlana, Vöruhús- ið, átti 50 ára afmæli 1. apríi sl. og er hún í hópi þriggja elztu vefnaðarvöruverzlana bæjarins. Hinar eru Verzlun Björns Kristj- togaraútgerð og Hótel ísland, rak hann til dauðadags, 1927. Vöruhúsið var fyrst til húsa í Herdísarhúsi við Austurstræti og var aðallega verzlað með prjóna vörur og karlmannafatnað. Her- dísarhús brann árið 1915, en tveimur árum áður hafði Jen- sen-Bjerg flutt verzlun sína yf- ir í Hótel ísland og gert hana mun umfangsmeiri. Hóf hann þar verzlun með álnavöru og Jensen-Bjerg énssonar og Verzlunin Edinborg. Vöruhúsið var stofnsett 1. apríl 1911 og var sfofnandi þess hinn kunni danski athafnamaður Jensen-Bjerg. Hann var józkur að uppruna, og kom fyrst til Siglufjarðar, setti hann þar á stofn verzlun. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og stofnaði hér ýmis fyrirtæki og lét að sér kveða á mörgum sviðurn, var t.d. í stjórn Verzlunarráðs íslands Ujp skeið. Af þeim fyrirtækjum, er hann Siofnaði hér, má auk Vöruhúss- ins nefna útvarpsstöð, þá fyrstu hér á landi, fyrsta gufuþvotta- húsið, sem sett var á stofn hér, Árni Árnason húsgögn og stofnaði klæðskera- verkstæði í samfbandi við verzl- unina. Árið 1927 störfuðu milli 20 og 30 manns við Vöruhúsið. Árni Árnason, sem var aðal- eigandi Vöruhússins í 25 ár, kom þangað til starfa 1921, en keypti verzlunina 1931. Á þeim tíma gekk verzlun í Reykjavík mjög örðuglega sökum kreppunnar, en Vöruhúsið hélt velli þótt mörg verzlunarpláss við Austurstræti stæðu auð. Árni Árnason lét tölu vert til sín taka um félagsmál verzlunarmanna, hann var um skeið förmaður félags vefnaðar- vörukaupmanna og er nú heiðurs félagi þess. Árni er enn tengdur Herdísarhús við Austurstræti. Maðurinn á tröppunum er Jensen-Bjerg. Vöruhúsinu eins og hann hefur verið sl. 40 ár, hann er nú vara- formaður stjórnar þess. og brann þá til kaldra kola. Þetta stórtjón varð verzluninni þó ekki að falli og opnaði hún aftur hálfu Magnús Víglundsson Eins og flestum er kunnugt var Vöruhúsið enn til húsa í Hótel ísland í brunanum mikla 1944 Helgi Jónsson frá Súbavík F. 23. júní 1880. D. 21. febr. 1959. ÞEGAR ÉG var lítill drengur í Súðavík, bjó Helgi þar með konu sinni og börnum, var ég tíðum að leik með börnum hahs úti eða inni og mikið vinfengi var með þeim hjónum og því fólki er ég ólst upp hjá. Mér er einn atburður sérstaklega minnis stæður frá þessum árum. Það var vetrarmorgunn einn 1921 líklega í janúar, ég lá i rúminu og neri stírurnar úr augunum, glugginn á íbúðinni var þakinn snjó og klaka og grýlukertin héngu nið ur af þakinu hvert við annað og napur gustur smeygði sér inn um dyragættina. Allt í einu hrukku dyrnar opnar og skáld þorpsins stóð í dyrunum með splunku ný tunnustafaskíði und ir hendinni. Skáldið glotti og fleygði skíðunum umsvifalaust í fang mitt og spurðj hvort ég gæti notað þetta. Ekki man ég hvort ég hafði rænu á að þakka Helga þessa rausn hans en stuttu síðar var horaður og illa klædd ur drengsnáði farinn að renna sér á skiðum i brekkunni fyrir ofan hreysið, og eins og Fjalla- skáldið sagði, „ekki siklingur neinn hefur sinni í höll lifað sælli né glaðari stund“. Helgi varð snemma kunnur af vísum sínum og kveðlingum. Hann var hagorður öðrum mönn um fremur nema ef vera kynni skáldinu Magnúsi Hj. Magnús- syni, en þeir voru um skeið sam tímis í Súðavík, átti Helgi þá í einhverjum deilum við Ásgeir Ingimar kaupmann og gerði um hann vísur e» þar sem Ásgeir var illa vigur með slíkum vopn »»m gekk hann á fund frænda síns Magnúsar Hj. Magnússonar og bað hann liðsinnis og var það veitt en ekki var heiglum hent að kveðast á við skáldið á Þröm því Magnús var öðrum mönnum hraðkvæðari og gat ort hvenær sem þess þurfti með, en Helgi lét sig hvergi og höfðu menn gaman af. Helga var ljóðlistin í blóð bor in eins og svo mörgum Breiðfirð ingum. Hann var einnig gæddur skyggnisgáfu eins og hún kemur almennt fyrir en einnig var hann fjarskyggni. f blaðinu ís- firðingur 4. marz 1959 er ævin- minning um Helga þar segir m.a. orða: „Helgi var hagyrðingur góður og orti margar soiðugar vísur, er sumar hafa birzt 6 prenti, og orðið kunnar. Liggur mikið eftir hann í handriti af vis um og Ijóðum ýmis konar. Hann var rímnalesari góður og fór með rímnastemmur í útvarpið. Fróður var hann líka um ýmsar munmælasögur, og hefur eitá- hvað af því komið á prent. Sagði hann laglega frá“. Þannig farast Kristjáni frá Garðsstöðum orð um Helga en hann mun hafa þekkt hann allvel. Fyrir stuttu síðan heimsótti ég ekkju Helga Pálínu Sigurðardóttur en hún er nú í Kópavogi hjá tengdasyni sínum Einari Þorsteinssyni hús- gagnameistara. Erindið var að líta á handrit Helga og var það fúslega veitt. Eftir að hafa blað að í handritum hans um fjórar klukkustundir kom meðal ann- ars í ljós að til eru eftir hann þrettán Ijóðabækur og kver og eru sumar bækurnar efnismiklar en auk þ'ess voru þarna tólf leik rit eftir hann, aðallega einþátt ungar þar að auki nokkrar rit- gerðir og smásögur. Það væri hörmung til þess að vita ef við fréttum einhvern daginn að þessu hefði verið fleygt en því miður skeður annað eins og það hér oft. Að vísu munu nokkur söfn hér á landi þar á meðal Þjóðskjalasafnið í Reykjavík og Framh. á bls. ltí. Bjarnar Ingimarsson ári síðar að Laugavegi 22 Og var þar til húsa til ársins 1957. Árið 1956 var verzlunin gerð að hlutafélagi, er" Magnús Víg- lundsson ræðismaður varð aðal- eigandi hennar, og er hann for- maður stjórnar verzlunarinnar. Magnús Víglundsson er mikill athafnamaður eins og fyrrennari hans, stofnandi Vöruhússins. Er hann einn af helztu forvígismönn um íslenzks iðnaðar og hefur með höndum f jölbreyttan at- vinnurekstur. Framkvæmdastjóri verzlunar- innar er Bjarnar Ingimarsson, og hefur hann veitt verzluninni for- stöðu síðastliðin tvö ár. Hefur hann fullan hug á, að verzlunin skipi þann sess, sem sé í sam- ræmi við hina merkilegu sögu hennar um hálfrar aldar skeið. Vöruhúsið hefur-nú tvær verzl anir, að Laugavegi 38 og Snorra- braut 38. Það má segja að saga Vöru- hússins sé um leið saga verzlun- ar í Reykjavík, því að fyrirtækið hefur ætíð kappkostað um að nýta þá möguleika, sem verið hafa fyrir hendi hverju sinni. Stjórn þess hefur jafnan verið I höndum framámanna í verzluhar stétt. Hefur það blómgazt þegar blómaskeið hefur verið í verzl- uninni, en staðið af sér öll áföll og haldið velli, þótt útlitið hafi ekki alltaf verið gott, eins og t. d. á kreppuárunum og eftir brunann mikla 1944. Hótel Island, þar sem Vöruliús. ið var til húsa um 31 árs skeiff. Þaff sem stóff eftir í brunanum 1944. Vlálverka og silfurmunauppboð verður haldið í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 5. maí. — Nauðsynlegt er að sölumunir berist í þessari viku. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar, Austurstræti 12, sími 13715

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.