Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1961, Blaðsíða 12
12 MOnCTJ^BZAÐlB Fimmfudagur 27. apríl 1961 JMwgptntfrfaMfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arnj Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MIÐSTÖÐ NORRÆNNA FRÆÐA ITNDANFARIN ár hefurv verið lögð áherzla á það, að éfla norrænudeiíd Há- skóla íslands verulega. Við hana starfa færir og dug- andi vísindamenn, sem njóta trausts og virðingar. Með heimkomu íslenzku handritana frá Kaupmanna- höfn verður hlutverk nor- rænudeildar Háskólans enn- þá mikilvægara en áður. Allt bendir til þess að hið dýr- mæta handritasafn verði nánum tengslum við háskól- ann. Virðist það almenn skoðun fræðimanna sem .ann arra að með því skapist bezt aðstað>a til notkunar þeirra. Morgunblaðið lagði í gær þá spurningu fyrir nokkra fræðimenn og áhugamenn, hvar á íslandi þeir teldu að varðveita bæri handritin. Voru svör þeirra öll á eina lund. Þeir töldu tvímælalaust að handritin ættu að vera í náum tengslum við Háskól- ann og Landsbókasafnið. Einar Ólafur Sveinsson, ir heimflutningi handritanna verður nú að koma markvís viðleitni til þess að búa sem bezt að þeim og sýna þannig sem gleggst, hvers þjóðin metur þann dýrmæta menn- ingararf, sem hinar gömlu skinnbækur fela í sér. prófessor, svaraði fyrirspurn blaðsins m. a. með þessum orðum: „ — Þar sem flestir. eru vísindamenn, mestur er bóka kostur, bezt eru tæki, í Reykjavík. Handritin koma hingað til að verða notuð, til að hleypa nýju magni í ís- lenzkt vísindalíf. í kringum þau þarf að setja upp stofn- un, sem gerir þessa miklu fjársjóði arðbæra, í henni sé unnið að útgáfum og hvers konar rannsóknum. Hér ætti að vera mikið verkefni fyrir vísindamenn okkar, hugsið yður, hversu hinum ungu opnast nú ný starfsvið og möguleikar.“ Háskóli íslands á nú að verða miðstöð nor- rænna fræða í heiminum. Hin fornu handrit eru horn- steinn norrænnar menning- ar. íslenzkum vísindamönn- um mun nú verða fengið það veglega hlutverk að geyma þeirra og íslenzku þjóð'inni og leiðtogum hennar ber að sjá um, að hér verði ekki aðeins fyrir hendi að- staða til handa íslenzkum fræðimönnum, heldur og er- lendum til þess að rannsaka þau og hagnýta þau sem frekast má verða í þágu menningarlífs framtíðarinn- ar. í stað baráttunar fyr- HVAÐ A AÐ GERA VIÐ SKÁLHOLT ? E'YRIR nokkrum árum var svo komið, að íslend- ingum var tekið að blöskra sú niðurlæging, sem Skál- holtsstaður, hið forna bisk- upssetur, var komið í. Þessi staður var í mörg hundruð ár andlegt höfuðból og mennta- og menningarsetur. En í lok 18. aldar var biskup- inn fluttur þaðan og eftir það hélt staðurinn stöðugt áfram að grotna niður. En viðreisn Skáíholts var hafin og nú er svo komið, að nú er þar risin myndarleg dómkirkja og íbúðarhús. Gamlir kofar hafa verið rifn- ir niður og jafnaðir við jörðu og staðurinn allur fegr aður og snyrtur. Ætlan þeirra manna, sem að end- urreisn Skálholts stóðu, var að þar yrði sett biskupssetur að nýju. En nú bregður svo við, að enginn virðist vita, hvað við Skálholt eigi að gera. Þegar staðurinn hefur risið úr öskustó niðurlægingarinnar, virðist jafnvel íslenzka kirkj- an vera í vandræðum með, til hvers eigi að nota hann? Þetta er í senn raunaleg og furðuleg staðreynd. Biskups- embættið er elzta og þjóð- legasta embætti þjóðarinnar. Sciga þess stendur djúpum rótum í Skálholti. Ekkert virðist eðlilegra en að bisk- upinn taki sér ‘þar bólfestu að ný'Vi. Biskupinn yfir ís- landi a fyrst og fremst að vera kirkjulegur höfðingi og leiðtogi. Reisn embættis hans og staða hans sjálfs yrði sízt minni við það að hann hefði aðsetur á einum sögufræg- asta stað þjóðarinnar, fögru og glæsilegu höfuðbóli í frjó- sömustu byggðum landsins. Vegur Reykjavíkur er í engu skertur þótt biskupinn flyttist í Skálholt. Hér situr stjórn landsins og löggjafar- HÉR BIRTAST myndir af þrem ur forsprökkum í úppreisn her- foringjanna í Alsír. Þeir eru tal ið frá vinstri: André Zeller, sem er elztur her foringjanna og á að baki sér samkoma, hér er miðstöð mennta, vísinda og lista. Reykjavík er hin óumdeilda höfuðborg íslands. En Skál- holt er mesta höfuðból ís- lenzkrar kirkju. Seta bisk- upsins yfir Islandi á þessu höfuðbóli mundi varpa nýj- um ljóma yfir embættið, verða kirkjunni til sóma og íslenzku þjóðánni allri virð- ingarauki út á við og inná við. UPPREISNIN AÐ FJARA ÚT u] PPREISNIN í Alsír virð- ist vera að fjara út. Á- hrif de Gaulle hafa enn reynzt mikil og örlagarík. Hinir frönsku hershöfðingjar í Alsír hafa hlaupið á sig. Fylgi þeirra var ekki eins traust meðal franska hersins og þeir gerðu ráð fyrir. Þeg- ar til átaka kom, vildu franskir hermenn í Alsír ekki eiga á hættu að lenda í styrjöld við franska heima- herinn. Ríkisstjórn Frakk- lands undir foryStu de Gaulle hefur sýnt mikla festu og þjóðin fylkti sér ein huga um stefnu hennar. Ekki er ennþá vitað, hverj- ar afleiðingar þessi bylting- artilraun í Alsír mun hafa. Vel má vera að hún torveldi eitthvað eða tefji að sam- komulag náist milli Serkja og frönsku stjórnarinnar. En stefna de Gaulle í málinu er hiklaus. Hann hefur gert sér það ljóst, að Alsír verð- ur ekki haldið frönsku. Þær 9 milljónir Serkja, sem land- ið byggja, með tæplega einni milljón Frakka, krefjast sjálfsákvörðunarréttar eins og aðrar nýlenduþjóðir Afríku. langan og frækilegan her- mennskuferil. Hann var fram til 1956 yfirmaður franska herráðs- ins og þá einn allra valdamesti herforingi landsins. Það ár sagði hann af sér til að mótmæla því, að þá verandi stjórn Frakklands vildi takmarka pólitísk áhrif hers ins í Alsír. í miðið er aðalforingi samsæris ins Maurice Challe hershöfðingi. Hann var á stríðsárunum eldheit ur fylgismaður de Gaulles, er þá var leiðtogi frjálsra Frakka. De Gaulle gerði hann að yfir manni franska hersins í Alsír 1959 og var þá litið svo á, að hann væri sá hershöfðingi, sem de Gaulle gæti bezt treyst. En Challe varð brátt fyrir áhrifum frá Raoul Salan undirmanni og komst á þá skoðun að aldrei mætti ofurselja frönsku landnem ana í Alsír hinum serknesku þjóð armeirihluta. Síðan hefur Challe verið duglegur að undirbúa sam særi gegn de Gaulle. Þriðji maðurinn lengst til hægri á myndinni er flughers- höfðinginn Edmond Jouhaiud. Hann er ekki eins frægur og hin ir. Hann var yfirmaður franska flughersins í Indó-Kína á síð- ustu dögum stríðsins þar. Eftir það fór hann til Alsír og var gerður yfirmaður flughers ins í bardaganum gegn serknesku skæruliðunum. Allir þessir þrír hershöfðingj ar hafa gerzt landnemar í Alsír. Allir hafa þeir farið með mikil1 völd í Alsír, en verið sviptir þeim nýlega, vegna þess að de Gaulle þóttist ekki geta treyst þeim, vegna náins samstarfs við ofstækisfulla landnema.,, Þótt þeir misstu stöður sínar í hern um, hafa þeir búið áfram í Alsír og tekið þátt í pólitísku starfi frönsku landnemanna þar. Handritaírumvarpið ekki lagt fram i gær Einkaskeyti til Mbl. frá Páli Jónssyni, Kaupmannhöfn, 26. apríl ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta því til morguns, eða jafnvel lengur, að leggja fram frumvarp um handrita- málið til umræðu í danska þinginu. Hinsvegar var frum varpið samþykkt á fundi ráð herra hér í gær. Yfirmaður stjórnmála- og lagadeildar danska utanríkis- ráðuneytisins, Erik Schram- Nielsen, segir að tillaga Alfs Ross prófessors um að vísa handritamálinu til Alþjóða- dómstólsins í Haag muni hafa í för með sér töf máls- ins, sem gæti orðið samskipt- um Dana og íslendinga ó- heillavænleg, þar sem ís- lendingar hafa nú fengið lof- orð um afhendingu einhverra handrita þegar á afmæli Há- skóla íslands. Berlingske Tidende segir, að fallist stjórnin á tillögur Ross, muni það gefa til kynna vafa á eignarrétti Dana og þá muni Dan ir ekki geta gert hinn væntalega samning um endanlega lausn málsins. Blaðið telur nauðsyn- legt að fresta afgreiðslu málsins vegna tillögu prófessorsins. Það segir, að stjórn Árnasafns sem sé eigandi handritanna geti neitað að afhenda þau og óskað eftir því, að málið sé útkljáð af hæsta rétti. Forystumenn íhaldsflokksins telja yfirleitt nauðsynlegt, að um málið verði fjallað af hinum lög- fróðustu mönnum áður en nokk- uð óafturkallanlegt sé fram- kvæmt. Kristeligt Dagblad skrifar, að íslendingar geri ekki lögfræði- legar kröfur til handritanna og séu ekki hikandi við að gefa kvittun fyrir þeim. Þeir sem um málið hafa rætt af hálfu íslend- inga hafi haft þann skilning, að eigi málið að leysast, verði það sem gjöf Dana til íslendinga. Fyrri íslenzkar ríkisstjórnir, seg- ir blaðið, hafa talið, að fslending- ar gætu sett fram lögfræðilegar kröfur. Enn eru vafalaust ýms- ir á íslandi, sem enn halda fram, að lögfræðilegur grundvöllur liggi fyrir kröfum fslendinga, en stjórnarvöldin íslenzku líta mál- ið ekki þeim augum. Dagens Nyheder segir, að þess megi vænta, að biturleika gæti með íslendingum yfir því að fá það afhent sem gjöf, sem þeir telja sína eign. Blaðið segir, að danska stjórn- in komi þinginu nú í mikinn vanda, því að lögfræðileg rök gegn afhendingunni kunni að verða túlkuð sem óvinátta í garð íslendinga, sem einmitt njóti álits og velvilja í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.