Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1961, Blaðsíða 1
24 sírtur 18. árgangur 94. tbl. — Föstudagur 28. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins andritafrumvarpið fyrir danska þingið Kandritin skulu mynJa Ama Magnússonar stofnunina á Islandi — segir m.cL í milliríkjasamningi um málið Kaupmannahöfn, 27. apríl. (Frá Páli Jónssyni) M E Ð frumvarpinu í handritamálinu, sem lagt var fyrir danska þingið í dag (sjá aðra frétt), var lagður fram samn- ingur danskra og íslenzkra stjórnvalda um að „flytja til ís- lands þau handrit, er líta verður á sem íslenzka menning- areign“ — en samningur þessi verður staðfestur af þjóð- höfðingjum íslands og Danmerkur, að frumvarpinu sam- þykktu. — , I samningi þessum er m.a. kveðið svo á í 4. grein, að þar um rædd „handrit og skjöl, með tilheyrandi fé, skulu mynda Árna Magnússonar (Arnamagneanske) stofnunina á íslandi“. — Þá er og í 6. grein ákvæði um það, að skipulag það, sem samkomulag hafi nú náðst um, skuli „viðurkennt sem fullkomin og endanleg ákvörðun varðandi allar óskir af hálfu íslendinga um afhendingu hvers konar þjóðlegra, íslenzkra minja í Danmörku“. seti lýðveldisins íslands: (nafn vantar), hverjir hafa, eftir við- ræður í krafti fulira umboða sinna ,orðið sammála um eftir- taldar samningsgreinar: Samningurinn er annars svo- hljóðandi: Hans hátign, konungur Dan- merkur, og forseti lýðveldisins íslands hafa, hvattir af óskinni varðandi þau Handrit af íslenzk- um uppruna, sem í Danmörku eru, um að setja skipulag, er geng ur til móts við óskir ísl. þjóð- arinnar um að eiga sjálf þessar þjóðarminjar, hvattir af óskinni um að staðfesta og styrkja hin góðu samskipti viðkomandi tveggja landa í anda norrænnar samkenndar, og með tilliti til sambands hinna tveggja þjóða um mörg hundruð ár, ákveðið að ganga frá samningi um að flytja til Islands þau handrit, er líta verður á sem íslenzka menning- areign, og hafa útnefnt sem full trúa til að fara með umboð sitt: Hans hátign, konungurinn af Danmörku: nafn vantar) og for- 1. grein: — Jafnskjótt og framkvæmd hefir verið, sam- kvæmt dönskum lögum nr. . . . frá . . . um breytingu á skipu- lagskrá legats Árna Magnússon- ar (Arnamagneönsku stofnunar- innar), ákvörðuð skipting stofn unarinnar í tvær deildir, verða þau handrit og skjöl, sem Há- Jörgensen menntamálaráiðherra skólinn í Reykjavík skal geyma og stjórna, færð til íslands. ★ 2. grein: — Ríkisstjórn íslands tekur að sér, með milligöngu Há- skólans í Reykjavík, að geyma og hafa umsjón með þeim hand- ritum og skjölum, sem flutt verða til íslands, í samræmi við ákvæðin í skipulagsskrá legats Árna Magnússonar. Frh. á bls. 23 Danir hafa ráð á að hjálpa íslendingum til að endur- heimta þjóðararf sinn — sagði Jorgensen menntamálaráðherra Kaupmannahöfn, 27. apríl. (Frá Páli Jónssyni) SÍÐDEGIS í dag lagði Jörg- en Jörgensen, menntamála- ráðherra, fyrir danska Þjóð- þingið frumvarp um breyt- ingu á skipulagsskrá stofn- unar Árna Magnússonar — en samkvæmt frumvarpinu skal afhenda íslendingum þau handrit í safni Árna Magnússonar og Konungs- bókhlöðu, er teljast íslenzk menningareign. — Tala hand ritanna, sem afhent verða, er ekki fastákveðin enn, en gert er ráð fyrir, að þau verði um það bil 1700, auk ýmis kon- ar skjala og skjalaafrita. Full trúar Háskóla íslands og Hafnarháskóla skulu kveða nánar á um skiptinguna, og loks er gert ráð fyrir, að hluti sjóðseignar stofnunar Árna Magnússonar verði af- hentur Háskóla íslands. í ræðu sinni fyrir frumvarp- inru rakti menntamálaráðherrann fyrst, hvernig handritin komust í hendur Dana, meðan íslanð var enn hluti danska ríkisins. — Hann kvaðst vissulega játa, að skarð yrði fyrir skildi varð- andi handritarannsóknir í Dan- mörku, er mestur hluti hinna gömlu, islenzku handrita hefði verið afherrtur íslendingum, — en, sagði ráðherrann, — þessi handrit eru íslenzkir þjóðar- dýrgripir, bókmenntalegt stór- virki. Þau eru næstum einu minjarnar frá hinum gamla blómatíma íslands, sem nú er aft ur orðið sjálfstætt ríki, er getur litið aftur til þúsund ára menff ingar sinnar — en á aðeins fáar fornminjar. Það er skiljanlegt, að íslendingar óski nú áð fá aftur þetta þjóðlega stórvirki. . f ★ HÖND SAMVINNU Þróun öll gengur nú í þá átt, ■að þjóðirnar rétti hönd samvinnu yfir landamæri sín. Slíkt hlýtur ekki hvað sízt að gilda um þjóð- ir, sem standa hver annarri svo nálægt sem hinar norrænu. Norð urlandaþjóðirnar verða að standa saman í æ ríkara mæli, og ef allt talið um bræðralag og menningarlega samvinnu á ekki að vera innantóm orð, verður að Frh. á bls. 23 Andstæðingar de Gaulle lamaðir Algeirsborg og París, 27. apríl. misheppnuðu uppreisnar í Farmurinn fór allur i brœðslu SÁUÐ þið þegar síldarskipið Guðmundur Þórðarson kom inn, spurðu menn hvern ann- an niður við höfn í gærmorg- un. Hann hafði verið með um 1600 tunnur síldar innan- borðs. Nokkru áður hafðl Heiðrún komið inn með um 1100 tunnur. Allur síldarfarmur Guð- mundar Þórðarsonar fór til bræðslu í síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunnl á Kletti, og einnig mestur hluti farms- ins úr Heiðrúnu. Hún hafði fengiff sína síld í einu kasti. Alls hafði Klettur tekiff á móti um 230 tonnum af síld af þessum tveim skipum í gær og hafði verksmiðjan sam- kvæmt upplýsingum vigtar- manns, Halldórs Guðmunds- sonar, fyrrum skipstjóra, tek- ið á móti um 650 tonnum af síld það sem af er þessari viku. Byrjað var að vinna úr þessu hráefni. (NTB/Reuter) UM 1.200 manna lið fallhlífa- hermanna úr Útlendingaher- r i sveitinni frönsku, sem var aðalstyrkur foringja hinnar Alsír, hélt í kvöld frá búðum sínum í Zeralda, 35 km fyrir vestan Algeirsborg, og mun halda til aðalstöðva hersveit- arinnar í Sidi-Bel-Abbas. — Áður hafði lið frönsku stjórnarinnar setzt að fyrir utan búðirnar. — Undan ströndunum eru nú 15 frönsk herskip á sveimi til þess að hindra, að uppreisnarmenn komist undan sjóleiðis. Á’ Utlendingahersveitin ieyst upp? Samtímis þessu fréttist frá París, að skráningarskrifstofum nýliða til Útlendingahersveitap- innar hafi verið lokað — og tal- ið er, að meiningin sé að leysa upp a.m.k. sumar deildir her- sveitarinnar. Háværar kröfur eru uppi um, að hún verði lögð niður að fullu. — Enginn veit með vissu, hve fjölmenn her- sveitin er, þar sem það hefur verið hernaðarleyndarmál, en talið er, að í henni séu ekki færri en 30 þús. manns — allir í Alsír. ★ Búizt viff „hreinsunum“ Búizt er við víðtækum „hreinsunum“ innan hers, lög- reglu og embættismanná sem eftirleik herforingjauppreisnar- innar. — Þegar hafa hundruð manna verið handtekin í Frakk- landi. Einnig halda handtökur áfram í Alsír — og leitað er dyrum og dyngjum að hershöfð- ingjunum Salan, Zeller og Jou- haud, er höfðu forustu fyrir uppreisninni, ásamt Maurice Challe, sem nú bíður þess að vera færður fyrir rétt í Frakk- landi — en yfir honpm vofir dauðadómur. Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.