Morgunblaðið - 28.04.1961, Side 13

Morgunblaðið - 28.04.1961, Side 13
FösfudagUr 28. apríl 1961 MonwnniHÐiB 13 SÓL, sól, sól. Fáir kunna að fagna sólinni eins og íslend- ingar. líklega eru þeir næst því að vera sóldýrk- endur. í gamalli vísu segir að eldur sé beztur, og sólarsýn. Eitt fegursta ljóð miðaldanna er líka kennt við sólina, en sjálft er þetta ljóð eins og dálítill geisli úr miðalda- myrkrinu. En hver hugsar um skáld- skap í slíku veðri: tak hnakk þinn og hest — og við flýttum okkur út úr ritstjórnarskrif- stofunum og leituðum að íóJki sem var önnum kaíið við að safna sól og sumri í sarpínn. Það var að vísu' nóg sól í Austurstræti, en hefði mátt vera léttara yfir svip fólksins, fannst okkur. Sumir voru þungstígir. Það voru þeir sem gengu inn í Búnaðarbankann. Aðrir voru léttari á sér. Það voru þeir sem skilja söng þrastanna. Enn aðrir með Próflestur i Nauthólsvík. fornaldarsvip undir þungum brúnum. Líklega Mýramenn, hugsuðum við, komnir af ■ Agli Skallagrímssyni, en ný- fluttir í bæinn. — Hér er ekkert um að vera, eigum við ekki að skreppa suður í Nauthólsvík? — Jú, ágæt hugmynd, alveg prýðileg. Og þangað var ekið. I fjörunni stóðu nokkrir smástrákar Og reyndu að egna sjóinn til reiði með. því að kasta í hann grjóti. En það var unnið fyrir gíg. Hann lét ekki koma sér úr jafnvægir en lá á heitum sandinum og baðaði sig í sólinni. Tveir eða þrír krakkar úr Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar fengu sér smábað og byrj- uðu svo að busla og skvetta köldu vatninu hvert á ann- að. Það fór hrollur um okk- ur. Að landi sigldi rauður kajak með ungan ræðara. „Hvað heitir þú?“ spurð- um við. „Guðjón Jóhannsson", svar- aði hann. „Og hvað ertu gamall?“ „Fimmtán ára ‘. „Og átt heima?“ „Á Borgarholtsbraut 46^ Kópavögi.“ „Bjóstu þennan kajak til sjálfur?" „Já, en ekki alveg einn.“ ,‘Hverjir hjálpuðu þér?“ „Einn heitir Kristján og svo voru fleiri strákar, en ég man ekki hvað þeir heita.“ „Eruð það ekki vinir þínir“. „Tja, jú.“ „Og manstu ekki hvað þeir heita!“ ,.Nei.“ „Hvað vöruð þið lengi að smíða kajakinn?“ „Ekki mjög“. „Fimm daga?“ „Lengur því við vorum í skóla á morgnana." „Hvaða efni er í honum?“ „Segl og fura, bara fura.“ „Hver kenndi ykkur að smíða?“ „Enginn, þetta er ekki held ur neinn vandi, bara nokkrar mjóar spýtur og segl, Og svo festum við tvo ölíudunka á spýtu til að ^þalda jafnvæg- inu.“ „Hvaðan eru þeir?“ ,Esso og Shell.“ „Heldurðu að það stuðli að nokkru jafnvægi?" „Við höfum þá til öryggis." „Þið eruð bjartsýnir!" „Það voru strákar í Kópa- vogi, sem áttu kajak og hvolfdu honum tvisvar, en svo var þeirra kajak stolið Og nú held ég að þessi sé sá eini, sem er eftir í Kópavogi.“ „Er miklu stolið í Kópa- vogi?“ „Ég átti stærri bát í fyrra og setti hann við litlu bryggj- una og ætlaði að taka hann upp, áður en ég fór í sveit- ina, en þá var hann horfinn. Eða kannski hann hafi bara sokkið í óveðri.“ „Er stundum hvasst í Kópa- vogi?“ „Já, stundum." „Á Finnbogi Rútur kajak?“ „Nei, ekki hef ég heyrt það, en aftur á móti hef ég heyrt að hann ætti bát, sem er eins valtur og kajak“. „Sigldirðu yfir Skerjafjörð- inn í dag?“ „Já.“ „Og hvað varstu lengi?“ „Ég veit það ekki, ég kemst ekki mjög hart vegna þess að olíudunkarnir eru á honum.“ í þessu kallaði lítill snáði í mömmu sína ög sagði: „Mamma, viltu einhvern tíma byggja svona skip handa mér?“ „Hvað heitir þú?“ spurðum við. „Heimir Heimisson", svar- aði hann mannalega. „Langar þig til að eiga bát, Heimir?“ „Já, Og ég ætla að smíða hann sjálfur, ef mamma gerir það ekki“. Þegar við kvöddum dreng- ina þóttumst við þess fullviss- ir, að Heimir litli yrði að smíða sinn bát sjálfur. „Er þetta fyrsti dagurinn, sem þið eruð hér í sumar?‘‘ spurðum við krakkana í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. „Já,“ svöruðu þau einum kór. „En eruð þið ekki í próf- um?“ „Iss, jú, fyrsta prófið byrj- ar á morgun.“ „Og þurfið þið ekki að lesa undir þau?“ „Jú, við lesum barasta hér, það er alveg nóg.“ „Og hvað hafið þið lesið í dag?“ „Við erum búin að lesa einn kafla í ensku.“ Já, einmitt það, hugsuðum við og kvöddum, en stúlkurn- ar kölluðu á eftir okkur og sögðu: „Þau eru andstyggileg, þessi próf. Þá er betra að vera í ís- köldu vatninu.“ Lítill drengur herti upp hugann og kastaði grjóti í sjó- inn . . . Strákarnir í kajaknum. Yfirlits- sýning Barhöru f TILEFNI fimmtugsafmælis frú Barböru M. Árnason heldur Fé- lag íslenzkra myndlistarmanna yfirlitssýningu á verkum lista- konunnar þessa dagana. Sýning- in er í Listamannaskálanum, og hefur listakonan sjálf algerlega annazt val þeirra verka, er sýnd eru, Og komið sýningunni fyrir í sýningarsal. Frú Barbara hefur leitazt við að sýna sem breiðasta mynd af verkum sínum í þessari sýningu, en hún hefur lagt gjörva hönd á margt og unnið á mjög mismunandi hátt að myndgerð sinni. Á sýningu frú Barböru eru á annað hundrað munir, og eru það bæði myndir og bækur, vegg teppi og mottur, að ógleymdum myndaskermum, sem eru eitt það sérstæðasta, er listakonan hefur gert. Frú Barbara hefur lagt mikla vinnu í svartlist, Og er ágætt sýnishorn af verkum henn- ar í þeirri listgrein á sýningunni. Af þessari upptalningu, sem þó er ófullnægjandi, verður ráðið, að hér er um fjölbreytta sýningu að ræða, og er ekki að efa, að Afli Stykkishólmsbáta STYKKISHÖLMI, 2ö. apríl. — í seinustu viku varð afli Stykkis- hólmsbáta í allt 2'24 lestir í 27 róðrum. Sex bátar reru héðan. Hæstan afla hafði mótorbátur- inn Þorsteinn með 47 lestir í 5 róðrum. Annars var aflinn þessa viku mjög jafn. í gær var frem- ur vont veður, en afli varð 4—10 lestir á bát. Goðafoss lestaði hér í'gær refa fóður til útflutnings. Dvaldi hann hér meiri hluta dagsins. Sýslufundur Snæfellsness og Hnappadalssýslu hófst í Stykkis- hólmi í morgun. — Fréttaritari. margur hefur áhuga fyrir því að sjá verk frú Barböru M. Árnason, frá ýmsum tímabilum. Hún er um margt nokkuð ólík öðrum listamönnum okkar, Og stíll henn- ar er sérstæður. Hún vinnur oft mjög fíngert og leggur mikla áherzlu á smáatriði í sumum myndurn sínum, og kemur það greinilega fram í þeim verkum er hún hefur gert til skreytingar bókum og ljóðum. Teikning hennar hefur sérstakan og per- sónulegan blæ. Það er ekki allt jafn gott á þess ari sýningu, og ég fæ ekki betur séð en að myndaskermarnir og sumar motturnar séu það bezta, er listakonan hefur gert. Þar fer hún nokkrar aðrar leiðir en í flestum öðrum verkum sínum og nær sterkari tökum á litameð- ferð heldur en t. d. er hún málar í vatnslitum. Og eitt er áberandi við list frú Barböru, en það er tilfinning hennar fyrir skreyti- list, sem kemur vel fram í mynd um þeim, er hún hefur gert við Passíusálma og aðrar bækur. Sér lega njóta sín þessir hæfileikar listakonunnar, er hún vinnur að teppum sínum og myndaskerm- um. Ég skal ekki fjölyrða um þessa sýningu frú Barböru M. Árnason, en óg veit að margir munu hafa ánægju af að sjá heildarmynd af list þessarar duglegu listakonu. Sýning hennar verður aðeins opin fram að kvöldi fyrsta maí. Að lokum vil ég óska frú Bar- böru M. Árnason til hamingju með þessi tímamót og þakka henni fyrir landvistina síðustu tuttugu og fimm árin. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.