Morgunblaðið - 28.04.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.04.1961, Qupperneq 14
14 MORGVNBLÁÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1961 ÍJTGEFANDI: SAMBAND UNGRA S JÁL FSTÆÐISM ANNA RITSTJÓRI: JAKOB MÖLLER Ungir framsóknarmenn og varnarmáf TJNGIR FRAMSÓKNARMENN bafa nú gert sig að viðundrun með stefnu sinni í varnarmálun um og þátttöku Islands í sam- starfi vestrænna þjóða. Á aðal- fundi samtaka sinna samþykkja þeir ályktun um utanríkismál, Taka þeir þar undir kröfu „fóst bræðra sinna um að varnarliðið verði rekið úr landi. Það er þó ekki þetta, sem. undrun vekur, þetta var alveg eftir þeim. Held 7 Heimdallarferðir í sumar FERÐADEILD HEIMDALLAR hefur nú skipulagt starf- semi sína fyrir sumarið og eru áformaðar 7 ferðir til hinna fegurstu staða.. Fyrsta ferðin verður farin í Raufarhólshelli laugardaginn 24. júní, og verður í þeirri ferð einnig farið að Gullfossi og Geysi og komið aftur til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Önnur ferðin verður 8. júlí í Landmannalaugar og verð- ur það sömuleiðis helgarferð. Þriðja ferðin verður til Kerlingarfjalla laugardaginn 23. júlí og komið aftur á sunnudagskvöld. Fjórða ferðin verður um Verzlunarmannahelgina og verður þá farin Fjallabaksleið nyrðri, Landmannaleið. Þetta verður 3ja daga ferð. Farið á laugardegi og komið aftur á mánudagskvöld. Fimmta ferðin verður helgarferð í Surtshelli 19. ágúst. Sjötta ferðin verður í Þjórsárdal 2. september og verður einnig helgarferð. Sjöunda og síðasta ferðin verður svo í Þórsmörk 16. september og verður komið aftur sunnudaginn 17. sept. Heimdallarferðirar hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár og er ekki að efa að svo reynist enn. nr hitt, að ekki er minnzt einu orði á Atlantshafsbandalagið í þessari áiyktun né heldur á sam skipti íslendinga við vestrænar þjóðir- yfirleitt. Það er fiurðulegt að æskulýðssamtök næststærsta flokks þjóðarinnar skuli ekki minnast einu orði á þessi mál, sem hljóta þó að skipta miklu, hver sem afstaðan til þeirra er. Sama dag og þessi furðulega ályktun birtist í Tímanum birtist þar einnig grein eftir Heimi Hannesson, sem verið hefur þar blaðamaður. Grein þessi nefnist „Utanríkismál og undirskrifta- söfnun“ og hrekur hann þar rök „hernámsandstæðinga“ í þessum málum. En eins og til þess að sýna, að stefna Tímans í þessum málum er ekki hin sama og Heimis, er grein in birt undir „orðið er frjáls", en það er nokkurs konar ruslakista blaðsins. Frá Heimdallarferð til Breiðaf jarðareyja. Frá aSaliundi Þórs, FUS, Rkranesi Mikið starf á árinu fyrir allri starfsemi félagsins. Frá því aðalfundurinn var hald- inn, hefur verið þar málfúnda- starfsemi. Á fundunum hefur ver Frh. á bls. 23 Guðni Grímsson og Sigfús Johnsen. Hvítasunnuferð til Vesfmannaeyja HÉR í BÆNUM hafa verið stadd ir undanfarna daga tveir af for ustumönnum félags ungra sjáif stæðismanna í Vestmannaeyjum, þeir Sigfús Johnsen, form. félags ins og Guðni Grímsson. Þeir komu hingað til viðræðna við sjórn S.U.S. vegna fyrirhugaðrar Hvítasunnuferðar S.U.S. til Eyja. Fréttamaður Æskulýðssíðunnar spjallaði við þá nokkuð um starf semi félags ungra sjálfstæðis- manna í Eyjum í vetur. Þeir kváðu starfið hafa gengið vel og þátttaka verið góð. Helztu þættir starfsins hafa verið fund ir um þau mál, sem hæst hefur borið hverju sinni og hafa þeir fundir verið vel sóttir og þótt takast vel í hvívetna, ennfremur hafa verið haldin spilakvöld hálfs mánaðarlega og hafa þau einnig verið fjölsótt og tekizt prýðilega. Þeir lögðu áherzlu á hið mikla gildi, er Hvítasunnuferðirnar hafa fyrir starf félagsins í Eyj- um og fögnuðu því mjög, að þær hefjast nú á nýjan leik, eftir að hafa legið niðri síðustu ár. Með þeásari férð hefst sumarstarf félagsins í Eyjum, en fyrirhugað ar eru nokkrar ferðir UPP á land í sumar og eru þær einn liðurinn í að styrkja félagsböndin innan kjördæmisins. AÐALFUNDUR Þórs, félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, var haldinn 27. febrúar sl. í nýjum fundar- sal, sem félagið hefur fengið til afnota að Vesturgötu 48. Hafa félagsmenn unnið . að standsetningu salarins og búið hann húsgögnum. Var aðalfundurinn fyrsti fundur félagsins í hinum nýju húsa- kynnum. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundarstörf. Ólafur Ingi Jónsson, skrifstofum., sem verið hefur formaður félagsíns síðast- liðið starfsár, var endurkjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Einar J. Ólafsson, vara- formaður, Oliver Kristófersson, ritari, Sigurður Ólafsson, gjald- keri, Jósef H. Þorgreisson, Hróð- mar Hjartarson, Böðvar Jó- hannesson. í varastjórn eru Gísli Stefánsson og Sigurður Sigurðs- son. í skýrslu stjórnarinnar köm fram, að félagsstarfsemin hefur verið þróttmikil á s.l. ári. Félagið sá um rekstur samkomustaðar- ins ölvers í Borgarfirði síðastlið- ið sumar. Voru þar haldnar fjór- ar skemmtanir, sem allar voru vel sóttar. Félagið mun einnig annast reksturs Ölvers á kom- andi sumri. Vetrarstarfsemin hófst með því/ að haldið var stjórnmálanámskeið. Stjórnandi þess var Árni Grétar Finnsson, varaformaður S.U.S. Á námskeið inu voru flutt erindi og æfingar voru í ræðumennsku. Rætt var um málefni kaupstaðarins og landsmál almennt. Námskeiðið var allvel sótt og fór hið bezta fram. Fyrri hluta vetrar gekkst félagið fyrir skemmtunum á Hótel Akraness. Voru þær haldn ar annan hvern sunnudag. Spiluð var félagsvist, og síðan voru al- mennir dansleikir á eftir. Eftir áramót var svo spilað Bingó. Með tilkomu hins nýja fund- arsalar hefur verið greitt mjög<§- Leiðrétting Á SÍÐUSTU síðu var hér hér nokkuð rætt um misnotkun kommúnista á ríkisútvarpinu. Var þar m. a. rætt um víðtal, sem Stefán Jónsson átti við bandarískan mann, sem hér hef* ur dvalið að undanförnu vegná galla á fisksendingum, sem keypt ar hafa verið vestur í Ameríku. Á eftir viðtalinu lét Stefán þau orð falla, að „jafnvel í konungs- ríki einkaframtaksins" væri ekki leyft að selja skemmdan fisk. Eins og von var til þótti mönnurrí þetta illkvitnislegt orðalag og var þess getið hér á síðunni. Rit- stjóri síðunnar hefur nú fengið nánari upplýsingar um þetta mát Og við það sannfærzt um að vegna aðstæðna hér heima átti þetta orðalag rétt á sér. Ber þvl að harma, að þetta skyldi gert að ásteytingarsteini. Annað, sem sagt hefur verið um misnotkun útvarpsins hér á síðunni stendur hins vegar x fullu gildi. Stjórn Þórs, ÆF.U.S. Akranesi: Fremri röð,talið frá vinstri: Oliver Krlstófersson, Ólafur Ingi Jónsson, formaður, Einar J. Ólafsson. — Aftari röð frá vinstri: Gísli Stefánsson, Sigurð- ur Ólafsson, Sigurður Sigurðsson, Jósef H. Þorgeirsson og Hróðmar Hjartarson. Á myndina vantar Böðvar Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.