Morgunblaðið - 28.04.1961, Page 16

Morgunblaðið - 28.04.1961, Page 16
\ 16 MORGUNBLAÐIÐ FöstudagUr 28. apríl 1961 Aðalstræti 9 Beint frá Skotlandi BARNAFATNAÐUR úr 100% ull Heimsþekkt gæðavara. Dömu síðbuxur margar gerðir. Hægt er að fá saumað eftir máli. VERIIUNIN ^^LAUGAVEG 18 Laugavegi 28. 4ra herb. rishœð við Sigtún til sölu. Fallegt útsýni. Fallegur garður. Hitaveita. STEINN JÓNSSON lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 14951 -— 19090. Rósir Pottaplöntur Pottamold Pottagrindur Blómaáburður Gróðrastöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75 Félagslíf Farfuglar 2.Vz dags ferð í Tröllakirkju um næstu helgi. -— Farseðlar sækist á skrifstofuna 1 kvöld kl. 8.30—10. Frá Ferðafélagi Islands tvær ferðir á sunnudag. Göngu- og skíðaferð á Skarðsheiði. Hin ferðin er í Raufarhólshellir. — Lagt af stað í báðar ferðirnar kl. 9 á sunnudagsmorguninn frá Austurvelli. Upplýsingar í skrif- stofu félagsins Túngötu 5, símar 19533 og 11798. IVfinjagripir Óskum eftir að komast í samband við framleiðendur minjagripa og annarra þjóðlegra muna, með um- boðssölu fyrir augum. Uppl. í síma 23403 í dag og eftir kl. 7 næstu daga. \ Víðimel höfum við til sölu 100 ferm. efri hæð i villubyggingu, svalir, hitaveita. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl. Laufásvegi 2 — Sími 19960. Certina úr er bezta fermingargjöfin RTINA O M AT I CZ 2 LESBÖK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 hérna einhvers staðar rétt hjá.“ Úlfurinn hljóp nú fram og aftur og hnusaði og þefaði, þangað til hann kom þar að, sem andar- unginn lá. Hnoðri skalf af hræðslu og velti því fyrir sér, hvað hann ætti að taka til bragðs. „A-ha“, sagði úlfurinn, „ég fann að þetta var andalykt. Þú ert óttalegt kríli en ef þú værir eins soltinn og ég, þá mundi þér finnast, að jafnvel einn munnbiti væri þó betri en ekkert." „Ó vertu nú góður,“ sagði Hnoðri. Honum hafði dottið gott ráð í hug. „Ég er ekkert nema pínu- lítíll andarungi, en þú ert nógu svangur til að éta heila kú.‘ „Satt segir þú,“ urraði úlfurinn og fitjaði upp á trýnið. „Ég get látið þig ná í kúna í fjósinu hjá bónd- anum,“ sagði Hnoðri. „En ég kemst ekki inn í fjósið," urraði úifurinn. „Til þess kann ég ráð,“ svaraði Hnoðri, „og ég skal sýna þér, hvernig þú getur komist inn.“ „Ertu viss?“ spurði úlfurinn. „Alveg viss,“ anzaði Hnoðri. „Látum þá slag standa," sagði úlfurinn, „en ég ætla að bera þig í munn inum, þá er ég viss um, að þú reynisr ekki að svíkja mig. Hnoðri fann fljótt að það var ekkert sérlega skemmtilegt að vera milli tanna úlfsins. En þannig var þó hægt að vera fljót- ur í förum. Eftir andar- tak voru þeir komnir yfir ergið og heim á hlað. „Sýndu mér, hvar hægt er að komast inn í fjósið. Fijótt nú, áður en dýrin verða vör við mig og vekja bóndann.“ „Slepptu mér þá, svo að ég geti sýnt þér það,“ hvislaði Hnoðri. Úlfurinn opnaði ginið og Hnoðri- datt niður á hlaðið. Eldskjótt hljóp litli andarunginn inn um gat, sem var neðst á hurð inni. „Þetta er nú leiðm, sem ég fer inn í fjósið," kall- aði hann, „ætlar þú ekki að koma líka?“ Úlfurinn varð svo reið- ur, að hann fór að ýlfra og væla. Dýrin í gripa- húsunum vöknuðu við vondan draum. Kýrin öskraði, grísirnir hrinu, endurnar sögðu bra, bra, og hestarnir hneggjuðu, en hundur bóndans fór að gelta. Hnoðri stakk' höfðinu út um gatið og kallaði til úlfsins: „Þér er víst bezt að taka til fótanna, hr. úlfur. Þarna kemur bóndinn hlaupandi með byssuna sína. Ég kæri mig ekki um, að þú verðir lagður að velli í nótt, því að þegar ég stækka, ætla ég að berjast við þig sjálf- ur!“ „Nú vona ég, að þú haf- ir lært dálitla lexiu,“ baulaði kýrin, þegar Hnoðri skreið undir væng inn á mömmu sinni. „Ég vona, að þú hafir lært, að litlar endur eiga að halda sig hjá mömmu sinni.“ „Já,“ samþykkti Hnoðri — „litlar endur eiga að vera hjá mömmu. En þegar'eg verð stór,“ bætti hann við, „skal ég ná mér niðri á úlfinum. Ég vil vera önd, sem getur allt.“ Kýrin hristi höfuðið og sagði: „Þvílíkur lítill og skrít- inn andarungi. Skyldi honum í raun og veru takast það? Endir. Fyrir nökkru birtum við bréf frá Þóru Björk Ólafsdóttur. Hún hafði sent okkur tvær kross- gátur og við sögðumst þá ætla að geyma aðra kross gátuna þar til síðar. Nú er þá komið að því, að við efnum loforðið, en kross gátan er svona: Lárétt: 1. sleip; 5 frægð 6. á húsi. Lóðrétt: 2. ávíta; 3. und irbúa; 4. millibil. ★ J. F. COOPER SlÐASTI MliKÍWii! 31. I dögun morguninn eftir yfirgáfu ensku her- mennirnir William- Henrys virkið. Konur og börn ráku lestina. í hópi þeirra voru Córa og Alísa, ásamt Davíð söngv ara, sem hafði tekizt það hlutverk á hendur að gæta þeirra á leiðinni. Faðir þeirra og Heyward urðu að fara fyrir liðinu í broddi fylkingar. Þó að Englendingarnir úr virkinu og Frakkarnxr í umsáturshernum, hefðu samið sín á milli, voru þeir samt til, sem þyrsti eftir að hefna sín á Eng lendingum. Það voru indí ánarnir. Þegar hermenn- irnir voru komnir spöl- korn á undan, réðust indí ánarnir skyndilega á kon urnar og börnin. Árás þeirra var hræðileg. Córa Alísa og söngvarinn voru skelfingu lostin, þar sem þau urðu að horfa á það, sem fram fór, án þess að geta nokkra rönd við reist. Ráðninyar Gátur : 10. Berthold, 11. Karl, 12. Adam. Hólagötu 9, Vestmanna- eyjum (við pilta eða stúlk ur 11—12 ára); Jónasína Þóra Erlendsdóttir, Brim hólabraut 7, Vestmanna- eyjum (10—11 ára); Ás- gerður Ingólfsdóttir, Hafn argötu 125, Bolungarvík (14—16 ára); Björg Guð- jónsdóttir, Hafnargötu 103 Bolungarvík (13—15 ára); Benedikta F. Ásgeirsdótt- ir, Hafnargötu 115, Bol- ungarvík (13—14 ára); Finnbogi B. Gunarsson, Suður-Fossi, Mýrdal, V- Skaft. (12—13 ára); Jón- ína Hjaltadóttir, Ytra- Garðshorni, Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu (12—14 ára). ====• = Skrítlur Frúiri: — Ég kom bara til að bjóða þér góða noct, elskan mín. Prófessorinn: — Æi, góða mín, geturðu ekki látið það bíða, þangað til í fyrramálið. 1. 7 börn, 2. Koddinn. 3. Hesthófsnaglinn. Nafnagátan: 1. Hrappur, 2. Brand- ur, 3. HjÖrtur, 4. Eiður, 5. Ófeigur, 6. Óskar, 7. Helgi, 8. ölvir, 9. Sveinn, Gátan með rúnaletrinu: Regn- boginn. Gá.tur úr 12. blaði: 1. Hæstiréttur; 2. hljóm sveit; 3. skugginn;4. gaml ir; 5. engan; 6. í mýrkr- inu 7. hún er móðir mín. Kennarinn: — Hvað er helmingurinn af 8? Villi: — Ofan að eða frá hliðinni? Kennarinn: ■— Hvað áttu við, drengur? Villi: — Að ofan er það 0, en frá hliðinni er það 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.