Morgunblaðið - 28.04.1961, Side 20

Morgunblaðið - 28.04.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1961 f f f f f í SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN !--------------------------— 40------------,— DÆTURNAR VITA BETUR | hæð, og hún gekk inn í fremri I skrifstofuna. í — Qæti ég talað við hr. Wells? j Ég er dóttir hans, sagði hún við j skrifstofumanninn, sem hún • hafði aldrei séð áður. ! Ungi maðurinn virtist hissa, —. j Ég er hræddur um, að hr. Wells j sé ekki við. j Hún hleypti brúnum. Hennl f hefði aldrei getað dottið í hug, að pabbi hennar væri ekki við í — Komdu sæl! Skrítið, að ég skyldi einmitt rekast á þig! Ég var eirimitt að hugsa til þín í morgun og óska þess, að ég gæti náð tali af þér. — Var það? Hvað ætlaðirðu að segja við mig? — Komdu hérna yfrum og þá skal ég segja þér það. Hann leit á klukku, sem þarna var. — Ég á að tala við sjúkling hérna kl. hálf þrjú, en það gerir ekkert til þó ég sé svolítið seinn. í>au settust í hægindastóla þarna í forsalnum. — Ég var að tala við hana mömmu þína í morgun. Hún hringdi til mín.,Ég heyri, að þú sért alkomin heim frá París. — Já. Ég kom fyrir tíu dögum. Læknirinn þagði andartak. Síð an hallaði hann sér í áttina til hennar og sagði: — Ég vissi ekki almennilega, hvort ég átti að hafa tal af þér eða pabba þínum? Janet. En ég veit, að hann er mjög önnUm kaf inn, og svo ert þú orðin fullorðin stúlka.... — Ég vildi óska að þú gætir fengið mömmu til að trú því. — Hversvegna. Þykist hún ekki vita það? — Ekki aldeilis. Nú, en ann- ars ætlaðirðu að tala við mig um mömmu, eða var það ekki? — Já. Ég hef nú ekkert talað við hana í embættiserindum nokkuð lengi, en svo sá ég hana í leikhúsinu fyrir skömmu og sýndist hún ekki líta sem bezt út. Janet hugsaði með sér, að gam an væri að vita, hvort hann hefði nokkra hugmynd um, að hún hefði verið hjá öðrum lækni, og hvort hann vissi, að samkvæmt áliti dr. Weingartners væri eitt- hvað verulega alvarlegt að henni. — Og svo hringdi hún til mín í morgun, hélt læknirinn áfram. — Hún bað mig um nýjan lyf- seðil upp á svefnmeðalið, sem hún hefur verið að nota undan- farið. Ég sagðist skyldi senda henni hann í pósti, en hún virtist nauðsynlega þurfa á honum að halda strax í dag — mér skilst hún sé alveg búin með töflurn- ar, sem hún hefur haft — svo að ég skildi hann eftir hjá skrif- stofustúlkunni hjá mér, og hún ætlar að sækja hann þangað. Þú skilur, Janet, að hún ætti alls ekki að þurfa að taka þessar töfl- ur svona stöðugt. Og hún ætti heldur ekki að líta út eins og hún gerir. — Þetta sama hefur mér líka dottið í hug, sagði Janet. Hana sárlangaði til að segja honum frá hinum lækninum, en mundi þá eftir því, hve strangar siða- reglur læknastéttarinnar eru. Hún óskaði þess, að mamma sín hefði heldur farið fyrst til Leni- gans, sem var heimilislæknirinn þeirra, og látið hann svo senda sig til sérfræðings. — Það sem ég ætlaði að nefna við þig, sagði læknirinn, var það, að hún ætti að fara og lyfta sér eitthvað upp eða hvíla sig. Taka sér langt frí — rúna strax. Og mér datt í hug, að nú þegar þú ert laus við alla skólagöngu, gæt uð þið tvær vel farið eitthvað saman. Ég veit, að foreldrum þín um kemur ekki meir en svo vel saman, og mig grunar jafnvel, að samkomulagið sé orðið það versta sem það hefur nokkurn- tíma verið. Þetta þykir mér leið- inlegt og vildi einskis heldur óska en að hægt væri eitthvað að gera við því. Ég nauðþekki mömmu þína, góða mín, enda búinn að vera læknir hennar ár- um saman. Stundum verð ég þess var, að henni þykir mig skorta samúð og skilning, en sann leikurinn er nú samt sá, að þar gerir hún mér rangt til. Eftir þeirri þekkingu, sem ég hef á skaplyndi hennar og mannlegu eðli yfirleitt, þá veit ég, að það gæti verið gagnlegt ef hún væri burtu frá pabba þínum um stund arsakir. Ef hún til dæmis færi í siglingu í svo sem þrjá mánuði, er ég viss um, að hún kæmi aftur miklu hressari. Það er alveg furðulegt, hvað alger breyting á öllu umhverfi getur gert manni mikið gagn. Lenigan læknir leit bláu, vin- gjarnlegu augunum á Janet. — Heldurðu ekki, að þú gætir fengið mömmu þína til að fara með þér? Ég veit, að pabbi þinn hefur vel efni á því. Ég gæti líka nefnt þetta við hann sjálfan. Janet hikaði. Hún vissi, að hún ætti að segja, að auðvitað vildi hún gera það, sem hún gæti, og skyldi reyna að fá móður sína til þess arna. En hvernig gat hún það? Hún varð að muna eftir Nigel. Nigel, sem hún hafði lof- að #ð eiga. Nigel, sem hún var nú ákveðnari að giftast en nkkru sinni fyrr. — Heldurðu ekki, að þetta gæti verið gott ráð? — Jú, auðvitað held ég það. En það er bara.. Hún fitlaði með höndunum.. — það er bara þetta, að það mundi rugla mín- um eigin fyrirætlunum. Mamma hefur víst ekkert minnzt á það við þig í símann, en það er nokk uð, sem hún er algjörlega mótfall in. Ég ætla sem sé að fara að gifta mig eftir nokkrar vikur og flytja til Washington. Lenigan læknir leit á hana sam úðaraugum. — Góða mín, já, þú ert svei mér orðin uppkomin. Þetta þykir mér heldur en ekki fréttir. Ég hafði enga hugmynd.. en úr því að svona er, verðum við að finna upp á einhverju öðru fyrir hana mömmu þína. Néi.^Ég á bara við, að ég get ekki hugsað um þetta svo að í lagi sé, fyrr en eftir nokkra daga Að tala um það við pabba? Væri það ekki eins gott, ef ég bara segði honum, að ég hefði rek- izt á þig og við hefðum farið að tala um þetta? — Jú, líklega væri það. Ég ætla að hringja til hans í skrif- stofuna á morgun. Ég vona, að eins og á stendur, muni hann vilja koma og tala við mig í stofunni hjá mér. Eins og ég hef sagt hef ég áhyggjur út af henni mömmu þinni. Hinsvegar sé ég vel, að þú getur ekki farið að þjóta í þriggja mánaða siglingu eins og á stendur. Ég vona, að þú bjóðir mér í brúðkaupið! . — Vitanlega! Hún leit á hann, döpur á svipinn. — Ef þá nokk- urt brúðkaup verður. — Er nokkur vafi á því? — Já, mamma er að gera okk- ur erfitt fyrir. Hún segir, að ég sé of urig. — Hvað ertu gömul?“ Ég er alveg búinn að gleyma því. — Næstum nítján ára. Hann brosti. — Ætli það sé ekki heldur það, að hún vilji ekki missa þig að heiman. Þú veizt nú, hvernig þessar mömm- ur eru stundum. Sjálf verðurðu kannske einhverntímá alveg eins. Ég skyldi ekki í þínum sporum gera mér ofmikla rellu út af þessu. Ég er alveg viss um, að þetta fer allt vel á endanum. Ég held, að mamma þín sé svona bara af því að hún er óhamingju söm og ekki meir en svo góð til heilsunnar. Kannske gæti hún fengið þessa tilbreytingu, sem ég var að tala um, þegar þú ert gift. Og ef þú ætlar að gifta þig eftir nokkrar vikur, þarf það ekki að verða svo löng bið. Við verðum að athuga, hvort við getum ekki fundið einhverja vinkonu henn- ar, sem mundi fara með henni. Og nú.. Hann stóð upp úr sæti- iniu.. — verð ég víst að rira og sinna sjúklingnum mínum. Hún er víst farin að halda, að ég hafi alveg gleymt henni. Janet hirti Ruff hjá dyraverð- inum, sem hafði gætt hans með- an hún var inni. Lún gekk hægt til baka gegn um skemmtigarð- inn og rifjaði nú upp í huga sín- um allt, sem læknirinn hafði sagt við hana. Og hún komst strax að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að hitta föður sinn án tafar og segja honum frá því, sem lækn- irinn hafði sagt um heilsu mömmu hennar. Það var bezt að fara beint í skrifstofuna til hans. Ef hún skryppi heim núna og losaði sig við Ruff, gat hún náð þangað um klukkan fjögur. Hún vildi síður tala við hann heima, heldur vera viss um, að mamma hennar væri ekki einhversstað- ar á höttum og hleraði samtal þeirra. Því að það sem hún ætl- aði að segja, yrði ekki auðvelt. Allt, sem hún hafði ekki náð að segja við Cynthiu, vegna þessar- ar syndilegu brottfarar hennar, varð hún nú að segja við föður sinn. Og að því loknu mundi hún að minnst kosti vita, hvernig málinu horfði við. Hún kallaði á Marie jafnskjótt sem hún kom heim og spurði hana, hvort nokkur skilaboð væru til hennar. — Engin, ungfrú Janet. — Er mamma komin heim? — Nei, hún sagði ekkert, hven ær hún myndi koma. Mér skild- ist hún ætla í hádegisverð til frú Winston. — Já, ég veit hún ætlaði þang að. Ég þarf að fara út aftur, Mar ie. Og það getur orðið góð stund þangað til ég kem aftur. Hún flýtti sér út úr húsinu og til neðanjarðarstöðvarinnar. Eft- ir góða stund var hún komin í skrifstofu föður síns. Hún hafði stundum komið þangað áður, að- allega Þegar hún var nýkomin heim úr ■ skólanum og hafði þá gaman af að láta pabba bjóða sér til hádegisverðar í kauphalt- arhverfinu. Henni þótti gaman að ganga þessar þröngu skrítnu götur þá. Og nú minntizt hún þessara glöðu daga, þegar hún hafði enga hugmynd um, að allt væri ekki í lagi hjá foreldrum hennar. Hún gekk inn í stóra húsið. Dyravörðurinn fylgdi henni í lyftunni upp á sjöttu — Ég er feginn því að þið hef veri að bíða eftir því að Davíð ákváðuð að við færum að j komast þangað aftur .... Það Silíurfljóti til að veiða Sirrí, ég| er fallegasti staður sem ég þekki! — Er það ef til vill vegna þess I — Ekki eingöngu, Sirrí .... að þú vannst landslagsmynda-1 Það vill til að mér finnst þarna verðlaunin fyrir þessa mynd af vera mesta náttúrufegurð lands- Sólskinsfossum, Markús? | ins. skrifstofutíma. En þá datt henni í hug, að sennilega væri hann í kauphöllinni. Var ekki helzt að hitta víxlaræþar? En þangað gat hún nú ekki farið að elta hann. Konur komu aldrei í þann helgi- dóm. En hún gæti beðið eftir honum hérna. — Verður hann lengi burtu? Qet ég ekki beðið eftir honum? Maðurinn sagði, að því miður yrði hr. Wells víst ekkert við í dag, og hann héldi helzt, að hann hefði farið úr borginni. Hann leit á Janet með svip, sem sagði, að þetta ætti hún að vita betur. Janet varð illt við. — Gæti ég þá talað við hr. Frazer? — Sjálfsagt! Á ég að segja hon um af yður, eða viljið þér fara beint inn til hans? — Ég vil fara inn til hans. Hún þekkti Frazer vel. Hann hafði verið hægri hönd föður hennar árum saman. Þetta var nokkuð roskinn maður og farinn að grána í vöngum. Hann stóð upp frá skrifborðinu sínu og kom á móti henni með útrétta hönd- ina. aiUtvarpiö, Föstudagur 28. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:25 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 Um starfsfræðslu (Ölafur Gunn arsson sálfræðingur). 13:40 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til kynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds son og Tómas Karlsson). 20:30 Ur tónleikasal: Sinfóníunljóm-* sveit Berlínarútvarpsins leikur. Stjórnandi: Kurt Masur. a) Forleikur að óperunni „Alceste" eftir Gluck. b) Fiðlukonsert í E-dúr eftir Bach (Einleikari: Sashklo Gavriloff). 21:00 Ljóðalestur: Sigurður Jónsson frá Brún les frumort kvæði. 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; VI: Rögnvald ur Sigurjónsson leikur sónötu í D-dúr (K284). 21:30 Útvarpssagan: ,,Litli-Brúnn og Bjössi“ eftir Stefán Jónsson; II. (Gísli Halldórsson leikari). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Ferðaþáttur: Þvert yfir Suður* Ameríku; síðari hluti (Vigfús Guðmundsson gestgjafi). 23:05 Dagskrárlok. Laugardagur 29. apríl 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12 23 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig*» urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir)* 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). , 16:00 Fréttir og tilkynningar. (Fram« hald laugardagslaganna). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 ..Höndin styrka**, einleiksþátf eftir Steeingerði Guðmundsdótt* ur (Höf. flytur). 20:15 Frá tónlistarhátíðum austan haf* og vestan: a) Forleiekur að ,,Don Griovanni** eftir Mozart (Sinfóníuhljóm- sveit Bostonar leikur; Charlea Munch stj.). b) Sjö lög fyrir píanó eftir Chavez (William Masselos leilc ur; George Gaber trumbu- leikari aðstoðar). c) Leontyne Price syngur aríur eftir Hándel og Verdi. d) ,,Hafið‘, þrjár sinfónískaf myndir eftir Debussy (Fíl- harmóníuhljómsveit Berlínar Dmitri Mitropoulos stj.). 21:10 Islenzkt leikrit; VI: „Fé og ást** gamanleikur eftir Jón Ölafsson ritstjóra, samin 1866. — Leik- stjóri: Lárus Pálsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.