Morgunblaðið - 28.04.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 28.04.1961, Síða 22
22 MORGTiyBLAÐIÐ Föstudagur 28. apríl 1961 Glsli Halldórsson: Ijiróttahúsið að Káioga- landi var bráðab irgðahús En jboð hefur verið aðalvettvangur islenzkra inniiþrótta Á SÍÐASTA þingi ÍBK rakti Gísli Halldórsson, formaður samtakanna, gang mála varð- andi íþróttamannvirkjagerð í um Reykjavík undanfarna ára- tugi. Hefur upphaf máls hans áður verið birt hér í blaðinu en hér á eftir fer sá kafli ræðu hans sem fjallaði um íþróttahúsið að Hálogalandi. f.B.R. keypti íþróttahúsið við Hálogaland árið 1944. Húsið var í' upphafi byggt til þess að standa í nokkur ár og því á engan hátt vandað til þess sem skyldi. Þegar við keyptum húsið var talið, að það gæti staðið í 10—15 ár með verulegum endurbótum. Til þess að halda húsinu í nothæfu á- standi og bæta þá aðstöðu sem þar hefur verið, hefur verið lögð um Yz millj. kr. í viðhald og endurbætur á húsinu þann hálf- an annan áratug, sem bandalagið hefur átt húsið og rekið það. Það hefur því verið eitt af þeim málum, sem framkvæmda- stjórnin hefur unnið að á ann- an áratug, að leysa á farsælan hátt úr þörf heildarinnar fyrir keppnishús, en þar hafa mörg vandamál verið á vegi okkar, sum fjárhagslegs eölis en önnur félagslegs. Þegar B.Æ.R. var stofnað töldu nokkur félög, að með því að ger- ast aðilar að þeim' samtökum, mundi þetta mál leysast, enda var það eitt af höfuðstefnumál- um B.Æ.R. að byggja stórt al- hliða keppnishús, auk minni sala fyrir tómstundastarf. Nokkru eftir að þessi samtök voru stofnuð, samþykkti bæj- arstjórn Reykjavíkur að leggja fram 50% af stofnkostnaði við byggingu Æskulýðshallar, ef byrjað yrði á byggingu íþrótta- salar, er leyst gæti Hálogalands- húsið af hólmi. íþróttahreyfingin fagnaði að sjálfsögðu þessari samþykkt og taldi að nú mundi skriður komast á málið. Litið var svo á, að ríkisvaldið mundi telja sér skylt að leggja verulegt fé í þessa byggingu, eftir að bæjar- stjórn hafði gert áðurnefnda samþykkt. • Alþingi synjaði Fyrst var leitað beint til Al- þingis um stuðning við þessar framkvæmdir, en þeirri mála- leitan var synjað. Eftir synjun þingsins leitaði B.Æ.R. samninga við Í.B.R. um byggingu hússins, en það var gert til þess að hægt væri að sækja um stuðning íþróttanefnd ar ríkisins um styrkveitingu til framkvæmdanna. Hjá íþrótta- nefnd fengum við loforð um stuðning við málið og hét hún allt að 40% styrk út á bygging- arkostnað hússins. Loforð þetta var gefið út á væntanlega hækk- un á framlagi til íþróttasjóðs, en sú von brást. íþróttasjóður var Og er mjög fjárvana og var málið því komið í sjálfheldu, enda þótt framkvæmdir hæfust um þetta leyti við húsið. • Bærinn styrkir í ársbyrjun 1956 skipaði svö borgarstjóri 5 manna nefnd til þess að athuga möguleika á að koma upp víðtækari samvinnu byggingu þessa húss. Var nefndinni settur þriggja vikna frestur til þess að skila áliti um málið. f nefnd þessari áttu sæti fulltrúi borgarstjóra, fræðslu- stjóri, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda og formenn B.Æ.R. og Í.B.R. Nefndin skilaði áliti á tilsett- um tíma og lagði til að komið yrði upp íþrótta- og sýninga- húsi, auk minni skála, sem nota mætti við stærri vörusýningar. Um haustið sama ár samþykkti svo bæjarstjórn samning um skiptingu byggingarkostnaðar hússins og rekstursfyrirkomulag. En eins og kunnugt er, mun bær- inn greiða 51%, iðnrekendur 41% og f.B.R. og B.Æ.R. sjn 4% hvor aðili. Jafnframt er þar reikn að með, að f.B.R. eigi að sjá um og reka húsið 7 mánuði ársins, en iðnrekendur hina 5 mánuðina að sumarlagi. Framkvæmdir eru hafnar við húsið og sjáum við nú hilla und- ir þá stun^t, er við getum hætt að notast við Hálogalandshúsið. Langþráðu marki er því bráðum náð. Ég tel ekki ástæðu til að lýsa hinu nýja húsi, þar sem hér er mættur fræðslustjóri, sem er for maður byggingarnefndar, en hann hefur lofað að skýra frá húsinu og væntanlegum fram- kvæmdum yið það. 3 landsleikir á einni viku UM miðjan næsta mánuð mun enska landsliðið keppa þrjá Myndin er af Kristínu Jóns- dóttur Ármanni. Hún vakti á’ sér athygli í leik Ármanns og KR á sunnudaginn. Hýn var ákveðin, snör og hugmyndarík í Ieik sínum og átti einna mest- an þátt í sigri Ármanns yfir fyrrv. íslandsmeisturum KR. Knattspyrnumenn gera strik reikninginn í kauphöllinni i FLEST ENSK atvinnumanna- félög eru eins og kunnugt er hlutafélög og rekin samkvæmt því. Hefur því velgengni félags ekki aðeins áhrif á æstustu fylg ismenn heldur og á verð hluta- bréfa í kauphöllinni. Eins og önn ur hlutafélög verða félögin að birta reikninga sína og nú fyrir stuttu voru reikningar allflestra félaga birtir. Reikningar þessir, sem eru fyr ir árið 1960 eru fróðlegir yfirlestr ar og þó einkum hvort félagi hefur tekizt að hafa tekjur um- fram gjöld eða ekki. Til gamans skal hér birtiur listi yfir núver andi I. deildarliðin og gefa töl urnar til kynna hvort og hve mikill gróðinn var, en þar sem mínus er þýðir það svo og svo mikið tap hafi orðið: W ol verhampton W. B. A........ Arsenal ....... Blackburn .... Manchester U. .. Sheffield W. .. Tottenham .... Bumley ........ Cardiff Preston ....... Blackpool .... Bolton ........ 78.546 £ 33.843 —- 32.267 — 31.667 — 29.744 — 24.123 — 23.070 — 13.654 — 8.124 — 7.352 — 4.920 — 4.185 — Leicester Birmingham Chelsea West Ham . Newcastle 3.329 — 363 — 273 — 151 — ... -r- 7.540 — N. Forest ...........-k 13.638 — Aston Villa .........-4- 15.806 — Everton .............-f- 49.504 — Wolwerhamton, sem græddi meira en nokkurt annað lið í Englandi sl. ár eru núv. bikar- meistarar og urðu þar að auki nr. 2 í deildarkeppninni. Mikla at- hygli vekur hið mikla tap hjá Aston Villa og Everton, og er einkennilegt að Aston Villa, lið, sem sigraði II. deild s.l. ár skuli koma út með tap. landsleiki á einni viku. Fyrsti leikurinn verður gegn Portúgal ög er hann í undankeppni heims- meistarakeppninnar. Síðan mun enska liðið fara til Ítalíu og leika í Róm og síðasti leikurinn verður gegn Austurríki. Þar sem allir leikirnir eru á útivelli hefur verið valinn 19 rnanna hópur til fararinnar og eru það þessir: Markverðir: Springett (Shef- field W.) og Hodgkinsson (Shef- field U.) Bakverðir: Armfield (Black- pool), McNeil (Middlesbrough) og Angus (Burnley). Framverðir: Robson (W.B-.A.), Swan (Sheffield W.), Millc-r (Burnley), Flowers (Wolver- hamton) og Anderson (Sunder- land). . Framherjar: Douglas (Black- burn), Connelly (Burnley), Grea ves (Chelsea), Eastham (Arsen- al), Smith (Tottenham), Hitc- hens (Astón Villa), Haynes (Ful ham), Byrne (Chrystal Palace), og Charlton (Manchester U.). Sá siður hefur lengi verið, að enska landsliðið leiki kvöldið fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar við landslið yngri leikmanna. Sá leikur mun að venju fara fram föstudaginn 5. maí n.k. og mun enska landsliðið verða óbreytt frá leiknum við Skotland að undi anskildu því, að í stað Smith, sem leikur í úrslitum bikarkeppn innar, leikur Hitchens frá Aston Villa. Landslið yngri manna hef- ur verið valið og er þannig skip- að: Macedo (Fulham), Angus (Burnley), Ashurst (Sunder- land), Shawcross (Manchester City), McGrath (Newcastle), Moore (West Ham), Paine (Southampton), Hill (Bolton), Byrne (Chrystal Palace), Robson (Burnley Og Harris (Burnley). Auk þessara leika mun enska landsliðið keppa við Mexico niið- vikudaginn 10. maí n.k. á Wembleyleikvanginum í London. Allra þessara leika er beðið með mikilli eftirvæntingu þvi enska landsliðið hefur átt góða leiki undanfarið og er jafnframt farið að tala um England sem væntanlegan sigurvegara í heims meistarakeppninni á Chile 1962. — Skiðakappar Framh. af bls. 6. óhætt er að telja, að öllum skíða- görpum ólöstuðum, að hann sé fræknasti og vinsælasti skíða- kappi landsins, verður honum helgaður sérstakur kafli í lok þessarar greinar. Yngsti sonur þeirra Gottskálks hjóna er GUÐLAUGUR. Hann keppti við ágætan orðstír á lands skíðamóti sem háð var hér á Siglufirði 1932 og síðar á öðrum skíðamótum. Kunnastur mun þó Guðlaugur vera fyrir skíðakennslu og skipulagningarstörf við skíða- mót. Átti hann því að fagna, að vera einn af þeim mörgu er nutu kennslu.hins ágæta norska skíða- kappa Helge Torvöe og hygg ég, að fáir hafi notfært sér þá kennslu eins vel og hann. Þekki ég engan, sem er honum snjall- ari í þeirri list að íinna rétt skíðaland þar sem bezt eru skil- yrði fyrir gangbrautir, svigbraut- ir, stökkbrekkur o. s. frv. og skipuleggja keppni samkvæmt því. Sonur hans Birgir sem á fal- lega sigra að baki sér, kornung- ur að aldri, á bjarta framtíð fram undan á skíðabrautinni. Af því, sem hér hefir verið sagt er það augljóst, að vagga íslenzkrar skíðaíþróttar hefir staðið á Siglufirði og í Fljóíum. Afkomendur þeirra Gottskálks- hjóna hafa unnið brautryðjenda- starf á sviði íslenzkrar skíða- íþróttar, sem seint verður full- þakkað. ★ Eins og fyrr segir á JÓN ÞOR- STEINSSON GOTTSKÁLKS- SONAR fertugs afmæli 27. þ. mán. Fjögra ára gamall hóf hann skíðagöngu á tunnustöfum, sem móðurafi hans lagfærði fyrir hann. Á. þessum farkosti renndi hann sér niður úr Hvanneyrar- skál í keppni við sér eldri drengi. Tíu árum síðar, eða nánar til tekið á Siglufjarðarmóti 1935 vinnur hann 18 km göngu. Ári síðar er háð THULE-mót í Reykjavík. Jón er þátttakandi, dregur töluna 40 í 18 km. göngu, kemur annar í mark, — vinnur með glæsilegum yfirburðum. Á sama móti er hann sigurvegari bæði í stökki og svigi. ANDVÖKU-bikarinn vinnur hann þrisvar í röð til eignar. Skíðabikar Islands vinnur hann árið 1944 og 1947, — þannig mætti lengi telja. Allt er fertugum fært. Fyrir tveimur árum síðan er hann ann- ar í stökki á Reykjavíkurmóti (1958). Það er löngu viðtekin regla, að afhenda sigurvegurum í íþrótt- um verðlaun í viðurkenningar- skyni. Eigi fer það þó ætíð sam- an, að vinna hjörtu samkeppnis- manna sinna, mótstjórnar og á- horfenda og að hlotnast verð- launagripi í formi bikara, gull- peninga o. s. frv. Við, sem störf- um að skipulagningu skíðamóta þekkjum af reynslu, að því mið- ur eru þeir til, sem fyllast of- metnaði vegna sigurvinninga sinna. Þetta hefir aldrei hent Jón Þorsteinsson. Ástæðurnar fyrir þessu eru einfaldlega þær, að hann hefir óvenju prúða og rólega fram- komu. Hann stundar skíðaíþrótt- ina vegna gildi íþróttarinnar sjálfrar. Öllum leik fylgir einhver á- hætta, allsstaðar ræður heppni eða óheppni einhverju, á þaS ekki hvað sízt við um skíða- íþróttina. Þetta veit Jón og hann tekur því eins og sannur íþrótta. maður. Hann hefir oft orðið fyrir óhappi, hann tekur því æðru- laust og brosir góðlátlega. Hafi heppnin brosað við honum hefir mér virzt, að það væri honura næst skapi að biðja afsökunar. Slíkur íþróttamaður vinnur bæði verðlaunabikara og hjörtu, Við sendum honum, Ingibjörgu Jónasdóttir konu hans, börnum, foreldrum og Gottskálksfjölskyld unni allri beztu hamingjuóskir á þessum tímamótum. Sumardaginn fyrsta, 1961. Aage Schiöth. Framboðsfresfur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 3. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna. Kjörnir verða 45 fulltrúar. Listar þurfa að hafa borizt kjörstjórn fyrir kl. 24 laugardaginn 29. apríl n.k. KJÖRSTJÓRNIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.