Morgunblaðið - 09.05.1961, Side 2

Morgunblaðið - 09.05.1961, Side 2
2 MORCUNBL AÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1961 Framsóknarmenn hefja póli- tískar ofsóknir gegn Bjart- mari Guðmundssyni Viliið úr stjórn K.Þ. eftir 24 ára setu þar ÁRNESI, S-Þing., 8. maí. — Aðalfundur Kaupfélags Þingey- inga var haldinn á Húsavík 2. til 3. þ. m. Mættir voru 101 full- trúi frá 10 félagsdeildum auk stjórnar, endurskoðenda og kaupfélagsstjóra. FUndarstjórar voru Karl Kristjánsson alþm. og Baldur Baldvinsson. 4,6 millj. kr. aukning Finnur Kristjánsson, kaupfé- lagsstjóri, flutti yfirlit um hag og rekstur félagsins á liðnu ári. Vörusala varð tæpar 36,6 millj. kr., 4,6 millj. kr. aukning frá fyrra ári. — Landbúnaðarvörur voru seldar fyrir rúmar 31,1 millj. kr. og var það 3,5 millj. meira en 1959. — Landbúnaðar- framleiðslan jókst á árinu um 16 til 17% á félagssvæðinu. Hag- ur kaupfélagsins er góður. Sam- bandsstofnsjóður þess er nú tæp ar 800 þús. kr. og varasjóður 2 millj. og 242 þús. krónur. Stofn- sjóður félagsmanna er rúmar 3 millj. og innstæður viðskipta- manna í innlánsdeild og við- skiptareikningum tæpl. 21 millj. kr., hækkun 2,6 millj. miðað við fyrra ár. Úthlutað var 3% í stofnsjóð félagsmanna af ágóða- skyldri vöruúttekt. _ Verzlunar- skuldir í viðskiptareikningum manna eru nær engar, enda er haldið fast við staðgreiðslufyrir- komulagið, sem hefur orðið fé- laginu og félagsmönnum giftu- drjúgt. Frystihús byggt Niðurstöðutölur efnahagsreikn ings voru tæplega 47,5 millj. Út- hlutað var á fundinum úr minningarsjóði félagsins 33 þús. krónum til ýmissa menningar- mála. Ákveðið var að hefja byggingu nýs frystihúss í sum- ar, en síðan er í ráði að koma upp sláturhússbyggingu. ganga Baldur Baldvinsson og Bjartmar Guðmundsson alþm. — Auk þess voru kjörnir tveir ný- ir menn í félagsstjórn til við- bótar og er hún nú skipuð 7 mönnum í stað 5 áður. Kosningu hlutu Baldur Baldvinsson, Skafti Benedikts son, Teitur Björnsson og Þrá- inn Maríusson. — Bjartmar Guðmundsson, sem starfað hefur í félagsstjóminni 24 ár samfleytt, var nú vikið til hliðar vegna pólitískra of- ' sókna. Tillögu, sem fram kom um þakkir til Bjartmars fyrir störf hans í þágu KÞ, var vísað frá með dagskrártillögu þess efnis að fundurinn hefði þegar sýnt afstöðu sína til fráfarandi stjórnarformanns við stjórnarkjörið. í — Fréttaritari. Aðolfundur Vinnuveitendasamj- nnds íslonds hófst í gær Hans Hylen AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands hófst í gær í Kaupþingsalnum hér í Reykja- vík. Formaður sambandsins, Kjartan Thors, setti fundinn og stjómaði honum. Fundinn sækja fulltrúar úr öllum landshlutum. í gær fór fram kosning í nefnd ir og voru eftirtaldar kjörnar: Allsherjarnefnd, sem m. a. fjall- ar um kaup og kjaramál, hús- byggingarmál, gerðardóm milli vinnuveitenda og trúnaðarlækna kerfi, skattamálanefnd, sem fjall ar um tekju- og eignaskatt, út- svör og stóreignaskatt, trygg- ísiandsvÍMturinst Bans HyJen iátinn NORSKI rithöfundurinn og fs- landsvinurinn Hans Hylen and- aðist sl. fimmtudag, 4. maí, og verður jarðsettur í dag, 9. maí, í Sauda í Ryfylke þar sem hann átti lengst af heima. Hann var fæddur 8. maí 1886 og hefði því orðið 75 ára í gær, hefði hann lifað. Vikið úr stjórn eftir 24 ár Úr stjóm félagsins áttu að — Grimsby Framhald af bls. 1. arreglum, sem brezkum skipum væru settar. Á fundi í félögum yfirmanna og vélamanna, sem haldnir voru eftir viðræður verkfallsmanna og togaraeigenda, var því hafnað að taka þátt í ráðinu á ný. Fyrir skömmu sagði George Harker, ritari félags vélamanna, að verk- fallsmenn væru andvígir því, að slík ríkissamtök sem sjávarút- vegsráð gæti hlutazt til um mál- efni einstakra bæja eins og nú ætti sér stað í Grimsby. Kvað hann verkfallsmenn krefjast þess að fá að útkljá sín deilumál sjálf- ir. — Talsmaður togaraeigenda seg- ir, að hefji þeir nú viðræður beint við verkfallsmenn jafngildi það því, að þeir segi sig einnig úr sjávarútvegsráðinu. Talsmað- ur sjávarútvegsráðuneytisins sagði í dag, að geri togaramenn og verkfallsmenn með sér samn- inga, án milligöngu ráðsins, muni þeir samningar ekki hafa neitt að segja fyrir þjóðina brezku í heild, heldur verði þeir gerðir á staðarlegum grundvelli. Varðandi ástandið í Grimshy, sagði Anthony Crossland, þing- maður fyrir Grimsby, að síðasta vika hefði verið hin versta síðan verkfallið hófst. Aðalvandamál- ið, sagði Crossland er hið mikla vantrausst, sem deiluaðilar hafa hvor á öðrum. Allur úthafstog- arafloti Grimsby er nú bundinn í höfn og fiskur á land berst er einungis úr erlendum togurum. Þurfti að gisla ó Keflavíkurvelli í ?GÆR var hér 1 Reykjavík mik- ill fjöldi Dana og Grænlendinga sem ýmist eru á leið til Græn- lands eða til Kaupmannahafnar. Munu þeir, sem eru á leið til Grænlands eigi vera færri en 100. Á sunnudagskvöldið, þegar flugvél kom með fjölda farþega frá Kaupmannahöfn, sem fara eiga áleiðis til Narsasuak, kom í ljós að ekki var með nokkru móti morgun. hægt að koma fólkinu til gist- ingar hér í bænum. Það var bú- ið að koma eins mörgum fyrir í hótelum bæjarins og í herbergi út um hvippinn og hvappinn. Var þá gripið til þess ráðs að leigja langferðavagn Og hann sendur með um 50 manns suður á Keflavíkurflugvöll til nætur- gistingar. Það fólk var svo flutt hingað til Reykjavíkur í gær- Grœnlendingur skaut mann til bana MEÐAL farþega flugleiðis til Kaupmannahafnar í gærmorgun var ungiur Grænlendingur, sem var í fylgd læknis og rannsókn- arlögreglumanns. Hafði hann drepið mann heima í Grænlandi itm jólin í vetur. Rannsóknarlögregluþjónninn og læknirinn höfðu verið sendir til Grænlands -í þeim tilganigi að rannsaka málið og unga mann- inn. Hann hafði verið mesti efn- is maður og m. a. styrktur til náms á lýðháskóla í Dammörku. Þá hafði hann gengnt herþjón- ustu í danska hemum, sem sjálf boðaliði. Drápsmaðurinn kom hingað með flugvél frá Narsasuak á sunnudagskvöldið. Hann var hafður í haldi í „Steinunum" þar til í gærmorgun að hann var fluttur beint út í flugvélina, — og fylgdu honum læfcnirinn og rannsóknarlögreglumaðurinn. í Kaupmannahöfn á hinn ungi ógæfusami Grænlendingur að ganga undir geðrannsókn. Hann gaf þá skýringu á drápi manns- ins, en hann skaut hann til bana á aðeins 15 metra færi, að hann hefði skoðað sig sjálfan sem aðalpersónuna í leikriti, um slíkt athæfi hefði hann einmitt lesið í leikriti! / NA /5 hnútar $ V 50 hnútar ¥ Snjólcoma 9 ús/*m V Skúrir fC Þrumur mns KuUaskil HiUski! H H»» I L'Laai I Hans Hylen var skólastjóri að lífsstarfi, en jafnframt þekkt ljóð skáld Og ljóðaþýðari. Síðasta ljóðabók hans, „Helg i heimeiv1, kom út í fyrra, og eru þar bæði þýdd ljóð og frumsamin. Meðal þýddu ljóðanna eru margar af perlum íslenzkrar ljóðlistar, t.d. „Oddur Hjaltalín“ Bjarna Thor- arensens, „Ferðalok" og „Ég bið að heilsa" eftir Jónas Hallgríms- son. Áður höfðu birzt fjórar ljóða- bæk eftir Hylen. Sú fyrsta kom út árið 1929 undir nafninu „Mill- •om frendar og framaníde“ og hafði að geyma þýðingar ein- göngu. f næstu bók hans, „Snö- klokka" (1936), voru bæði þýdd kvæði og frumsamin. Árið 1939 kom út frumsamin ljóðabók hans, „Det syng frá Bögdemyr“, og á þjóðhátíðarárinu 1944 kom út bókin „Millom frendar — Is- landsk lyrikk“, sem er úrval úr íslenzkri ljóðlist. Hans Hylen skrifaði líka nokkr ar barnasögur, og gerist ein þeirra að verulegu leyti á íslandi. Þá þýddi han einnig margar ís- lenzkar smásögur og birti þær í ýmsum tímaritum og jólablöðum. Þýðing háns á þjóðsöng íslend- inga mun vera sú bezta sem til er á Norðurlandamálum, sbr. Þjóð- söngsútgáfu Menntamálaráðs ís- lands. Hans Hylen heimsótti ísland að eins einu sinni, en hélt ævilangri tryggð við land og þjóð. Hann var kjörinn riddari íslenzku Fálkaorðunnar. Veffurspáin kl. 10 i gærkvöldi FYRIR helgina var alldjúp SV-land til Vestfjarða og lægð sunnan við landið og olli miðin: Vestan kaldi í nótt, eindreginni austanátt. Nú er en SA á morgun, skýjað en úr- hún komin austur yfir Norð- komulaust að mestu. urlöndin og áhrifa hennar að Norðurland til Austfjarða mestú hætt að gæta, en komin og miðin: Hægviðri og skýjað vestlæg átt á hafinu sunnan í nótt en sunnan gola og létt- við ísland. Tæplega verður skýjað á morgun. það þó lengi, því að ný lægð SA-land og miðin: Hæg er á leiðinni norðaustur eftir breytileg átt, skýjað en víðast Atlantshafinu. úrkomulaust. „Hótunarbréfa- málið44 tekið til dóms HÓTUNARBRÉFAMÁLIÐ svo- nefnda var tekið til dóms í Hæstarétti klukkan rúmlega 5 í gærdag. Klukkan 10 í gærmorgun tók Hæstiréttur málið fyrir á ný. Þá hóf sækjandi málsins, Páll S. Pálsson, ræðu sína. Var hann rétt að byrja, er forseti Hæsta- réttar gat þess að dómendur hefðu ákveðið að gefnu til- efni að gefa ákærðum, Magn- úsi Guðmundssyni, kost á því að tala þá er málflytjendur hefðu lokið máli sínu. Magnús var þá í dómssal. Páll S. Páls- son hafði lokið framsöðuræðu sinni um klukkan 3. Þá tók verjandinn, Ragnar Ólafsson til máls og flutti hann um tveggja klst. ræðu. Ákærði var ekki viðstaddur. — Er Ragnar hafði lokið máli sínu, tók sækj- andinn enn til máls, talaði mjög stutt — og lagði fyrir sitt leyti málið í dóm. Verjandinn lagði því næst málið einnig í dóm. Magnús Guðmundsson var ekki í dómssal, er að því kom að hann skyldi fá að taka til máls. Var málið þá tekið til dóms. Er sennilegt að dómur falli í þessari viku. ingamálanefnd, sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og breyt ingar á þeim, slysatryggingar, •veikinda- og slysadaga, félags- málanefnd, sem fjallar sérsatk- •lega um vinnulöggjöfina, verð- lagsnefnd, sem fjallar um verð- lagsmál almennt og löggildingui viðgerðarverkstæða (m. a. bif- reiðaverkstæða), fræðslu- og iðni aðarmálanefnd, sem fjallar um •tæknimenntun og nýjungar S skólalöggjöfinni, iðnfræðslu og menntun verkstjóra. Framhaldsfundur hefst kl. 10 í dag og mun Ólafur Helgason flytja erindi um starfssvið trún- aðarlækna. Síðdegis hefir Emili Jónsson, félagsmálaráðherra, boð inni fyrir fulltrúanna. Á mið- •vikudaginn mun Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra flytja erindi um skattaþol og fjármál. — Shepard Framhald af bls. 1. sóknarstofnunarinnaf, en á því stendur: Sérstakt heiðursmerki fyrir einstakt framlag Alans Shepards til geimvísindastarf- semi. Fyrsta ferð hans, sem fyrsta geimfara Bandaríkjanna er stór skerfur til að efla þekk- ingu mannsins á geimvísindum og sýnir möguleika mannsins til ferða utan jarðarinnar. — Reynd ar gleymdi Kennedy forsefi að festa heiðursmerkið á Shepard, þar til forsetafrúin hnippti i mann sinn og hvíslaði í eyra hans. Brosti þá Kennedy og kvaðst alveg hafa gleymt merk- inu sjálfu, — festi það síðan í barm Shepards. í stuttu ávarpi þakkaði Shep- ard viðtökurnar og sagði meðal annars, að þeir fjölmörgu menn, sem hefðu unnið að því að gera ferð þessa mögulega, ættu frem- ur skilið heiðursmerki en hann. Eftir þessa athöfn hélt Shep- ard-fjölskyldan, geimmennirnir og forystumenn allir í stofu og hlýddu á frásögn fyrsta banda- ríska geimfarans. • Ekiff til Capitol Nokkru síðar óku Shepard- hjónin ásamt Lyndon B- John- son varaforseta um aðalgötur Washington-borgar og fögnuðu þeim hundruð þúsunda manna. — Var ekið til þinghallarinnar Capitol og var Shepard þar enn. hylltur — nú af þingmönnum. Loks var haldið í fundarsal ut- anríkisráðuneytisins, þar sem Shepard hélt fund með frétta- mönnum. Shepard skýrði fréttamönnum frá því að hann hefði ekki fund ið til neinna óþæginda í ferð- inni. Kvað hann það hafa kom- ið sér á óvart, að titringur og hávaði skyldi ekki vera meiri. Shepard sagði að fátt væri það sem ekki allir vissu um þessa ferð og Mercury-áætlunina um frekari ferðir manna út í geim- inn, en nú væri akveðið að hraða framkvæmd þeirrar áætl- unar. Hann sagði, að það hefði stöku sinnum ergt hann og fé- laga hans sex, sem undirgeng- ust þjálfun fyrir geimferðir, hversu mikið væri gert upp- skátt um þessi efni, en ljóst væri, að í frjálsu landi ætti allt það fólk sem gerði slíkar rann- sóknir og ferðir mögulegar, að fá að vita hvað um væri að ræða. Shepard kvaðst aldrei hafa fundið til neinna verulegra ó- þæginda, nema þá helzt er hann var kominn um borð í skipið Lake Champlain, ekki enn laus við geimferðarbúninginn. Hefði honum þá verið óhemju heitt. Hann sagði ennfremur, að út- sýnið úr geimhylkinu hefði ver- ið mjög íagurt. Þyngdarleysið sagði hann gefa fremur þægi- lega tilfinningu, það hefði ekki á nokkurn hátt komið í veg fyrir að hann gæti athafnað sig að vild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.