Morgunblaðið - 09.05.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.05.1961, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 9. mai 1961 Unglingareglan 75 ára f DAG eru liðin 75 ár síðan Ung- lingareglan tók tii starfa hér á landi. Verður afmælisins minnzt á uppstigningardag-, 11. maí, með barnaguðsþjónustu í Dómkirkj- unni, þar sem séra Óskar J. Þor- láksson talar við börnin, kl. 14 sama dag verður hátíðafundur í barnastúkunni Æskan nr. 1 að viðstöddum mörgum gestum, m. a. framkvæmdanefnd Stórstúku íslands. Þá sjá börn úr Unglinga- reglunni um barnatíma Ríkisút- varpsins þann dag undir stjórn Stórgæzlumanns unglingastarfs, Ingimars Jóhannessonar. sæti í framkvæmdanefnd stór- stúku hvers lands, en yfirmaður allra deildanna er nefndur há- gæzlumaður Og á sæti í fram- kvæmdanefnd hástúkunnar, sem hefir á hendi yfirstjórn Góð- templarareglunnar í öllum álfum heims. Markmið Unglingaregl- unnar er að kynna börnum hug- sjónir Góðtemplarareglunnar, sem eru fyrst óg fremst bræðra- lag allra manna, algert bindindi á áfenga drykki, útrýming áfeng isnautnar og þrótlaust starf að því takmarki, að andi réttlætis og bræðralags nái að gegnsýra stofnfélagar voru 30. Fyrsti æðsti templar stúkunnar séra Friðrik heitinn Hallgrimsson, þá 13 ára gamall. Æskan er fyrsta barna- félag, sem stofnað var hér á landi og hefur jafnan verið í fremstu röð barnastúkna hér á landi Og er svo enn. Hún telur nú á þriðja hundrað félaga. Þetta sama ár voru stofnaðar 4 barna- stúkur til viðbótar m. a. á Akur- eyri (Sakleysið nr. 3, sem enn starfar) og í Hafnarfirði. Félag- ar vOru tæplega 400 í árslók 1886. Næstu árin fjölgaði félögunum jafnt og þétt. Á 25 ára afmæli Starfið innan unglingareglunnar er fjölþætt og skiptist á gaman og alvara. Á myndinni hér að ofan sjáum við gítarflokk, sem skemmtir öðrum stúkufélögum með söng og hljóðfæraslætti. Sunnudaginn 14. maí verður hátíðasamkoma í Austurbæjar- bíói fyrir félaga Unglingaregl- unnar og gesti þeirra. Þar skemmta börnin með leiksýn- ingu, upplestri, hljóðfærasjætti o. fl. Víðsvegar um landið minnast barnastúkur afmælisins þessa daga, eftir því sem ástæður leyfa á hverjum stað. Grein af stofni Góðtemplarareglunnar Ingimar Jóhannesson, fulltrúi fræðslumálastjóra og núverandi stórgæzlumaður unglingastarfs ræddi við blaðamenn um störf Unglingareglunnar sl. 75 ár. Sagði hann að Unglingareglan væri grein af stofni Góðtemplara reglunnar, sem stofnuð var í Bandaríkjum N.-Ameríku árið 1851. Árið 1860 kom fyrst fram tillaga um að stofna barnadeild innan þess félagsskapar, en sú hugsjón komst ekki í fram- kvæmd fyrr en 1874. Þá var stofnuð fyrsta barnastúkan í Bandaríkjunum. Síðan breiddist hreyfing þessi um heim allan. Barnadeildirnar mynda félags- heild, sem nefnd er Unglinga- regla. Yfirmaður þeirrar deildar í hverju landi er nefndur stór- gæzlumaður unglingastarfs og á allt þjóðlífið. * Fyrsta barnafélagið hérlendis Starf Unglingareglunnar hefzt hér á landi með stofnun barna- stúkunnar Æskan nr. 1 í Reykja vík 9. maí 1886. Stofnandi var Björn Pálsson, ljósmyndari og Unglingareglunnar voru barna- stúkurnar 40 með 2500 félögum. Nú eru þær um 60 með yfir 6700 félögum. Fjölbreytt starfsemi Þá ræddi Ingimar Jóhannesson um stjórn unglingareglnanna, verndarstúkur þeirra og starf- semina innan vébanda þeirra er 'bæði mikil og fjölbreytt, og stuðlar að auknum þroska þeirra, andlegum og líkamlegum. Drap síðan á, að frá 1957 hefði Ung- lingaregluþingið 1957 samþykkt að koma á sérstöku unglinga- prófi í barnastúkunum meðal ungtemplara, 12 ára og eldri, um áhrif áfengis og sögu Góðtempl- arareglunnar. Hefði þetta gefizt prýðisvel og margir hlotið bóka- verðlaun fyrir beztu ritgerðirn- ar. Sama unglingaregluþing sam þykkti að láta gera ódýr verð- launamerki til þess að sæma þá félaga, er mest og bezt hafa unn- ið stúku sinni. Síðan ræddi Ingimar um fjár- hag Unglingareglunnar, eina styrktarsjóð hans, Bryndísar- minningu og barnablaðið Æsk- una, sem er nátengt Unglinga- reglunni. Að því loknu talaði hann um íslenzka ungtemplara, ÍUT, sem er félagsskapur 14—25 ára gamalla ungmenna og er ætl- aður að brúa bilið milli barna- stúkanna og Góðtemplararegl- unnar. Væri starfsemi Ungtempl ara mjög fjölbreytt og legðu þeir aðaláherzlu á 1) funda- og skemmtistarfsemi 2) útilíf 3) Tómstundariðju. Formaður ÍUT hefur verið frá upphafi séra Árelíus Níelsson. 19 stórgæzlumenn Stórgæzlumenn Unglingaregl- unnar hafa frá upphafi verið 19 talsins. Fyrsti stórgæzlumaður var Friðbjörn Steinsson, bók- bindari, Akureyri. Lengst allra Björn Pálsson, ljósmyndari, stofnandi Æskunnar nr 1 í Reykjavík hefur Jón Árnason, prentarl, gegnt því starfi, 14 ár alls. Síð- asta áratuginn hafa þau frú Þóra Jónsdóttir, Siglufirði, Gissur Pálsson, rafvirkjameistari og Ingimar Jóhannesson, fulltrúi fræðslumálastjóra, verið stór- gæzlumenn. Togarar hefja veiðar í salt I DAG sigla tveir af togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur á- leiðis til miðanna út af Vestur- Grænlandi. Þangað fara þeir til veiða í salt. Eru þetta fyrstu togararnir, sem hefja Slíkar veiðar á þessu vori. Er hér um að ræða togarana Þorstein Ing- ólfsson og Pétur Halldórsson. Á miðvikudaginn kemur mun þriðji togarinn frá BÚR bætast við og er það Þorkell máni. Undanfarin ár hafa veiðar i salt verið stundaðar við V- Grænland með góðum árangri, en vorið og sumarið 1960 varð þó rýrari afli á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir að tog- ararnir ljúki þessari veiðiför um mánaðamótin júní—júlí. Vænt- anlega munu fleiri togarar BÚR hefja veiðar í alt nú í sumar. Sól og sumar Ebki var veðrið afleitt um helgina. Það er engu líkara en sumarið sé komið fyrir alvöru og margir eru farnir að hugleiða hvernig sumar- fríinu verði bezt varið. Ekki er það seinna vænna; því sumarið er liðið fyrr en varir, eins og alltaf áður. — Æ fleiri nota sumarleyfið til þess að bregða sér til útlanda og undanfarin ár hefur straum- urinn veíið hvað mestur yfir hásumarið. Þetta er langt frá því að vera skynsamlegt. Sumarið okkar er stutt, en oft mjög gott — og því ekki að njóta þess hér heima. Þeir, sem ætla að verja fríinu í útlöndum geta svo fengið sumarauka, annað hvort að vori eða hausti og lengt þann- ig sumarið töluvert. Yfir há- sumarið er hitinn líka oft svo mikill suður í Evrópu, að Is- lendingum finnst nær óbæri legur. •^kldánægðmeð^^ afgreiðsluna Velvakandi fékk bréf frá húsmóður þar sem hún kvart- aði yfir afgreiðslu í mjólk- ur og brauðbúð einni í Aust- urbænum, nánar tiltekið við Laugaveg. Hún sendi dóttur sina eftir brauði. Þegar barnið kom með brauðið var það hart og gamalt. Húsbóndinn tók þá til sinna ráða,. fór með brauðið í búðina og sagðist ekki vera ánægður með kaup dótturinnar. „Hvaða vitleysa. Þetta er ágætt brauð, það er margt fól'k, sem vill heldur fá svona brauð“, sagði kven- maðurinn, sem afgreiddi. ,,Þú skalt þá bara geyma þetta brauð fyrir það fólk“, sagði eiginmaðurinn. ,,Ég sé ek’kert FEROIN AIMR ☆ 1\- % Ú 3) V l( 11 1 ,L L&s j I y- 3 •s að þessu brauði. Það er ágætt. Yfir hverju eruð þér að kvarta“, sagði kvenmaðurinn, en á endanum fékk fjölskyld- an nýtt brauð og það gamla var geymt fyrir þá, sem held- ur vilja hörðu brauðin. Húsmóðirin sagðist hafa búið í Skandinaviu um all- langt skeid. Þatr vseri við- tekin regla í brauðbúðum, að verðið væri lækkað um helm ing á brauðmat, sem orð- inn væri sólarhrings gamall eða meira. • Vildi fá barnið til að skrifa undir Hteimilisfaðiir blingdi til Velvakanda í gær og sagðist hafa fengið óvænta reynzlu af hinum svonefndu „hemáms andstæðingum“ á sunnudag- inn. Hann sagðist hafa farið eins og margir fleiri ■— og 12 ára sonur hans hefði verið þar með honum. Einhvem veginn urðu þeir feðgar við- skila. Skömmu síðar fann faðirinn son sinn aftur í á- horfendahópnum. Kom hann þar að sem kvenmaður var að þrátta við piltinn. Vildi hún fá hann til þess að skrifa undir kröfur ,,hemámsand- stæðinga‘<ir en strákur neitaði. Þjarmaði kvenmaðurinn að barninu og stóð í því stappi, þegar faðirinn kom að. — Þessi saga sýnir hvemig kommúnistar ætla sér að fylla undirskriftalistana. Hvemig fara kommarnir að með óskírðu bömin?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.