Morgunblaðið - 09.05.1961, Síða 15

Morgunblaðið - 09.05.1961, Síða 15
Þriðjudagur 9. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Róstursöm gönguiok Ungliitgar gerðu aðsú'g að Tiarnargotu 20 og bú'stað rússneska sendiherrans Þ-AÐ bar til tíðinda á útifundi kommúnista við Miðbæjarskól- ann í fyrrakvöld, að nokkur hluti fundarmanna, aðallega úr Æskulýðsfylkingunni, missti gjör samlega stjórn á sér, þegar all- stór hópur stráka undir ferm- ingaraldri hóf hróp slagorða eins og „lifi NATO“ og „niður með kommúnista". Eéðust ungkomm- únistar að barnahópnum með barsmíðum og illyrðum. Þá brutu þeir og tröðkuðu niður í jörðina spjöld, sem börnin báru með á- letrunum eins og „Munum Ung- verjaland“ og „Gleymum ekki Tíbet“. Var greinilegt af við- brögðum kommúnista, að spjöld J»essi og hróp barnanna ýfðu upp ýmis illa gróin sár í hugum þeirra. % Skömmu eftir aS Keflavíkur- íganga „hernámsandstæðinga" kom til bæjarins í gærkvöldi veittu forvitnir áhorfendur þvi athygli, að við hlið göngunnar var komin önnur ganga barna og unglinga, en þegar niður á Laugaveg kom hafði hin síðar- nefnda hins vegar tekið foryst- una og skálmaði á undan niður allan Laugaveg, allt niður að Ibarnaskóla, hrópandi slagorðin „lifi NATO“ og „niður með kommúnista“. Þegar niður að Ibarnaskóla kom, stóðust komm- únistar þessar ögranir ekki leng- ur og ruddu bamagöngunni upp sundið norðan skólans með þeim tilburðum, sem áður greinir. Djarflegast gengu fram í þessu 'barnastríði kommúnista ýmsir tforystumanna Æskulýðsfylking- arinnar studdir uppþotsmanni tfrá 30. marz 1949 og konu einni úr Menningar- og friðarsamtök- um kvenna. Brutust þessar óeirð ir út allaf öðru hverju meðan á tfundinum stóð, og tróðu „alþing- ismenn götunnar" m. a. undir 8 eða 9 ára gamlan dreng, sem flytja varð heim til sín vegna meiðsla. Reyndu lögreglumenn allt hvað þeir gátu til þess að stía fylkingunum sundur og stilla til friðar. Við þessar aðfarir 'æstist all- etór hópur barna og ungmenna svo, að eftir fundinn þyrptist Jiann að húseign kommúnista, Tjarnargötu 20, gerði þar hróp að heimamönnum og braut all- margar rúður í húsinu. Réðust þá nokkrir vel þekktir kommún- istar út úr húsinu og hófu sókn gegn unglingunum. Eftir nokkra stund fóru svo að heyrast raddir í hópnum, sem hvöttu til þess, að Rússar yrðu heimsóttir, og þusti hópurinn þá að bústað rússneska sendiherrans við Túngötu. Þegar þangað kom voru höfð uppi á- þekk hróp og fyrr, „lifi NATO“, „niður með Rússa“ en allt fór þó friðsamlega fram nema hvað 1—2 rúður munu hafa verið brotnar áður en lögreglan kom á vettvang. Von bráðar dreifðist þó hópurinn, enda komið fram yfir miðnætti, en lögreglumenn stóðu vörð við bústaðinn í alla nótt. Þegar ganga „hernámsandstæð- inga“ hófst í blíðskaparveðri á sunnudagsmorgun voru u. þ. b. 350 manns kðmnir saman við Flugvallarliðið í Keflavík og gekk það lið allt fyrsta spöinn, en brátt tíndist mikil hluti þess inn í bíla, sem göngunni fylgdu, og mestan hluta leiðarinnar voru göngumenn innan við 100. Rétt áður en til Hafnarfjarðar kom voru bílarnir svo að mestu tæmdir og voru göngumenn um 300, þegar þangað kom. Reyk- víkingar voru svo keyröir til móts við gönguna, sem smáóx á leiðinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, mest í Kópavogi, Fossvogi og á Öskjuhlíð. Er talið, að um 1000 manns hafi þá verið 'í göngunni. en mikla athygli vakti, að lítið sem ekkert fjölg- aði í göngunni um götur Reykja- víkur þrátt fyrir mikinn mann- fjölda meðfram þeim götum, sem gangan fór um. Þegar fundur var settur við Miðbæjarskólann munu 4—5000 manns hafa safn- azt þar saman í góðviðrinu, en auðheyrt var af undirtektum þeim, sem ræðumenn fengu, að einungis nokkur hluti fundar- manna var á þeirra bandi. Fækk- aði fundarmönnum mjög, er á fundinn leið, og er áætlað, að um 2000 manns hafi tínzt burt undir ræðum „hernámsandstæð- inga“. T ilkynning frá félagsmálaráðuneytinu um skyldusparnað Samkvæmt reglugerð útgefinni 8. maí 1961 um breyting á reglugerð nr. 116 10. sept. 1959 um skyldusparnað, skal hér eftir eigi greiða þeim, sem undanþegnir eru skyldusparnaði, laun með spari- merkjum, ef þeir sýna sparimerkjabók sína méð árituðu vottorði lögreglustjóra eða hreppstjóra um undanþáguna. Lögreglustjórar og hreppstjórar skulu um hvér ára- mót láta hlutaðeigandi skattayfirvöldum í té skrá um þær undanþágur, sem veittar hafa verið. Félagsmálaráðuneytið, 8. maí 1961 Þingi LÍV Eokið Sverrir HermanTssson endurkjor- inn formaður sambandsins Þ R I Ð J A þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var haldið um síðustu helgi og lauk á sunnudagskvöld. Voru þar rædd mörg mál, er varða hagsmuni skrifstofu- og verzlunarfólks. Aðalstjórn LÍV var endurkjörin, en hana skipa: Sverrir Her- mannsson viðskipafræðingur, formaður; Ásgeir Hallsson, Björn Þórhallsson, Reynir Eyjólfsson og Gunnlaugur J. Briem. tryggur Hreggviðsson. Sunnlendingafjórðungur: Þórð ur Bogason. Endurskoðendur voru kjörnir: Andreas Bergmann Og Eyjólfur Guðmundsson, en til vara Hall- dór Friðriksson og Hannes Þ. Sigurðsson. Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 14 — Sími 1-55-3Ó. Félagslíi Ferðafélag íslands ráðgerir 4 ferðir um hvíta- sunnuna. Á Snæfellsjökul, í Þórs mörk, í Landmannalaugar, að Hagavatni. Upplýsingar í skrif- stofu félagsins, símar 19533 og 11798. SAUÐÁRKRÓKI, 8. maí: — Fyrir nokkru var veitingahúsið í Varmahlíð í Skagafirði auglýst til leigu. Fjögur tilboð bárust og var eitt frá innanhéraðsmanni. Var tilboði hans tekið. Var það Sigurður Haraldsson bóndi í Brautarholti. Mun hann taka við rekstri hótelsins upp úr miðjum maí. Pá'U Sigurðsson, sem rekið hefur hótelið undanfarin ár flyt- ur nú að Hólum í Hjaltadal, þar sem hann hefur verið ráð- inn til starfa. Handknattleiksdeild Vals 2. 1. og meistaraflokkur Vals. Áríðandi fundur í kvöld kl. 8.30 að Hlíðarenda. — Rætt verður um sumarstarfið og fyrirhugaða ferð til Svíþjóðar. — Mætið allir og verið með frá byrjun. „Valur“. Skíðadeild Ármanns Hvítasunnuferð. — Þeir sem hafa hug á því að fara í Hvíta- sunnuferð á Snæfellsjökul, hring ið í síma 32 561 milli kl. 8 og 10 í kvöld. Stjórnin. KFIJK Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Upplestur — Kaffi — Hugleið- ing. — Allar konur velkomnar. Bazarnefndm Sverrir Hermannsson Til vara voru kjörnir: Gísli Gíslason, Björgúlfur Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson og Sig- urður Steinsson. Fulltrúar hinna einstöku lands hluta í stjóm LÍV voru kjörnir: Vestfirðingafjórðungur: Hauk- ur Ingason og Þorleifur Grön- felt. Norðlendingafjórðungur: Tóm- as Hallgrímsson og Sigurður Jó- hannesson. Austfirðingafjórðungur: Sigur- jón Kristjánsson og Björn Ey- steinsson. Sunnlendingafjórðungur: Krist ján Guðlaugsson og Jón Hall- grímsson. í varastjórn voru kjörnir: Reykjavík: Ragnar Guðmunds son, Hörður Felixson og Richard Sigurbaldason. Vestfirðingafjórðungur: Jenni R. Ólafsson. Norðlendingafjórðungur: Guð- mundur Ó. Guðmundsson. Austfirðingafjórðungur: Sig- Samkomur Fíladelfía Safnaðarsamkoma kl. 8.30. — Fórn tekin vegna Stykkishólms. ia E S J A vestur um land til ísafjarðar 12. þ. m. — Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Patreksfjarðar. Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð- ar, og ísafjarðar. — Farseðlar seldir á miðvikudag. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka og farseðlar seldir í dag. Atvinna Saumastúlkur, helzt vanar óskast. Upplýsingar í verksmiðjunni, Brautarholti 22. Verksmiðian Dúkur hf. OTKER BTKER Með þessu tilbúna 0tker-ísdufti getið þér á einfaldan hátt framleitt, í yðar eig in ísskáp, dýrindis ísrétti með Vanillu eða Mokka-bragði. Happdrœtti Háskóla íslands * \ morgun verður dregið í 5. flokki. I dag eru seinustu forvöð ð endurnyja. 1.050 vinningar að fjárhæð 1.960,000 krónur Happdrætti Háskóla Islands 5. fl. 1 á 200.000 kr. .. . 200.000 kr. 1 - 100.000 — . . . 100.000 — 26 - 10.000 — .. . 260.000 — 90 - 5.000 — . . 450.000 — 930 - 1.000 — . . . 930.000 — Aukavinningar: 2 á 10.00 kr. 20.000 kr. ,050 1.960.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.