Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 8
s MORCVISBLAÐIÐ Ffmmtudagur 11. maf 1961 „Gasljós"í Hveragerði LAUGARDAGINN 30. apríl frumsýndi Leikfélag Hveragerð- is „Gasljós" eftir Patrick Hamil- ton. Þriggja þátta leikrit. „Gasljós“ hefur hvarvetna hlot ið góða dóma þar sem það hefur verið leikið. Hér á landi hafa 3 eða 4 leikfélög sett það á svið. Hefur það boðskap að flytja, sem öllum væri hollt að hug- leiða. Hlutverkin eru: Manningham hjónin, þernur þeirra tvær, leyni lögreglumaðurinn Rough og tveir lögregluþjónar. Efnið í leiknum er í stuttu máli það, að hús- bóndinn vinnur kerfisbundið að því að koma konu sinni á geð- veikrahæli. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og leyni- lögreglumaðurinn Rough birtist. Aðalhlutverkið, frú Manning- ham, leikur frú Magnea Jóhann- esdóttir. Er þetta nokkuð erfitt hlutverk. Eiginkonan meyrgeðja, er að verða sálsjúk í sambúð- inni með kaldrifjuðum eigin- manni. Frú Magnea hefur oft leikið áður, en ég hygg að hún hafi aldrei náð öðrum eins tök- um á hlutverki sínu og þessu. Innlifun hennar er frábær, hreif- ingar mjúkar og eðlilegar, rödd- in mjög breytileg. Valgarð Runólfsson leikur hr. Manningham. Hann er ekki sviðs vanur, hefur leikið einu sinni eða tvisvar áður með leikfélag- inu. Ég hélt fyrst að hlutverk •þetta væri full erfitt fyrir ekki reyndari leikara en Valgarð er, það kom annað upp á ten ingin, þegar hann kom fram á leiksviðið. Túlkun hans á hinum jökulkalda og nærri því lítt skiljanlega húsbónda var með svo miklum ágætum að undrun sætti. Ég óska Valgarð til ham- ingju með þennan leiksigur. Rough leynilögreglumaður er leikinn aí Ragnari G. Guðjóns- syni. Þetta er mjög einkennilegt hlutverk. Gamall uppgjafaleyni lögreglumaður kemur að óvörum inn á heimili Manningham hjón- ana með tilburði eins og sprellu gosi. Undir þessum gleði'ham leynist alvörugefinn lögreglu- maður. Verður því Ragnar að fara með tvö hlutverk, sem koma Iram á víxl. Þetta er mjög vanda samt hlutverk og skilar Ragnar því með mikilli prýði, enda er hann vanur leikari og hefur far- xð með erfiðara hlutverk en þetta. Önnur þjónustustúlkan, Elisa- bet, er leikin af frú Geirrúnu fvarsdóttuir. Lítið hlutverk en vandasamt. Fullorðin kona sem skilur vel aðstæður húsmóður sinnar. Túlkun Geirrúnar er af- bragðsgóð. Með meitluðum svip- brigðum gefur hún til kynna hvað hún vildi segja eða leggja til málanna, án þess að hafast nokkuð að. Geirrún er þróttmik- ill leikari, án efa fremsti skap- gerðarleikarinn í Hveragerði. Hin þjónustustúlkan, Nancy er leikin af frú Aðalbjörgu Jó- hannsdóttur. Nancy er ung og léttlynd. Gervi frú Aðalbjargar er afargott, frjálsmannslegt og létt. Hún dregur taum húsbónd- ans og fær kossa fyrir. Einhver- vegin fellur mér ekki við ofsann sem þeim fylgja. Væri það þó sök sér ef vinnukonan væri frönsk on ekki ensk. Lögregluþjónana léku þeir Gestur Eyjólfsson og Hannes Sigurgeirsson. Leikstjóm annaðist Klemenz Jónsson og hefur honum tekist með ágætum. Leiktjöldin málaði Höskuldur Bjömsson, listmálari. Þau em unnin af þeirri sömu vandvirkni og hlýju sem auðkennir lista- manninn. Hárgreiðslu og smink annaðist frú Sigríður Michelsen. Leiksviðsstjóri var Jón Guð- mundsson. Ragnar og Gehrrún í hlutverkum. f leikslok var leikstjóra og<$>- leikendum fagnað með dynjandi lófaiaki. Á svipstundu fylltist leiksviðið af blómum sem var þakklætisvottur frá Hveragerð- ingum fyrir góðan leik. Það sýndi sig þetta kvöld sem oft áður, að Hveragerði er lista- mannabær, hefur verið það frá því þorpið byggðist og verður vonandi áfram. Það vekur tvímælalaust athygli að ekki fjölmennara þorp en Hveragerði er, skuli hafa á að skipa svo fjölhæfum og jafn- góðum leikurum eins og hér koma fram í þessum leik. Oddgeir Ottesen. Valgarð, Geirrún og Magnea í hlutverkum. Notaður Opel - station til sölu frá DM 700.— mikill fjöldi fyrirliggjandi. WALTER RUDHART Grab" OPEL-Grosshandler Am Klagesmark 3, Hannover, Westdeutschland Export von gebrauchten Automobilen. EfnaSaug til sölu Efnalaug í fullum gangi í kauptúni í nágrenni Reykjavíkur er til sölu. Miklir framtíðarmöguleikar. Þeir sem hafa hug á þessu, sendi nöfn og heimilis- föng til afgr. Mbl. fyrir föstud. 19. þ.m. merkt: „Öruggt — 1737“. Húseign til sölu Til sölu er húseign á hitaveitusvæði í Austurbænum. 1 húsinu eru tvær íbúðir 2ja og 5 herb. Góður bíl- skúr fylgir. Lóð ræktuð og girt. Allar nánari upplýsingar gefur: EIGNASALAN Ingólfsstræti 9B — Sími 19540. E S J A vestur um land til Húsavíkur 17. þ.m. Tekið á móti flutningi árdegis á laugardag og á mánu- dag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súganda- fjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur Akureyrar og Húsavík ur. Farseðlar seldir á mánudag. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar þann 16. þm.. Tekið á móti flutn- ingi á morgun til Tálknafjarðar, Húnaflóa— og Skagafjarðar- hafna og til Ólafsfjarðar. Farseðl ar seldir á mánudag. A T H U G I » að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — 1600 tunnur síldar til Akraness AKRANESI, 8. maí. — Um 1600 tunnur síldar bárust hér á land í dag af þrem bátum, Heima- skaga og Höfrungi, sem höfðu 750 tunnur hvor, og Haraldi, sem kom með 100 tunnur, en nótin rifnaði. Þessi síld fer til bræðslu. Höfrungur fékk 200 tunnur en landaði ekki. í gær voru Sigurvon og Sæ- fari með 14 lestir hvor. — Þrír trillubátar voru á sjó í gær og var mestur afli á trillunni Höfr- ungi, 1000 kg. Landaði hún í Reykjavík. Slökktu sinueld og björguðu hreiðrinu NOKKRIR vaskir drengir, sem verið hafa á sjóvinnu- námskeiðinu, voru á róðrar- æfingu á sunnudagskvöld með kennara sinum, Ásgrími Björnssyni. Komu þeir m.a. út í Engey. í stuttu samtali við Mbl. í gær, sögðu strákarnir að aðkoman þar hafi verið mjög eftirminnileg. Þegar við vorum að fara úr eynni, tókum við eftir því að allmikinn reyk lagði upp af henni austan til. Þeir fóru til þess að athuga þetta nán- ar. Datt í hug að um sinu- eld myndi vera að ræða vegna þess hve reykurinn var hvít- ur. Reyndist það og rétt álykt að, allmikill sinueldur logaði og á brunasvæðinu hafði eld- urinn eytt eða eyðilagt nokk- ur kolluhreiður. Drengirnir slökktu eldinn. Á göngu sinni um eyna og varpland æðar- fuglsins fundu þeir nokkur hreiður, sem sýnilega höfðu verið rænd. Sjálfsbjörg" efnir fil happadræffis NÚ á næstunni eru liðin tvö ár síðan Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra var stofnað. Hlutverk sambandsins er, að hafa forystu í baráttu fatlaðs fólks fyrir aukn- um réttindum og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Innan þess eru nú átta fé'ög víðs vegar um landið. Starfsemi félaganna hefur aðal lega miðast við að efla félagslíf og kynni meðal fatlaðs fólks og hefur mikið félagslíf verið hjá flestum deildum. Vorið 1959 hóf félagið á Akur- eyri byggingu félags- og vinnu- heimilis og gengu þær fram- kvæmdir mjög vel, í maílok 1960 var hluti af byggingunni tekinn í notkun. Hlaut það nafnið „Bjarg“. Sjálfsbjörg á ísafirði hóf rekstur Vinnustofu snemma á ár- inu 1960. Hefur sú starfsemi gengið vonum framar og Vinnu- stofan haft að meðaltali 4 ör- yrkja í vinnu, 6—8 tíma á dag. Á Siglufirði er hafinn undir- búningur að Vinnustofu er fram- leiða á vinnuvettlinga. Þann 14. nóv. s.l. ópnaði Lands sambandið skrifstofu að Bræðra- borgarstíg 9 í Reykjavík og hafa allar aðstæður fyrir samtökin batnað við það, til mikilla muna. SkrifstOfan veitir bæði einstakl- ingum og félagsdeildunum allar þær upplýsingar og fyrirgreiðslu, sr húh getur í té látið hverju sxnni. Hafin er athugun á byggingu vinnu- og dvalarheimilis öryrkja í Reykjavík. Mun Landssam- ER KAUPANDI AÐ að 3 • 4 herb. íbuð í nýlegu húsi. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Vönduð — 1212“. bandið Og félagið í Reykjavík vinna sameiginlega að þeim fram kvæmdum. Ráðgert er, að í byggingu þess ari geti öryrkjar dvalið meðan þeir stunda nám, einnig verður þar rúm fyrir fólk utan af landi, er leitar lækninga í bænum, enn fremur eru fyrirhugaðar vinnu- stofur. Einnig mun sambandið stuðla að byggingu vinnuheimila út um land, þar sem þörf krefur. Landssambandið hefur enn ekki fengið fastan tekjustofn líkt og flestir aðrir öryrkjahópar. Þess vegna verður að leita annarra ráða til þess að afla fjár til starfseminnar. Hefur í þessu skyni verið efnt til „Ferðahapp- drættis" og hófst sala sunnu- daginn 7. maí. Vinningar happdrættisins verða 15 að tölu. Eru allar ferðirnar fyrir tvo og vinningar skattfrjáls ir. Meðal vinninga verða: 1. Ferð til Kanarieyja. Flogið verður frá Reykjavík til Lon- don, þaðan með „Windsor Castle“ skemmtiferðaskipinu til Kanarí- eyja og dvalið þar á luxus-hóteli í 14 daga. Á heimleið verður dvalið 5 daga í París og 5 daga í London, er allur kostnaður inni falinn. Með vinningnum fylgja kr. 14 þús. í ferðapeninga. 2. Ferð til Lugano í Sviss. 13 daga ferð, dvalið verður á ABC- hótelinu við Lugano-vatnið og farið í skoðunarferðir um ná- grennið. 3. Ferð með „Gullfoss“, á fyrsta farrými, Reykjavík—Kaup mannahöfn, fram og til baka. Með vinningnum fylgja kr: 8 þús. í ferðapeninga. Einnig verða ferðir til Fen- eyja og Grænlands. Innanlandsferðir verða: öræfa ferð — 2 hringferðir með „Esju“ — með „Föxunum" landshorna í milli og fl. Væntir sambandið þess, a8 landsmenn veiti málefnum ör- yrkja fullan stuðning. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.