Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 24
Próf — Einkunnir Sjá bls. lí IÞROTTIR Sjá bls. 22. 104. tbl. — Fimmtudagur 11. maí 1961 78 farast í flugslysi Paris, 10. maí. (Reuter) FRÖNSK farþegaflugvél með 69 farþega og 9 manna áhöfn hrapaði í dag til jarðar á Sahara-eyðimörkinni, og fór- ust allir, sem í vélinni voru. Flugvélin var af Superstar- liner-gerð, var eign franska flugfélagsins Air France. Flugvélin var á leið frá Brazzaville, höfuðborg Kongó Tekur áfram við síld í FYRRINÓTT tók Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Kletti á móti liðlega 100 lestum af síld og mun halda áfram að taka síld til vinnslu eftir því sem hægt verður. Tveir togarar eru væntanlegir með karfa, þorskafl inn hefur og verið það mikill, að verksmiðjan hefur vart haft undan, enda þótt hún geti unn- ið úr sem svarar 400 lestum af síld á sólarhring. Brátt hafizt handa í Eyjum VESTMANNAEYJUM 10. maí. — Nú er ákveðið að hefja fram- kvaémdir mjög bráðlega við byggingu nýrrar flugbrautar í Eyjum. Flugmálaráðherra, Ing- ólfur Jónsson, og flugmálastjóri ásamt öðrum forráðamönnum flugmálanna komu hingað fyrir nokkrum dögum til þess að kynna sér aðstæður, en athugan- ir hafa staðið um langt skeið. Flugmenn Flugfélagsins hafa og gert aðflugsæfingar með tillití til nýju brautarinnar. Er þess að vænta, að flugsamgöngur við Eyjar batni til muna við tilkomu annarrar brautar. lýðveldisins, til Parísar. — Hún kom við í Bangui í Mið-Afríku- lýðveldinu og í Fort Lamy í Chad, en eftir það fréttist ekk- ert af henni. Hún átti að koma til Marseille í Frakklandi snemma í morgun. Þegar vélin kom ekki fram á réttum tíma var hafin leit að henni úr lofti og tóku bæði herflugvélar og farþegavélar þátt í henni. Flak farþegavélarinnar fannst loks í Suðvestur-Alsír skammt frá borginni Edjeleþ. Eins og fyrr er. sagt fórust allir, sem í vél- inni voru ,78 manns. ÞETTA eru álftahjónin við Eiði á Seltjarnarnesi. Birgir Kjaran tók myndina af þeim í gær og er ekki annað að sjá en vel fari um þau hjónin, enda er sumarið framundan og engin ástæða til að vera svartsýnn. M Ekki samkomulag um ver á karfanum til Rússa Heimsmarkaðsverð á karfa hækkaði um 30-40% síðustu 5 árin Flótta- maíSurinn farinn MORGUNBLA»IÐ hefur afl- að sér upplýsinga um, að aust- ur-þýzki flóttamaðurinn, Pet- er Klatt, sem í miðjum desem- bermánuði síðastliðnum baðst hér hælis sem pólitískur flótta maður hafi farið með austur- þýzkum togara. Klatt hefur að undanförnu starfað hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem 2. mat- sveinn á togaranum Þorsteini Ingólfssyni og getið sér ágætt orð þar um borð, að því er Morgunblaðið hefur fregnaö. Samt átti hann í talsverðum erfiðleikum hér heima, enda ekki auðvelt að koma í ókunn ugt umhverfi ungur pólitískuc flóttamaður. Morgunblaðinu er ókunnugt um ástæður fyrir því, að Klatt hverfur nú aftur heim til Aust ur-Þýzkalands, en þess má að lokum geta, að í samtali við hann, sem birtist hér í blaðinvi 16. desember sl. skýrir hann frá því, að hann eigi í Austur- Þýzkalandi foreldra, bróður og tvær systur. Peter Klatt er 21 árs að aldri. A Ð undanförnu hafa farið fram viðræður milli íslenzkra stjórnarvalda og rússneskra um áframhaldandi sölu hrað- frysts karfa til Rússlands. — Samningar hafa ekki tekizt. • Allt frá því að íslendingar hófu að selja Rússum karfa hefur verðið verið svo til óbreytt. Þessi viðskipti hófust 1953 og fyrstu árin var verðið óbreytt, 118 ster- lingspund fyrir tonnið. Fyrir skemmstu náðist samkomulag um hækkun, upp í 125 pund — og á síðasta ári varð smáhækk- un, upp í 128 pund. Ekkí er gott að gera saman- burð á karfaútflutningnum til Rússlands og til Bandaríkjanna. Rússlandsfiskurinn er í stórum pökkum, en til Bandaríkjanna er Landbún- aZardeilan leyst í DAG lauk í Danmörku tveggja daga landbúnaðar- verkfalli. Samningar náð- ust eftir 10 stunda samn- ingafund þar sem ríkis- stjórnin féllst á að veita hændum um 460 milljónir danskra króna í skattafrá- drætti og uppbótum (2.532 millj. ísl. kr.) Kaupmannanhöfn, 10. maí (Reuter) Verkfallið náði til 11.000 starfsmanna sláturhúsa Og 5.000 landbúnaðarverka manna. Varð það til þess að öll deifing stöðvaðist á land- búnaðarvörum og verð á kjöti hækkaði um 50%. Á morgun (fimmtudag) hefst dreifing mjólkur að nýju, en vinna við sláturhús- in verður komin í eðlilegt horf á mánudag. Tilboð rík- isstjórnarinnar verður rætt í danska þinginu á föstudag. ^ fiskurinn seldur í smápökkum og krefst sú framleiðsla meiri vinnu. Hins vegar hefur karfaverðið hækkað um 30—40% í V.-Evrópu og Bandaríkjunum síðustu fimm árin, eða á sama tíma og útflutn ingsverðið til Rússlands hefur nær staðið í stað. íslenzki fiskiðnaðurinn telur sig nú þurfa að fá söluverðið á karfanum til Rússlands hækkað verulega svo að hægt sé að gera skipin út á þessar veiðar. Er þá haft til hliðsjónar verðfall það, sem orðið hefur á fiskimjöli á heimsmarkaðnum, því um 75% af karfanum, sem á land berst, fer til mjölvinnslu. Nýting karf- ans er töluvert lakari en nýt- ing annarra fisktegunda og kem- ur verðlækkun á fiskimjöli því ver við karfavinnsluna, en t.d. þorskvinnslu, því aðeins um 60% þorskaflans fara til mjölvinnslu — að meðaltali. Jolntefli eftir 122 leiki TUTTUGASTA skákin i ein- vígi þeirra Botnvinniks ©g Tals var enn tefld áfram í Moskvu í gærkvöldi. Úrslit urðu þau, að Tal varð að sætta sig við jafntefli eftir 122 leiki. Staðan í einvíginu er þá 12 gegn 8 Botnvinnik í vil, og þarf hann því aðeins eitt jafntefli í viðbót. 21. skákin verður væntan- Iega tefld á morgun og hefir þá Botnvinnik hvítt. Þess má geta, að eftir 20 skákir í fyrra var staðan 12 gegn 8 Tal í hag og tryggði hann sér þá titilinn heims- meistari í skák með jafntefli í 21. skákinni. Ljúka þjálfun f FYRRINÓTT fór Cloudmaster Flugfélags íslands í fjórðu ferð- ina til Meistaravíkur. Þetta var fyrsta ferðin, sem vélin var und- ir íslenzkri stjórn, því sænskur flugstjóri hefur að undanförnu flogið með Flugfélagsmönnum. Nú hafa fjórir flugmenn Flug- félagsins lokið þjálfun á Cloud- master-vélinni. 17 stig á Húsavík, en vegir ófærii HÚSAVÍK, 10. maí. —. I dag er 17 stiga hiti á Húsavík og finnst mönnum sem sumarið sé kom- ið. Ekkert hefur snjóað síðustu þrjár vikurnar, en hitinn hefur samt sjaldnast komizt upp fyrir 5 stig þar til í dag. Snjór er töluverður í fjallinu og jörð ekki farin að grænka. Vegir eru mjög blautir og ekki akfærir og það, sem af er mánaðarins, hefur áætlunarvagninn ekki ek- ið á milli Húsavíkur og Akur- eyrar. Hins vegar hefur mikið verið flogið hingað, enda er flugvöllurinn með bezta móti. Trúnaðarráð Óðins FUNDUR verður haldinn i trún- aðarmannaráði Óðins í kvöld kl. 8,30 í Valhöll við Suðurgötu. r Arnessýsla AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu, verður föstudaginn 12. maí n.k. í Iðnaðarmannahúsinu á Selfossi og hefst kl. 21. Aiuk venjulegra aðalfundar- starfa verða kosnir fulltrúar á Landsfund S já I f stæöisflokksins og eru Sjálfstæðismenn hvattir til að fjölmenna á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.