Morgunblaðið - 14.05.1961, Síða 1
32 síður og Lesbók
48. árgangur
106. tbl. — Sunnudagur 14. maí 1961
Prentsmiðja Moi gunblaðsins
Verkfallinn i Grimsby lokið
-<?>
^ Mrmrnimrr- ' -v -vx' tf? <• "x'V'ímís
f
7 »&u mi
Hr# fiv&14 Mikeon., 8tyk^vijíl». '
M« vaatuts X»i« Jíir,jttl«# aras.o k,oóua»al*íva, viifci* wbí<H, c«et
tua ol»n tulöud Á»»arikaaae Jtt #inu kirjavabatuöa «eat
hoolitoavaá öoore»a<1 kaad.
Teiltt Vfetttaa iaiklikult ja lfthidttlt.
KtJU sm noíti»is> ðtontkurd koo* Pr<rcitttt»t Koaelt XUlínoa
«Áltpt»a, 'at Taitt iatoaito auto^uhi ktjrvtU, aondtt fitelöa, oiitf
vaiW.poet11,ot »ida*fi «rikorraliat ai juötttka.
Voiö Tailo ötolba fkui olá okttpattiooni piavii ^e»tia ^uttu, kouet
ja colotttttt, ottllaa oöoa,k*£» eaotiasteat on votaud o$& vft&lvttllfe
togttúofit toieto iaíkuttt kttllal#«i olnud kuulöa kuuttgi,«t koogi
ol«ka niatttanud aoiiaga fthoe<5u$ea T«ie r.ia$*
fca ólfiin OftB raa»a.t«B «XB«kaaó ÍCfcl ÍJÖ " II anfinud filevaáto ko«*u-
ftÍBtihtt ja nakelaato akttpataiaonl uj&atttöt.
; ' Satttku Taio pBiekonöa j& Joid »ínu parwoad
; koovid
160 togarar sigla út í dag
Mynd af bréfinu frá Jan Lattik.
VERKFALLI yfirmanna á
togurum í Grimsby lauk í
gær. Þá þegar um daginn
sigldu sjö togarar út. Hins
vegar er búizt við að 160
togarar, allur hinn mikli tog-
arafloti Grimsby-borgar sigli
út í dag, sunnudag.
Verkfallið var ekki á nokkurn
hátt leyst á kostnað íslendinga.
Parísarsamningurinn frá 1956 um
fisklandanir íslendinga í Bret-
landi heldur fullu gildi. Það sem
leysti verkfallið var að togara-
eigendur hétu að greiða skips-
mönnum hærri laun. Ekki hefur
þó enn verið gengið endanlega
frá launasamningum, en sjómenn
sigla upp á væntanlega samninga,
„Ég staðfesti að naín yðar var
aldrei tengt neinu ofbeidi,"
— segir eistneski rithöfundurinn og r'dðherrann Jan Lattik vinur
forseta Eistlands í bréfi til eistneskc flóttamannsins
I TILEFNI af hinum sví-
virðilegu árásum kommún-
ista á eistneska flóttamann-
inn, Eðvald Hinriksson, sem
nú hefur fengið íslenzkan
ríkisborgararétt og dvelst
hér með fjölskyldu sinni,
hefur hinn þekkti rithöfund-
ur og ráðherra Jan Lattik
ritað bréf, þar sem hann
vottar að sakirnar séu upp-
lognar og Eðvald Hinriksson
hafi gegnt skyldum sínum
við föðurlandið.
Jan Lattik var utanrikisráð-
herra og þingmaður í eistneska
lýðveldinu og starfaði mikið að
hvers konar félags- og skóla-
xnálum. Hann er heimsþekktur
rithöfundur, sem skrifað hefur
fjölda bóka. Dóttir hans er gift
syni eistneska forsetans Páts. —
30. júlí 1940 tóku Rússar for-
setann, son hans Victor ásamt
konu hans, sem er dóttir Latt-
iks og tvo unga syni þeirra
hjónanna, Enn og Matí og sendu
þau öll til Rússlands. Páts for-
seti, sonur hans Viktor og son-
arsonurinn Enn dóu í rússnesk-
um fangabúðum. Þegar ofbeld-
isverkið var framið, bjargaði
Lattik lífi sínu með því að
flýja til skógar. Sonur Lattiks
var eistneskur föðurlandsvinur
og handtekinn af Þjóðverjum
1942, en Lattik sjálfum tókst
að flýja til Svíþjóðar 1944, þar
sem hann gerðist foringi eist-
neskra flóttamanna. Bréf Latt-
iks hljóðar þannig í heild:
„Heiðraði herra Eðvald
Mikson, Reykjavík.
Ég svara nú bréfi yðar,
kæri samlandi minn. Svar
mitt hefur dregizt, vegna
þess að ég er í fríi í Amer-
íku og allar bréfaskriftir fyr-
ir mig annast ungar hendur.
En til yðar vil ég skrifa
sjálfur stutt bréf.
Ég ferðaðist oft með Pats
Framh. á bls. 2
þó eftir að togaraeigendur hafa
heitið ákveðnum kjarabótum.
Tortryggni í verkalýðsmálum.
í fréttabréfi frá fréttaritara
Morgunblaðsins í Grimsby segir
að þótt tilefni verkfallsins hafi
formlega verið fisklandanir ís-
lendinga í borginni, þá hafi allir
vitað að það var yfirskinsástæða
ein. Hin raunverulega ástæða
verkfallsins var hin mikla tor-
tryggni og óánægja sem komið
hefur upp í röðum sjómanna á
síðustu árum og er jafnvel talið
undarlegt að ekki skyldi hafa
komið fyrr til alvarlegra verk-
falla. Óróinn í verkalýðsmálum
borgarinnar sést m.a. af því að
fjöldi fiskimanna hefur á undan-
fömum árum sagt sig úr sam-
bandi flutningaverkamanna og
myndað nýtt verkalýðsfélag í
samkeppni við hitt.
Vegna þessarar tortryggni neit
uðu sjómenn að fallast á það til-
boð togaraeigenda, að sigla upp
á væntanlega samninga og það
almenna loforð togaraeigenda að
þeir skyldu athuga kvartanir sjó
manna. Það er ekki fyrr en tog-
araeigendur hafa heitið tiltekn-
um lágmarks kjarabótum sem
verkfallið leysist nú.
Vilja endurbætur í höfninni.
Slíkt verkfall, sem nú hefur
staðið í Grimsby hefur ekki kom
ið í borginni síðan í mikla vél-
stjóraverkfallinu 1901. Það er því
í fyrsta skipti í mörg ár sem
sjómennirnir eru allir saman
komnir til að ræða vandamál út-
vegsins og hafnarinnar. Á fund
um sínum hafa þeir krafizt þess
að ný stefna sé tekin upp í hafn
armálum og útvegsmálum borg-
arinnar. Sjómennirnir hafa sagt
sig úr Iðnaðarráði Grimsby-borg-
ar, vegna þess að þeir telja ekki
nógsamlega hafa verið tekið tillit
til óska þeirra. Þeir vilja og losa
sig úr tengslum við samband
flutningaverkamanna og yfir höf
uð óska þeir þess að vandamál
borgarinnar séu leyst af bæjar-
mönnum án þess að þurfa að
taka tillit til samtaka eða hags-
muna allrar þjóðarinnar. Verði
það gert telja þeir fyrst skapast
möguleika til að endurbæta höfn
ina í Grimsby, koma upp nýjum
og fullkomnum löndunartækjum
o.fl. — Gera Grimsby að full-
komnustu og beztu fiskihöfn
Bretlands.
Samheldni sjómanna.
Fréttaritari Mbl. í Grimsby seg
ir, að sjómennirnir muni nú sam
tals hafa tapað meira en 300 þús.
sterlingspundum í launum í verk
fallinu. Um 2500 sjómenn misstu
atvinnuna.
Margir þeirra voru farnir að
finna til fjárhagsvandræða. Sum
ir vélstjórarnir og hásetarnir
voru búnir að fá sér vinnu ann-
asstaða og það er ólíklegt að þeir
fari aftur á sjóinn.
Samt eru margir sem þrauka
og neita að fá sér nokkra aðra
vinnu. Fréttaritarinn átti tal við
62 ára sjómann, hann er mat-
sveinn um borð í Norðursjávar-
togara. Skömmu eftir að verkfall
ið hófst var honum boðin vinna
hjá bænum sem hefði gefið hon-
um 10 sterlingspunda laun á viku.
Hann neitaði og sagði: Ég er fiski
maður, og ég er í verkfalli eins
og hinir. Flestir myndu segja að
þetta hafi verið kjánaskapur af
honum, en það sýnir nokkuð þá
samstöðu sem ríkir meðal flestra
sjómanna.
St|órn Arnastofnunar hyggst leggfa
handritamáliö fyrir dómstóla
Einkaskeyti til Mbl.
frá Sig. Línrdal, Kbh., 13. maí.
TIL umræSu er nú hjá stjórn
Árna Magnússonar-stofnunarinn
ar að leggja frumvarpið um af-
hendingu handritanna tl fslands
fyrir dómstóla. Enn hefur ekki
verið tekin endanleg ákvörðun í
þá átt, heldur fylgist stjórnin
með störfum handritanefndar
þjóðþingsins og er jafnframt
haldið áfram almennri baráttu
gegn afhendingu handritanna.
Ef nefndin og þjóðþingið fall-
ast á handritafrumvarp stjórnar-
innar verður tekin ákvörðun í
stjórn stofnunarinnar um það í
hvaða formi málið verður lagt
fyrir dómstólana.
Það er einkum tvennt sem til
greina kemur. Annarsvegar að
fá viðurkenningu á því, að um
eignarnám sé að ræða. Stjórn
stofnunarinnar getur þá borið
fyrir sig, að í stjórnarskránni sé
kveðið svo á, að almannaþörf sé
skilyrði fyrir eignarnámi. Enn-
fremur er talið, að stjórnin leggi
þá áherzlu á rétt stofnunarinnar
til fullra bóta en fullar
bætur telur hún ekki unnt að
greiða því að eignarnám feli í sér
raunveruleg endalok stofnunar-
innar.
Verði ekki fallizt á þetta get-
ur stjórn stofnunarinnar hinsveg-
ar látið skera úr um það, hver sé
heimild löggjafarvaldsins til
þess að breyta ákvæðum erfða-
skrár Árna Magnússonar.
Eignarnám
Poul Andersen, fyrrverandi
prófessor í stjórnlagafræði ritar
grein í „Ugeskrift' for Retsvæsen“
í dag. í greininni kemst hann að
þeirri niðurstöðu, að lög sem
samþykkt kunna að verða um
afhendingu handritanna séu eign
arnámslög. Handritin séu eign
Árnastofnunar að skilningi eign-
arnámsákvæða stjórnarskrárinn-
ar og verði ekki tekin frá henni
nema með lqgum skv. 73 gr.
dönsku stjórnarskrárinnar. Hins
vegar telur hann slík lög naum-
ast verða véfengd á þeim for-
sendum, að ekki sé fyrir hendi
Framhald á bls. 23.
Furtseva til íslands
MORGUNBLAÐIÐ hefur
fregnað, að Furtseva,
mei.ntamálaráðherra
Sovétríkjanna, muni
koma í opinbera heim-
sókn til íslands í næsta
mánuði. — Furtseva er
einn af 14 meðlimum
framkvæmdaráðs rúss-
neska kommúnistaflokks
ins og að sögn áhrifa-
mikil í þeim þrönga
hópi. Má af því sjá, að
Furtseva er einhver
valdamesti maður sem
komið hefur í opinhera
heimsókn til íslands.
Þess má að lokum
geta, að ráðgert er að
Furtseva komi til ís-
lands 6. júní n. k.