Morgunblaðið - 14.05.1961, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.1961, Page 12
12 MORCVNBLAÐIb Sunnudagur 14. ma! 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÚTHLUTUN LISTAMANNALAUNA UINNI árlegu úthlutun^ listamannalauna er ný- lega lokið. 107 listamönnum úr öllum listgreinum hefur að þessu sinni verið veitt sú viðurkenning fyrir listastarf sitt, sem felst í úthlutun listamannalauna til þeirra. Listamannalaunin eiga fyrst og fremst að sýna viðurkenn ingu og þakkir þjóðfélags- ins til listamanna sinna. Þess vegna skiptir upphæð- in, sem veitt er hverjum ein- stökum listamanni ekki meg- m máli, enda þótt æskilegt sé að hún geti verið honum fjárhagslegur stuðningur. Nú, eins og jafnan áður, munu dómar manna mis- jafnir um úthlutunina. Vegna takmarkaðra fjárráða hefur ekki verið unnt að veita eins mörgum viðurkenningu og æskilegt hefði verið. Og þeg- ar gera á upp milli hinna einstöku listamanna koma jafnan mörg sjónarmið til greina. Óhætt er að fullyrða að margir þeirra, sem ekki hlutu listamannalaun að þessu sinni hafi verðskuldað þau, og ýmsum mun sjálf- sagt finnast einhverjir þeirra sem hlutu þau lítt maklegir þeirra. En aðalatriðið er að þjóð- félagið meti hið skapandi listastarf og skilji þýðingu þess fyrir menningarlíf fólks ins. Viðurkenningu og virð- ingu fyrir starfi listamanns- ins er einnig hægt að sýna á marga aðra lund, en með veitingu listamannalauna. — Til þess að þjóðin geti notið listamanna sinna þarf hún að kynnast verkum þeirra, hvort sem heldur er um að raeða á sviði tónlistar, mynd- listar eða orðsins listar. Enn þá er allt of lítið gert að því í okkar landi að fela t. d. myndlistarmönnum skreyt- ingu opinberra bygginga og jafnvel einkahíbýla. Með því að fá listamönnunum verk- efni og gefa þeim tækifæri til þess að framkvæma hug- myndir sínar gefur þjóðin þeim mestan byr undir vængi. Lífið er stutt en listin er eilíf,- segir gamalt máltæki. Þess er hverri kynslóð hollt að minnast. Jákvæð afstaða og skilningur á starfi lista- mannsins hefur grundvallar- þýðingu fyrir menningarlíf hvers tíma. Á síðasta Al- þingi voru uppi tillögur um það frá ríkisstjórninni og einstökum þingmönnum að koma verðlaunaveitingum þjóðfélagsins til handa ís- lenzkum listamönnum í fast- ara og öruggara horf en ver- ið hefur undanfarið. Munaði minnstu að frumvarp ríkis- stjórnarinnar um þetta efni næði lagagildi. Vonandi dregst það ekki lengi úr þessu að slík löggjöf verði sett. Það skipulag, sem ríkt hefur í þessum málum á undanförnum árum er síður en svo til frambúðar. HASKALEGT ATFERLI KOMMÚNISTA TSLENDINGAR eru ýmsu vanir af kommúnistum. En skrif þeirra um afurða- sölumálin undanfarið eru ís- lenzkum hagsmunum háska- legri en flest annað, sem birzt hefur á síðum Þjóð- viljans. Kommúnistar hika ekki við að reyna að spilla fyrir því, að íslenzkur fisk- iðnaður og sjávarútvegur fái nauðsynlega verðhækkun á hraðfrystum karfa í Sovét- ríkjunum. Vitað er að íslendingar hafa fengið hækkað verð fyr ir ýmsar fisktegundir á öðr- um mörkuðum sínum. Stór- fellt verðfall hefur að vísu orðið á fiskimjöli á heims- markaðnum og hefur það valdið útgerðinni gífurlegu tjóni. Þess vegna er þörfin ennþá brýnni fyrir hækkað karfaverð. En kommúnistar reyna að spilla fyrir því eft- ir fremsta megni að íslend- ingar fái þessa verðhækkun. Slík hækkun á karfaverði fæli í sér, segir Þjóðviljinn, „verðbætur á tapsölu“ til annarra landa. Þjóðviljinn skorar hreinlega á Rússa að verða ekki við óskum íslend- inga í þessum efnum! Engum hugsandi íslend- ingi getur dulizt að hér er um hrein landráðaskrif að ræða af hálfu kommúnista. Hér eftir getur enginn verið í vafa um, að hagsmunir ís- lendinga eru þeim einskis virði. Þeir skirrast ekki við að beita fáránlegustu bar- áttuaðferðum til þess að Sigur kommúnista í Laos EINS og kunnugt er af fréttum, átti 14 ríkja ráðstefna um Laos að, koma saman til fundar í Genf á fóstudag. Laosstjórn og aðrar ríkisstjórnir höfðu sett það skil- yrði fyrir því að mætt yrði til ráðstefnunnar, að raunverulegt vopnahlé væri fyrst komið á í landinu, og var það eðlilegt, því ella myndu kommúnistar halda áfram að leggja landið undir sig, meðan á ráðstefnunni stæði. Fyrst í stað virtist ætla að ganga erfiðlega að koma vopnahléi á vegna tregðu kommúnistahersins — Pathet Lao. Menn urðu þvi bjartsýnir í Genf á föstudag, þegar fréttir bárust þess efnis austan frá Laos, að raunveru- legt vopnahlé væri komið á, og að hin alþjóðlega eftirlitsnefnd, sem skipuð er fulltrúum Pól- lands, Indlands og Kanada, hefði sent erindreka sína og eftirlits- menn til helztu staða í landinu. En þá kom babb í bátinn. Ráð- stefnan hafði frá upphafi átt að vera bundin við ríkisstjórnir. í Laos er nú við völd stjórn, sem Boun Oum prinz veitir forstöðu. Áður var þar við völd ríkisstjórn Souvanna Phouma prinz, en hann veltist úr valdasessi og dvelst nú erlendis. Boun Oum er Vesturveldunum hliðhollur, en Souvanna Phouma fylgir svokall aðri hlutleysisstefhu, Og berst all miklli her í Laos undir merkjum hans. Þriðja aflið í landinu er her Pathet Lao, kommúnistaher- inn, en ekki hefur hann borið við að mynda „ríkisstjórn“ enn. Mun það gert af tilhliðrunarsemi og tillitssemi við „hlutleysisöfl- in“, en stuðning þeirra vilja kommúnistar ekki missa fyrst um sinn. Nú kom í ljós í Genf, að Sovétríkin kröfðust þess, að fulltrúar kæmu frá báðum ríkis- stjórnunum og kommúnistahern- um að auki. Bandaríkjamenn sögðu hins vegar, að enginn aðili nema hin löglega ríkisstjórn Boun Oum gæti sent fulltrúa, en til samkomulags gætu þeir fall- izt á, að útlegðarstjórn Souvanna Phouma ættu einnig fulltrúa í Genf. Hins vegar kæmi ekki til mála að veita herstjórn uppreisn ar- og innrásarafla aðild að ráð- stefnunni. Þannig stóðu málin í gær (laug ardag), og var ekki búizt við samkomulagi fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Við skulum nú skaða atvinnuvegi þjóðarinn- ar og grafa undan efnahags- grundvelli hennar. ÞAÐ ER EKKERT MORGUNBLAÐ fjJÓÐVILJAMENN eru að vonum kampakátir yfir að austur-þýzki sjómaður- inn, sem hér baðst hælis sem pólitískur flóttamaður skuli hafa snúið heim til Austur-Þýzkalands. Morgun- blaðinu er ókunnugt um ástæðurnar til þess að hinn ungi maður valdi að hverfa þangað aftur, en hins vegar veit blaðið, að erlendir er- indrekar heimskommúnism- ans tóku hann þegar tali, er hann sté hér á land og hafa vafalaust lagt hart að hon- um að hverfa heim síðan. Ekki ber að efa að þeir hafi heitið honum gulli og virða ofurlítið fyrir okkur ástand ið í Laos. Hvernig standa málin í Laos? Því er auðsvarað: Alger sigur kommúnista vofir yfir. Hernað- arstaðan er þessi: Her Pathet Lao og her „hlutleysissinna“ undir stjórn Kong Le ráða nú um helmingi landsins. Allur aust urhluti þess er á valdi þessara herja, Og hefði vopnahlé ekki ver ið gert, hefði þeim verið leikur einn að sækja vestur að Mekong- fljóti og kljúfa landið í tvennt. • Pathet Lao herinn telur 11 herfylki. Herfræðingar og tækni fræðingar frá Norður-Vietnam stjórna aðgerðum að mestu leyti. Höfuðstyrkur hersins hafa verið daglegar vopnasendingar frá Kína og Sovétríkjunum. Fyrir Pathet Lao er Souphanouvong prinz. Hann er af konungsættinni Og hálfbróðir Souvanna Phouma. Hann er nú 48 ára gamall, lagði stund á verkfræði í París á yngri árum og þótti framúrskarandi námsmaður, en gerðist snemma ofstækisfullur kommúnisti, eins Og sumir aðrir meðlimir hinnar fjölmennu konungsættar, sem stóðu fjarri ríkiserfðum eða virð- ingarstöðum. Fyrir stríð var hann verkfræðingur í Indó-Kína, en hefur síðan fullnumið sig í fræðum kommúnista í Peking. Pathet Lao hefur stundum reynt grænum skógum, ef hann hyrfi aftur austur fyrir járn- tjald. Hitt er líka líklegt að þeir hafi eitthvað minnzt á hin nánu skyldmenni hans, sem þar dvelja. Allir velvilj- aðir menn hljóta að óska hin um unga Austur-Þjóðverja gæfu og gengis og vona að heit þau, sem honum hafa vafalaust verið gefin, verði ekki rofin. Þjóðviljinn er hins vegar mjög ánægður í gær þegar hann segir, „en það er ekk- ert Morgunblað í Austur- Þýzkalandi." Nei, þar eru engin frjáls blöð og þess vegna verður ekki þægilegt að fylgjast með afdrifum þessa unga manns, og hann á þar engan, sem tekur op- inberlega upp hanzkann fyr- ir hann, ef svo kynni að fara að ástæða þætti til að hegna honum fyrir brotthlaupið. að dylja það, að hér er um komm únistaher að ræða, en í seinni tíð hefur það verið lagt af að mestu. A. m. k. titlar Tass-fréttastofan foringja hersins nú kommúnista. • Her Kong Le telur sjö her- fylki. Kong Le er höfuðsmaður að tign og ekki nema 28 ára gamall. Hann er mjög vinstri sinnaður, en telur sig „hlutleysis- sinna“. Hann gerði byltingu f Laos 1960, kom Souvanna Phouma til valda, en þegar átök hörðnuðu milli konungshersins Pathet Lao, gekk hann með her- deildir sínar í lið með hinum síð- arnefndu. Kong Le hefur nú raun verulega gengið kommúnistum á hönd, þar eð hann er þeim alger- lega háður um vOpn og vistir. Sovétríkin og Kína hafa útbúið her hans nýtízku vopnum, og þótt Kong Le hafi upphaflega ætlað sér að tryggja „hlutleysi“ Laos, þá hefur hann reynt hið sama og margir sama sinnis, að eftir að aðstoð hefur verið þeg- in úr hendi Maos og Krústjoffs, Og þiggjandinn orðinn háður. veit andanum, verður „hlutleysissinn inn“ að ganga erinda kommúnism ans beint eða óbeint, hvort sem honum líkar betur eða verr. • Her rikisstjórnarinnar telur um 6 herfylki, en baráttuþrek hans er á þrotum eftir ósigur á ósigur ofan gegn margfaldlega sterkari andstæðingi. Herinn er illa búinn, örþreyttur og kjarkur inn bilaður. Nú er ekki talið, að nema 1200 hermenn séu orrustu hæfir auk varðflokka bænda og borgara úti um landið. Hershöfð- ingin er Phoumi Nosavan. Hvað gerist? Þessi aðstaða þýðir einfaldlega það, að nú geta kommúnistar tal- að eins og þeir, sem valdið hafa í Laos, og það með réttu. Að- staða þeirra á ráðstefnunni f Genf verður mjög sterk, því að Vesturveldin vita, að fari bún út um þúfur og styrjöldin hefjist að nýju, geta kommúnistar lagt landið undir sig áður en hægt er að koma ríkisstjórninni til hjálp- _ar. Líklegt er, að samið verði upp á þau býti, að Souvanna Phouma komist aftur til valda og hafi meiri hluta ríkisstjórnarinn- ar, en auk þess verði þrír ráð- herrar frá Pathet Lao og þrír frá hægri mönnum. Með þessu hafa kommúnistar komið ár sinni vel fyrir borð. Starfsemi þeirra verður léyfð, og þess mun þá vart langt að bíða að þeir taki öll völd í sínar hendur. Laos er mikilvægt í þeirra augum, þvi að það á langa landamæralínu sameiginlega með Suður-Viet- nam, en þangað hafa kommúnist ar sent skæruliðasveitir og hermd Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.