Morgunblaðið - 14.05.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 14.05.1961, Síða 23
MORGVTntT AÐIÐ 23 Sunnudagur T4. maí 1961 — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. arverkamenn að undanförnu. Eru þar nú myrtir um 200 menn á mánuði hverjum af sveitum þess um, — allt menn, sem hafa eitt- hvað látið að sér kveða gegn kommúnistum. Þá hefur Laos sameiginleg landamæri með Kam bodíu, (sem kommúnistar hafa anikinn áhuga á um þessar mund ir), Thailandi (Síam) og Birma (Burma). Enginn skyldi ímynda sér, að Pathet Lao myndi eira stjórnarvöldum Souvanna ÍPhouma til langframa, enda yrði Ihann hvort eð er að sitja og standa að boði kommúnista. Þess má og geta, að Pathet Lao skirrð- ist ekki við að halda skæruhern- aði sínum áfram, þegar friðar- samningar voru gerðir 1957 og tveir ráðherrar í ríkisstjórninni voru frá Pathet Lao. Hvers vegna ? Ástandið er svona í LaOs í dag vegna þess, að kómmúnistar hafa markvisst unnið að því að ná þar völdum, meðan andstaðan gegn þeim var veik og hikandi. Þar átti að ríkja „hlutleysi“, en í örðabók kommúnista er ekkert - raunverulegt hlutleysi til. „Hlut- leysi“ í þeirra munni merkir frið til að kollvarpa lýðræðislega kjörinni stjórn lanclsins, frið til að koma sér upp herjum og frið , til að smygla vOpnum inn í land- ið, meðan Vesturveldin verða að íhalda að sér höndum og horfa jþegjandi upp á gang mála, því að „hlutleysið" verða þau að virða. Kommúnistar leggja nú Ofurkapp á „hlutleysi“ ríkja í Suð-austur-Asíu. Takist þeim að koma áformum sínum fram í Laos er alveg víst, að næsta tak- mark þeirra verður Suður Viet- nam, Kambodía, Thailand og Birma. Malaja og Singapore verða þá einnig skammt undan. Hefðu Bandaríkin brugðið fyrr við og aðstóðað stjórn Laos svo að um munaði, hefði öðru vísi farið. En Bandaríkjamenn vOru hikandi, hræddir við gagnrýni „hlutlausu“ ríkjanna, og því fór sem fór. Menn eru sammála um, að sú aðstoð, sem Bandaríkja- menn veittu um síðir, hafi verið vel og skjótt af hendi leyst. En hún kom of seint. Þeim tókst að hindra fall höfuðborganna tveggja — Vientiane og Luang Prabang — áður en vopnahlé var gert, en meira tókst þeim ekki að gera á þessum stutta tíma. Lexían af Laos Hverja lærdóma er hægt að draga af Laosmálunum? Ekki aðra en þá, sem kunnir máttu vera áður, að á vorum dögum er „hlutleysi" máttlausrar smáþjóðar, sem er veik út á við, og (í þessu tilviki) einnig inn á við, ekkert annað en agn ! fyrir kommúnista. Þeir heimta „hlutleysi í átökum stórveld- anna“ til þess eins, að geta mis- notað sér aðgerðaleysi Vestur- yeldanna. Þeir virða hlutleysið ekki fremur en hvert annað úr- elt hugtak, heldur halda beinlín- is uppi hernaði gegn löglegri Stjórn með flokkum sínum, sem Stjórnað er frá Peking og Moskvu. M Þótt illa hafi farið í Laos og ekki sé hægt að búast við öðru en óhagstæðum samningum í Genf, þá má þó svo fara, að hér hafi kommúnistar gengið svo iangt í tæknibrögðum sínum við misnotkun „hlutleysis“, að tekin verði upp ákveðnari stefna af þjóðum Asíu í baráttunni við heimsveldastefnu Kína og Sovét- ríkjanna. Fermiaig á Eyrarbakka Kl. 2 e.h. Kölbrun Jenny Sigurjónsdóttir, MerkisteinL Sveinn Magnússon, Dagsbrún. Kongóþing kvatt saman á ný t16 þingmenn hafa látið lífið J ! síðan þíng kom síðast sam- j \ an fyrir 8 mánuðum ! S i Leopoldville, 12. maí. — (Reuter —• NTB) KASAVUBU, forseti Kongo, tilkynnti í dag í Leopold- ville, að hann hyggðist kalla saman þjóðþing landsins undir lok þessa mánaðar, en þingið hefur ekki komið sam an til funda í átta mánuði. Fyrsti fundur þess verður væntanlega haldinn þegar að lokinni ráðstefnu stjórn- málaforingja í Coquilhatville, en þar er rætt um stofnun ríkjasambands í Kongó und- ir sterkri miðstjórn sem að- setur hafi í Leopoldville. Fyrsta vandamálið, sem kann að liggja fyrir þinginu er að ákveða löglega hver sé forystu- maður löglegrar stjórnar og þá jafnframt hver sé lögleg stjórn landsins. Antpine Gizenga, forystumað- ur Lumumbasinna í Stanleyville, telur sig sjálfkjörinn og lög- legan eftirmann Lumumba, sem var forsætisráðherra þeirrar einu stjórnar landsins, sem staðfest- ingu hefur hlotið af þinginu. Er því talið ólíklegt, að Gizenga fallist á annað en nýjar kosning- ar fari fram. Stjórnin í Leopold- ville, sem nú er undir forsæti Josephs Ileo, hefur aldrei fyrir þingið komið. Kasavubu sagði er hann til- kynnti um endurreisn þingsins, að hann mundi fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að starfsmenn þeirra önnuðust flutning þingmanna til Leopold- ville og veittu þeim og fjölskyld- um þeirra nauðsynlega vernd. Er talið , að Kasavubu vilji með þessu undirstrika samvinnu Leo- poldvillestjórnarinnar og starfs- liðs Sameinuðu þjóðanna, sem hefur færzt í allgott horf eft,- margra mánaða illindi og tor- tryggni. Þingið í Kongo er í tveim deild um. í neðri deild eru 137 þing- menn en 84 í Öldungadeildinni. Af þessum mönnum eru nú 9 látnir úr neðri deild en 7 úr öld- ungadeildinni. Listamanna- laun í FRÁSÖGN blaðsins í gær af úthlutun listamannalauna féllu niður nöfn þriggja manna, Guð- mundar Daníelssonar, sem hlaut 20 þús. kr. og Óskars Aðalsteins, og örlygs Sigurðssonar, sem hlaut 10 þús. kr. hvor. Eru þeir beðnir velvirðingar á þessu. - NATO Framh. af bls. 18 1 Þjóðin er ekki á einu máli um varnirnar. Sumir segja að þær hefðu átt að vera sterkari, aðrir að við hefðum getað látið okkur nægja með minna. En í meginat- riðum eru þó allir lýðræðisflokik amir sammála. Stöndum saman um frið og frelsi og sjálfstæði — (Lófatak). Mannfjöldin stóð rólegur og hlustaði með athygli. Þetta var ekkert „Alþingi götunnar". En allt í einu skapaðist Japanskt á- stand“ í útjaðri mannfjöldans. Þar eru nokkrir ung-kommar á ferð með kröfuspjöld, sem á stendur. Engin atómvopn o.fl. þess háttar. Og þeir æpa- „Útav NATO, Útav NATO“. Me'ð hægð og festu kom lögreglan í veg fyr ir allar óspektir, en fólkið reif spjöldin í tætlur og siagði strákun um að skammast sin. Þessi mikli fjöldafundur, sem er sá stærsiti í Noregi eftir stríðið, fór ágætlega fram og blöð allra lýðræðisflokkanna luku á han,n lofsorði og hann sýndi betur en orð fá lýst, hve einhuga fólkið stendur að varnar samtökum gegn ofbeldi og yfir- gangi. NATO-fundinum lýkur í dag. Margt fleira mætti til tína og segja frá í sambandi við hann, en hér skal láta staðar numið. Mjög erriðar sam- gongur í S-Þing. ÁRNESI, S.-Þiing, 15. mai. — Sauðburður er almennt hafinn og gengur vel. Veðráttian er góð og snjóa hefur telkið iupp að mestu í byggð og tún tekin að grænka, Voranniir enu byrjaðar, mesti annatími bænda, er allt þarf að gena á sama tíma, en á þessum tíma árs er hvað erfiðaist að fá fólk til sveitastarfá, meðan skól- amir eru enn að störfum. Saimgöngur eru mjög erfiðar vegna aurbleytiu á vegunium. Hafa truikk'ar og jarðýtur orðið að draga mjóikurbíla yfir verstu torfærumar. Hafa vegir raiunar verið ófærir bílum á aðra viku, og heÆur mjóllkin verið flutt á allsskonar farartækjum. Undan- ‘tekning er þó vegurinn frá Hús'a- víik að flugvellinum í Aðaldial, er byggjur var í fyrra. — Hann hiefur eklki haggazt í þesisari dæmalausu aurbleytu. Unnið er að vegaviðgerðum, en enn er þó ófært til Akureyrar og veg- urinn lokaður öllum öðrum bíl- um en jeppum. — Hermóður. Lögþing Færeyja samþykkir oð slíta samkomu- laginu v/ð Brefa EINKASKEYTI til Mbl. frá Fær eyjum. 13. maí. — Lögþingið í Færeyjum óskaði í dag eftir að slitið yrði samkomulagi Breta og Dana um fiskveiðitakmörkin við Færeyjar. Samkvæmt því samkomulagi sem undirritað var í apríl 1959 var Bretum leyft að halda vissum „sögulegum“ rétti til veiða innan sex mílna við eyj arnar en aðrar þjóðir verða að l — Arnasafn Framh. af bls. 1. almannaþörf. Því getur þriðj- ungur þingmanna krafizt þess, að staðfestingu laganna verði frestað unz kosningar hafa farið fram að nýju til þjóðþingsins og ný- kjörið þjóðþing einnig samþykkt frumvarpið. Andersen telur, að ekki geti orðið um að ræða skaðabóta- kröfu því að stofnunin geti ekki selt handritin og líði því ekki fjártjón þótt hún sé án þeirra. í grein hans kemur fram, að hann er andvígur afhendingu handrit- anna. Politiken skýrir frá grein And ersens í morgun og segir, að al- veg nýtt atriði virðist koma fram í handritamálinu með þessum at- hyglisverðu utnmælum Pouls Andersen. lúta ákvæðum um 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Færeyska lögþingið samþykkti í dag tillögu frá Þjóð veldisflokknum, þar sem svo var kveðið á, að samkomulagið skyldi falla úr gildi í apríl 1963. Til- laga Sambandsflokksins um að leysa málið eftir venjulegum diplómatískum leiðum var felld. Loftpressur með krana til leigu. GUSTUR HF. Símar 12424 og 23956. Ungur maður er á heima 1 sveit á stórt bú og nýjan bíl úskar ef lir að kynnast góðri stúlku á aldrinum 25—35 ára, með hjónaband fyrir augum. Æskilegt að mynd fylgi. Tilb. sendist afgr. Mbl. merkt: , 1253“. LOFTUR ht. LJÖSMYNDASTO FAN Pantið tíma i sima 1-47-72. Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum fyrir gjaf- ir og góðar óskir í tilefni af sjötugs afmæli mínu, Þorbergur Ölafsson EFTIK SEXTUGSAFMÆLH). Vorið ljómar vík og sker. Vinsemd róma gegna hjalla þakka sóma sýndan mér, sögur blóm og góðvild alla. Lifið heil. Einar Sigmundsson, Barmahlíð 37. Móðir okkar, GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Arnarnúpi í Dýrafirði, andaðist 12. þessa mánaðar. Börnin. Útför mannsins míns JÓNS EINARS JÓNSSONAR Hátúni 4, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudginn 16. maí n.K. kl. 1,30 e.h. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Rósa Bjarnadóttir. Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, ÖNNU PÁESDÓTTUR Bræðratungu 37, Kópavogi, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. maí kL 1,30 e.h. — Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. llelgi Ólafsson og börnin. Útför föður okkar, MICHAELS SIGFINNSSONAR, Langholtsvegi 44, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 15. mai kl. 10,30. — Athöfninni verður útvarpað. Jónína Michaelsdóttir, Laila Michaelsdóttir Ásta Michaelsdóttir, Linda Michaelsdóttir Karl Michaelsson Innilegt þakklæti til allra þeirra sem auðsýndu mér vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns JÚLlUSAR PÉTURSSONAR Borgarnesi. Ragnheiður Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.