Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. maí 1961 'rÚNCARO/Nt^f Hinn 27. marz samþykkti Alþingi lög um breytingu á lögum nr. 48 frá 28. maí 1957 um landnám, ræktun og byggingar í sveitum. Fela breytingarnar í sér hækkan ir á fjárveitingum til landnámsins svo og hækkanir á framlögum samkvæmt nýbýlalögunum. Samkvæmt 5. grein laganna er fjárframlagið hækkað úr 5. millj kr. í 6,5 millj. Samkvæmt 26. gr. er nú heimilt að veita 40 þús. kr. til bygginga íbúðarhúsa í stað 25 þús. áður og nemur hækkunin samkvæmt ákvæðum lagabreyt- ingarinnar 500 þús. kr. frá því sem áður var til þess veitt. Sam kvæmt 41. grein laganna greiðir ríkissjóður 6 millj. kr. til fram- kvæmda er um getur í 38. grein og til framkvæmda er framlags Framkvæmd nýbýlalaganna Framlag lækkar rétt fá samkvæmt lögum nr. 49 frá 11. júní 1960. Gildir greiðsla næstu 4 árin fra og með 1962. Er hér um einnar millj. kr. hækkun að ræða á ári. í tilefni af þessari lagabreyt- ingu snéri blaðið sér til Pálma Einarssonar landnámsstjóra og spurði hann um tildrögin til þess arar lagabreytingar svo og um framgang nýbýlastofnana í land inu á síðustu árum. Landnámsstjóri kvað hækkun framlaganna stafa fyrst og fremst af þeim hækkunum sem leiddu af efnahagsaðgerðum vinstri stjórn arinnar og vegna gengisfellingar- innar, þannig að miðað við núgild andi verðlag eiga styrkir til ný býlastofnana og endurbygginga eyðijarða að vera í ekki lakara Ford Taxar 1960 Útvegum Ford taxa 1960 frá USA. Venjuleg skifting, 6 cyl., góð dekk, óskemmd boddy og áklæði. BBIMNES H. F. Mjóstræti 3 — Sími 19194. Bílar frá Þýzh|andi Getum útvegað leyfishöfum notaðar bifreiðir frá Þýzkalandi. Bílarnir eru valdir og eru aðeins 1. flokks bílar í boði. Bílamiðstdðin Vaqn Amtmannsstíg 2C — Símar: 16289 og 23757. ALLT A SAMA STAÐ Rennismiðir framtíðaratvinna Óskum eftir að ráða vana rennismiði nú þegar. — Upplýsingar gefur verkstjórinn Grétar Eiríksson H.f. Egill Vilhjálmsson Sími 22240 Húsbyggjendur Höfum fyrsta flokks uppfyllingarefni í og upp með húsgrunnum, í vegi, plön o. fl. Ennfremur vikurgjall sem er m. a. tilvalið notkunar í blautum jarðvegi. Vikurgjall þetta angrar tvöfalt betur en venjuleg rauðamöl. Gerum tilboð í stærri og smærri verk. Upplýsingar í síma 15455. til ein- hlutfalli við heildarkostnað en áð ur var. Á árinu 1960 voru samþykktar 52 nýbýlastofnanir og uppbygg- Pálmi Einarsson ingar eyðijarða, framkvæmdir 5 bæjarflutningar og tveimur aðil um veitt aðstoð vegna brunatjóns. Þá var framlag veitt 20 bændum, sem hófu byggingar íbúðarhúsa á jörðum sínum á árunum 1959 og 1960. Frá því að landnámslögin voru sett 1947 hafa verið sam- þykktar byggingar 719 nýbýla og 159 uppbyggingar eyðijarða eða alls 878 jarðir. Við síðustu áramót voru 755 býli komin það langt á- leiðis að þau voru búrekstrar- hæf að ræktun og húsakosti, en 10 býli höfðu framkvæmt ræktun en hætt við nýbýlastofnun áður en til byggingar kom og hafa þeir, sem að þessum býlum stóðu, ver ið endurkrafðir um framlögin. Fráhvarf frá nýbýlastofnun er því aðeins 1,14%. íbúðarhús eru fullgerð á 567 býlum eða 74,1% af þeim sem byrjaðar hafa verið framkvæmd ir á. 89 nýbyggendur eru með hús sín í smíðum og svarar það til 11,4,% býlanna. f árslok 1960 er bygging hafin en húsin ekki fok- held á 21 býli. Árið 1960 eru 43 hús gerð fokheld og 25 íbúðarhús á lokastigi. Eru þá í byggingu og fullgerð hús á alls 656 býlum eða 85,7% þeirra býla, sem stofnfram kvæmdir eru hafnar á. Árið 1960 var áð fullu gengið frá 84 íbúðar húsum á nýbýlum. Þess má vænta að alls 160 nýbýli og endurbyggð ar eyðijarðir verði með fram- kvæmdir á árinu 1961 en tilsvar andi tala var árið 1960 188 býli. Þessi fækkun stafar af óvenju hröðum framkvæmdum á árun um 1959—1960. Á árunum 1955—6 voru alls 35 nýbýli komin með búrekstur í byggðahverfum. Meðal bústofn það ár var 12 kúgildi á hvert ný- býli (20 ær reiknaðar sem eitt kúgildi). Meðalbú 1959—60 var komið upp í 14,7 kúgildi en þá eru nýbyggendur orðnir 48 fleiri og þeir sem skemmst eru á veg komnir draga niður meðaltalið. Stærstu búin eru í nýbýlahverf- inu í ölfusi 20 kúg., Hvolsvelli 18.8 kúg., Þinganesi í Hornafirði 12.8 kúg., Víðimýrarhverfi 15,4 kúg., Ljósavatnshreppi 10,7 kúg. og í öðrum byggðahverfum minna, enda hafa framkvæmdir í þeim hvorum hafizt á síðustu ár um og skemmra á veg komnir. Fram til ársins 1959 gat nýbýla stjórn ekki samþykkt allar þær umsóknir um nýbýlastofnun, sem fyrir lágu, og voru þá jafnaðar lega 40—50 umsóknir óafgreidd ar árlega. Umsóknir um nýbýla- stofnanir eru nú 50—60 en sam- kvæmt núgildandi framlagi mun vera hægt að fullnægja allt að 70 umsóknum árlega. Samkvæmt heimild laga í dag má veita allt að 40—45 þús. kr. óafturkræft framlag til sömu ræktunar á ný býli (10 ha) og áður voru veittar 35 þús. Til íbúðarhúsa má nú veita 40 þús. kr. óafturkræft fram lag í stað 25 þús. áður. Pálmi Einarsson sagði i lok sam talsins við blaðið að hann teldi nýbýlastjórn hafa verið mjög lán sama með umsækjendur um ný- býlin á undanförnum árum. Sæist það gleggst á því hve fráhvarfið frá nýbýlastofnun hefði verið lít- ið. Yfirleitt væru nýbýlastofnend urnir mjög duglegir og framtaks samir menn, sem legðu hart að sér við að koma upp býlum sín- um og bústofni. Væru allmargir þeirra þegar komnir yfir örðug- asta hjallann, þótt þeir þyrftu að byrja búskapinn með mjög stór an hluta stofnfjárins í óhagstæð um lánum. 20 kúgilda býli, sem væri haganlega fyrirkomið, væri allvel arðbært bú og með nútíma tækni viðráðanlegt fyrir einyrkja. Væri þá gert ráð fyrir nokkurri hjálp annarra fjölskyldumeðlima en húsbóndans eins. Af öllu þessia má sjá að starfsemi nýbýlastjórn ar og framkvæmd nýbýlalaganna hefir gengið eftir öllum vonum, en óhagstæðar lausaskuldir verða mörgum fjötur um fót fyrstu bú- skaparárin. Handritin heim í Skálholt ÞANNIG var fyrirsögn greinar- korns, sem birtist eftir undirrit- aðan í dálkum Velvakanda Morg- unblaðsins fyrir sex og hálfu ári, eða 10. nóvember 1954, en á þeim árum var mjög rætt og ritað um endurheimt handritanna og í því sambandi að reist yrði fyrir þau sérstakt hús, handrita hús, í Reykjavík. Svo sem kunn ugt er var hafin fjársöfnun í því skyni. í grein þessari kom ég fram með þá hugmynd, að hand ritin yrðu varðveitt í Skálholti þegar þar að kæmi, en í greininni segir meðal annars: „Nú þegar vonir standa til, að vér , endurheimtum handritin fornu, væri vel til fallið að ætla þeim rúm í væntanlegum bygg- Verzlunarmaður Ungur reglusamur maður, sem hefur áhuga fyrir verzlunarstörfum óskast nú þegar í járnvöruverzlun. Upplýsingar í síma 15235. Chevrolet fólksbif^eið 1959 til sölu og sýnis við Olíuport Olíuverzlunar Islands h.f. í Laugarnesi milli kl. 5—7 í kvöld. Upplýsingar um verð og skilmála á staðnum. ingum í Skálholti, en þaðan voru á sínum tíma flutt út mörg dýr mæt handrit og mætti þá með sanni segja, að handritin væru komin heim. Varðveizla þeirra í Skálholti myndi auka virðingu staðarins og vegsemd“. Enginn lét þá til sín heyra um hugmynd þessa. Síðan þetta var skrifað hefir verið hafizt handa um endurreisn Skálholtsstaðar. Á þessum sögufræga og söguheiga stað hafa nú þegar risið af grunni veglegar byggingar, en í þeim mun handritunum ekki ætlað rúm og þyrfti því, ef til kæmi, að reisa þar hús, sem hæfir þess um dýrgripum þjóðarinnar. En nú þegar gera má ráð fyrir að handritin verði afhent íslend ingum á næstunni, er eðlilegt að mikið sé rætt og ritað um það, hvar beri að varðveita þau. Eins og að líkum lætur hafa margir fræðimenn nú þegar látið álit sitt í ljós um staðarvalið. Um tvo staði er rætt, Skálholt og Reykja vík, og þá í tengslum við Háskóí ann, Birgir Kjaran, alþingismað ur, ritaði nýlega ágæta grein í Morgunblaðið um íslenzkt menn ingarsetur í Skálholti, þar sem hann leggur til að handritin fái samastað þar. Bæði hann og fleiri sem síðan hafa um málið ritað, færa góð og gild rök fyrir því, að handritin verði bezt geymd f Skálholti, og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka þau. Egill Hallgrímsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.